Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 Ilitlcr í ham. „Forinvfinn“ brást ókvæða við, er hann frétti um hcrnám íslands. Forsendur hernámsins vík og nágrenni. Fyrirliði var R.G. Sturges ofursti. Landgönguliðarn- ir voru einkum vopnaðir rifflum, en þyngri vopn þeirra voru fá- skrúðug: ein tvíhleypt 3,7 þuml- unga fallbyssa, ein tvíhleypt 4 þumlunga strandvarnarfallbyssa og ein fjórhleypt „pom pom“ loftvarnarbyssa. Fallstykkjum þessum var skipað um borð í beitiskipin ásamt um 300 tonnum af birgðum og hafurtaski. Mið- vikudaginn 8. maí klukkan 4 að morgni lögðu beitiskipin upp til íslands og fylgdu þeim tveir tund- urspillar, H.M.S. Fearless og For- tune. Nákvæmlega 49 stundum síðar vörpuðu beitiskipin akkerum á ytri höfninni í Reykjavík. Her- nám íslands var hafið. Eftirmáli Mánuði eftir að Bretar hernámu ísland, lögðu Þjóðverjar drög að áætlun um innrás í landið. Bar hún heitið „Ikarus". Ég hef áður rakið tildrög og efni þessarar áætlunar, sem var andvana fædd (sjá Lesbók Morgunblaðsins, 3. okt. 1971). Flotastjórninni í Berlín var ljóst, að hún hafði ekki bolmagn til að halda uppi viðhlít- andi birgðaflutningum til lands- ins. Þess vegna höfðu Þjóðverjar ekki skiiyrði til að nota landið sem herstöð, og þeim hefði veist erfitt að verja það fyrir árásum Breta. Svo var styrk breska flotans fyrir að þakka, að íslendingar sættu ekki sömu örlögum og Danir og Norðmenn. Síðan ég birti grein mína í Lesbókinni, hefur það gerst, að Karl Jesko von Puttkamer flota- foringi, fyrrum ráðgjafi Hitlers um sjóhernað, hefur veitt mér frekari upplýsingar um Ikarus- áætlunina og viðbrögð „foringj- ans“ við hernámi íslands 10. maí. I brefi frá von Puttkamer, dags. 4. september 1975, segir m.a.: Fyrstú spurningu yðar vil ég svara á þá leið, að Hitler átti vafalaust sjálfur hugmyndina [að Ikarusáætluninni]. Nú get ég aðeins ráðið það af likum, hvenær hún fæddist. Það getur ekki hafa verið fyrr en Noregur og Danmörk — að fráskildri Narvík — voru gengin í greipar Þjóðverjum, en í síðasta lagi hefur það verið skömmu eftir 10. maí ’40. Ég dreg þá ályktun af því, að Hitler brást ókvæða við [sehr ungehalten], þegar hann frétti 10. maí eða nokkru síðar, að Englendingar, en ekki við, hefðu hernumið ísland. Þetta bendir til þess, að Hitler hafi átt frumkvæðið að þessu. Sennilega hefur hugmyndin aðeins borist í tal, svo að hún var ekki skjalfærð. Ég minnist þess að minnsta kosti ekki. Mér var ljóst, að flotastjórnin hafði við önnur vandamál að glíma (Noreg), og auk þess taldi ég þá og tel enn, að áætlunin hafi verið ófram- kvæmanleg. Okkur var þetta ofvaxið. Þessi frásögn Puttkamers varp- ar skýru ljósi á aðdraganda Ikar- usáætlunarinnar. Þegar Hitler varð kunnugt um hernám Islands, fékk hann eitt sinna illræmdu reiðikasta. Það var kveikjan að Ikarusáætluninni. Styður þetta þá fullyrðingu þýska hershöfðingjans Walter Warlimonts, að Hitler hafi ráðgert að taka ísland, áður en Bretar létu til skarar skríða. Warlimont var deildarstjóri í þýska yfirherráðinu', en banda- menn handtóku hann og yfir- heyrðu í stríðslok. Þá komst hann m.a. svo að orði: Hitler hafði tvímælalaust hug á því að hernema ísland, áður en þið [bandamenn] lögðuð landið undir ykkur. í fyrsta lagi vildi hann koma í veg fyrir, að „einhver annar“ stigi þar á land. í öðru lagi ætlaði hann ... að nota ísland sem flugbækistöð til að verja kaf- báta okkar, sem herjuðu á þessu svæði. Með hliðsjón af þessum fyrir- ætlunum, verður gremja Hitlers skiljanlegri. í fyrsta sinn síðan stríðið hófst, höfðu Bretar tekið frumkvæðið úr höndum hans. Hitler var stundum furðulega langskyggn, og hann kann að hafa séð fyrir, að atburðurinn 10. maí gæti breytt miklu um gang styrj- aldarinnar. Reiði hans var ekki ástæðulaus. Þegar fram liðu stundir réð hemám ísiands úrslit- um í átökunum um Atlantshaf. Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands: Arið 1984 nálgast söluverði á ónýttum úthaga í Vesturlandsfjórðungi, þótt fast- eignamat sé margfalt hærra og hafi um áraraðir verið matsverð til grundvallar álagningu fast- eignagjalda. Sömu sögu er að segja af íbúðarhúsnæði, t.d. á bestu stöðum í Reykjavík, að bætur vegna eignarnáms mætti ákvarða með hliðsjón af fast- eignaverði í Búðardal. í frumvarp- inu er hins vegar fullyrt, að frumvarpið brjóti ekki í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar. Lögregluríkið Þegar stjórnarskrár Vestur- landa voru settar á sínum tíma miðuðust réttindaákvæði þeirra við að takmarka möguleika ríkis- valdsins til afskipta af málefnum borgaranna. Án slíkra virkra tak- markana töldu menn sig ekki óhulta fyrir yfirgangi ríkisvalds-. ins, sem byggðist á arfgengu konungsvaldi í flestum tilvikum. Við þá breytingu, að „fulltrúar fólksins" takast á hendur meðferð ríkisvaldsins virðist hins vegar sem mikilvægi þess að takmarka vald ríkisins taki að gleymast. Virðist sú skoðun nú almenn, að slíkar takmarkanir séu ekki leng- ur viðeigandi, því að kjörnir full- trúar hljóti að starfa í anda síns umboðs og í þágu fólksins. Mönnum sést yfir, að fulltrúar fólksins eru mannlegir og reyna því að auka völd sín og tryggja sér endurkosningu. Sú breyting er því orðin æ augljósari, að valdið er ekki lengur í sama mæli hjá fólkinu, heldur hjá ríkisvaldinu, sem sífellt aflar sér fleiri heim- ilda, sem brjóta beinlínis gegn mikilvægustu ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Ár stóra Bróður, árið 1984, er skammt undan og því tímabært að vekja athygli á ýms- um tillögum, sem nú eru og nýlega hafa verið ræddar á alþingi og benda til þess, að á „Leiðinni til ánauðar" séu engar þungatak- markanir um þessar mundir. Ólögleg skattheimta I 40. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum." Þrátt fyrir þetta skýra stjórnarskrárákvæði er lagt til í 77. gr. frumvarps til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að ráðherra geti með reglugerð ákveðið skattlagn- ingu til að fjármagna Vinnueftir- lit ríkisins. Orðrétt segir: „Hundr- aðshluti iðgjalds skal ákveðinn með reglugerð fyrir eitt ár í senn, með hliðsjón af fjárhagsáætlun Vinnueftirlits rkisins." Hér er því lagt til að ráðherra megi ákveða skatta með reglugerð, þótt stjórn- arskráin mæli skýrt á um, að það skuli gert með lögum. Að færa skattheimtuvald til ráðherra er þó ekki einsdæmi. Nýlega voru samþykkt lög um flugvallargjald, þar sem ráðherra er heimilað að hækka gjaldið allt að því, að það hækki í réttu hlutfalli við hækkun bygg- ingarvísitölu. Sams konar ákvæði er einnig í lögum um bensíngjald, en það ákvæði var lögleitt í árslok 1975. Á grundvelli þessa ákvæðis hefur bensíngjald bæði verið hækkað og lækkað. Hvenær þessar breytingar hafa tekið gildi og hversu miklar, er ákvörðun ráð- herra. Þar sem fjárhæð bensín- gjalds verður ekki ráðin af gild- andi lögum og vitneskju um gild- andi byggingarvísitölu, er ljóst að þessi skattur er ekki ákvarðaður með lögum, heldur af ráðherra með reglugerð, og er því í and- stöðu við 40. gr. stjórnarskrárinn- ar. Friðhelgi eignarréttarins í stjórnarskránni hljóðar 67. gr. svo: „Eignarrétturinn er friðhelg- ur. Engann má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenn- ingsþörf krefji; þarf til þess laga- fyrirmæli, og komi fullt verð fyrir.“ Þrátt fyrir þetta ákvæði stjórnarskrárinnar liggja nú fyrir alþingi tvö frumvörp í andstöðu við þetta ákvæði stjórnarskrár- innar. Árni Árnason í frumvarpi til lánsfjárlaga er lagt til að skylda lífeyrissjóði til að verja 40% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum ríkissjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins og Framkvæmdasjóðs íslands. Með reglugerð á ráðherra að geta ákveðið lánstíma og lánskjör. Ljóst er, að lífeyrissjóðir eru ekki jafnsettir til að sinna lánum til sjóðsfélaga, nema að fá samtímis jafnhátt lán frá ríkissjóði á sömu kjörum til sama tíma. Ráðstöfun- arréttur sjóðanna er því hafður að engu. Miðað við ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sl. ár hefði ríkisvaldið lagt hald á rúmar 1.600 m. króna og 550 sjóðsfélagar hefðu orðið af láni á því ári miðað við núgildandi há- markslán. í frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um framkvæmd eignarnáms er lagt til, að bætur vegna eignarnáms miðist við notk- un eignarinnar, þegar eignarnám er gert, og söluverðmæti hlið- stæðra fasteigna í viðkomandi landsfjórðungi. Á grundvelli þessa ákvæðis mætti þá taka eignar- námi lendur á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og bæta þær sem svarar í stjórnarskránni hljóðar 66. gr. svo: „Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsetja bréf og önnur sköl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild." Þetta ákvæði miðaðist við þjóð- félagshætti, þegar heimilið var bæði vinnustaður fjölskyldunnar og heimili. Vinnustaðir njóta því sama réttar á grundvelli stjórn- arskrárákvæðisins og heimilin. Engu að síður er sífellt oftar reynt í löggjöf að svipta vinnustaði þessu réttaröryggi, eins og sést af 82. gr. frumvarps til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem hefst þannig: „Öllum starfsmönnum Vinnu- eftirlits ríkisins skal, hvenær sól- arhrings sem er, heimill frjáls aðgangur að sérhverjum viniru- stað, sem lög þessi taka til, enda geri þeir atvinnurekanda ekki ónæði utan venjulegs vinnutíma, nema nauðsyn krefji." í okkar landi er lögreglunni ekki einu sinni gefið það vald, sem öllum starfsmönnum vinnueftir- litsins á hér að færa. Það er þvi ógnvekjandi, að ákvæði sem þetta er að verða nær föst venja í löggjöf, sem snertir atvinnulífið, og er t.d. öllu verri ákvæði að finna í lögum um tekju- og eignarskatt og lögum um gjald- eyris- og viðskiptamál. Lokaorð Á undanförnum árum hefur Verzlunarráð íslands nær ein- göngu sett fram efnislegar ábend- ingar um það, sem betur mætti fara, að þess mati, í lagasetningu alþingis. Á síðustu árum hefur þetta breytzt og frumvörpum, sem ganga á svig við stjórnarskrána eða brjóta beinlínis gegn ákvæð- um hennar, fjölgað. Nú keyrir úr hófi, þegar fjöl- mörg þingmál, bæði stjórnar- frumvörp og þingmannafrumvörp brjóta beint gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þessa öfug- þróun verður alþingi að stöðva. Hákon Bjarnason Prýðum lancfió-plontum tijám! Um sitkagreni mætti og þyrfti að skrifa langt mál en þess er enginn kostur að sinni. Hér verður stiklað á stóru og mörgu sleppt. Heimkynni sitkagrenis eru á vesturströnd Norður-Ameríku, sunnan frá Kaliforníu og norður og vestur fyrir Cooksfjörð í Alaska. Þetta er 2200 kílómetra leið frá suðri til norðurs. Það fylgir ströndinni og vex óvíða í meira en 100 km fjarlægð frá sjó. Nær allsstaðar fylgir það fjöruborði og vex á öllum hólum og eyjum út undir hafsauga. Það þolir hafvinda og seltu öllum trjám betur. Sitkagreni er stórvaxnast allra grenitegundanna og mælst hafa allt að 100 metra há tré nálægt landamærum Bandaríkj- anna og Kanada, en meðalhæðin minnkar eftir því sem norðar dregur. I Alaska mældi ég 40 metra langan bol af tré, sem sagaður hafði verið af nærri 2 m háum stubbi, en þvermál hans var um 1,7 m. Taldist tréð vera um 400 ára gamalt og hefur það því verið að vaxa úr grasi þegar siðaskipti urðu hér á landi. Auðsætt er að meðalhiti sumars og lengd vaxtartímans ár hvert er ærið misjafnt í heimkynnum sitkagrenisins, og fyrir því stendur eigi á sama hvaðan það fræ kemur, sem vaxa á upp hér úti á Islandi. Á árunum milli 1920 og 1930 komu hingað nokkrir tugir plantna, aðallega frá gróðrarstöð á Syfte- land við Bergen en fáein úr danskri stöð. Þau hafa sum hver vaxið allvel, en önnur hafa orðið fyrir skemmdum af völdum veð- urs, enda vitum við með vissu að þau eru ættuð frá helst til suðlægun stöðum. Þessi tré munu öll vera í Reykjavík og nágrenni og Hellisgerði í Hafn- arfirði. Frá 1935 og fram að stríði kom hingað dálítið af sitkagreni úr norskum gróðr- arstöðvum, ættað frá tveim stöðum í Álaska. Á þeim árum hófust sambönd við ríkisskóg- ræktina í Alaska, og varð sú stofnun okkur hin mesta hjálp- arhella síðar. Frá 1944 til 1960 sendi Skógrækt ríkisins 6 sinn- j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.