Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 HLAÐVARPINN umsjón ÁGÚST I. JÓNSSON Dýpsta holan Samvinna sex þjóða um djúpborun hérlendis? Bílar í borginni um 35 þúsund SAMKVÆMT bráðabirgðatölum voru um 35 þúsund bifreiöar á skrá í Reykjavík um síðustu áramót, en hins vegar eru bílnúmer, sem byrja á R, fyrir nokkru komin yfir 70 þúsund. Reyndar eru tæþlega 300 bílar komnir með númer yfir R—70000. Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins sagði í vikunni, að það væri nokkuð misjafnt hve mörg númer færu út á mánuði, þau væru sennilega um 500 að meðaltali, en hefðu þó farið yfir eitt þúsund þegar mest hefur verið aö gera, eða þegar vertíð bílasala hefur staöiö sem hæst og mest hreyfing verið á þessum þörfu þjónum milli eigenda. Á síöasta ári sagðist Guðni gizka á, að bílum borgarbúa hefði fjölgað um þrjú þúsund. Bifreiðaeftirlitiö tók fyrir nokkru upp nýtt fyrirkomulag á skráningu bifreiða og fer hún nú fram í gegnum tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Allar upplýsingar um bílnúmer og bíla er þar aö finna, sömuleiðis um hvaöa bíl viökomandi einstaklingur á og hefur átt. Aðeins aö kalla upp ákveðin númer og þá birtast upplýsingarnar jafnskjótt á tölvuskermi Bifreiðaeftirlitsins í Bíldshöföa. Guöni sagöi, aö spjaldskrá Bifreiöaeftirlitsins heföi veriö orðin mjög fyrirferöamikil og mikil vinna viö aö haida öllu í röö og reglu. Ef eítt spjald datt niöur á milli eða var vitlaust fært voru upplýsingar um viökomandi þar með glataöar um sinn að minnsta kosti og því mikið óöryggi í raun í spjaldskránni. Meðal annars þess vegna hefur ekki verið gert átak í aö þétta númerin og samræma fjölda bifreiða í borginni og útgefin númer, en eins og áður sagði eru bílarnir helmingi færri heldur en númerin. Mörg númer eru reyndar í geymslu að beiðni eigenda, en önnur ekki lengur í eigu annarra en Bifreiðaeftirlitsins. Meö nýja fyrirkomulaginu og aðstoð tölvunnar ætti aö vera hægt aö koma betra skipulagi á skráninguna. ÁRIÐ 1978 var borað niður á 1900 metra í botni Reyðarfjarðar og var þar um svokallaða djúpborun eða kjarnaborun að ræða. Að þeim rannsóknum stóðu auk Orkustofn- unar vísindamenn frá Kanada, V-Þýzkalandi, Bretlandi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. I næstu viku koma þessir aðilar saman til fundar í Reykjavík þar sem rætt verður um niðurstöður þessarar borunar, en þetta er annar fund- urinn, sem haldinn er um árangur af Reyðarfjarðarboruninni 1978. Á fundinum verður væntanlega einnig rætt um hugsanlegt fram- hald þessa samstarfs, en sú hug- mynd hefur skotið upp kollinum að bora aðra slíka holu hér á landi og koma margir staðir til greina í því sambandi. Að sögn Guðmund- ar Pálmasonar hjá Orkustofnun yrði þá um dýpri borun að ræða, 3—4 kílómetra, og yrði sú hola þá ein dýpsta eða dýpsta borhola hér á landi. Þegar borað var í Reyðar- firði var kostnaði skipt á milli þátttakenda og svo yrði væntan- lega gert ef framhald verður á þessum borunum. Ekki er enn farið að ræða um fjáröflun þeirra framkvæmda og sagði Guðmund- ur að það væri í fyrsta lagi að reikna með að þessi hugmynd kæmi til framkvæmda árið 1982. Þarfasti þjónninn Einar Guðfinnsson og prófessor Hayek á heimili þess fyrrnefnda Nóbelsverðlaunahafi í heimsókn hjá athafna- manni á Bolungarvík í HEIMSÓKN sinni til íslands á dögunum notaði Nóbelsverðlauna- hafinn Friedrich Hayek meðal annars tækifærið til að skoða sig um á landsbyggðinni og fór hann til Isafjarðar annan dag páska. Þaðan var farið til Bolungarvíkur þar sem atvinnufyrirtæki voru skoðuð og heimsótti Hayek þá einnig Einar Guðfinnsson, þann mikla athafnamann í Bolungarvík. Siðar um daginn fór Hayek víðar um og m.a. upp að skíðalyft- unni á Isafirði, en í Vestfirzka fréttablaðinu segir að hann sé mikill áhugamaður um útivist og skíðagöngu. Svo segir m.a. í Vest- firzka fréttablaðinu af þessari heimsókn: „Hayek, sem nú er rúmlega áttræður, en þó vel ern, kvaðst fyrst hafa stigið á skíði árið 1911. Sagði hann að um þær mundir hefðu menn deilt ákaflega um hvort heppilegra væri að renna sér með tvo skíðastafi eða einn. „Ég var svo framsýnn, að ég notaði alltaf tvo stafi," sagði hann og hló.“ Togarajaxlar um loftin blá FRÁ því er skýrt í Vestfirzka fréttablaðinu að í ráði sé að stofna flugskóla á ísafirði og hafi 10 flugáhugamenn í bænum tekið sig saman og keypt kennsluflugvél af gerðinni Cessna 152. Af þessum 10 eru fimm skipverjar á skuttogaranum Guðbjarti, en hinir eru flestir kunnir svifdrekamenn, segir blaðið. Flugvélin hefur einkennisstafina TF-OND, en félagið sem á hana heitir Bliki sf. og var kaupverð vélarinnar um 6.5 milljónir króna. Báknið þenst út HARKA hljóp í umræður um ‘•teinullarverksmiðju síðari hluta vetrar og deildu þar fulltrúar Sunnlendinga og Sauðárkróks, en hvor aðilinn um sig taldi sína sveit heppilegri fyrir verksmiðjuna. Eitt blaðanna, sem gefið er út á Suðurlandi og ber það nafn, segir frá því í fyrirsögn að nú sé „Steinullarverksmiðjan á skrifborði ráðherra". Málið virðist þar með vera leyst, en ekki verður annað sagt en að báknið þenjist enn út. Hrafninn verpir fugla fyrstur Kuldinn hefur áhrif á vorleiki fuglanna Myndarleg álftahjón hafa mörg undanfarin ár gert sér bústað á hólma i stíflunni í Eliiðaánum. Stundum hafa þau komið upp ungum. stundum ekki. en alltaf koma þau aftur að ári. Eftir því sem byggðin hefur þanizt út þarna í kring hafa fleiri fylgst með búskap hjónanna í hólmanum og haft ánægju af. En aðrir, sjálfsagt óvitar. hafa verið forvitnir um of. Egg hafa verið brotin eða hjónin styggð svo sum árin hefur ekkert ungviði verið að sjá í hólmanum. Þegar líður á vorið eða sumarið er yfirleitt hleypt úr stíflunni til að minnka þrýsting svo laxinn komist ofar í ánum. Þetta gerir fólki kleift að komast á þurru út í hólmann yfir aðra kvíslina og þá virðist voðinn vera vís. Vonandi fá myndarhjónin álft og svanur frið til að fjölga kyni sínu í sumar, en meðfylgjandi mynd er tekin af þeim í hólmanum á dögunum. Mbl. spjallaði við Ævar Petersen fuglafræðing í vikunni um varptím- ann, komu farfuglanna og fleira tengt sumarkomunni. Fyrst spurð- um við hann um þennan búskap í hólmanum á stíflunni og sagðist Ævar muna eftir álftum þarna í mörg ár, þó að hann kynni ekki frekar að segja frá þeim. — Á Elliðavatnssvæðinu er nokkuð um svani og t.d. hafa álftir í mörg ár gert sér hreiður á hólma í Myllu- tjörn, sem er rétt innan við Heið- merkurgirðinguna. Ég frétti í vor, að ungir strákar hefðu fundið egg þar rétt fyrir mánaðamót, en það er óvenju snemmt hjá álftum. Þær eiga venjulega 4—6 egg og liggja á í 3—4 vikur, en þegar ungarnir koma úr eggjunum eru þeir þurrir mjög fljótlega og fara eiginlega strax á vatn. — Annars eru fyrstu fuglarnir til að verpa hrafn og dílaskarfur, en þeir eru gjarnan komnir af stað í byrjun apríl. Haförn og skógar- þröstur eru sömuleiðis oft í fyrri hluta aprílmánaðar og starrinn er fljótur til. Þá heyrði ég á dögunum af stokkönd, sem búin var að verpa um 20. apríl, en það er óvenju snemmt hjá henni. Almennt yerpa fuglarnir síðari hlutann í þessum mánuði, en þetta hret, sem verið hefur síðustu daga, getur valdið einhverri seinkun. Fuglarnir eru venjulega komnir í viðbragðsstöðu um þetta leyti, en kalda veðrið getur orsakað það, að fuglarnir bíða nokkra daga með undirbúning fyrir varpið og hætt er við að minna fjör verði í vorleikjum þeirra vegna veðursins. — Farfuglarnir hópuðust hingað í stórum hópum í lok ajjrílmánaðar og eru enn að koma. Oðinshani og þórshani eru venjulega fugla sein- astir, en þeirra er von upp úr miðjum maí. — Krían? — Hún er komin. Ég frétti af henni eftir ábyggilegum heimildum 30. apríl austur á fjörðum og hún er örugglega komin hingað á suðvest- urhornið þó svo að lítið hafi farið fyrir henni enn sem komið er, sagði Ævar Petersen að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.