Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI1980 7 llla búiö aö Skálholtsstaö Forystugrein Tímans í gær ber yfirskriftina: Menningarmiöstöö ís- lands, og þar segir meðal annars: „Ef benda ætti á einn staö í landinu sem mið- stöð íslenskra mennta, andlegan höfuöstað landsins í sögu þjóðar- innar, þá er það Skálholt. Þaö er mikill misskilning- ur þegar menn kveða svo að orði, með nútímann í huga, að þar hafi „að- eins“ verið biskupssetur. Á fyrri tíð var biskupsset- ur óhugsandi án skóla- halds, margvíslegrar menningaríöju, bók- mennta og tónlistar og annarra umsvifa. Allt fram til loka átj- ándu aldar var Skálholt menningarmiðstöð ís- lands. Á glæsilegum skeiðum þjóðarsögunnar reis mikilleiki staðarins hátt og bar grósku þjóð- lífsins vitni, og á sama hátt sýndi niöurlæging Skálholtsstaðar síðar eymd og niðurlægingu þjóðarinnar. Á síðustu áratugum hafa mikil og góð um- skipti vissulega orðið í Skálholti. Þar er risin vegleg kirkja og þar er starfandi skóli sem í senn hefur verið sett þaö markmið að verða menn- ingarleg miðstöð á veg- um þjóðkirkjunnar. En því fer víðs fjarri að svo sé búið að þessum andlega höfuðstað að þar megi sjá efnahag og vel- sæld þjóðarinnar í einni andrá. Það er satt að segja eins og sálin hafi gleymst í öllum þeim efnalegu gnægtum sem þjóðin nýtur. I stjórnar- stofnununum og á Al- þingi, sem fer með fé fólksins, viröist ríkja ísköld þögn og hnaus- þykkt áhugaleysi um virðíngu staðaríns — sem þó er virðing þjóðarinnar fyrir sjálfri sér og arfi sínum. Það er ekkert fé fyrir hendi til þess að halda húsunum við. Það er ekk- ert fé fyrir hendi til þess að mála húsin utanl Það er ekkert fé að hafa til þess að gera sjálfsagðar og venjulegar viögerðir á kirkjunni í Skálholti sem mætir þó íslenskum veörum eins og önnur hús í landinu. Getur það verið aö íslendingar þykist full- sæmdir af því aö allir munir í Skálholtskirkju, með undantekningu, eru gjafir erlendra manna? Getur þaö verið að íslendingar hafi þangað ekkert að gefa?“ Vantar skilninginn? Forystugreininni lýkur með þessum orðum: Skálholtsskóli er í spennitreyju sem kemur í veg fyrir að hann geti vaxið til samræmis við óskir þess fjölda ung- menna sem skólann vildi gjarnan sækja. Að sama skapi er stofnunin í spennitreyju aö því er lýtur að möguleikum til fjölmennra mannfunda og ráöstefnuhalds. Þjóðkirkjan hefur farið fram á það að standa að könnun á þeim fornleif- um sem á staðnum er að finna, annast uppgröft á staðnum í því skyni aö fá yfirlit yfir húsakynni fyrri tíðar og búa síðan svo um að leifarnar njóti fyllstu verndar. En eitthvað vantar. Ef til vill vantar fé í annað eins stórvirkill Skyldi það nú sannast að annað vantaði meira? — Skyldi þaö vera skilningurinn? Það er skömm og hneisa og viröingarleysi þjóðarinnar fyrir sjálfri sér ef ekki verður bætt úr á Skálhoitsstað. En reyndar hefur staðurinn löngum veriö vitni ástandsins í landinu." Laugardagsmarkaður Mazda 929 77 Peugeot 504 diesel 77 Volare station 79 Mazda 929 ’76 Benz 220 diesel 74 Aspen station 77 Datsun 180 B ’78 Chrysler Horizon 79 Volare Premier 79 Daihatsu station ’78 Simca 1508 78 Volare 2 dyra 77 Galant ’78 Simca 1508 77 Swinger 76 Toyota Mark 2 ’77 Simca 1307 77 Simca 1100 79 Swinger 71 Volvo 245 '78 Simca 1100 78 Oldsmobile station 75 Volvo 145 74 Bronco 76 Buick 74 Volvo 144 73 Comet 74 Volvo 144 72 Bronco 73 Blazer 74 Cortina 74 Citroen Pallas 78 Dodge Maxi Van 77 AMC Matador 78 Renault 16 75 Simca 1100 VF2 79 Ch. Concours 77 CHRYSLERSALURINN Opið frá kl. 10—17 í dag. Suðurlandsbraut 10, sími 83330 — 83454 9 8 9 S ÆlW-lff-Tg;gl|lSS£—MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Schola Akureyrensis SAGA MENNTASKÓLANS Á AKUREYR11880—1980 Á þessu sumri kemur út Saga Menntaskólans á Akureyri 1880—1980 í þremur bindum. Er hún gefin út í tilefni af 100 ára afmaeli skólans. Verkiö allt veröur um 1200 síöur meö um eitt þúsund myndum. Verö til áskrifenda er 50.000 krónur fyrir öll bindin þrjú. beir sem gerast vilja áskrifendur aö Sögu MA 1880—1980 geta sent seöilinn hér aö neðan til Menntaskólans á Akureyri ásamt meö greiðslu ellegar greitt áskriftarverðið í gíróreikning nr. 109707 í Landsbanka íslands á Akureyri fyrir 20. maí n.k. Þá er tekið viö áskrift í skrifstofu Menntaskólans á Akureyri til 20. maí n.k. Sími skólans er 96-22422. Nöfn áskrifenda veröa færö á tabulam gratiatoriam fremst í bókinni og verkið sent áskrifendum. Ég óska hér meö að gerast áskrifandi aö Sögu Menntaskólans á Akureyri 1880—1980 I—III og láta færa nafn mitt á tabulam gratitoriam þannig: Áskriftarverðiö 50.000 krónur □ fylgir hér meö í strikaöri ávísun sem stíluð er á Sögusjóö MA. □ hefur veriö greitt á póstgíróreikning 109707 í Landsbanka íslands á Akureyri. Seöilinn skal senda beint til Menntaskólans á Akureyri, PO BOX 390 602, Akureyri, fyrir 20. maí 1980. Vorkappreiðar Fáks veröa haldnar á morgun, sunnudaginn 11. maí aö Víöivöllum og hefjast kl. 14.00. 80 hestar koma fram. Keppt veröur í eftirfarandi hlaupagreinum: 800 m brokki, 800 m stökki, 350 m stökki, 250 m skeiði, 250 m stökki, 150 fm nýliðaskeiöi. Nýjung Rásbásar veröa í fyrsta sinn notaðir hér á landi. Knapar eru skyldugir aö vera meö öryggishjálma. Knapar innan 16 ára aldurs komi meö vottorö frá foreldrum eöa forráöamönnum fyrir aö mega taka þátt í keppninni. Vatnsendavegur, svæöiö og efri hestshús Fáks, veröa lokuö frá kl. 13—17, nema fyrir mótsgesti. Veðbanki starfar. Hestamannatélag,d Fikllr Vestmannaeyingar — Vestmannaeyingar Munið kaffisöluna aö Hótel Sögu sunnudaginn 11. maí frá kl. 2—5. Vestmannaeyingar 67 ára og eldri sérstaklega boönir velkomnir. Kvenfélagið Heimaey LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER — LITA Málning og málningarvörur Afslattur ..w iV# r<SS Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30-50 þús. 50 þús. veitum viö 10% veitum viö 15% afslátt. afslátt. Þetta er i aö byggja, breyta eöa bæta. Líttu viö í Litaveri, því þaö hefur ávattt borgaö eig- , aem eru LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — The GLOBE STUDY CENTRE For ENGLISH EXETER á suöurströnd Englands Gefðu enskunni færi á að festast Nýttu sumariö til enskunáms í Englandi 4ra — 8 vikna námskeið fyrir ungmenni 14—21 árs. Undanfarin sumur hafa margir ánægöir íslendingar dvaliö á enskum heimilum í Exeter og stundaö jafnframt nám í ensku viö Globe Study Centre For English. Tækifæriö býöst aftur í ár og er skráning hafin. BROTTFARARDAGAR FRÁ ÍSLANDI: 5. júlí (4ra vikna námskeiö) 2. ágúst (4ra vikna námskeiö) Þeir sem fara utan 5. júlí geta dvaliö 4, 6 eöa 8 vikur. Islenskur fararstjóri mun fylgja nemendum frá Keflavík til Exeter og jafnframt dvelja í Exeter nemendum til leiöbeiningar. Einnig mun hann sjá um allan undirbúning vegna fararinnar s.s. farseöla og gjaldeyri. INNIFALIÐ í VERÐI ER: ★ 1. Flugfargjöld (+flugvallarskattur) báöar leiöir. ★ 2. Bílferö: London — Exeter — London-flugvöllur. ★ 3. Fullt fæöi og húsnæöi hjá valinni enskri fjölskyldu. (aöeins einn ísl. nemandi hjá I hverri fjölskyldu). ★ 4. 14 kennslustundir (fyrir hádegi) á viku. ★ 5. Allar kennslubækur og gögn. ★ 6. Skemmti- og kynnisferöir 5 daga vikunnar (t.d. ein heildagsferö á viku, þar af ein I ferö til Lundúna á hvoru námskeiöi). ★ 7. Nauösynleg læknis- og tannlæknisþjónusta. VERÐ FYRIR 4 VIKUR KR. 550.000.- Allar nánari uppl. um tilhögun og verö veitir fulltrúi skólans á íslandi, Böövar Friöriksson, I í síma 30170, alla virka daga og um helgar milli kl. 18 og 21. VER — LITAVEFf — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.