Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI1980 Fjárrekstur Framlag Kjarvalsstaða til Lista- hátíðar í ár er sýning á verkum tveggja listakvenna, þeirra Kristínar Jónsdóttur listmálara og Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Sýningin verður opn- uð 1. júní og stendur í tvo mánuði. Hér er lítillega sagt frá hlut Kristínar í sýningunni og f jallað um Gerði Helga- dóttur í blaðinu eftir helgi. Sólblóm istaverk Gerðar og Kristínar á Kjarvalsstöðum frá 1. júní Kristín Jónsdóttir i vinnustofu sinni Á YFIRLITSSÝNINGU Krist- ínar Jónsdóttur verða um tvö hundruö málverk frá ýmsum tímum á ferli hennar. Kristín hélt til náms í Kaupmanna- höfn 1909 og var fyrsta ís- Jenzka konan, sem lagði fyrir sig myndlistarnám. Barnabörn Kristínar, börn Huldu og Helgu heitinnar Valtýsdóttur, hafa undanfarna mánuði unn- ið við að skrá og taka myndir af málverkum Kristínar og hafa nú samtals tekið myndir af um 450 verkum, en óskráð munu að líkindum vera a.m.k. 150-200 til viðbótar. Þar af eru ýmis erlendis, en töluvert einnig hér í Reykjavík og úti á landi og eru það tilmæli ætt- ingja listakonunnar, að haft sé samband við þá til að þeir fái að taka myndir af verkunum. Listmálararnir Þorvaldur Skúlason og Jóhannes Jóhann- esson munu síðan velja mál- verkin á sýninguna og stendur hún bæði júní og júlímánuð. Eins og fyrr segir hélt Krist- ín Jónsdóttir til Kaupmanna- hafnar árið 1909, þá 21 árs að aldri. í tvö ár nam hún við Tegneskole for kvinder til und- irbúnings námi sínu á Aka- demíunni og þaðan lauk hún prófi árið 1916. Fyrstu sýningu sína hér hélt hún ásamt Muggi í Miðbæjarskólanum í ágúst- mánuði 1915. Kristín dvaldist lengst af í Danmörku til ársins 1923, að hún flutti heim al- komin, en hún var þó iðulega hér á sumrin, ferðaðist um landið og málaði. Fyrsta sýn- ing erlendis sem hún átti verk á var Vorsýningin á Charlott- enborg árið 1915 og síðan átti hún myndir á þeirri sýningu á hverju vori fram til ársins 1921. Listasafn íslands keypti fyrstu myndina sem það eign- aðist eftir Kristínu árið 1916, nefnist hún „Saltfiskverkun". Eftir að Kristín fluttist heim hélt hún allmargar sýn- ingar, þá fyrstu árið 1924 og síðan með nokkurra ára milli- bili um margra ára skeið. Síðast sýndi hún 1952. Hún andaðist 1959 og síðasta sýn- ing á verkum hennar fram til nú, var haldin árið 1962, fyrir forgöngu dætra hennar Huldu og Helgu Valtýsdætra. Kristín var afkastamikil listakona sem naut mikillar viðurkenningar fyrr og síðar. Hún málaði landslagsmyndir en er einnig mjög þekkt fyrir blóma- og kyrralífsmyndir sínar. Hún ferðaðist alla tíð mikið um úti á landi og málaði, m.a. á Akureyri, var í Möðru- dal um hríð, málaði í Húsaf- elli, á Þingvöllum og víðar. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.