Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 NÆRRI hundrað bátar af öllum stærðum eru á ferðinni um Vestmannaeyjahöfh daglega, svo þar er líf og fjör þegar vertíðin er í fullum gangi. Við heimsóttum þessa miklu verstöð fyrir skömmu og ræddum við skipstjóra um vertíðina, stjórnun fiskveiða og sitthvað fleira. „Þaö verður ekki ákveð- ið við skrifboró hvenær þorskurinn hrygnir" grein/ÁRNI JOHNSEN myndir/SIGURGEIR JÓNASSON og GUÐRÚN KRISTÍN SIGURGEIRSDÓTTIR Vertíðin í heild er mjög góð gagnvart afla, en þó er að merkja að ef kantafiskiríið hefði ekki verið þá hefði staðan verið mun slakari. Það var óhemju þorskur í kantinum og við Eyjamenn höfum í ríkari mæli sótt þangað, sagði Guðfinnur Þorgeirsson skipstjóri á Árna í Görðum. „Nýtingin á veðrinu var mjög góð eftir erfiðan fyrrihluta og það kom heim og saman við mikla fiskigengd í endaðan febrúar. Það var mun meira af fiski þá en mörg undanfarin ár á sama tíma, en núna fyrst er hann að koma upp á grunnið." Guðfinnur er í hópi harðsæknustu skipstjóra Vestmannaeyja um langt árabil og nú er hann kominn með um 1000 tonn. „Jú, ég er að glíma við persónulega metið,“ sagði hann brosandi, „þetta hefur gengið vel hjá mér og ég er ánægður." „Fer ekki meira af netum í kantafiskiríið?" Jú, mun meira, en það skilar sér þótt það sé dýrara fiskirí með teinum og öllu meðtöldu." „Kom þessi fiskifengd þér á óvart?" Já og nei, það hefur verið gott í köntunum fyrr þótt það hafi verið meira nú. Maður á alltaf von á fiskiríi, það er fyrst og fremst það hvað veðrið gerir, því það getur verið erfitt að sækja þetta í vondu.“ „Hvað finnst þér um stjórnunina á fiskveiðunum?" „Eg er hlynntur stjórnun á þeim, það á að hlífa stofnunum eins og hægt er, en ég er ekki ánægður með þessi helvítis skyndistopp eins og um páskana. Maður tapaði 100—200 tonnum á þeim fjanda. Það hefði fremur átt að klippa á 20. apríl. Nú er fiskurinn fyrst að hrygna og verður að því fram í maí. Eg vil koma til móts við fiskifræðingana, en það á að gera það eins auðvelt og unnt er. Það er erfitt að draga þetta og geyma í bátunum og hættulegt einnig. Við erum líka menn, en ég er á því að það sé nauðsynlegt að skammta þetta. Þó sé ég enga ástæðu til þess að skipta þessu eins og gert er milli landshluta, afli í verstöðvum verður alltaf misjafn, en mismunurinn getur orðið óeðlilegur ef bátar frá bannhöfnum fara á önnur mið eftir kúf á fyrri miðunum. Það er bezt að hlutirnir gangi jafnt yfir alla í stoppunum. Annars hefur þessi vertíð bætt húmorinn í þessu öllu, bragðmeiri sjósókn en oft áður, stífara sótt og meiri mannsbragur að því, og fleiri stórir netabátar hafa gert þetta lífrænna. Það er á hreinu að menn lifna við þegar þeir finna að eitthvað kemur í staðinn fyrir allt erfiðið og ekki þarf ég að kvarta yfir mannskapnum, hef alltaf haft góðan mannskap. Nú, svo á Björn alltaf nóg net (Björn Guðmundsson útvegsbóndi og eigandi Árna í Görðum) og hann gerir vel út, telur aldrei hvað fer í sjóinn." „Hvað hefur þú farið með margar netaslöngur í vetur?" „Eitthvað um 1000, það má segja að það sé slanga á tonn. Veiðarfærin eru vel nýtt hér í Eyjum og við vitum til þess að bátar ekki langt fjarri hafa farið með 3000 slöngur. Við höfum ekki misst eitt net í vetur, en tvo dreka og það er vel sloppið. Nei, maður verður að sætta sig við að hætta núna, en ég myndi sætta mig betur við það ef það gengi jafnt yfir alla.“ „Fáránlegt aé setja þorsk- veiðibann á trillukarlana“ „Þetta hefur verið afburða netavertíð hér, en ósköp venjuleg og reyndar frekar léleg trollvertíð," sagði Óskar Kristinsson skipstjóri á Sigurbárunni, „það vantar ýsuna hér á Suðurlandsmiðin, hún hefur alls ekki gengið. Það kom engin ýsa með loðnunni að austan, en hins vegar fréttist af töluverðu magni af ýsu á eftir vesturgöngunni. Annars er ég hræddur um að það sé ekki eins mikið af þorski eins og margir vilja vera láta. Ég held að við verðum að fara töluvert eftir því sem fiskifræðingarnir segja, þeir hafa lært þetta og eru að ná meiri og meiri reynslu." „Hvað finnst þér um landshlutaveiðibönnin?" „Það er aldrei hægt að setja þau svo öllum líki. Þetta kom illa við okkur trollbátana frá 1,—7. maí. Við höfum veitt sáralítið af þorski á vertíðinni í vetur og svo er okkur bannað að veiða loksins þegar hann gengur út af hrauninu. Nei, ég tel raunhæfast að láta eitt yfir alla ganga í þessum efnum. Þó tel ég þorskveiðibann hjá trillukörlum fáránlegt. Flestir trillubátarnir eiga möguleika í örstuttan tíma t.d. trillukarlarnir í Borgarfirði eystri. Þar eru alls 10—15 trillubátar og þeir gætu samtals náð 60—80 tonnum af fiski, eða álíka og togari getur veitt í einu til tveimur hölum. Það verður að hafa sanngirni í þessu og skynsemi." „Hvernig er afkoman á útgerðinni eftir þessa vertíð?" „Afkoman er akkúrat engin og þar ræður olían úrslitum. Ég var að kíkja í marsmánuð, bezta mánuðinn. Þar fór dálítið mikið í veiðarfæri, en olían sléttar af þennan bezta mánuð og í janúar og febrúar var staðan þrælöfug. Það má segja að 40% af aflaverðmæti fari í olíuna og það er ekki glæsilegt. Það hlýtur að verða samdráttur á trollinu með þessu áframhaldi, en hitt er að margir bátarnir geta ekki stundað aðrar veiðar og af um 60 Eyjabátum hafa um 20 verið á trolli." „Skynsemin verður að fylgja lögunum“ „Þetta er greinilega betri vertíð en verið hefur og meiri fiskgengd þótt segja megi að einnig komi til meiri sókn á djúpið og meiri eyðsla á veiðarfærum. Við höfum farið með um 1000 slöngur á þessari vertíð eða slöngu á tonn,“ sagði Guðni Ólafsson skipstjóri á Gjafari, en hann var með um 1100 tonn. „Reyndar er þetta miklu meiri afli en maður reiknaði með, en það er sýnt að 73 árgangurinn hefur skilað sér vel. Sókn hefur ekki verið meiri hér en oftast áður, það er alltaf vel sótt hér, en þetta væri þó betri vertíð ef fiskveiðistefnan væri rétt rekin. Uppköstin að undanförnu hafa algjörlega verið út í hött. Það ætti til dæmis ekki að stoppa um páskana nema eins og við höfum alltaf gert hér í Eyjum á helgum dögum, en hins vegar ætti í staðinn að stoppa fyrr vertíðina ef ástæða þykir til. Þá væru flestir bátanna með 100 tonnum meiri afla a.m.k. Það er erfitt að eiga við stjórnun fiskveiðanna og margt er það ágætlega gert þótt hagsmunahóparnir verði ekki ánægðir og tvímælalaust þarf að skammta þetta eitthvað. En það þarf að gera meira en ákveða hlutina við skrifborð. Friðunin í vetur kom ekki að gagni vegna þess að fiskurinn hrygnir seint og svo er .togskipum og fleiri skipum hleypt inn á friðuðu svæðin fyrst í maí, beint í hrygninguna. Skynsemin verður að fylgja lögunum, það verður ekki ákveðið við skrifborð hvenær þorskurinn hrygnir. Það var til dæmis fáránlegt að boða upptöku á netunum í vetur með þeirri tímasetningu að það ætti að vera búið að draga upp fyrir hádegi í stað þess að leyfa okkur að hafa daginn. Það er eins og þessir menn miði aðeins við vinnutímann hjá sér og kannski að þeir hætti um hádegi ef þeir mæta á annað borð til vinnu. Ég tel þó alveg sjálfsagt að koma til móts við fiskifræðingana og taka tillit til þess sem þeir segja, en það mætti fara einhverja millileið í þessum efnum á meðan verið er að ná stofninum upp.“ „Hvað er framundan?" „Nú er það lúðulína og sigling væntanlega og svo að líta björtum augum á framtíðina. Bráðlega verður næg síld allt árið og flestir fiskstofnanna eru greiniiega á uppleið." í aögeröinni Bunkuð net.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.