Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI 1980 kaff/nu 1 S® GRANI GÖSLARI Gættu þín. — Þetta er ábyggi- lega nýtt leynivopn, sem þeir hafa fundið! Ég held bara hún ætli að syngja sig alla leið á bak við hjartalokurnar! Nei, þessi greiðsla dugar ekki! Fyrirbærið maður í bréfi til Valvakanda 29. apríl sl. þakkaði Þorsteinn Guð- jónsson mér fyrir leiðréttingu á fyrri ummælum hans þess efnis, að lítið sem ekkert hefði verið fjallað hérlendis um franska mig að segja álit mitt á heilabrot- um de Chardins. Því miður verð ég þó að svo stöddu að færast undan að ræða á almannafæri helztu bók de Chardins, „Fyrirbærið maður“, en um það bil 15 ár eru síðan ég BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Og segja má. að í spili dagsins hafi suður orðið fórnarlamb þúfu. sem ekki var há í loftinu. Gott útlit blekkti og við fyrsta möguleika lék hann af sér besta vinningnum. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. 975 H. ÁD75 T. K74 L. ÁD2 Vestur S. ÁKG1063 H. K98 T. G2 L. 53 Austur S. 82 H. 6 T. D9853 L. G10876 Suður S. D4 H. G10542 T. Á106 L. K94 Sagnirnar voru eðlilegar: heimspekinginn Teilhard de Char- din. Hafði ég minnst á ágæta Lesbókarkynningu Matthíasar Eggertssonar á Hólum í Hjalta- dal, aldavinar míns og nárnsfélaga í lestri milli lína hinnar áþreifan- legu tilveru. Má bæta því við, sem getið er í grein Matthíasar, að séra Guðmundur Sveinsson flutti útvarpserindi um de Chardin fyrir 10 árum. Áhugi þeirra séra Guðmundar, Matthíasar og Þorsteins á hugsuði þessum ætti að vera nægileg meðmæli og öðrum hvatning til að íhuga stórbrotnar kenningar þessa lærða guðfræðings og nátt- úrufræðings. Mér er ljúft og skylt að þakka Þorsteini velvild í minn garð og traust á dómgreind minni og þekkingu, er hann leggur fyrir kynnti mér heimspeki höfundar. En þyngra vegur, að ég hætti að hugsa um svipað leyti og sneri mér að veðurfræði. Æskuhrifning á viðfangsefnum dr. Helga Pjeturss gerir að vísu vart við sig hjá mér um þessar mundir, en skynjun hans var víðfeðm í tíma og rúmi líkt og hugleiðingar de Chardins. Bið ég Þorstein um 5 ára frest til að ígrunda í frístundum kenningar þessara spekinga með hliðsjón af nýrri þekkingu. Lýk ég með kveðju til Þorsteins og ósk um góða vöku. Megi honum vel vegna með hugvekjum sínum um fjarlægan sjóndeildarhringinn og stefnuna þangað — vel þrátt fyrir villandi öldurót dægurmál- anna efst í hugum manna. Þór Játvarður Jakobsson Vestur Norrtur t Sp. l)oh) Pass I llj. Austur Surtur Pass :i llj. Allir pass |>ass Vestur tók tvo fyrstu slagina á spaða og spilaði síðan gosanum. Af tómrí skyldurækni trompaði austur og hiklaust trompaði suður betur. En það bjó til hættu í spiiinu. Enda lagði vestur kónginn á þegar suður spilaði næst tromp- gosanum og vörnin þannig orðin örugg með slag á tromp. Vinningsleið var þá fyrir hendi. Sagnhafi gat tekið á tromþás og drottningu, tekið slagina tvo á tígul og síðan þrisvar lauf. Vestur hefði þá getað trompað en um leið dæmt sig til að spila næst út í tvöfalda eyðu en þá hefði sagnhafi trompað á annarri hendinni og látið tígultapslaginn af hinni og spilið unnið þar með. En suður kom ekki auga á þessa aðferð og gaf í allt fjóra slagi, einn á hvorn rauðu litanna auk tveggja á spaða. En það var í þriðja slag, sem þúfan velti hlassinu. I stað þess að trompa betur þriðja spaðann gat suður næstum tryggt vinning með því að láta tígul. Austur mátti fá á trompsexið en vestur fengi þá engan á tromp og spilið í rauninni búið þar með. Frestur til að ljúka lagfæringum á vatnshitunartækjum að renna út A UNDANFÖRNUM árum hafa orðið sprengingar í íbúðarhúsum af völdum rafhitaðra vatnshitun- artækja. Þessar sprengingar hef- ur mátt rekja til ófullnægjandi öryggisbúnaðar hitatækjanna. Árið 1978 voru gefnar út nýjar reglugerðir um vatnshitunartæki með rafhitun, svo sém miðstöðv- arkatla og neysluvatnsgeyma, ásamt vatnshitakerfum þeirra. Helstu breytingar frá fyrri reglugerðum voru að öryggisbún- aður tækjanna var aukinn, ná- kvæmari reglur voru settar um að búnaður sé merktur framleiðanda og að gerð tækjanna sé prófuð og viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins og Öryggiseftirliti ríkis- ins. Einnig voru sett ákvæði um reglubundnar prófanir á öryggis- búnaði. Þessar nýju reglur tóku gildi árið 1978 fyrir ný vatnshitunar- tæki og -kerfi, en festur til að ljúka lagfæringum eldri vatnshit- unartækja og -kerfa veittur til 1. júlí 1980. Eftir þann tíma skulu því einnig eldri vatnshitunartæki með rafhitun og kerfi tengd þeim, uppfylla kröfur um öryggisbúnað samkvæmt þessum reglum. Notendum og kaupendum not- aðra vatnshitunartækja með rafhitun skal sérstaklega bent á að vatnshitunartæki, sem hafa verið tekin niður t.d. vegna til- komu hitaveitu, eru í mörgum tilvikum ekki með tilskildum ör- yggisbúnaði. Óheimilt er að setja þessi tæki upp að nýju og taka í notkun, nema þau uppfylli kröfur um öryggisbúnað samkvæmt áð- urnefndum reglum. Nánari upplýsingar fást hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og Ör- yggiseftirliti ríkisins, Siðumúla 13, Reykjavík og hjá rafmagnseft- irlitsmönnum víðsvegar um land- ið. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Morgunblað- ið að auglýsa cftir vitnum að cftirtöldum ákeyrslum í borginni. Þeir, sem veitt geta upplýsingar, eru beðnir að hringja í síma 10200. Laugardaginn 26.4. á tímabilinu frá miðnætti að hádegi var ekið á bifreiðina R-9979, sem er rauður Oldsmobile, við Vatnsstíg 4. Laugardaginn 26.4. á tímabilinu frá miðnætti til kl. 12.45 var ekið á bifreiðina R-57613, sem er hvítur Volkswagen, á bifreiðarstæði við bensínsöluna Vitatorgi. Tjónvaldur sennilega grænleit jeppabifreið. Þriðjudaginn 29.4. á timabilinu frá kl. 13.00—14.00 var ekið á bifreiðina R-61791 sem er hvít Citroen GS, í Vallarstræti við Aust- urvöll. Tjónvaldur gul bifreið. Fimmtudaginn 1.5. á tímabilinu frá kl. 17.30—17.50 var ekið á bifreiðina R-60038, sem er grænn Datsun, á bifreiðastæði við Hraun- bæ 49. Föstudaginn 2.5. á tímabilinu frá kl. 12.30—17.15 var ekið á bifreiðina R-49781, sem er grænn Lancer, á bifreiðastæði við verslunina Ellings- en Ánanaustum. Föstudaginn 2.5. á tímabilinu frá kl. 12.00—15.00 var ekið á bifreiðina R-4120, sem er rauður Ford Futura, í bifreiðastæði við Laugardalshöll- ina. Sunnudaginn 4.5. á tímabilinu frá miðnætti til 13.40 var ekið á bifreið- ina R-6022, sem er rauður Fiat, við Furugerði 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.