Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 105. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jan Mayen-viðræöurnar í Ósló: Samkomulag liggur í lof tinu Knut Frydenlund. Ey- vind Bolle og Matthías Bjarnason ræðast við í léttum dúr. þegar hlé var gert á viðræðunum í Ósló í gær. Uegar samið var við Breta í Ósló í lok landhelgisdeilunnar 1976 var Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra og Frydenlund var þá í hlutverki sátta- semjara. Ljósm. Arni Johnsen Símamynd. Frá Árna Johnsen. hlm. Mhl. í Ósló. SAMNINGSDRÖG sem talsmenn íslands or Noregs munu geta saett sig við í deilu landanna um Jan Mayen-svæðið, lÍKKja á borðinu í Ósló. að því er sagt er. og er útlit fyrir, að gengið verði frá samningum í dag, laugardag. Eftir mikla óvissu í upphafi viðræðnanna í Ósló rofaði til í gærmorgun og skriður komst á málið. íslendingar hofðu látið að því liggja á fimmtudagskvöld. að þeir myndu slíta viðræðunum daginn eftir. ef ekki kæmu fram jákvæðari tillögur frá Norðmönnum en þá lágu fyrir. Knut Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, tilkynnti síðan á' fundi með íslenzku ráðherrunum og full- trúum íslenzku stjórnmálaflokkanna, að stefna sú, sem embættismenn hefðu haldið fram, væri nokkuð á annan hátt en norska ríkisstjórnin vildi. Voru nýjar tillögur lagðar fram á fundum í gær og þær síðan ræddar í ýmsum hópum daglangt. Islenzka nefndin á eftir að taka afstöðu til síðustu tillagna Norð- manna, en í þeim felast meðal annars þrjú atriði, sem íslenzku samninga- nefndarmennirnir hafa talið grund- vallaratriði fyrir samkomulagi: viðurkenning Noregs á 200 mílna útfærslu íslendinga í átt til Jan Mayen, viðurkenning á sameiginlegum rétti Islendinga og Norðmanna til hafsbotnsins við Jan Mayen og viðurkenning á því, að Islend- ingar ákveði hámarksafla á loðnu á íslands- og Jan Mayen-svæðinu, en íslenzkir fiskifræðingar gera ráð fyrir allt að 650 þús. tonna afla á næstkomandi sumar- ogvetrarvertíð. Reiknað er með ákveðnu aflahlut- falli Norðmönnum til handa, en ekki er vitað, hvað það verður. Er þó rætt um tölu á bilinu frá 10—20 prósent. — Það hefur þokazt í rétta átt í dag og ég vona, að samkomulag sé í aðsigi, án þess að geta fullyrt um það, sagði Olafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra í samtali við Mbl. í Ósló í gærkvöldi að lokinni samn- ingahrotunni. — Verið er að skoða þau atriði, sem hafa komið fram hjá Norðmönnum til móts við óskir okkar. Að vísu er enginn ánægður. En mikilvæg atriði hafa fengizt fram. Þar er um að ræða, að við teljum viðurkenndan ákvörðunarrétt Islendinga á hámarksafla á Jan Mayen-svæðinu, 200 mílna lögsögu íslands til Jan Mayen, svo og á því, að íslendingar eigi rétt til land- grunnsins á Jan Mayen-svæðinu. Þar er að vísu reiknað með, að ákvörðun sé að nokkru leyti frestað, meðan mál eru rædd og könnuð, en viðurkenn- ingin er staðfest. Sjá nánar á bls. 27. KVIÐDÓMUR kvikmyndahátíðarinnar í Cannes samankominn þar í gær. Þetta er 33. hátiðin. Frá vinstri er Bulajic. Icikstjóri frá Júgóslaviu, Rondi. ítalskur kvikmyndagagnrýnandi. Boisrouvray, kvikmyndaframleiðandi frá Frakklandi. Delvaux leikstjóri frá Belgíu. Adam, leikmyndateiknari frá Bretlandi, Kirk Douglas forseti dómsins, kvikmyndalcikari og við hlið honum franska lcikkonan Leslie Caron. síðan er Benayoun frá Frakklandi og Spenccr frá Kanada. Afganistan: Heiftarsókn Sovét- manna heldur áfram Nýju-Delhi, 9. mai. AP. HEIFTARLEGIR hardagar stóðu enn yfir í gær í Ghaznihéraðinu í Afganistan milli sovézkra her- manna og afganskra uppreisnar- afla. Ghaznihérað er suðvestur af Kabul, í grennd við þann stað þar sem fjöldamorð voru framin á þúsundum óbreyttra borgara síðla aprilmánaðar að þvi er fréttir hcrma sem bárust frá Kabul i dag. Sagt er að Sovétmenn hafi byrjað meiri háttar sókn á hendur uppreisnarmönnum og beiti 6— 900 skriðdrekum, brynvögnum, þyrlum með vélbyssuútbúnaði og orrustuvélum. Hafi þessi sókn byrjað sl. þriðjudag og verjist uppreisnarmenn Afgana af mikilli hörku. í fréttum frá Kabul í dag segir einnig að um fimm þúsund menntaskólanemar og háskóla- stúdentar hafi verið handteknir í höfuðborginni í gær og dag í kjölfar hinna miklu óeirða sem beindust gegn veru Sovétmann- anna í landinu. Matthías TT*1‘* j*1 Bjarnason: \ lljl tll samkomulags Frá Árna Johnson. blm. Mbl. í Ósló í «ær. í GÆRKVÖLDI benti margt til þess, að ekki yrði um frekari viðræður að ra*ða í samninga- viðræðunum um Jan Mayen- svæðið í Ósló, sagði Matthias Bjarnason fyrrum sjávarút- vegsráðherra í samtali við Mbl. En staðan breyttist í morgun. þegar Norðmenn gáfu þó nokk- uð eftir í þeim atriðum, sem um er að ræða. Jafnhliða fundum samninga- nefnda héldu norsku utanríkis- og sjávarútvegsráðherrarnir fund með íslenzkum ráðherrum og fulltrúum stjórnmálaflokk- anna og skipzt var á skoðunum um tiltekin grundvallaratriði. Var þar um að ræða óskoraðar 200 mílur í átt til Jan Mayen, um ákvörðunarrétt Islendinga á há- marksafla á svæðinu og að samkomulag næðist um hafs- botninn á landgrunninu milli Islands og Jan Mayen. Gott samstarf er í íslenzku nefndinni og ríkur skilningur. Flestir íslenzku fulltrúanna tóku fram, að þeir vildu gjarnan ná sam- komulagi við Norðmenn og var ég einn í þeirra hópi, ef grund- vallarskilyrðum væri fullnægt, þannig að við gætum sæmilega vel við unað. Báðar þjóðirnar hafa orðið að slaka til og ég tel skynsamlegast að slá af í tillög- um okkar til þess að ná sam- komulagi. Það er mín bjargfasta skoðun, að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná samkomulagi, en vilja beggja þjóðanna þarf til. Ég hef enga ástæðu til að tortryggja utanríkisráðherra Noregs. Hann hefur lagt sig mjög fram um að leysa málið, en á við mikla erfiðleika að etja eins og við íslendingar, til þess að sætta ólik sjónarmið. Karlar felldu föt við fögnuð Los Angeles, 9. maí. AP. KARLMENN héldu áhrifamikla fatafellusýningu á fimmtudags- kvöldið við hrifningu þrjú hundr- uð æpandi jafnréttiskvenna, sem létu óspart hrifningu sína í ljós. Það var jafnréttisnefnd Los Ang- eles sem stóð fyrir skemmtan þessari og gáfu karlarnir allan ágóða, sem mun að líkindum vera um 5 þúsund dollarar. Talsmaður kvennanna sagði að svo ótt og títt hefði verið barizt til þess að útrýma þeim hugsunarhætti að konan ein væri kyntákn, að tíma- bært væri nú að karlar og konur mættust miðja vegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.