Morgunblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 39 Kveðja: Helgi Ingvarsson fyrrv. yfirlœknir Fæddur 10. október 1896. Dáinn 14. apríl 1980. Vorið 1907 hafði verið kalt, og gróður var því lítill, þótt komið væri fram í júnímánuð, en það var náttleysi fyrir austan. íbúar Skeggjastaðasóknar, nyrzta prestakalls Skálholtsstiftis voru ýmsu vanir, og þeir vissu af reynslunni, hvers þeir máttu vænta, og þrátt fyrir ýmis von- brigði voru störf þeirra öll studd voninni um betri tíð. Sólin vakti yfir vellinum allan sólarhringinn og var aflgjafi mönnum og skepnum, og þegar ský ekki hindruðu þá vermdu geislar hennar ungviði og veikan gróður. Bændurnir notuðu birtuna og unnu langan dag auk starfa við búsmala, þurrkun á taði og mó- tekju lögðu margir þeirra net sín og veiddu hrognkelsi og einstaka brúsa og í vaðinu veiddu þeir got og agnskera. Færeyingar voru komnir til sumardvalar og fiskuðu á hand- færi ásamt heimamönnunum. Strandferðaskipið kom með varn- ing og farþega og franskar duggur komu oft, stundum margar sama daginn og einnig færeyskar skút- ur. Ferðir á milli bæja voru tíðari en í skammdeginu, menn hjálpuð- ust að við að gera amboð og vinna ýmis vorverk og næturgestir voru margir, einkum á betur hýstum bæjum. Enginn var að flýta sér. Prestssetrið Skeggjastaðir hafði verið prestlaust í tvo mánuði, því að séra Jón Þorsteinsson var nú fluttur þaðan að Möðruvöllum í Hörgárdal, en hann'hafði þjónað Skeggjastöðum um eins árs skeið. Og nú var von á nýjum presti að sunnan, séra Ingvari Nikulássyni. Það var tilhlökkun í sveitinni. Prestssetrið hafði í gegnum aldirnar verið traust fólksins í þessari fámennu sveit, bæði í blíðu og stríðu. Það lá miðsveitis og þar fóru fáir neðangarðs. Þann 27. júní 1907 komu Hólar að sunnan og þann 30. júní skrifar' afi minn, Jón Sigurðsson, bóndi í Höfn, í dagbók sína: „Prestur okkar séra Ingvar kom með Hól- um um daginn að sunnan," og sunnudaginn 14. júlí skrifar hann: „Austan þétthvass, þokuloft, mik- ið regn með kvöldi. Margir fóru til kirkju, 4 í nótt. Presturinn settur inn á staðinn." Og hér var ekki til einnar nætur tjaldað. Presturinn Ingvar Gest- mundur Nikulásson og kona hans frú Júlía Guðmundsdóttir og móð- ir hans frú Oddný, börn þeirra þrjú og tveir piltar komu með Hólum frá Reykjavík og settust nú að á Skeggjastöðum. Þau unnu fljótt traust og virð- ingu sóknarbarna sinna og heimili þeirra varð athvarf yngri og eldri í þess orðs beztu merkingu. Þau voru hjúasæl og hélzt vinátta þeirra við marga sem hjá þeim störfuðu ævilangt. Séra Ingvar byggði upp á staðn- um bæði vandað íbúðarhús og peningshús og bjó af mikilli fyrir- hyggju og var prestur heima í alls 29 ár, eða þar til hann lét af prestsembætti vegna aldurs. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt æskuheimili mitt í næsta nágrenni við þeirra góða heimili og fyrstu kirkjuferðir mínar voru að Skeggjastöðum, og séra Ingvar skírði mig og fermdi. Foreldrar mínir áttu prestshjónin að vinum og faðir minn og séra Ingvar störfuðu mikið saman. Helgi Ingvarsson, fyrrum yfir- læknir, var tíu ára gamall er hann kom að Skeggjastöðum með for- eldrum sínum, ömmu og tveim systrum. Hann kom þangað í náttleysið og gróandann, þótt vor- ið væri kalt og víst er það, að hann hefur þá þegar orðið fyrir djúpum og varanlegum áhrifum af náttúr- unni þar eystra og mannlífinu í þessari fámennu og afskekktu sveit. Hann hefur verið hrifnæm- ur drengur og það vekur hjá mér gleði að vita, að þau áhrif urðu varanleg og honum til blessunar og ekki síður okkur öllum sem fengum að njóta góðvildar hans og mannkosta. Hann átti erfitt með að yfirgefa Skeggjastaði, foreldra sína og vini, er hann hélt til náms og margoft kom han heim á námsár- unum og dvaldi þar á sumrin því að sveitalífið heillaði hann, og skammt er síðan hann fór austur til að sjá Skeggjastaði og heilsa gömlum kunningjum. Hann hjálpaði mörgum að heiman sem háðu stríð við hvíta dauðann er hann var yfirlæknir á Vífilsstöðum, og alltaf var hann tilbúinn til að líkna og hug- hreysta. Frá því um 1600 höfðu aðeins fjórir prestar setið Skeggjastaði lengur en séra Ingvar. Þau prest- hjónin og fjölskylda þeirra skildu þar eftir varanleg spor, sem urðu til blessunar og eftir að þau fóru þaðan hafa börn þeirra og fjöl- skyldur haldið vináttu við Bakk- firðinga og sveitina heima. Fremstur í þeirri fylkingu var Helgi læknir, sannur vinur og velgjörðarmaður okkar allra að heiman. Mér fannst, að fátæklegum minningarorðum mínum um Helga lækni þyrftu að fylgja nokkur orð um sveitina og fólkið þar, prestssetrið og foreldra hans, svo mjög var þetta samofið í huga hans. Ég vil fyrir hönd okkar Bakk- firðinga þakka honum og blessa minningu hans um leið og ég sendi ekkju hans, frú Guðrúnu, systrum hans, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur frá okkur Selmu. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Jón Gunnlaugsson. Helgi Ingvarsson var fæddur 10. október 1896 í Gaulverjabæ í Flóa, Árnessýslu. Foreldrar hans voru hjónin Júlía Guðmundsdóttir frá Keldum á Rangárvöllum og séra Ingvar G. Nikulásson, prestur í Gaulverjabæ og síðar á Skeggja- stöðum í N-Múlasýslu. Helgi varð stúdent frá M.R. 1916 og cand. med. frá H.í. 1922. Sama ár lagði hann stund á framhaldsnám í Kaupmannahöfn og síðar fór hann margar námsferðir til hinna Norðurlandanna og Þýzkalands á árunum 1926—37. Árið 1929 var hann viðurkenndum sem sérfræð- ingur í berklalækningum. Hann starfaði sem aðstoðarlæknir á heilsuhæli fyrir berklasjúklinga að Vífilsstöðum frá 1922 til 1939, en þá var hann skipaður yfirlækn- ir þar, og gegndi hann því starfi til 1967, þegar hann hvarf þaðan vegna aldurs. Hann var lektor við H.I. frá 1959. Helga var ýmis sómi sýndur á langri ævi, m.a. var hann kjörinn heiðursfélagi Sambands ísl. berklasjúklinga (1956) og Læknafélags íslands (1978). Éinn- ig var hann sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Árið 1921 kvæntist Helgi Ingv- arsson Guðrúnu Lárusdóttur smá- skammtalæknis Pálssonar í Rvík, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn: Guðrúnu Pálínu, skólastj. Kvennask. í Rvík, Ingvar, forstjora, Lárus, lækni, Sigurð, lögfræðing og viðskipta- fræðing, Júlíus, dó mjög ungur og Júlíu, sem andaðist um 10 ára aldur og var efnilegt ungmenni, enda mikill harmur foreldra, sem aidrei hafði að fullu gróið. — „En gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins," sem nú hefur opnað faðm sinn móti hinum yfirlætis- lausa lækni að loknum löngum, farsælum starfsdegi og gefið hon- um þá náð að hverfa snögglega úr samfélagi mannlífsins. Enginn þekkti betur en hann hina hörðu glímu við hvíta dauð- ann, því að oft stóð hann hér eftir á ströndinni, vonsvikinn er hann hafði lagt nótt við dag til bjargar einstaklingum. Hin síðari ár rof- aði til í þeim efnum, eftir að upp voru fundin lyf, sem varanlega læknuðu hina sjúku. Nú má telja berkla nær horfna, en þeir þjáðu þjóðina öldum saman. Eg tel mig ekki halla á neinn, þó að ég álíti Helga Ingvarsson fremstan í hópi þeirra lækna, sem barðist til þrautar gegn berklaveiki með lofs- verðum árangri. Hann var opinn fyrir öllum nýjungum á sviði læknavísinda, og það var fyrir hans tilstilli, að íslendingar voru með þeim fyrstu, sem nýttu sér hin nýju lyf gegn berklum. Hann trúði á kærleika og góðvild, og þrátt fyrir mikið annríki hug- hreysti hann okkur og var okkur sem umhyggjusamur faðir alla tíð. Ég hygg, að allir sjúklingar hans þakki honum ekki hvað sízt fyrir þann mikla styrk, sem hann veitti á erfiðum stundum. Á Vífilsstöðum dvaldist fjöldi fólks, og eins og að líkum lætur var misjafn sauður í mörgu fé. Helgi ræddi það oft við mig, að það þjónaði engum tilgangi að sýna hörku gagnvart mannlegum veikleika, og eitt sinn eftir erfiða nótt, sagði hann við mig: „Ég hef enga trú á, að mér gangi betur að lækna þetta fólk, þótt ég veiti því meira aðhald." — Helgi hafði fastmótaða skapgerð, enda var Vífilsstaðahæli gott og yndislegt heimili undir hans stjórn. Hann sá um, að allur viðurgjörningur var góður og trúði því, að holl fæða hefði lækningamátt. Við störfin hafði hann valið fólk í hverju rúmi, sem kappkostaði að gera sitt bezta hverju sinni. Eftir að sjúklingarnir heimtu heilsu sína á ný, lét hann sér mjög annt um þá og útvegaði mörgum þeirra atvinnu. Meðal annars voru all- margir, sem störfuðu við heilsu- hælið að Vífilsstöðum og áttu þar athvarf, unz yfir lauk. Helgi sá fyrst og fremst hið góða í hverjum manni og keppti sjálfur að því takmarki með lífi sínu. Hann hlífði sér aldrei og átti sjaldnast rólegan matar- og kaffitíma á heimili sínu. Flestar helgar flykktist fólk upp á hæli til gegnumlýsingar og til að þiggja styrk frá honum eftir stundar- hræðslu, sem oft reyndist ástæðu- laus. Mörgum bauð hann inn á sitt Hann Guðlaugur 1 Björk er dáinn. Hve sláandi fannst mér þessi frétt er hún barst mér sunnudagskvöldið 4. maí sl. Fyrir réttri viku þegar ég yfirgaf heima- byggðina um stundarsakir var hann hress að vanda, en nú á ég ekki von á að sjá hann lengur meðal okkar góðu nágranna. En þetta er aðeins eitt dæmi um smæð okkar gagnvart alveldinu. Mannlegur máttur má sín svo óendanlega lítils gagnvart lögmál- um náttúrunnar. Það er mannlegt að binda komu dauðans fremur hinum ellihrumu og sjúku en hinum dugmikla athafnamanni sem fullvirkur er í samfélaginu og tekur þátt í at- vinnulífinu hvern dag. En oft er fyrr komið að leiðarlokum en nokkurn grunar. Guðlaugur var sístarfandi og ötull og manni fannst svo fjarri að æfi hans væri að kvöldi komin. Þótt árin væru 66 var hann í augum samferða- mannsins svo langt frá því að hafa lokið sínu dagsverki. Æfi Guð- laugs og störf verða ekki rakin hér nema að litlu leyti. Hann fæddist 10. nóv. 1913 í Búðakauptúni og voru foreldrar hans Sigurður Einarsson í Odda og síðari kona hans Kristín Gunn- arsdóttir, sem um þessar mundir bjuggu í Dvergasteini og var heimili, jafnvel þótt hann sjálfur yrði að kveðja við húsdyrnar sökum anna. Húsfreyjan báuð ilmandi kaffi og kökur, hlý og veitul. Margoft var þröng á þingi, og þar var saman komið fólk, sem þráði skilning og samúð, en þetta hvoru tveggja sat í öndvegi á heimili þeirra hjóna. Þeir, sem kynni höfðu af Helga, dáðu hann til leiðarloka, og fyrir mörgum árum gáfu þáverandi og fyrrver- andi sjúklingar hælisins honum nýja bifreið í virðingar- og þakk- arskyni. Mörg fögur listaverk, sem prýddu heimili þeirra hjóna, eru einnig gjafir frá þakklátum berklasj úklingum. Eftir að Helgi Ingvarsson lét af stöfum við Vífilsstaðahælið, hélt hann ótrauður áfram að lækna og líkna. Ég var vitni að því, að sár, sem höfðu þjáð mann áratugum saman, greru eftir að hann tók að sér hirðu þeirra. Oftsinnis heyrði ég hina sjúku þakka Helga og biðja alföður að launa honum kærleiksverkin. Gamlir hælis- sjúklingar voru tíðir gestir á heimili þeirra hjóna í Reykjavík, því að þeir trúðu því, að það bætti heilsuna að hitta Helga og ræða við hann um vandamál sín. Guðrún kona Helga er föður- systir mín, og því var ég oft gestur á heimili þeirra og ætíð velkomin. Á fátæktarárunum fyrir stríð var fátt til tilbreytingar í frístundum, og fór ég þá oftast að Vífilsstöðum og kynntist náið erilsömu lífi læknisins og heimilinu, sem hann unni. Flest jól var fjölskyldan þar saman komin við rausnarlegt veizluborð og hvers konar góð- gæti, sem tilheyrir hátíðarhaldi. Farið var í ýmsa leiki, sungið og dansað fram á nótt, og eru þessar stundir ógleymanlegar öllum, sem Guðlaugur fæddur þar. Þegar hann hafði aldur til sótti hann 2ja vetra nám að Laugarvatni og voru þeir dagar honum áreiðanlega kærir í ljósi minninganna. Mun söngkór skólans ekki hafa átt þar minnstan þátt því Guðlaugur var einkar söngkær. Allt fram á síðustu daga var hann ein styrk- asta stoð kirkjukórsins á staðnum og tók virkan þátt í hverju sem að söngmálum laut, s.s. stofnun tón- listarfélags á sínum tíma og kór- starfsemi innan þess. Árið 1937, 29. maí, kvæntist Guðlaugur Jónínu Hallsdóttur, elskulegri konu, sem lifir mann sinn ásamt 8 börnum þeirra, en þau eru Baldur, Kristín, Helgi, Sigrún, Hallur, Björg og yngstir eru tvíburarnir Gunnar og Páll. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík þar sem Guðlaugur stundaði nám í húsasmíði en fluttust síðan heim á Fáskrúðs- fjörð þar sem þau áttu heima upp frá því. Guðlaugur var hagur jafnt á járn og tré og vann jöfnum höndum að hvoru tveggja. Hann var greindur vel og bar með sér mikinn persónuleika. Hann var byggðarlagi sínu mikið, var mörg ár bæði í hrepps- og skólanefnd, í stjórn Kaupfélagsins o.fl. En okkur fjölskyldunni í Reyk- Guðlaugur Sigurðs- son í Björk - Minning þátt tóku í þeim. Á jólum áttu margir sjúklinganna erfiðari stundir en ella vegna fjarveru ástvina og brá Helgi sér oft út til þeirra og sat við hlið þeirra. Þegar hann hvarf á braut, bað hann okkur vel að njóta og lokaði hljóðlega á eftir sér. Reyndi þá á skilning föðursystur minnar, enda var hún stolt af fórnfýsi eigin- mannsins og studdi hann dyggi- lega við öll hans miklu störf M,ín tileinkaði sér hin helgu orð: Trú, von og kærleik. Og víst er, að kærleiksrík var samfylgd þeirra hjóna til hinztu stundar. Oft þökkuðu þau forsjóninni af heilum hug fyrir að hafa eignazt hraust og gæfusöm börn og barnabörn, sem unnu þeim. Að lokum vil ég þakka einlæg- lega hjálp mér og ungum syni mínum til handa, þegar við urðum að dveljast á Vífilsstaðahæli. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að bæta mein okkar og dreifa döprum dögum. Þá kynntist ég af eigin raun löngum starfsdegi Helga læknis Ingvars- sonar, þegar ég sá hann hverfa heim til sín um miðnætti hvern dag. Hafi hann heilar þakkir mínar og fjölskyldunnar fyrir holl ráð og styrk, sem hann veitti ávallt. Sár er harmur föðursystur minnar, barna og barnabarna, sem sjá á bak traustum lífsföru- nauti, og er gott að minnst orða skáldsins, sem kvað: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka o« egg. En anda, sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Við trúum og treystum að svo sé. Guðrún Jakobsdóttir, Víkingavatni. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. holti verður hann minnisstæðast- ur sem hinn góði nágranni, sem gott var að leita til þegar eitthvað fór úrskeiðis, nágranni sem gladd- ist með okkur á gleðistundum og tók þátt í og létti undir á alvöru- og reynslustundum og e.t.v. fannst þá best hve hjartað var hlýtt og höndin traust. Fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og heimilis hans erum við innilega þakklát og blessum minningu hans. Úr fjarlægð sendi ég Ninnu, börnunum og fjölskyldum þeirra, systur hans og öldruðum bróður, sem og ástvinum hans öllum mína dýpstu samúð og bið þeim blessun- ar Guðs. Aðalbjörg Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.