Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 34
/
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980
Jóhann M. Kristjánsson:
Alþjóðareglugerð og löggæsla
til verndar fiskstofnum heimshaf-
anna, eru sex sérprentaðar rit-
gerðir er ég gaf út 1975 og eru
meðal 12 greina er ég hefi ritað
frá 1966 til 1975 um sama málefni
í dagblöð hér heima og nokkrar
þeirra einnig í erlend blöð og
tímarit, einnig hreyft málinu á
fjölmennum fundum í Englandi og
Bandaríkjunum.
Óneitanlega hafa Hafréttar-
ráðstefnurnar farið geyst úr 4
mílna lögsögu í 200 mílur á svo
skömmum tíma og ótrúlega stóran
hlut eiga Islendingar í þessum
sigri strandríkja.
Undirritaður hefir verið manna
fúsastur til að viðurkenna dugnað
ísl. fulltrúanna en talið að ráð-
stefnan í heild hafi ekki séð
nægilega vel fyrir því að strand-
ríkjunum séu settar strangari
reglur um að misnota ekki hinn
mikla trúnað að skammta sér
sjálfar reglurnar um nýtingu lög-
sagnarinnar. Oft hefði hér þurft
að „halda meira í“ við frelsið.
Lítið til þess hve Norðmenn
hafa komist með rányrkjunni og
veiðihörkunni, hvort heldur eru
hvaldráp, loðnu- og seladráp, þá
eru fordæmin fá. Aðfarir þeirra
síðastliðið sumar með 150 skipa
flotann að einum dýrmætasta
lífskjarna sinnar tegundar í
heimshöfunum, loðnuna við Jan
Mayen á leiðinni á miðin við
ÍSLAND, hvar þeir „létu eftir sig“
mörg þúsund fermetra af blóði
ystum sjó í eins konar erfidrykkju
ferils þeirra frá aldamótum að
þeir sóttu síldina — silfur hafsins
sem þá var mikill fengur sóttur að
bæjardyrum sjávarbænda á
Langanesi, en létu á meðan stóra
bróður í rányrkjunni, Bretanum,
það eftir að skafa að landsteinum
vorgöngur smáfisksins, mest
þráða og stærsta vorboðann eftir
svangan vetur.
Norðmenn ætla sér enn stærri
bráð, jafnvel þó hún komi þeim
sjálfum í koll. Mengunin af olíu-
vinnslu þeirra í Norðursjó er
mesta ógnunin. Olíuborarnir mitt
í lífríkustu kjörnum N-Atlants-
hafsins bjóða endanlega útrým-
ingunni heim á þessu hafsvæði.
Hér er ógnþrunginn hnefi reidd-
ur að vitum þrem fimmtu hluta
hungraðs og farlama mannkyns.
Það er engin „lausn" að Norð-
menn „færi út“ nema fyrir þá
sjálfa. Að þykjast ætla að hindra
að aðrar þjóðir veiði er blekking.
Þeir vita að innan tíðar þá eru
þeir sjálfir megnugir þess að eyða
öllu lífi N-Atlantshafsins einir, og
• lítil eru búhyggindi okkar, röðin
kemur að okkur og íslendingar
geta ekki fremur en aðrir dregið
fisk úr dauðum sjó. Norðmenn
ætla sér síðasta fiskinn.
Ferill Norðmanna og áform um
nýtingu lífkjarna N-Atlantshafs-
ins kallar á aðför að ódæðinu með
alþjóða löggæslu.
„Útkall" Norðmanna eða utan-
stefna þeirra á hendur Islending-
um er móðgun við ísl. þjóðina eftir
fundinn hér fyrir fáum dögum.
Svarið er einfalt takk, „vér mót-
mælum allir".
Hvers er vænst? Ef vér „semj-
um“ þá erum við orðin aðilar með
Norðmönnum að aðförinni að
milljónum sem svelta. Það vill
íslenska þjóðin ekki. Hún veit sem
er að næg er tortíming matvæl-
anna fyrir, vegna illræmdasta
atvinnureksturs Islendinga,
bræðslurnar í verðstöðvum lands-
ins.
Mottóið er seðjum svangan
heim.
... Meiri reisn yrði yfir utanför
utanríkisráðherra vors með föru-
neyti sitt ef förinni yrði béint til
Öryggisráðs S.Þ. í stað Noregs og
ofbeldismanninn eins og skrækur
dýrs, sem hann hefur sparkað í, og
egnir hann til að sparka aftur og
kvelja dýrið enn meira. Þannig
svarar ofbeldið alltaf auðmýkt-
inni.
Svarið: „Vér munum leggja
verknað ykkar undir dóm mann-
kynsins alls. Vér munum ögra
samvizku heimsins til að gjöra
uppreisn gegn framferði ykkar,
vegna rányrkjunnar á lífsmögnuð-
um verandi og verðandi matvæla-
kjörnum.
Þið eruð að myrða framtíðina á
einu auðugasta bjargræði, er nátt-
úran hefur búið börnum sínum, —
svona mikið er ranglætið. Þið eruð
að skera á eina sterkustu æð
mannlífsins á jörðunni með drápi
ykkar í öllum höfum heimsins. Þið
allir, sem rányrkið og eitrið sjó-
inn, og þetta gerið þið meðan
mannkynið sveltur að þremur
fimmtu hlutum og framtíðin
stækkar hlutföllin með mann-
fjölguninni og rýrnun matvæla."
Fiskveiði-
Islands
tilkynntu ráðinu, að íslendingar
myndu beita sér fyrir því að
mynda heimssamtök er ynnu að
því, að alþjóða löggæsla til vernd-
ar lífríkustu svæðum heimshaf-
anna svo sem N-Atlantshafsins
yrði þegar stofnuð. Til að afstýra
að fáum ofbeldisþjóðum héldist
uppi með að halda þrem fimmtu
hlutum mannkyns í svelti.
Ófyrirgefanlegt ofríki Norð-
manna og yfirlýsingar þeirra
sjálfra um nýtingu sjávarlífsins,
áform þeirra um aukna olíu-
vinnslu með tiheyrandi mengun
ógnar svo lífríki N-Atlantshafsins
að ekkert annað en blint ofstæki
geti mótmælt því að Alþjóða
löggæsla sé aðkallandi nauðsyn.
Friður er í söddum heimi en i
svöngum stríð.
Að svara Norðmönnum með
auðmýkt og láta þá neyða okkur
til samninga er svo auðmýkjandi
að við stæðum aldrei uppréttir
eftir. Jafnvel hin gagngerðustu
rök nægja ekki til að orka á
ofstækisfullt ofbeldi. Óréttlætið í
algleymingi er ósigrandi, nema
Alþjóðareglu-
gerð og lög-
gæsla til
verndar fisk-
stofnum
heimshafanna
með mótvægi þess, siðferðisstyrk
fjöldans - mergðarinnar - sem
einn getur dregið máttinn úr
ranglætinu. Einbeiting nógu gagn-
gerðrar fordæmingar á ódæðis-
verkunum er það eina, sem böðl-
arnir óttast. „Við sveltum í hel, ef
við fáum ekki allan fiskinn við
strendur lands vors“ verkar á
Skyldur strandríkja
Skiptingu fiskimiða heimshaf-
anna milli þjóða, vernd, umsjá og
nýtingu lífvera í sjónum, ber
þeim, er þann vanda leysa, að líta
á sem sameiginlegan lífsmeið
mannkyns alls, sem sól, loft, vatn
og gufuhvolfið, sem er afkvæmi
sólar og sjávar, frumvaki alls lífs
og þróunar á þessari jörð, stígur
hæst í manninum, sem ákveður
sjálfrátt öll viðbrögð sín við
hverskonar tilbrigðum lífsins,
ávinnst greind til að milljónfalda
viðkomu þúsundfaldra lífvera —
einnig tortíma þeim. Þetta
lífsljóð, sem í maninum birtist,
eimir — eins og stef hljómkviðu —
öll fyrirbrigði þróunarinnar í för
hennar til upphafs þess, er undrið
skóp.
Bitbein Hafréttarráðstefnunn-
ar, tvö hundruð mílna fiskveiði-
lögsaga strandríkja, er aöeins lítið
brot úr því heiddarskipulagi, sem
framundan hlýtur að vera um
framvindu og umsjón með lífinu í
sjónum í heild.
Þegar hvert einstakt strandríki
fær eignarrétt og umráð yfir
hafsvæði, sem það getur umgeng-
ist að vild, rányrkt og mengað
vegna stundarhagsmuna einna —
eins og dæmin sanna — í stað þess
að rækta og búa því lífsskilyrði
sem best, þá býður þessi réttur
strandríkja lífverum hafsins ekki
vernd, heldur tortímingu.
Tvö hundruð mílna fiskveiðilög-
sagan, eða sú sneið af heimshöfun-
um sem strandríkjum kann að
verða tilskilin, þjónar ekki skil-
yrðislaust siðferðiskröfum lýð-
ræðis, því lýðræðislegt eignarnám
er framið gagnvart einstaklingum
þegar það þjónar hagsmunum
fjöldans. Hér er farið öfugt að, því
siðferðislegur eignarréttur
mannkyns alls, auðæfi hafsins —
matarbúr heimshafanna — eru
hér fengin einstaklingum til nýt-
ingar og umsjár.
Strandríki hafa óneitanlega
rökfræðilegan grundvöll og for-
gangsrétt að vissum hafsvæðum,
því sérhæfingarréttur þeirra er
óumdeilanlegur, en siðferðislegur
réttur, er ekki alltaf skilyrðislaust
arfur, hann verður líka að ávinn-
ast. Þjóðirnar verða að sýna að
þær séu traustsins verðar, rækti
og verndi stofnana. Viðurlög eiga
að vera, glataður réttur eða tak-
markaður, ef skilyrðum er ekki >
fyigt.
Þegar þjóð verður að byggja
lífsafkomu sína eingöngu á fram-
leiðslu sjávarafurða, þá á hún
siðferðilega kröfu til þess réttar,
sem lýðræðislegu réttarfari ber að
líta á sem eðlileg þegnréttindi í
sambýli þjóða. Þegar hlutaðeig-
andi ríki hefur þannig fengið
viðurkenndan bæði rökfræðilegan
og siðferðilegan rétt til afnota
vissra hafsvæða, þá ber því að
gjöra sér ljóst, að eignarrétturinn
er samt ekki algjör, heldur fylgja
þessum réttindum þau siðferði-
legu skilyrði, að handhafi þeirra
taki við þeim sem umboði til
þjónustuhlutverks í órofaheild,
mannlegra samskipta.
Hafandi þetta að sjónarmiði ber
að skipta bústofni heimsins í
sjónum milli þjóða í áföngum í
formi tiltekins hafsvæðis til
strandríkja, í stað þess að hann
gangi enn um sinn sjálfala á
„afréttum" heimshafanna, þar til
eitthvert Hafréttarheimsráð kem-
ur sér saman um framtíðar-forsjá
hans.
Öryggi þessa heimsmáls verður
strax og um allar aldir að miðast
við þarfir mannkyns alls. Trygg-
inguna fyrir þvi verður að stað-
festa með alþjóðareglugerð, fylgt
til þess ýtrasta af alþjóðalög-
gæslu.
2. maí 1980.
Jóhann M. Kristjánsson
Ingimundur Stefánsson:
BARNAHEIMILIÐ
Sólheimar
50 ára
Laugardaginn 10. maí 1930 kom
Sessélja Hreindís Sigmundsdóttir
til Hverakots í Grímsnesi og hóf
þar með siíí .T.íkla og göfuga
brautryðjenda starf. Þennan dag
taldi hún vera stofndag Barna-
heimilisins Sólheima.
Sesselja fæddist í Hafnarfirði 5.
júlí 1902. Foreldrar hennar voru
hin merku hjón Kristín Símonar-
dóttir og Sigmundur Sveinsson,
sem lengi starfaði við Miðbæj-
"»atólann.
ai onv«»._
Um tveggja ára aldur tluttisi.
Sesselja með foreldrum sínum að
Brúsastöðum í Þingvallasveit, en
faðir hennar tók þá Hótel Valhöll
á leigu. Sesselja ólst upp í fagurri
sveit og á fögru heimili, þar sem
trúin á Guð var ætíð höfð að
leiðarljósi. Sjálf var Sesselja
trúuð kona, sem leitaði alltaf til
Guðs þegar erfiðleikarnir steðjuðu
að og engar framkvæmdir hóf
hún, án þess að biðja fyrst til
Guðs. Á hverju kveldi, áður en
hún gekk til náðar, kraup hún og
bað fyrir hvérju barni á heimilinu
og éinnig starfsfólkinu. Heyrði ég
Sesselju oft segja, að Guo ÍUxfÍ
alltaf bænheyrt sig.
Um 1924 sigldi Sesselja til
útlanda til að kynna sér starfsemi
barnaheimila, uppeldi og hjúkrun
barna. Stundaði hún þá nám í
Danmörku, Þýskalandi og Sviss.
Kynntist hún þá kenningum dr.
Rndolfs Steiner, skólum og upp-
o A
eldisstofnunum sem höiou siana,,
samkvæmt kenningum hans. 1919
hafði dr. Rudolf Steiner stofnað
fyrsta Waldorfskólann, en svo eru
þeir skólar nefndir, sem starfa
samkvæmt kenningum hans. 1924
var fyrsta heimilið fyrir þroska-
hefta stofnað, sem rekið var sam-
kvæmt kenningum dr. Rudolf
Steiner, svo nefndri Heilpádagog-
ik. Samstarfsmaður hans var
læknirinn dr. Ita Wegman, og
veitti hún hreyfingunni forstöðu
eftir hans dag. Hún var vinkona
Sesselju og kom í heimsókn til
Sólheima. Nú eru um 200 heil-
pádagogisk heimili og uppeidis-
stofnanir í eftirtöldum löndum:
Austurríki, Ástralíu, Belgíu, Dan-
mörku, Englandi, Finnlandi,
Frakklandi, Hollandi, írlandi,
Islandi, ísrael, Kanada, Noregi,
Nýja-Sjálandi, Skotlandi, Suður-
Afríku, U.S.Á. og e.t.v. víðar.
Forstöðumenn, og aðrir starfs-
v>nrfa að
menn þessara neunna, ,______
stunda nám, við heilpádagogisk
heimili og Rudolf-Steiner-Semin-
ar fur Heilpádagogik“, sem ríkið
hefur opinberlega viðurkennt.
Þessa fræðslu geta menn fengið í
Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Eng-
landi, Svíþjóð (Járna) og víðar.
Sesselja varð strax hrifin af
þessum heimilum og Steiner skól-
unum og ákvað að kynna sér þessa
starfsemi betur. Hún stundaði
nám í Steiner uppeldisskóla og
vann við heilpádagogisk heimili
t.d. hið merka barnaheimili Sonn-
enhof. Á þessum árum kynntist
hún mörgum áhrifamönnum inn-
an Steiner-hreyfingarinnar, sem
voru flestir hámenntaðir menn.
Hafði hún alltaf samband við þá
meðan hún lifði, og heimsóttu
margir hana og hún heimsótti þá í
Sviss og Þýskalandi.
Prestastefnan 1928 samþykkti
að stofna Barnaheimilisnefnd
þjóðkirkjunnar. Þessi nefnd hafði
samband við Sesselju og tókst
samstarf á milli nefndarinnar og
hennar. Þegar Sesselja kom heim
3. mars 1930, eftir 6 ára nám
éríéiidis, vsrð ssrr.kcrr.ulag mi!!i
nefndarinnar og Sesselju að
nefndin keypti jörðina Hverakot
og byggði síðan Sesselju jörðina,
en Sesselja hafði rétt til að kaupa
hana. Sesselja hófst þegar handa
að undirbúa stofnun heimilisins,
og veitti Reykjavíkurbær henni
10.000 krónu styrk og fleiri réttu
henni hjálparhönd, einkum for-
i---„„ ntr SVStkÍnÍ.
eldrar nein.a. „„
10. maí stofnaði Sesselja hen-
pádagogiska heimilið Sólheima og
rak hér heilpádagogiskt heimili
meðan hún lifði og Arnþrúður
Sæmundsdóttir eftir hennar dag.
Sólheimar eru fyrsta heilpádagog-
iska heimilið á Norðurlöndum og
eitt af fyrstu heilpádagogiskum
heimilum í heiminum, því að þá
voru innan við 10 slík heimili í
Þýskalandi, Sviss og Englandi.
Sesselja var því í hópi þeirra
brautryðjenda, sem hófu þessa
merku starfsemi. Sólheimar í
Grímsnesi er því ekki aðeins
fyrsta uppeldisheimilið hér á
íslandi, heldur er það fyrsta
Steiners heimilið á Norðurlöndum
og eitt af fyrstu helpádagogisku
heimilum sögunnar. Þeir víðsýnu
prestar og aðrir, sem studdu
Sesselju í þessu merka brautryðj-
andastarfi, eiga þakkir og heiður
skilið. Sesselja byggði heimilið
upp á þjóðlegum grunni, með
hliðsjón af þeim heimilum sem
hún hafði kynnst erlendis.
Hún vildi byggja heimilið upp
innan frá og láta það þróast
samkvæmt sínum eigin lögmálum
í samræmi við íslenskar aðstæður.
Fljótlega eftir að Sesselja kom
austur var hafist handa að byggja
tvílyft íbúðarhús með kjallara.
Allir aðdrættir voru erfiðir og yfir
forar keldur og fúamýrar að fara.
En með dugnaði Sigmundar föður
Sesselju og bræðra hennar komst
allt efni á ákvörðunar stað. Ekki
^tlunin að taka börn fyrr en
Vtti m,..________________ "Qrrnfl
húsið væri fullgert, en _________
knýjandi þarfar Reykjavíkur,
komu 5 börn til Sólheima laugar-
daginn 5. júlí, á 28. afmælisdegi
Sesselju. Lúðvík bróðir hennar
útbjó sérstakt tjald fyrir börnin