Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 21
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 21 Sumarvaka í Súlnasal Sumarvaka er í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld og hefst með borðhaldi kl. 19. Á matseðli kvöldsins er „Chicken in the bask- et“. Þorgeir Ástvaldsson verður kynnir kvöldsins og kynnir m.a. vinsælustu lög sjötta áratugarins af hljómplötum og Ragnar og félagar leika fyrir dansi. Þá verð- ur Valdimar Örnólfsson gestur kvöldsins og stjórnar Kerlingar- fjallastemmningu, tvær skrítnar stúlkur koma fram með 3 leik- þætti og einnig fer fram gestaleik- ur. Þá mætir Gylfi Ægisson til leiks og kynnir nýju plötuna sína, Meira salt. Valdimar Örnólfsson Jaðrakan I.jiism. Grótar Kirlksxun Fuglaskoðunarferð F.Í. á sunnudaginn SUNNUDAGINN 11. maí verður farin árleg fuglaskoðunarferð Ferðafélags íslands um Miðnes og Hafnarberg, en þær hófust árið 1967. Hafa þær notið mikilla vinsælda og þátttaka verið góð, þó veður hafi ekki alltaf verið upp á það besta. Lagt verður upp frá Umferðarmiðstöð- inni, að austanverðu kl. 10 árdegis. Verður fyrst ekið út á Álftanes og hugað að fugli þar. Sérstaklega verður litið eftir margæs, en hún er nú á leið til varpstöðvanna á Grænlandi. í vor hefur sést meira af flækingum en oft áður, t.d. hefir sést taumönd á Kasthúsatjörn. Þá verður farið um Grindavík og komið við í Hraunsvík, en þar er oft mikið fuglalíf á sjónum. Þá verður farið á Hafnarberg, en í berginu má sjá allan íslenzkan bjargfugl, nema haftyrðil. Staldrað verður við í Osum við Hafnir, en þar má oft sjá straumönd í hafrótinu. Komið verður í Sandgerði og Garðskaga og á aðra vinsæla fuglaskoðunarstaði, eftir því sem tími vinnst til. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er um kl. 7 e.h. Fólki skal bent á, að gott er að hafa sjónauka meðferðis, og þeir, sem eiga Fuglabók Almenna bókafélagsins, ættu að hafa hana með. Leiðsögumaður verður Jón Baldur Sigurðsson, lektor, og honum til aðstoðar Grétar Eiríksson. (Fréttatilk.) Vorkappreiðar Fdks Á MORGUN, sunnudag, fara fram Vorkappreiðar Fáks. Kappreiðarnar fara fram á Víði- völlum og hefjast kl. 14. Rúm- lega 80 hestar taka þátt í mótinu. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 800 m brokki, 800 m stökki, 250 m skeiði, 350 m stökki, 250 m stökki unghrossa og 150 m nýliðaskeiði. Sú nýlunda verður á þessum kappreiðum, að í fyrsta sinn verða notaðir rásbásar hérlendis við ræsingu hesta. Básarnir eru íslensk smíði og framleiddir í fyritækinu Blikk og stál og hannaðir af forstjóra þess, Valdimar Jónssyni. Nýjar reglur gilda nú fyrir knapa og eru þeir nú skyldugir að nota öryggis- hjálma. Aðgangur er ókeypis fyrir börn innan 10 ára aldurs. Veð- banki verður starfræktur að venju. Sýning á kirkjumunum í GALLERÍ Kirkjumunir, Kirkju- stræti 10, Reykjavík stendur yfir sýning á gluggaskreytingum, vefnaði, batik og kirkjulegum munum. Flestir eru munirnir unn- ir af Sigrúnu Jónsdóttur. Sýningin er opin um helgina frá kl. 9—16 báða dagana. Teflt er saman leir og eir GUÐNÝ Magnúsdóttir opnar sýningu á keramik- myndverkum í Gallerí Djúpinu í Hafnarstræti í dag kl. 11. Sýningin verður opin til 21. maí frá kl. 11 til 23 alla daga. Sýningin er sölusýning. Guðný lauk prófi úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1974 og hefur síðan unnið í keramik og stundað kennslu. Sýningin í Djúpinu er fyrsta einkasýning Guðnýjar en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum innlendis og erlendis. Verkin á sýningunni sem eru 24 talsins eru öll unnin í steinleir og postulín, flest með blandaðri tækni þar sem teflt er saman leir og eir. Meðfylgjandi mynd er af Guðnýju ásamt tveimur verka hennar á sýningunni. Ljósm. Mbl. Kristján. Endre Nemes-sýning í Norrœna húsinu í DAG, laugardag, verður opnuð sýning á verkum Endre Nemes listmálara frá Svíþjóð. Sýningin er haldin í boði Norræna hússins í sýningarsölum í kjallara hússins. Hún verður opnuð í dag kl. 16.00 og stendur út mánuðinn. Endre Nemes fæddist 1909 í Pecsvárad í Suður-Ungverjalandi. Hann stundaði nám við listaháskólann í Prag, sýndi í fyrsta sinn þar í borg árið 1936, en fluttist haustið 1938 til Finnlands. Þaðan fór hann svo til Svíþjóðar árið 1940 og þar hefur hann síðan búið og starfað. Hann hlaut sænskan ríkisborgararétt árið 1946. Endre Names hefur haldið málverkasýningar í Skandinavíu og víða í Evrópu. í fæðingarlandi sínu voru verk hans sýnd fyrsta sinni 1970 og 1971 sýndi hann öðru sinni í Prag. Myndina hér að ofan tók Kristján Einarsson ljósm. Mbl. af Endre Nemes hjá tveimur verka sinna, sem eru á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.