Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 FÉLAGIÐ Germanía, sem hefur þaö aðallega á stefnu- skrá sinni,að efla menningarleg tengsl íslands við hin þýzku- mælandi menningarsvæði í Evrópu, þ.e. Vestur-Þýzka- lartd, Austurríki og Sviss, á á þessu ári 60 ára afmæli og þess verður minnzt í dag með ýmsum hætti. Mbl. ræddi að þessu tilefni við Ludwig H. Siemsen, formann félagsins, en hann er jafnframt aðal- ræðismaður Austurríkis á íslandi. Germanía 60 ára: „Aðalverkefni félagsins hafa verið þýzku- námskeið fyrir almenning” ISLAND DEUTSCH- ISLANDISCHES JAHRBUCH Forsíða árbókar Germanlu »K IslendinBaíélaKsins i Vestur-Þýzkalandi. „Það var 5. marz 1920, sem nokkrir háskólamenn komu sam- an og stofnuðu félagið og það eru ennþá háskólamenn, sem þá flest- ir hafa numið í þessum löndum, sem mynda kjarna félagsmanna, sem eru í dag um 350,“ sagði Ludwig. „Það má segja að aðalverkefni okkar í gegnum árin hafi verið að standa fyrir þýzkunámskeiðum fyrir almenning og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þar hefur vel til tekizt. í því sambandi má geta þess, að alls stunduðu um 120 manns þýzkunám hjá félaginu á síðasta ári. Námskeiðunum hefur verið skipt niður í tvo hluta, þ.e. fyrir byrjendur og lengra komna. Nemendum í þessum námskeiðum hefur stöðugt verið að fjölga í gegnum árin og það má í raun segja um almennt þýzkunám í menntaskólum landsins, að þeim fer fjölgandi sem velja fremur þýzku en frönsku þegar valið stendur þar á milli,“ sagði Ludwig ennfremur. Þá kom það fram hjá Ludwig að hin síðari ár hafi þessi námskeið verið unnin í góðri samvinnu við þýzka bókasafnið og þýzka sendi- kennarann. „Þá fórum við af stað í vetur með sérstök barnanámskeið, sem ég held að eigi eftir að verða vinsæl," sagði Ludwig. Nú er það ýmislegt annað sem þið hafið fyrir stafni? „Auðvitað, það má í því sambandi nefna fyrirlestra sem við stöndum fyrir, þ.e. við fáum hingað erlenda gesti til þess að fjalla um ýmis mál. Þá stöndum við gjarnan fyrir mynd- listarsýningum þýzkra höfunda, eins og t.d. nú í tilefni afmælisins. Þá höfum við haft bíósýningar í Nýja bíói nokkuð reglulega og höfum þar verið með til sýningar ýmsar þýzkar kvikmyndir sem ella kæmu aldrei hingað til lands. Nú og svo höfum við verið milli- göngumenn um ferðir þýzkra tón- listarmanna hingað til lands," sagði Ludwig. — segir Ludwig H. Siemsen, for- maður félagsins, en um 120 manns sóttu námskeið félagsins á sið- asta ári Ludwig H. Siemsen, formaður Germaníu. Ljósmynd Mhl. RAX. Hvað með framtíðina, verða einhver þáttaskil í starfi félagsins á þessum tímamótum? „Nei, um þáttaskil verður ekki að ræða, við munum starfa á sama grunni áfram, enda höfum við ekki mögu- leika á neinum stórframkvæmd- um, þar sem hér er um að ræða áhugamannafélag sem hefur lítil fjárráð. í því sambandi vil ég geta þess, að við njótum mikillar vel- vildar bæði frá þýzka ríkinu og því íslenzka og ef fjárstyrkir þeirra kæmu ekki til myndum við hrein- lega ekki geta haldið neinni starfsemi úti, þar sem um mála- myndaárgjald er að ræða,“ sagði Ludwig. Þá gat Ludwig þess að sjö vönduð ársrit hefðu komið út á vegum félagSins og væri það áttunda í burðarliðnum. Þessi ársrit eru unnin í samvinnu við íslendingafélögin í Þýzkalandi, en mjög mikil samvinna er á milli þeirra annars vegar og Germaníu hins vegar. Hvað gerið þið svo til hátíða- brigða vegna afmælisins? „Við höldum hátíðarfund í dag á Kjar- valsstöðum. Þar munu flytja stuttar ræður dr. Þórir Einarsson, prófessor, og Karsten Jessen, for- stjóri útlendingafélagsins í Lú- beck í Þýzkalandi, en hann er heiðursgestur félagsins í tilefni afmælisins. Á hátíðarfundinum leikur Reykjavíkur Ensemble /erk eftir Schumann og Jón Ásgeirs- son. í beinu framhaldi af hátíðar- fundinum verður opnuð grafíksýn- ing með 121 verki þekktra lista- manna, en sýningin nefnist „Þýzk- ur expressionismi - grafík" og kemur hingað á vegum Germaníu og þýzka bókasafnsins. Sýning þessi fer síðan um Norðurlöndin í sumar. Myndirnar eru allar frá tímabilinu 1905—1920, eða tímabil expressionismans í Þýzkalandi. Það má í raun kalla expression- ismann sérþýzkt fyrirbæri í list- inni. Þessi hreyfing var mjög víðfeðm, þ.e.a.s. hún náði bæði yfir málaralist, höggmyndalist, bók- menntir og jafnvel tónlist. Á sýningunni verða grafíkmyndir eftir alla helztu listamenn þessa tímabils, m.a. Ernst-Ludwig Kirchner, Max Beckmann, Max Pechstein, Lyonel Feininger, Wassilu Kandinsky, Paul Klee, Oskar Kokoschka og Franz Marc og sýningin stendur yfir fram til 18. maí nk.,“ sagði Ludwig H. Siemsen. Að síðustu sagði Ludwig að um mánaðamótin væri von á stórri þýzkri lúðrasveit frá Baden, en hún er á leið sinni frá Bandaríkj- unum. Hljómsveitin mun halda tónleika í Háskólabíói 31. maí nk. — sb. Geir Hallgrímsson. Aðalfundur Heimdallar í dag AÐALFUNDUR Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna verður haldinn í dag klukkan 13.30. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut. Á fundinum mun Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins flytja ávarp, og síðan eru á dagskrá fundarins venjuleg aðalfundarstörf, kosning for- manns og stjórnar, og ónnur mál. 20 fundir BSRB á 10 dögum TUTTUGU fundir hafa nú verið boðaðir á 10 dögum um land allt, þar sem fjallað verður um stefnu Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja í kjaramálunum og viðbrögð stjórnvalda við henni. Fyrstu fundirnir hefjast mánudaginn 12. maí og eru báðir í Reykjavík. Utan Rcykjavíkur eru fundirnir sameig- inlegir fyrir bæjarstarfsmenn og ríkisstarfsmenn á nærliggjandi sva'ðum. Fundirnir verða í Reykjavík, á Akureyri, Vestmannaeyjum, ísa- firði, Reyðarfirði, Siglufirði, Akra- nesi, Húsavík, Selfossi, Hafnarfirði, Sauðárkróki og Keflavík. Á fundunum verða frummælend- ur frá stjórn BSRB og skipta menn milli sín fundunum. Þeir sem verða frummælendur eru: Kristján Thor- lacius, Guðmundur Árnason, Val- geir Gestsson, Haraldur Steinþórs- son, Ólafur A. Jónsson, Erlingur Aðalsteinsson, Haukur Helgason, Einar Ólafsson, Björn Arnórsson, Þórir Maronsson, Ólafur Jóhann- esson, Albert Kristinsson, Örlygur Geirsson, Loftur Magnússon, Ágúst Geirsson, Eyþór Fannberg og Sig- urveig Sigurðardóttir. Herstöðvaand- stæðingar mótmæla í DAG munu samtök herstöðva- andstæðinga efna til aðgerða á Lækjartorgi í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að ísland var hernumið af Bretum. Megininntak aðgcrðanna verða mótmæli gegn kjarnorkuvopnum, en herstöðva- andstæðingar telja að slík vopn sé hér að finna. Á Lækjartorgi verða flutt ávörp, leikþáttur o.fl. en að aðgerðunum loknum ganga her- stöðvaandstæðingar að bandaríska sendiráðinu. Á fimmtudagsmorgun efndu herstöðvaandstæðingar til mót- mæla fyrir utan utanríkisráðuneyt- ið og afhentu þar bréf til utanríkis- ráðherra, sem Hannes Hafstein veitti viðtöku. I bréfinu er þess m.a. krafist að „erlend víghreiður verði fjarlægð af landinu" og að „stjórn- völd láti fjarlægja kjarnorkuvopn af Islandi og búnað og aðstöðu til beitingar slíkra vopna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.