Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Ný landgræðslu- áætlun Aellefu alda afmæli byKKðar í landinu, 1974, samþykkti AlþinKÍ þjóðarfíjöf til uppyræðsiu örfoka lands, einn milljarð króna á verö^ildi þess árs. Þetta vár í senn fyrsta ojt síðbúin afborttun af skuld þjóðarinnar við landið. En jafnframt upphaf vakninjtar, sem m.a. kemur fram í þeim markmiðum daftsins í dajt sem orðin „ár trésins" kunnttjöra. Þjóðarítjöfin frá 1974 er nær uppurin. Aðeins á eftir að nýta verðbætur sem greiðast á þessu ári. Það er því {{leðiefni að nú er unnið að nýrri landttræðsluáætiun 1981 — 1985, sem b.VKKð verður á svipuðum grunni ok sú fyrri. Stefnt er að því að dröft að þessari áætlun verði lögð fyrir þinftflokka fyrir næsta þing með það að markmiði að ná sem víðtækastri samstöðu um afftreiðslu málsins á næsta haustþingi. Landkostir byKKjast á tveimur lífbeltum, sem þjóðin verður að nýta af hygKÍndum ok framsýni. Hinu ytra iífbelti, sem elur nytjafiska okkar; ok hinu innra lífbelti, er spannar Króðurbeltið umhverfis hálendið — ok orkufíjafa í fallvötnum ok jarðvarma. LandKræðslan, sem hér er fjallað um, er afborKun á skuid þjóðar við land — ok innieKK > Króðurbanka framtíðarinnar. Hún hefur ekki hvað sízt falist í ræktun uppblásinna svæða, sem hafa verið Kirt, friðuð ok sáð í, alls um 80.000 hektarar, auk vinnu á svokölluðum landKræðsiusvæðum. Markmiðið hefur fyrst ok fremst verið að stöðva hraðfara Króður- ok jarðveKseyðinKU nálæKt byKKÓ. Þessari viðleitni tenKÍst ok sá ásetninKur að klæða landið skÓKÍ á ný, sem er Keysi umfanKsmikið verkefni, en talið er að skÓKÍendi sé nú aðeins 1% landsins, sem áður var að þriðjunKÍ þakið birkiskÓKÍ, þ.e. 30.000 ferkílómetrar. Fagna ber nýrri landKræðsluáætlun, sem nú er að unnið, ok er að vænta þess, að sú samstaða sem var um þjóðarKjöfina 1974, setji mark sitt á afKreiðslu hennar á komandi hausti. Ríkisstjórnin og kosningarétturinn Einn af burðarásum í borKaraleKu þjóðskipulaKÍ er kosn- inKarétturinn. Hann á að spegla þjóðarviljann í skipan ok afstöðu AlþinKÍs. GaKnvart löKum sem fjalla um kjördæmaskip- an ok kosninKarétt, eins ok öllum öðrum löKum, eÍKa þjóðfélaKsþeKnarnir að vera jafnir. Mismunun í löKKjöf er ætíð af hinu illa ok mismunun í mannréttindum — en kosninKarétt- urinn er einn K'ldasti þáttur þeirra — er fyrir neðan allar hellur. Frá því að núverandi kjördæmaskipan var upp tekin, 1959, hafa mannfjöldahlutföll kjördæma breytzt svo mjöK, að íbúar Reykjaness- og Reykjavíkurkjördæmis hafa aðeiris fjórðung úr atkvæði miðað við íbúa hinna fámennari kjördæma. Lengi hefur leiðréttingu verið lofað í orði — og það loforð jafnlengi svikið á borði. Nú er langlundargeð íbúa höfuðborgarsvæðisins þrotið. Enda þótt formaður stjórnarskrárnefndar og forsætisráðherra sé einn og sami maðurinn er eitt þingið enn svo gott sem á enda án þess að stjórnvöld hafi svo mikið sem ýjað að þessu sanngirnis- og mannréttindamáli innan veggja Alþingis. Þetta er hrein litilsvirðing við þann rúma helming þjóðarinnar sem þennan landshluta byggir og settur er skör neðar í mannréttind- um en aðrir þjóðfélagsþegnar. Albr sanngjarnir menn viðurkenna að landsbyggðarfólk hefur um margt verri hagsmunastöðu en þéttbýlisbúar. En þann mismun verður að jafna án þess að gengið sé á mannréttindi á borð við kosningarétt eða vægi atkvæða eins og nú er gert. Allir eiga að hafa sama rétt til áhrifa á skipan Alþingis, sem fer með löggjafarvald í iandinu og stýrir ríkisbúskapnum og ríkisfjár- málunum, er snerta þjóðfélagsþegnana með sama hætti, alla vega að því er varðar skattheimtu og kvaðir. Flins og árar í íslenzkri pólitík veit enginn hvenær næst verður gengið til Alþingiskosninga. Þess vegna veltur á miklu að þetta stóra réttlætismál verði án tafar leyst. Þögn ríkisstjórnar- innar er hinsvegar ekki góðs viti. Það er því meir en tímabært að þeir, sem troðið er á, láti myndarlega til sín heyra. Erindi flutt á adalfundi Vinnuveitendasambands íslands 6. maí 1980 Fyrri hluti Síöari hluti erindisins birtist á þriðjudag Einkenni stöðnunar Ég efast um að nokkrum geti blandazt hugur um það, að eitt- hvað mikið sé að í íslenzka efnahagskerfinu. Greinilegustu sjúkdómseinkennin eru tvö — sívaxandi verðbólga innanlands nú kringum 50% og áframhald- andi búferlaflutningur Islendinga til annarra landa — 5000 manns á nokkrum árum. Hvort tveggja hefur staðið svo lengi að fullljóst er orðið að ekki er um nein stundarfyrirbæri að ræða. Um verðbólguþróun eins og verið hef- ur síðasta áratuginn og ekki sér neitt lát á, eru tæpiega nokkur dæmi í Islandssögunni, en bú- ferlaflutningar til útianda eru farnir að bera óhugnanlegan keim af landflótta þeim, sem átti sér stað allar götur frá því um 1870 og fram undir 1920. Sá landflótti stóð allt frá því að heilbrigðisástand fór að batna að marki svo að verulega dró úr manndauða og þangað til uppbygging nútíma fiskiskipaflota var komin vel á veg, en var ekki eingöngu bundin við harðindaáratuginn 1880—1890 eins og ýmsir halda. Þessi tvö einkenni, verðbólgan og nýr land- flótti, ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. En svo eru önnur einkenni, sem ekki eru eins áberandi fljótt á litið. Hagskýrslur sýna, að mjög hefur dregið úr vexti þjóðarfram- leiðslunnar að undanförnu. Þó er fjárfesting ennþá mikil, en hún virðist skila lítilli framleiðslu- aukningu, og fólki við atvinnu- störf fjölgar stöðugt, þannig að eitthvað hlýtur að vera bogið við arðsemi fjárfestingarinnar eða framleiðniþróunina í landinu. Þegar litið er til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að fiskveiðiflotinn verður, vegna aflatakmarkana, að liggja ónot- aður eða er illa nýttur verulegan hluta ársins og umtalsverður hluti vinnuafls í landbúnaði skilar þjóð- arbúinu litlu raunverulegu verð- mæti. I ýmsum greinum iðnaðar er talað um, að framleiðni sé miklu minni en erlendis, þannig að hægt ætti að vera að komast þar af með talsvert færra fólk án þess að draga úr framleiðslu. Á sama tíma hefur mikill vöxtur verið í ýmsum greinum þjónustu, sérstaklega á vegum hins opin- bera. Svona ástand hefur oft verið kallað dulið eða falið atvinnuleysi og þekkist að sjálfsögðu víðar en hér á landi, en einkum þó í þróunarlöndunum. Ýmis fleiri sjúkdómseinkenni mætti nefna, en ég læt þetta nægja. Full ástæða er því til þess að staldra við og leita skýringa á hinni óhagstæðu stöðu efnahags- mála. Ekki er við því að búast, að neitt einstakt atriði skýri öll vandamálin, heldur koma senni- lega til margar samvirkandi ástæður. Freistandi er þó að leita að einni grundvallarástæðu, sem skýri þau miklu umskipti, sem orðin eru í þróun efnahagslífsins. Einfaldast er að leita að utan- aðkomandi ástæðum, og er stutt í skýringar eins og mikla aukningu verðbólgu í nágrannalöndum og almennan afturkipp í hagvexti í heiminum. Enginn vafi er á, að þessi atriði hafa aukið á vandann í íslenzkum efnahagsmálum. Það er þó ljóst að verðbólgan er fyrst og fremst af innlendum rótum runn- in og stöðnun eftirspurnar á alþjóðamarkaði fyrir ýmsar iðn- aðarvörur hefur tiltölulega lítil áhrif haft á útflutning íslenzkra afurða. Þvert á móti hafa afla- brögð verið góð á undanförnum árum og verðlag útflutningsaf- urða yfirleitt hagstætt. Það er einmitt þetta sem veldur því einkum og sér í lagi, að almenningur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með efna- hagsþróunina. Fólk hefur getað skilið og sætt sig við afleiðingar aflabrests eða verðfalls á útflutn- ingsafurðum. Um þessar mundir er hvorugt til staðar. Jafnframt sitja íslendingar loksins svo að segja einir að miðunum í kringum landið. Samt versnar efnahags- ástandið í stað þess að batna. Þetta eru mörgum mikil von- brigði. Eflaust má finna ýmislegt at- hugavert við stjórn efnahagsmála á undanförnum árum, og er óhætt að taka undir þær skoðanir, að þjóðarframleiðslan mundi nú vera talsvert meiri, ef betur hefði verið stjórnað. Ekki eru samt rök fyrir því, að svo mikið verr hafi verið að málum staðið upp á síðkastið en stundum áður, að það út af fyrir sig geti verið meginástæðan fyrir þeirri afgerandi breytingu, sem sýnist vera orðin. Aftur á móti er rétt að hafa í huga, að skattlagn- ing hins opinbera fer hraðvaxandi. Hún íþyngir atvinnuvegunum, yf- irbyggingin sligar undirstöðuna og það dregur úr hvers konar efnahagslegu framtaki. Þetta út af fyrir sig gæti verið nægileg skýring á þeirri þróun sem orðin er. Rétt er þó að leita einnig dýpri tagi. Á grundvelli þessa hófst hér um og eftir miðja öldina vísir að þéttbýlismyndun, þilskipaútgerð náði sér á strik, samgöngur voru bættar bæði á sjó og landi, verzlun jókst og manndauði fór minnk- andi. Þróun atvinnuveganna var samt hægfara og jókst því brott- flutningur fólks af landinu mjög upp úr 1870. Þrátt fyrir það jókst íbúafjöldi landsins úr tæpum 60 þúsundum árið 1850 í tæp 80 þúsund í lok aldarinnar eða um nálega þriðjung á hálfri öld. Á þes«u tímabili brauzt þjóðin út úr þeirri tæknilegu og þjóðfélagslegu stöðnun, sem ríkt hafði hér á landi um aldir. I raun og veru var þetta þó ekki iðnbyltingin sjálf. Hér var þá enginn verksmiðjuiðnaður og vélvæðing landbúnaðar og sjávar- útvegs var ekki hafin. Þessi ein- falda efnahagsþróun minnti miklu meira á það sem gerðist úti í Evrópu á 12., 13. og 14. öld, þegar tóku að myndast þar borgir, sem byggðust á verzlun og handiðnaði og byrjun á verkaskiptingu komst á milli þéttbýlis og sveita. Um leið efldust þar samgöngur á sjó og landi, og þilskip og siglingarlist þróuðust. Sigurgeir Jónsson auka framleiðslumagn tilsvarandi verður atvinnuleysi í henni, dulið eða opið. Þetta vill oft gleymast í almennum umræðum um nauðsyn þess að auka framleiðni atvinnu- veganna. Um leið og framleiðni vex losnar vinnuafl, og til að fá því Verkefni þarf aukna framleiðslu á einhverju sviði. Leggja verður áherzlu á lykil- hlutverk vöruframleiðslu í þessu sambandi, af því að þar eru mestir möguleikar á að beita sifellt af- kastameiri tækni, sem eykur framleiðnina. Svipuðu máli gegnir um byggingastarfsemi og sam- göngur. I flestum þjónustugrein- um eru möguleikar á framleiðni- aukningu mun minni, en með batnandi lífskjörum fer hins veg- ar eftirspurn vaxandi eftir ýmissi þjónustu, þannig að fólki þarf að fjöiga hlutfallslega við þau störf, en fækkar hlutfallslega við vöru- framleiðslu. í Bandaríkjunum, sem eru einna lengst á veg komin í efnahagsþróuninni, er t.d. nær 70% vinnuaflsins komið í þjón- ustugreinarnar, en 30% er eftir í vöruframleiðslu. Þess vegna er það svo, að til þess að framleiðni geti haldið áfram að aukast hratt í þjóðfélaginu í heild þarf hún að aukast mjög hratt í þeim greinum, þar sem bezt er að koma tækninni við. Vöruframleiðsla þarf því að geta aukizt mjög ört í nútímaþjóð- félagi eins og ég sagði áðan, jafnvel þótt fólki fækki þar nokk- Framfarir eða stöðnun í íslenzku efnahagslífi orsaka í sjálfum undirstöðum at- vinnulífsins. Til þess er nauðsyn- legt að líta yfir farinn veg og skoða sjálfar forsendur nútíma efnahagsþróunar hér á landi. Nútima efnahagsþróun Almennt er talið að efnahags- þróun nútímans hafi hafizt fyrir um tvö hundruð árum í Bretlandi með róttækum breytingum, sem þá urðu bæði í uppbyggingu at- vinnulífs og þjóðfélagsins í heild og nefnt hefur verið iðnbyltingin. Þar sköpuðust þær aðstæður, að staðnað sveitaþjóðfélag breyttist á 70 ára tímabili í hraðvaxandi iðnaðar- og borgarþjóðfélag. Farið var að nota gufuafl og kol til að knýja verksmiðjuvélar, örar tækniframfarir urðu í vélbúnaði og vélsmíði, og mikill vefnaðar- og málmiðnaður óx upp. Kringum iðnfyrirtækin uxu upp fjölmennar borgir, en fólki fækkaði í sveitum. Um leið hófst mjög ör fólksfjölg- un, aðallega vegna batnandi heilsufars og lægri dánartíðni. Efnahagsþróunin í Bretlandi hélt síðan áfram eftir iðnbylting- una og breiddist til Þýzkalands, Frakklands og annarra landa í Evrópu. Síðan til Japan, og svipuð breyting á sér stað í ýmsum þróunarlöndum um þessar mund- ir. Hér á landi hefur áhrifa iðn- byltingarinnar erlendis vafalaust verið farið að gæta á fyrri hluta 19. aldar og fóru þau vaxandi, eftir því sem á öldina leið. Kom þetta bæði fram sem batnandi markað- ur fyrir hefðbundnar afurðir land- búnaðar og sjávarútvegs og í vaxandi vöruframboði af ýmsu í þessu sambandi er freistandi að velta því fyrir sér, hvort sú þróun þéttbýlis, þilskipaútgerðar og siglingatækni, sem átti sér stað hér á landi á 19. öld hefði ekki getað átt sér stað miklu fyrr en raun varð á. Fljótt á litið virðist frá tæknilegu og efnahagslegu sjónarmiði ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að svo yrði þegar á 15. eða framan af 16. öld. Þá var mjög góður markaður erlendis fyrir skreið og útlendir sjómenn stunduðu þá og reyndar allar götur síðan veiðar hér við land á þilskipum. Reyndar mun hafa myndazt veikur vísir að þéttbýli við sjávarsíðuna á þessum tíma, en úr því þróuðust ekki lífvænlegir kaupstaðir, enda var veturseta erlendra kaupmanna bönnuð svo og búseta innlendra fiskimanna. Viðbrögð hins hefðbundna bænda- þjóðfélags voru þannig mjög neikvæð gagnvart hinni nýju at- vinnu- og þjóðfélagsþróun, enda gat framleiðsla landbúnaðaraf- urða þá illa keppt um vinnuafl við skreiðarverkun fyrir erlendan markað. Þróun þilskipaútgerðar og kaupstaða eins og í löndunum við Norðursjó á þessum tíma náði sér ekki á strik, og tækifærið kom ekki aftur fyrr en á 19. öld. Það var svo ekki fyrr en upp úr síðustu aldamótum, að sú breyting varð á íslenzku atvinnulífi og þjóðlífi, sem var sama eðlis og iðnbyltingin og líta má á sem upphaf nútíma efnahagsþróunar. Það sem leysti þá breytingu úr læðingi var, að farið var að beita vélarafli í fiskveiðiflotanum eins og alkunnugt er, en flutningur pólitísks valds inn í landið og stofnun íslandsbanka flýtti að sjálfsögðu mjög fyrir þeirri þróun, sem fylgdi í kjölfarið. Einkenni voru öll hin sömu og í brezku iðnbyltingunni. Vöruframleiðsla og framleiðni uxu hröðum skref- um og vinnuafl færðist úr land- búnaði yfir í aðrar atvinnugrein- ar. Smám saman dró úr útflutn- ingi fólks þar til hann var horfinn um 1920 og eftir það meira en tvöfaldaðist íbúafjöldi landsins á næstu 50 árum. Jafnframt því sem fiskveiðar, verzlun og iðnaður þró- uðust, óx þéttbýlið á kostnað strjálbýlisins. Þannig bjuggu um aldamót 20% þjóðarinnar í þétt- býli og um 80% í strjálbýli, en þetta hafði alveg snúizt við kring- um 1960. Þó að nútíma efnahagsþróun hér á landi beri á ýmsan hátt sama yfirbragð og iðnþróun í nágrannalöndunum er þarna á talsverður mismunur. Annars staðar hefur iðnaður yfirleitt haf- izt fyrst sem vefnaðar- og málm- iðnaður, sem síðar hafa þróazt yfir í alhliða framleiðslu. Kol, málmar og önnur hráefni í land- inu hafa hjálpað til, þótt dæmi séu um lönd sem byggt hafa upp þróttmikinn iðnað án þess að styðjast að ráði við innlend hrá- efni. w Hér á landi tók iðnbyltingin þá mynd, að ein atvinnugrein, fisk- veiðarnar urðu burðarásinn í efnahagsþróuninni, en aðrar greinar ýmist stóðu í skjóli henn- ar eða þjónuðu henni á ýmsan hátt. Eftir því sem tímar liðu fram efldist fiskiðnaður svo á grundvelli fiskveiðanna. Þessum greinum óx svo fiskur um hrygg, að aðrar greinar, sem ekki nutu einhvers konar verndar áttu í vaxandi erfiðleikum í samkeppn- inni við þær um vinnuafl, og nýjar útflutningsgreina.r kolhust lengi vel ekki á fót í neinum mæli. Þrátt fyrir þetta var staða sjávarútvegs og fiskiðnaðar mjög misgóð á þessu tímabili og nokkur alvarleg áföll urðu, þannig að afkoma þjóðarinnar stefndi oftar en einu sinni í tvísýnu. Alltaf rétti sjávar- útvegurinn sig samt við aftur eftir áföllin, og nú er staða hans talin sterk. Hættu á ofveiði útlendinga á íslandsmiðum hefur verið bægt frá, almennt offramboð á sjávar- afurðum á heimsmarkað hefur ekki verið síðasta áratuginn og jafnvel er möguleiki á að hægt sé að auka afla nokkurra mikilvægra tegunda með tímanum. Vafalaust eru einnig einhverjir nýir, ófyrir- séðir möguleikar í sjávarútvegi. Þrátt fyrir hina sterku stöðu sjávarútvegsins í dag er samt líklegt, að komið sé að nýjum kaflaskiptum í íslenzkri hagsögu. Framleiðniaukning, sem byggist á örum vexti framleiðsluverðmætis í fiskveiðum og fiskvinnslu nær ekki að ráði lengra og þarf því ný framleiðsla með hárri framleiðni að koma til. Annars hlýtur stöðn- un að taka við. Flestir kannast vafalaust við að hafa heyrt þessari skoðun haldið fram áður, en ég tel óhjákvæmilegt að taka þetta mál til umfjöllunar enn á ný. Skal ég því reyna að skýra það nánar. Forsendur efnahagsframfara Meginforsenda framfara á efna- hagssviðinu er ennþá sú að hægt sé að auka vöruframleiðsluna ört án þess að vinnuaflsnotkun aukist tilsvarandi. Þannig eykst fram- leiðni, lífskjörin þatna og full atvinna helzt. Ef framleiðni vex í einni grein án þess að hægt sé að uð hlutfallslega, ef ekki á að koma til atvinnuleysis eða stöðnunar. Hér á landi er þar að auki nauðsynlegt bæði að bæta úr talsverðu duldu atvinnuleysi og taka við mikilli aukningu ungs fólks á vinnumarkaðnum. Hvorugt verður gert nema með mikilli aukningu vöruframleiðslu. Nauð- synlegt er líka að minna á að aukning vöruframleiðslu hér á landi þarf að vera í greinum með mikla verðmætasköpun á hvern starfsmann og mikla markaðs- möguleika. Þess má geta að þetta er einmitt leiðin, sem Japanir hafa farið með glæsilegum árangri síðustu 2—3 áratugina. Þeir hafa náð mjög örum hagvexti með því að einbeita sér markvisst að framleiðslu til útflutnings á þeim vörum, sem eftirspurn hefur aukizt mest eftir á heimsmarkaði. Stóra spurningin nú er, hvort sjávarútvegur og fiskvinnsla geti aukið framleiðsluverðmæti sitt eins og við höfum átt að venjast. Vafalaust verður þar einhver framleiðsluaukning og vonandi meiri en búizt er við í dag. Samt held ég öllum sanngjörnum mönn- um, sem skoða málið niður í kjölinn, eigi nú að vera orðið ljóst að spurningunni verður að svara neitandi. Utilokað er að auka framleiðslu sjávarafurða í þeim mæli að heildarframleiðni í þjóð- félaginu geti aukizt í samræmi við kröfur um batnandi lífskjör. Hér er það náttúran sjálf, sem setur sjávarútveginum takmörk og órækasta merkið um að komið sé að hinum náttúrulegu mörkum hru aflatakmarkanir og dulið at- vinnuleysi í fiskveiðunum sjálfum. Kannski hefur ástandið dulizt nokkuð vegna aflasveiflna og mik- illar verðhækkunar á ýmsum sjáv- arafurðum á síðasta áratug, sem getur í þessu sambandi komið að nokkru leyti í stað framleiðslu- aukningar. Jafnframt hafa menn verið bjartsýnir á áhrif útfærslu landhelginnar til framleiðslu- aukningar á sjó og landi og um leið hafa menn vanmetið stórkost- lega þörfina á aukningu vöru- framleiðslu í landinu. Nú tel ég nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndir og bregðast rétt og fordómalaust við og eins fljótt og aðstæður frekast leyfa. Að öðrum kosti tekur við stöðnun í efna- hagslífinu. Eina leiðin til að kom- ast hjá stöðnun er að hefja öfluga framleiðslu á nýjum sviðum. Spurningin er aðeins hvaða leið eða leiðir er hægt að fara til að stórauka vöruframleiðslu á kom- andi árum aðra en framleiðslu sjávarafurða. Leiðir i atvinnumálum Tvær meginleiðir eru hugsan- legar. Annars vegar er það sem nefna mætti almenna iðnaðarleið eða smáiðnaðarleið í íslenzku samhengi. Hún væri fólgin í því að hefja almenna iðnaðarframleiðslu að mestu óháða auðlindum bæði til útflutnings og fyrir innlendan markað. Ein leið að því marki, neikvæð að vísu, væri að jafna aðstöðumun innan hagkerfisins með auðlindaskatti. Hin leiðin byggðist á því að hagnýta aðra náttúruauðlind en fiskimiðin, þ.e. a.s. orkulindir landsins með hlið- stæðum hætti og fiskstofnarnir hafa verið hagnýttir og byggja á þeim grunni öflugan útflutnings- iðnað. Með þessari leið, sem nefna mætti orkuleið eða stóriðjuleið, væri látið bíða betri tíma að gera hagvöxtinn óháðan náttúruauð- lindum. Ég ætla að taka það fram strax, að ég tel algerlega óraunhæft við núverandi aðstæður að ætla sér að fara smáiðnaðarleiðina, ef auka á samkeppnisfæra vöruframleiðslu eins mikið og þörf er á. Hún mundi hreinlega ekki leysa þann vanda að koma í veg fyrir stöðnun. Samt sem áður er vafalaust hægt að ná talsverðum árangri á vissum sviðum, t.d. með framleiðslu í takmörkuðum mæli á sérstökum neyzluvörum í háum gæðaflokki. Dæmi um þetta er hluti af ullar- iðnaðinum í dag, þar sem óhætt er að segja að undraverður árangur hafi náðst. Ástæðan til þess, að ég tel þessa leið samt ófæra nú, er tvíþætt. Annars vegar er sam- keppnin frá þróunarlöndunum. Algengt er að iðnaður í þeim löndum þurfi ekki að greiða nema um 1/10 hluta þeirra launa sem greidd eru hér á landi. Dæmi um framleiðsluvörur þessara landa eru vefnaðarvörur, fatnaður og skófatnaður, niðursuðuvörur, hús- gögn og skip. Þessi lönd sækja stöðugt á og fara inn á fleiri og fleiri svið eins og glögglega hefur orðið vart hér á landi. Þetta er þróun, sem ekki verður stöðvuð og mun verða sífellt meira og meira áberandi í efnahagsþróun heims- ins á komandi árum. Reyndar er þetta eina leiðin til þess að verulegar framfarir geti orðið í þróunarlöndum. Lítið hátekjuland eins og ísland á heldur ekki mikið erindi í beina samkeppni við háþróuð iðnaðar- lönd á þeim sviðum, sem þau standa þezt að vígi. Viðbrögð þeirra við samkeppni þróunar- landanna eru að leggja í vaxandi mæli áherzlu á hátæknilega fram- Ieiðslu eða stórframleiðslu, gjarn- an með mikilli sjálfvirkni, sem þróunarlöndin ráða ekki enn við. Þar.gildir það eitt að vera sífellt feti framar í framleiðslumagni, vísindum, tækni og hönnun. Það er hæpið að treysta á að íslend- ingar geti keppt með góðum árangri á þessum sviðum á næstu árum, nema þar sem einhverjar alveg sérstakar aðstæður koma til. Ljósmyndin sett á frímerkið. Frímerkið eins og Pósturinn gefur það út. Virðir Pósturinn ekki höf- undarrétt? Athygli mín hefur verið vakin á frímerkinu á með- fylgjandi mynd, en útgáfu- dagur þess var 28.4. síðastlið- inn. Eins og ljósmynd mín, sem fylgir líka þessum línum, ber með sér, er hér um hreina „kópíu“ að ræða. Spurning mín er nú þessi: Hver, með leyfi, á höfundar- réttinn? Og úr því nákvæm eftirlíking er talin henta á fyrrgreint merki,því þá ekki að nota frummyndina, þ.e. ljósmynd mína? Þá fýsir mig ennfremur óneitanlega að vita, hvað Póstur og sími hefur greitt fyrir útgáfu teiknarans. Eln umfram allt, ber ekki opin- berum aðila að ræða við höfunda verka sem notuð eru á frímerkiT Með þökk fyrir birtinguna. Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari. Ragnar Björnsson í tónleikaferð til Fær- eyja og Rússlands Ragnar Björnsson fyrrum dóm- organisti heldur í næstu viku utan í þriggja vikna tónleikaferð til Færeyja og Rússlands. Fer hann á þriðjudag áleiðis til Sovétríkjanna og mun þar halda a.m.k. ferna tónleika i borgum við Svartahaf og Kaspíahaf. Til Sovétríkjanna er Ragnari Björnssyni boðið af Gosskonsert, en þetta er í fjórða sinn, sem hann er boðinn þangað, síðast fyrir tveimur árum. Á efnisskrá hans á tónleik- unum í Rússlandi eru m.a. verk eftir þarlend nútímatónskáld svo og frönsk tónlist. Eftir tveggja vikna dvöl í Rússlandi heldur Ragnar til Færeyja þar sem hann mun halda 4 tónleika, tvenna í Þórshöfn, eina í Klakksvík og þá fjórðu annars staðar í Færeyjum. í Færeyjum leikur Ragnar m.a. íslenzka tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.