Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 33 „Leitin að eldinum”■■■■■■■■■■■■■■1 Milljarða fyrirtæki á íslenzka vísu Skip leigð og flugvellir gerðir UNDIRBÚNINGUR er nú í full- um gangi fyrir töku á banda- rískri stórmynd hér á landi í sumar. Er hér um að ræða langstærsta verkefni kvik- myndafyrirtækisins 20th Cen- tury Fox á þessu ári og talið í íslenzkum krónum er þetta milljarðafyrirtæki. Samninga- umleitanir standa yfir við ýmsa aðila og má í því sambandi nefna landeigendur, Flugleiðir, utan- ríkisráðuneytið, landbúnaðar- ráðherra og yfirdýralækni og sagði Gísli Gestsson hjá Víðsjá, kvikmyndagerð, sem annast hef- ur stærstan hluta undirbúnings- ins hér á landi, að tveir síðast- nefndu aðilarnir hefðu sýnt mik- inn skilning á málinu og sam- starfsvilja. Mynd þessari hefur enn ekki verið valið nafn, en vinnuheiti hennar á íslenzku gæti verið „Leitin að eldinum". Myndin fjallar um þróunarsögu manns- ins og um það skeið er nútíma- maðurinn er að koma til sögunn- ar. Margir sérfræðingar hafa lagt hönd á plóginn við samn- ingu kvikmyndahandrits og þeirra á meðal Desmond Morris. Það mál, sem talað verður í myndinni, verður hvorki enska né franska né íslenzka, heldur er verið að byggja upp sérstakt mál sem forfeður okkar eiga að tala í kvikmyndinni. Leikstjóri verður J.J. Arnaud, en aðalleikara er verið að velja þessa dagana. Frá því hefur verið greint að hingað til lands verði fluttir fílar til að „leika“ í myndinni, en það er ekki allt. Til að flytja nauðsynlegan búnað til landsins hefur Bifröst verið leigð í tvær ferðir og gert er ráð fyrir að hátt í 300 manns verði viðloðandi kvikmyndatökuna þegar flest verður. Æskilegasti tíminn til kvikmyndatökunnar hér á landi er frá því um miðjan ágúst og fram í október eða utan aðal- ferðamannatímans. Til að koma fólki á tökustað- inn er í bígerð að gera tvo flugvelli og yrði annar þeirra á Þórsmerkursvæðinu, en samn- ingar við landeigendur standa nú yfir. 70% myndarinnar verð- ur tekin hér á landi, en 30% í A-Afríku ef allt fer eins og Gísli Gsstssor ráðgert er. Það er ekki nóg með að taka kvik- myndarinnar „Leitin að eldin- um“ sé um- fangsmikil, heldur verður einnig gerð sjónvarpsmynd um kvikmynda- tökuna og er reiknað með að hún yrði sýnd hjá 160 sjón- varpsstöðvum og þarf ekki að hafa mörg orð um þá land- kynningu, sem fengist af slíkri mynd. Gísli Gestsson sagði, að stjórnendur myndarinnar hefðu áhuga á að fá íslenzka leikara til liðs við sig og einnig gat hann þess, að nauðsyn væri á krafta- legum karlmönnum í ákveðin hlutverk og hefði í því sambandi verið hugsað til íslenzkra íþróttamanna, einkum lyftinga- og glímumanna. Vor hjá loðdýrabændum ■^■^■■■■■^^■■■■1 Aukin fr jósemi minksins og refurinn braggast vel SJÚKDÓMUR, sem hefur ófrjósemi í för með sér og leiðir dýrin til dauða, hefur valdið minkaræktendum miklum erf- iðleikum og búsifjum allt frá því að minkarækt hófst hér á nýjan leik árið 1970. Hvolpar hafa tekið þessa veiki á fóst- urskeiði og síðan hefur sjúk- dómurinn gjarnan leitt til dauða þeirra 7—9 mánaða gam- alla. Segja má að sjúkdómurinn hafi verið fluttur inn með dýrunum á sinum tíma, en hann var þá ekki talinn ýkja alvar- legur og hafði lítt verið rann- sakaður. Á siðastliðnu ári var ákveðið að gera átak í því að reyna að losna við þenna sjúkdóm og Eggert Gunnarsson dýralæknir fenginn til að kynna sér hvernig sjúkdóm- urinn verður greindur á öruggast- an og fljótastan hátt og fleira í sambandi við hann. Búin hafa síðan tekið við upplýsingum frá Eggert, en hann fann út að sjúkdómurin var á mjög háu stigi hér á landi. Gangskör var gerð að því að losna við sjúkdóminn og virðist þegar hafa náðst umtals- verður árangur í baráttunni. — Got er nú langt komið og ég ætla, að um 80% læða séu búin að gjóta og virðist gotið hafa tekizt með allra bezta móti, sagði Sigur- ]ér. Bláfsld íhiiikáræktarráðu- nautur í samtali við Morgunblað- ið. — Forystumenn búanna hafa yfirleitt verið samtaka í að gera átak í þessum málum og við höfum þegar náð góðum árangri. Það er því ástæða til bjartsýni og einnig má nefna, að 1. apríl komu til landsins 250 minkalæður af sérlega góðu svartminkskyni frá Skotlandi. Þær lausar við pennan sjúkdóm og skinnið betra en á okkar dýrum. Læðurnar eru á Lómatjörn og eru hafðar þar í algerri einangrun. Þá var Sigurjón spurður hvern- ig refaræktin gengi, en fyrstu refirnir komu í desembermánuði síðastliðnum. Sagði Sigurjón að fyrstu læðurnar myndu gjóta um miðjan þennan mánuð og menn biðu spenntir eftir fyrstu íslenzku refunum í búunum við Eyjafjörð. — Pörun dýranna hefur staðið yfir síðan um miðjan marz og hefur tekizt vel, sagði Sigurjón. — Yfirleitt er ekki nema 50% kyn- þroska eins árs, en nú er búið að para hjá okkur um 70%. Dýrin, sem hingað komu, voru sérstak- lega valin í Skotlandi og þá reynt að velja undan mæðrum, sem áttu afkvæmi á fyrsta ári og voru frjósamar. Síðastliðinn vetur var að vísu mjög góður og því ekki fullkomlega marktækur, en ref- irnir hafa braggast vel og engir erfiðleikar verið í sambandi við refaræktina. Þá hafa húsin, sem valin voru, öll reynzt vel, þannig að menn eru ánægðir með hvernig til hefur tekizt hingað til að minnsta kosti, sagði Sigurjón Bláfeld. 100 búsund * w iitf| Æ tonn til eða frá... '' smMá SÍÐASTLIÐIN ár hafa rússneskir j fuglafræðingar gert sér það til \ dundurs að telja alla sjófugla í heiminum, segir í Ægi, riti Fiski- félags Islands. Þeir hafa komist | ^ W * '* að því, að siðfi'"'—' _j„.u(íiainir séu í kringum 3 milljarðar eða á að gizka l'/2 milljarði færri en allt mannkynið, Reiknast Rússunum svo til, að sjófuglarnir éti um 80 milljón tonn af hinum ýmsu fisktegundum og álíka magn af svifi. íbb| Stöndum við í sömu sporum árið 1992? KRÓNAN okkar verður hundrað földuð um áramótin eða með öðrum orðum verða 2 núll tekin aftan af hundraðkallinum, sem þá verður að krónu. Ef við leyfum okkur þá bjartsýni að reikna með 50% verðbólgu næstu árin, en hún var 60.8% á síðasta ári, þá líða liðlega 11 ár, þar til nýkrónan verður jafnvirði þeirrar gömlu. Þá byrjum við upp á nýtt og alltaf sömu leið ...? Heiðursformenn og forsetar ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur hef- ur um mörg ár haldið þeim sið að hafa hverju sinni einn heiðursfor- mann. Nú ber Albert Guðmundsson þennan heiðurstitil, en hann hefur starfað mikið fyrir ÍR. Á undan honum hafa tveir menn borið þenn- an titil, þeir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi for- setar. í 40 ár ... FRÉTTARITARI Dags í Þistil- firði segir frá því, að fjárræktar- félag hafi starfað þar í sveit i 40 ár. Okkur finnst það tíðindum sæta, að sama stjórn hefur setið í félaginu frá stofnun þess og eru stjórnarmennirnir nú allir á sjö- tugsaldri. Það voru fimm bú, sem stóðu að stofnun félagsins. Nokk- ur bú hafa bæst við á áratugunum fjórum, en þau hafa öll helzt úr lestinni, og félagar í dag eru búin fimm, sem stofnuðu fjárræktarfé- lagið á sínum tíma. Nóg að gera IVAN Rebroff hélt að Laugum fjölmennustu hljómleika, sem haldnir hafa verið í sýslunni. Víkurblaðið segir frá því, að ein konan hafi verið þar til klukkan að ganga 12 og söngvarinn hafði að lokum sungið „Blátt lítið blóm eitt er“. Upp úr klukkan eitt hafði konan alið 16 marka son, segir blaðið. Jan Mayen í nýju ljósi „Það endurtekur sig ætterni og bræðralag“ SÍÐUSTU daga hefur Jan Mayen verið efst á baugi í íslenzkum fjölmiðlum og margt skrafað og skrifað um þessa eyju í norðri. Hún er sannarlega orðin þrætuepli íslendinga og Norðmanna og þá ekki síður en úfið hafið í kringum hana og hrjóstrugur hafsbotninn. Egill Jónasson, hagyrðingur á Húsavik, hefur sína skoðun á þessu máli og í síðasta tölublaði Víkurblaðsins er að finna eftirfarandi hugleiðingar hans um Jan Mayen-málið: „Drottinn rak Adam og Evu á burt meö smán úr Eden foröum. Þar byrjaði veraldarbölvun og heimsólán meö bróöurmorðum. Þau eignuöust syni og erjuöu landiö trú og akra gjöröu. Og settu upp fyrsta sauöfjár og kúabú á syndugri jöröu. En Kain var snemma ágjarn og hjartaö hart — meö heimsvalda grýlur —. Og heimtaöi aö eignast af túninu talsveröan part upp á tvöhundruö mflur. En Adam varö napur viö Nýsköpun þessa manns — var nískur á blettinn —. Því Abel var hógvær en eldri tvíburi hans og átti þvf réttinn. Þaö endurtekur sig ætterni og bræðralag á eynni Jan Mayen. „Ber mér aö gæta bróöur míns enn í dag?“ spyr bráölyndur Kain.“ Sá albezti — í mínum augum BORGÞÓR Kjærnested, sá er sendi Dönum frétt um lúxusvændi, skrifar á fimmtudag kjallaragrein í Dagblaðið. Þar fjallar hann um Norræna húsið og að nú sé komið að íslendingi að setjast í stól forstjóra við húsið. Hann segir að nokkrir hæfir menn hafi sótt um stöðnn^ iriFilendir og erlendir. Slðaö segir Borgþór: „Af innlendum umsækjendum virðist Sigurður A. Magnússon bera af, í mínum augum, aðra þekki ég ekki neitt sem nemur." Vissulega er Sigurður A. Magnússon alls góðs maklegur, en hefði ekki verið betra hjá Borgþóri að kynnast hinum umsækjendunum áður en hann settist í dómarasætið? Póstburðarfólk og áreitní bnr»Ho „FYRIR nokkrn ’ ---^“UU ..... nitiiu íesa á síðum dagblaða að póstburðarfólk í Keflavík hefði orðið fyrir áreitni hunda og jafnvel biti. Viðbrögðin við þessu voru þau, að hætt var að bera út póst í „hundahús". Þannig segir í frétt í blaðinu Suðurland. í framhaldi af fréttinni kannaði blaðið hvort slík vandamál hefðu komið upp á Selfossi og niðurstað- an varð sú, að póstburðarfólk þar hefði orðið fyrir smávægilegri áreitni hunda. Fram kemur í Suðurlandi, að lögreglusamþykkt sú sem í gildi er á Selfossi tekur ekki til hundahalds, en ný sam- þykkt er væntanleg. í áðurnefndri samþykkt segir „að menn skuli flauta fyrir horn“, kannski póst- burðarfólk ætti að taka þann sið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.