Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 35 í víðsjárþætti ríkisútvarpsins hinn 2. maí sl. var m.a. fjallað um margrædda tengingu Djúpvegar við þjóðvegakerfi landsins. Til viðræðu við fréttamann var mættur umdæmisverkfræðingur vegagerðarinnar á Vestfjörðum, Eiríkur Bjarnason, en auk þess var útvarpað símtölum við forystumenn í Austur-Barða- strandarsýslu, Vestur-Barða- strandarsýslu og við Djúp. Hins vegar heyrðist ekki hið allra minnsta tíst úr Strandasýslu, því svæðinu, sem ég hika ekki við að fullyrða, að eigi langmestra hags- muna að gæta allra byggðarlaga í Vestfjarðakjördæmi, hvað snertir ákvarðanatöku í framangreindu máli. Látið var nægja að vitna til símtals við Hólmavík, þar sem sagt hefði verið frá undirskrifta- söfnun í sambandi við málið. Frásögn af nefndri undirskrifta- söfnun hafði þegar verið útvarpað sem almennri frétt, klippt og skorið, þannig að framangreindu símtali við Hólmavík verður á engan hátt jafnað við beinar símaviðræður við fulltrúa hefði hann átölulítið getað látið sem Strandasýsla væri ekki til. En þá hefði nú líka eitthvað tekið að næða um Austur-Barðastrandar- sýslu, hvað snertir umhyggju þessa ágæta manns, eða hvað? Auðvitað átti Ágúst ávallt við Vestfjarðakjördæmi eða Vest- fjarðakjálkann, þegar hann talaði um Vestfirði, það liggur í augum uppi. En þá tekur nú heldur að kárna gamanið hvað snertir röks- emdir Ágústs um innbyrðis sam- göngur, því annað hvort er, að Ágúst veit ekki að Strandir eru á Vestfjarðakjálkanum og tilheyra Vestfjarðardæmi, eða þá að hann er haldinn slíkri blindri óskhyggju í þá veru að þessu sé öðruvísi varið, að mann setur hljóðan. Gamanlaust er téður málflutn- ingur Ágústs H. Péturssonar um innbyrðis samgöngur á Vestfjörð- um óskiljanleg þverstæða og svo grófur dónaskapur og lítilsvirðing í garð Strandamanna, að því verður ekki trúað að óreyndu, að jafn prúður maður og góður drengur og Ágúst er, geri ekki einhverja bragarbót þar á. til Ísaf jarðar til að versla þar eða hvað? Er ekki miklu einfaldara að fara suður?“ Kannski er þetta uppspuni, kannski hefur Eiríkur aldrei látið neitt í þessa áttina út úr sér, og í því tilfelli skal hann viðstöðulaust beðinn afsökunar á þessari tilvitn- un. En hitt vil ég þá segja til vara, að hvar og hvenær sem slíkum spurningum kynni hugsanlega að verða varpað fram, þá bera þær vott um ógnvekjandi svartnætti í byggðafræðilegum skilningi. Við Strandamenn eigum þegar í dag fjölmörg erindi til höfuðstað- ar kjördæmis okkar, ísafjarðar, bæði vegna sambands við ríkis- kerfið og kjördæmisbundnar stofnanir og embætti, sem lífsnauðsynlegt er að hafa lifandi samband og snertingu við, ef Strandasýsla á að sitja við sama borð og önnur byggðalög kjör- dæmisins hvað varðar skilyrði til vaxtar og viðgangs. Ef allt fer sem horfir, er þess nú þar að auki skammt að bíða, að tímamót verði í atvinnumálum í Strandasýslu, þar sem á næsta Þórir Haukur Einarsson: Strandasýslu kjördæmi sínu, Vestfjörðum. Frá íslensku ferðamannasjón- armiði séð hefur vegur um Stein- grímsfjarðarheiði slíka yfirburði gagnvart öðrum valkostum, að ekki þarf um að ræða, heldur nægir þar að benda á staðreyndir, sem hver og einn getur virt fyrir sér á vegakortinu sínu. ísfirðingar, Bolvíkingar og Djúpmenn hafa þegar með drengi- legum hætti rétt fram hendur í áttina til okkar Strandamanna yfir Steingrímsfjarðarheiði, og við réttum okkur á móti. Hvort þessar hendur ná að tengjast handabandi til heilla og farsældar fyrir Vest- fjarðakjördæmi, veltur nú alfarið á þingmönnum okkar. Eigi það fyrir okkur Strandamonnum að liggja, að þingmenn okkar leggi lóð sín þann veg á vogarskálarnar í þessu máli, að Strandasýsla nái ekki að tengjast kjördæmi sínu og þjónustukjarna þess, ísafirði, þá hlýtur að vakna sú örlagaspurn- ing, hvort hæstvirtir alþingis- menn Vestfjarða standi hugsan- lega andspænis viðlíka vanda og Er Vestfjarðakjördæmi of stórt? Strandamanna í áheyrn alþjóðar til samræmis við áðurnefnd símtöl, þar sem rök okkar hefðu verið leidd fram í fáum orðum og málið reifað frá okkar bæjardyr- um séð. Sjálfkjörinn fulltrúi Strandamanna í stíl við uppsetn- ingu þáttarins var að sjálfsögðu oddviti Hólmavíkurhrepps, full- trúi helsta byggðakjarna sýslu- nnar. Það verður ekki séð í fljótu bragði, að útvarpinu hefði átt að vera það ofraun að viðhafa sann- gjarnar leikreglur í nefndum þætti með því að ræða við jafn- marga fulltrúa á báða bóga með umdæmisverkfræðinginn sem hlutlausan aðila í miðjunni. Ágúst H. Pétursson oddviti á Patreksfirði hafði orð fyrir Vestur-Barðstrendingum. Fróð- legt er að virða fyrir sér röksemd- ir hans. Ágúst þrástagaðist á því, að mestu máli skipti, að innbyrðis samgöngur á Vestfjörðum væru sem bestar og taldi lykilinn að slíkri samgönguparadís vera teng- ingu Djúpsins um Kollafjarðar- heiði. Hafi ég tekið rétt eftir, talaði Ágúst stöðugt um Vestfirði, ekki um Vestfjarðakjördæmi. Hefði hann stöðugt verið að ræða um hina eiginlegu Vestfirði eða Vestfirði í þrengstu merkingu, Áður en Ágúst gerir kröfur til þess, að Austur- og Vestur- Barðstrendingar geti leikið sér réttsælis og ranglætis í þröngum hring um Vestfirði í þrengstu merkingu, verður hann að virða þá sanngirniskröfu Strandamanna, að Strandasýsla komist í nýtan- legt vegasamband við höfuðstað Vestfjarðakjördæmis, ísafjörð. Það er hreinn gálgahúmor að hnýta stöðugt aftan í tilætlunar- semi sína og óbilgirni engilhrein- um yfirlýsingum um að menn hafi síður en svo neitt á móti því, að Strandamenn fái veg yfir Steingrímsfjarðarheiði (einhvern tímann). Við skulum alfarið snúa þessu við. Þegar Strandasýsla er komin í vegasamband við megin- hluta og höfuðstöðvar kjördæmis sins, þá hef ég ekki trú á því að Strandamenn fari að standa i vegi fyrir Ágústi og hans mönnum varðandi Kollafjarðar- heiði og litla lúxushringinn þeirra. Mér er sagt, að Eiríkur Bjarna- son umdæmisverkfræðingur hafi varpað fram spurningu efnislega eitthvað á þessa leið: „Hvaða mál er þessi vegur yfir Steingríms- fjarðarheiði Strandamönnum eig- inlega? Ætla þeir að fara að aka leiti er sameiginleg atvinnuleg uppbygging kauptúnanna Hólma- víkur og Drangsness. Landbún- aður í sveitum Strandasýslu stendur á traustum grunni og er til fyrirmyndar á margan hátt, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, sem ekki hefur verið guggnað gagnvart, heldur glímt við og sigrast á með þrautseigju og karlmennsku. Það er því augljóst, að Strandasýsla ber vaxtarmátt- inn í blóði sínu og beinum. En þetta fær ekki notið sín sem skyldi, ef ekki verður hið bráðasta tengd sú lífæð héraðsins við kjör- dæmi sitt og kjarna þess, sem vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði hlýtur að teljast. Það er einlæg ósk og von okkr Strandamanna, að æ meiri verk- efni, umsvif og völd varðandi okkar landshluta færist frá Reykjavík heim í Vestfjarðakjör- dæmi, og þá fyrst og fremst til höfuðstaðarins, Isafjarðar. Því fyrr sem Strandasýsla kemst í vegasamband við kjördæmið, því líklegri verður þessi þróun að öðru jöfnu, og því hraðari sem þessi þróun verður því arðsamari verð- ur vegurinn yfir Steingrímsfjarð- arheiði. Það er því með öllu út í hött að spyrja Strandamenn þeirrar spurningar, hvort þeir þarfnist vegar yfir Steingrímsfjarðarheiði til að geta verslað. Við eigum margvísleg erindi önnur yfir Steingrímsfjarðarheiði þegar í dag, sem áður getur, en væntan- lega því fleiri og meiri með hverju árinu sem líður, ef svo verður sem við vonum öll, að Vestfjarðakjör- dæmi vaxi fiskur um hrygg á komandi árum og það verði þess umkomið að sýna það og sanna, á hverju sem gengur, að margur er knár þótt hann sé smár. Hinu er svo ekki að leyna að gráta myndi ég þurrum tárum, þótt eitthvað af Reykjavíkurversl- un Strandamanna slæddist til Isafjarðar og nágrennis í leiðinni. Við Strandaménn viljum taka saman höndum við aðra Vestfirð- inga til að byggja upp Vestfjarða- kjördæmi og efla vöxt þess og viðgang svo sem verða má. En við getum þetta ekki sem skyldi, ef við fáum ekki að komast að, vera með og beita okkur af öllu afli. Við teljum tvímælalaust að tenging Djúps um Steingrímsfjarðarheiði og Strandir sé gullið tækifæri og einstætt til að slá tvær flugur í einu höggi, tengja Djúp við akvegakerfi landsins, og tengja Ágúst H. Pétursson á Patreks- firði, þ.e. annað tveggja, að vita ekki hversu Vestfjarðakjördæmi er stórt, eða að þykja það þegar vera orðið of stórt. Ágúst H. Pétursson á Patreks- firði klykkti út í símtalinu við útvarpið með því að lýsa því yfir að hann og samherjar hans ætl- uðu ekki að gera vegatengingu Djúpsins að neinu stríðsmáli. Ág- úst hlýtur að hafa meint það, að hann og hans menn ætluðu ekki að halda áfram stríðinu um þetta mál og því síður að færa það út. Hafi Ágúst mælt þetta af heilum hug og fyrir munn Barðstrendinga yfirleitt, þá jafngildir þetta hvorki meira né minna en stríðslokum. Geta þá Strandamenn og samherj- ar þeirra vissulega varpað öndinni léttara og snúið sér að öðrum vígstöðvum. En ætli það sé nú samt ekki hyggilegast, að menn haldi sig að vopnum sínum enn um nokkra daga, á meðan betur rofar til og friðsemdin fær tækifæri til að sýna sig til fulls bæði leynt og ljóst, svo í orði sem á borði. Trúað gæti ég því. Vaki, vaki vaskir menn. Þórir Haukur Einarsson. með hita úr hvernum og trégólfi. Seinna um sumarið bættust fleiri börn við, svo börnin voru orðin 10, þegar flutt var í kjallara hússins 4. nóvember. Vorið 1931 var húsið tekið til fullrar notkunar og fyllt- ist það þá strax af börnum, en um haustið komu fyrstu þroskaheftu börnin. Sumarið 1933 var byggt nýtt steinhús fyrir þroskaheft fólk og veitti alþingi til þess 15000 krón- ur. Var þá horfið að því ráði að gera heimilið að sjálfseignarstofn- un og var skipulagsskráin staðfest af konungi 12. janúar 1934. Stjórn heimilisins skipa 3 menn. Barna- heimilisnefnd Þjóðkirkjunnar kýs 2, en Barnaverndarráð íslands 1. Hið nýja hús fylltist fljótlega og voru þar milli 15 og 20 vistmenn. En veturinn 1944 varð starfsemin að hætta þar, vegna erfiðleika að fá starfsfólk. Strax eftir stríð kom þroskaheft fólk aftur til Sólheima og eftir það var heimilið eingöngu rekið fyrir þroskaheft fólk. Sesselja var hámenntuð hug- sjónakona, með siðfágaða fram- komu og höfðinglega reisn og bar heimilið þess glöggan vott um hennar daga. Hún lagði mikla áherslu á fágaða framkomu vist- manna, og höfðu margij; orð á, hve framkoma þeirra væri prúð- mannleg. Þótt Sesselja legði mikla rækt við að kenna vistmönnum verkleg störf, vildi hún ekki gera heimilið að vinnubúðum, þar sem Sesselja H. Sigmundsdóttir vistmenn væru ódýrt vinnuafl. Allt starf heimilisins var að þroska vistmenn andlega og líkamlega. Á Sólheimum var þá mikið músiklíf og lagði Sesselja mikla áherslu á, að fá góða kennara, bæði innlenda og erlenda til að kenna söng og hljóðfæraleik. Eins og önnur Steiners-heimili lagði hún mikla áherslu á alla listræna starfsemi. Sesselja réði listamenn til heimilisins, sem kenndu að fara með liti, vefa og allskyn's listföndur. Margir þroskaheftir hafa einhverja list- ræna hæfileika og öll list hefur þroskandi áhrif á þá. Þess vegna leggja Steiners-heimili og Stein- ersskólar mikla áherslu á listina 1 kennslu og starfi. Eins og á öðrum samskonar heimilum var mikið um leikstarfsemi á Sólheimum, og má svo að orði kveða, að á dögum Sesselju væri alltaf leikrit í æf- ingu, enda hafa leikæfingar mikið uppeldislegt gildi. Þegar gesti bar að garði, sem heimilið þurfti að taka sérstaklega á móti, voru alltaf fyrir hendi vistmenn, sem gátu fagnað gestum með æfðum söng, hljóðfæri leik eða leikþætti, þá þurfti ekki að grípa til diskó- teks eða annars þess eðlis. Ég vil undirstrika það, að hin listræna starfsemi á Sólheimum var fyrst og fremst vegna þroskagildis hennar, en ekki til að auglýsa heimilið. Allt auglýsingagjálfur var ekki að skapi Sesselju, enda þurfti hún ekki á því að halda, hún vann störf sín í auðmýkt trúaðrar konu. Sesselja vann vegna hug- sjónarinnar að þroska, fegra og göfga, en hvorki vegna launa eða titla, hún vildi t.d. aldrei láta kalla sig forstöðukonu, nema þegar nauðsyn krafði. Sesselja leit á Sólheima, sem heimili, þar sem allir væru tengdir nánum fjöl- skylduböndum, og hún sjálf var móðirin eða amman, en ekki strangur húsbóndi, allt starf átti að fara fram í kærleiksanda Krists, þannig eru hin sönnu Steinersheimili. — Strax fyrsta sumarið byrjaði Sesselja á garð- rækt og búskap m.a. vegna þess, að hún taldi að garðrækt og landbúnaður hefði mikið uppeld- islegt gildi. Hún var eindregið fylgjandi lífrænni ræktunar og var andvíg tilbúnum áburði og notkun eiturefna, nema í neyðar tilfellum. Sesselja lagði alltaf mikla áherslu á holla fæðu og hún vildi ekki gefa börnunum sínum jarðávöxt, sem ekki var ræktaður með húsdýraáburði. Erfiðleikarnir voru oft miklir á fyrstu starfsárum heimilisins og þeir dagar komu, sem hún vissi ekki hvernig fæða átti hina mörgu munna. En trúin á málefnið og Guð brást aldrei og þegar neyðin var stærst, var hjálpin alltaf næst. Sesselja var mjög þakklát öllum sem réttu henni hjálpar- hönd, einkum var hún þakklát Lionsklúbbnum Ægi fyrir mikla og drengilega aðstoð. í þessu sambandi má ekki gleyma þeim merka manni sr. Guðmundi Ein- arssyni á Mosfelli, sem styrkti starfsemi Sesselju heilshugar. Hann fylgdi að vísu ekki heim- spekikenningum dr. Rudolf Stein- er, en hann var víðsýnn maður sem mat mikils starfsemi Sess- elju, enda rak Sesselja heimilið eingöngu sem uppeldisheimili, en ekki áróðursstöð fyrir lífsskoðanir sínar. Sr. Guðmundur kom oft til Sólheima og var náinn vinur Sesselju og stóð við hlið hennar í mótun heimilisins. Hann á miklar þakkir skilið og eins. sr. Ingólfur Ástmarsson, sem alltaf hefur sýnt heimilinu hlýhug, skilning og þekkingu á störfum þess. Ég vil einnig þakka fyrrverandi stjórn heimilisins og Arnþrúði Sæmundsdóttur fyrir störf sín í þágu heimilisins. Að lokum vil ég minna á, að Sólheimar er merkur sögustaður í uppeldismálum þjóðarinnar, sem geymir margar sögu- og erfða- venjur eftir 50 ára starf. Það er sagt að íslendingar bera litla virðingu fyrir fornum venjum og minjum, og hafa þannig mörg ómetanleg verðmæti farið for- görðum. Það er ósk mín að sú saga endurtaki sig ekki á Sólheimum, og ég beini þeirri ósk til allra velunnara Sólheima og sögulegra verðmæta, að þeir taki höndum saman verndi menningar verð- mæti Sólheima. Látum ekki skilningsleysi og vanþekkingu þurrka út það merka menningarstarf, sem Sesselja Sig- mundsdóttir vann á Sólheimum, með aðstoð formanns Barnaheim- ilisnefndar sr. Guðmundar Ein- arssonar. Guð blessi framtíð Sól- heima. Ingimundur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.