Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI1980 17 leyst þann vanda, sem norður- gæslunni var búinn vegna fjar- lægðar frá heimahöfn og skipa- skorts. Bretar virðast enn hafa litið á hernaðarmikilvægi íslands í ljósi þessara aðstæðna hinn 9. apríl 1940. Hernámið óhjákvæmilegt Eftir því sem leið á aprílmánuð dofnuðu vonir flotastjórnarinnar um að reka Þjóðverja úr Noregi. Þýski herinn treysti sífellt tak sitt á landinu, og bandamenn fengu við ekkert ráðið. Þjóðverjar höfðu brotist úr „fjötrum Norðursjávar- ins“, svo notuð sé líking Eric Raeders yfirmanns þýska stríðs- flotans. Gamall draumur flota- stjórnarinnar var orðinn að veru- leika: hakakrossfáninn blakti yfir djúpum og lygnum fjörðum Nor- egs. Úti fyrir beið Atlantshafið opið fyrir þýskum víkingaskipum, kafbátum og árásarflugvélum. Lífæðar Bretaveldis lágu beint við höggi. Flotamálaráðuneytinu í Lund- únum duldist ekki, að vígstaðan á hafinu var breytt. 29. apríl 1940 sendi S.H. Philipps skrifstofu- stjóri þennan boðskap til Sir Alexander Cadogans ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins. Flotamálaráðuneytið hefur falið mér ... að koma því á framfæri við utanríkisráðherr- ann, að ráðuneytið hefur íhug- að þann möguleika að biðja íslendinga um að veita rikis- stjórn hans hátignar flota- og flugstöðvar í iandi sínu. Sú hætta vofir yfir, að með hern- aðinum á Skandinavíuskaga takist Þjóðverjum að koma sér upp flugbækistöðvum á strönd Noregs, og ber því brýna nauðsyn til að reisa bækistöðvar fyrir skip og flugvélar hans hátignar norðar en áður. Rannsóknir, sem ný- lega hafa farið fram á lend- ingarskilyrðum í Færeyjum, hafa valdið vonbrigðum, og engar horfur eru á því, að hægt verði að reisa bækistöðvar þar á eyjunum. Af þessum sökum telur flotamálaráðuneytið það óhjákvæmilegt [j'nd/spensaWe], að komið verði upp flugbæki- stöðvum á íslandi svo og olíu- stöðvum til að birgja upp skip hans hátignar. Nú er að vísu skammt um liðið, síðan íslendingar lýstu yfir sjálfstæði sínu gagnvart Dönum og sýndu um leið, að þeir vildu vera hlutlausir í ófriðnum. Fram til þessa hafa hvorki þeir né Færeyingar sýnt neinn hug á því að biðja ríkisstjórn hans hátignar um vernd og ólíklegt er, að því yrði vel tekið, ef við byðum þeim hana skyndilega. Á hinn bóg- inn hefur framsókn Þjóðverja í Noregi fært þýsku hættuna miklu nær Islandi, og ýkju- laust má nú segja, að hætt sé við, að Þjóðverjar ráðist á landið. Saga síðustu daga hef- ur þar að auki sýnt, að strangt hlutleysi er engin trygging fyrir því, að menn verði ekki fyrir barðinu á viðleitni Þjóð- verja til að bæta vígstöðu sína, og mun erfiðara er að hrinda árás eftir að hún er hafin en að girða fyrir hana. Það blasir ennfremur við, að landganga Þjóðverja á Islandi yrði bein ógnun við öryggi okkar og mundi leiða til þess, að strendur Islands breyttust í orrustuvöll, þar sem við hlyt- um að beita fyllstu hörku til að tortíma óvinaliðinu. Ráðuneytið telur það þess vegna lífsTiagsmunamál Islendinga sjálfra, að þeir bregðist við þessari hættu og leyfi ríkis- stjórn hans hátignar að koma til samstarfs með flota- og flugliði. Nauðsynlegt er, að flotamálaráðuneytinu séu fengnar í hendur flota- og flugstöðvar, eigi slík aðstoð að koma að gagni. Ráðuneytið yrði utanríkis- ráðherranum þakklátt, ef hann tæki það til tafarlausrar yfir- vegunar að snúa sér til ríkis- stjórnar íslands með þetta erindi. Við þýska ræðismannsbústaðinn, Túngötu 18, 10. maí 1940. Með miklum erfiðismunum tokst landífönKuliðum hans hátignar að rífa skjaldarmerki þriðja ríkisins af forhlið hússins. A ytri höfninni í Rcykjavík, 10. maí 1940. Walrus-flugbátur frá beitiskipinu Berwick sveimar yfir höfninni. Flugbáturinn hóf sig á loft, þegar leiðangurinn var staddur um 30 mílur frá Reykjavík. Var flugmanninum m.a. ætlað að kanna, hvort kafbátar Þjóðverja sætu fyrir hcrskipunum i grennd við höfnina. Svo var ekki, en flugbáturinn vakti marga bæjarbúa af föstum svefni. Báturinn við hlið beitiskipsins var notaður til að flytja birgðir i land. Á hafnarhakkanum i Reykjavík 10. maí 1940. LandKönKuliðarnir eru með morselampa, sem notaðir voru til að halda uppi sambandi við herskipin. meðan á uppskipun stóð. Sjóiiðsforingjarnir bresku höfðu kannað stöðuna með hlið- sjón af breyttum aðstæðum. Þeir sáu í hendi sér, að þýska flotanum og flughernum í Noregi varð ekki meinuð aðganga að siglingaleiðum Atlantshafsins frá bækistöðvum á Bretlandseyjum. Ef hafnbannið átti ekki að falla um sjálft sig, varð að færa þungamiðju þess norðar. Það varð að loka þeim hliðum, sem nú stóðu Þjóðverjum opin frá Noregi. Og til þess að ná því marki var „óhjákvæmilegt“ að koma upp breskum fiota- og flug- bækistöðvum á íslandi. Flugher- inn gat ekki með nokkru móti vakað yfir Grænlandshafi, austur- djúpi og Færeyjadjúpi án bæki- stöðvar á íslandi. Vegalengdir og veðurfar gerðu það að verkum, að reglubundnu eftirliti varð ekki haldið uppi á norðurslóðum frá Bretlandseyjum. Meginflotinn breski varð einnig að reisa sér birgðastöð á íslandi til að gera neyslufrekum bryndrekum sínum kleift að athafna sig fjarri Scapa Flow. Yfirráð Breta á Atlantshafi voru í veði. Tækist Þjóðverjum að nota sér vístöðu sína til fullnustu og höggva á lífæðar Bretaveldis, var þeim sigurinn vís í Norður- álfuófriðnum. Bretar áttu aðeins einn mótleik á Atlantshafi: að hernema ísland. Lokaþáttur Þegar hér var komið sögu í apríllok, hafði ríkisstjórn Islands hafnað tilmælum Breta um sam- starf og lýst yfir því, að hún múndi halda fast við hlutleysið. Utanríkisráðuneytið breska von- aðist engu að síður eftir því, að hægt yrði að fá íslendinga til að veita Bretum herstöðvar með samningi. Innflutnings- og út- flutningsverslun íslands átti allt sitt undir Bretum, og þeir hugðust nú hagnýta sér þetta til að knýja íslendinga til hlýðni. Flotinn hóf að undirbúa leiðangur til íslands og var stefnt að því, að hann gæti siglt eigi síðar en 7. maí. Leiðang- ur þessi hlaut dulnefnið „forkur- inn“ (Operation Fork). Á ríkisstjórnarfundi í Lundún- um mánudaginn 6. maí voru örlög íslands endanlega ráðin. Winston Churchill flotamálaráðherra kvaddi sér hljóðs og lagði til, að ísland yrði hernumið án tafar. Hann hélt því fram, að samninga- viðræður við Islendinga væru varhugaverðar. Þjóðverjar kynnu að hafa veður af þeim og gætu notað tækifærið til að setja her á land á undan Bretum. Sagan frá Noregi kynni þannig að endurtaka sig á Islandi. Ráðlegast væri að hernema landið þegjandi og hljóðalaust, síðan mætti tala við landsmenn um samstarf. Þessi tillaga Churchills stangaðist á við þá áætlun utanríkisráðuneytisins, að herinn gengi á land eftir viðræður við Islendinga. En þegar á hólminn kom, féll utanríkisráð- herrann, Halifax lávarður, frá þessari áætlun og studdi tilögu Churchills. Taldi Halifax það ljóst, að ríkisstjórn íslands mundi harðneita að semja við Breta, og í kjölfar þess yrði landgangan enn ógeðfelldari en ella. Ef hertakan yrði gerð öllum að óvörum, kynni það „að leiða til formlegra mót- mæla, en þegar frá liði yrði hún mönnum þolanlegri". Að þessum umræðum loknum, féllst Breta- stjórn á tillögu Churchills. Bretar dirfðust ekki lengur að eiga neitt á hættu, svo mikið lá við. „Forkurinn“ Sama dag og ríkisstjórnin tók ákvörðun sína, hélt 2. deild kon- unglegu landgöngusveitarinnar (Second Battalion Royal Marine Brigade) upp frá Eustonbraut- arstöðinni í Lundúnum ásamt nokkrum liðsauka. Ferðinni var heitið til hafnarborgarinnar Greenock, sem stendur við ána Clyde norðvestur af Glasgow. Þar stigu landgönguliðarnir um borð i farkosti sína, beitiskipin H.M.S. Berwick og Glasgow. í landgöngu- sveitinni voru 815 menn (sam- kvæmt áætlun) og var henni ætlað það hlutverk að hernema Reykja- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.