Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980
Á FERÐ UM EYJAFJÖRÐ Texti Hjörtur Gíslason Ijósmyndir Kristinn Ólafason
Litið inn hjá
Adda á Grenivík
„Það er lítið upp úr mér aö hafa
núna, ég er í illu skapi og latur eftir
árangurslausa laxveiöi í gær,"
sagði Jóhann Adólf Oddgeirsson,
skipstjóri á Grenivík, eöa Addi eins
og hann er oftast kallaður, þegar
viö hittum hann á heimili sínu á
ferð okkar um Eyjafjörð.
„Ég er nú ekki
mikill sögumaður“
Þaö er nú ekkert við mann,
nema aö ég er oröinn gamall. Ég
er heldur ekki mikill sögumaöur,
þaö er svo margt, sem gerst hefur
aö maöur man þetta ekki lengur.
Ég er fæddur og uppalinn hér, og
líkar vel, fólki líöur yfirleitt vel hér
og Irtiö um brottflutninga. Mér
hefur aldrei dottiö í hug aö flytja
héöan. Ég öfunda aö vísu stærri
bæina af vegunum, en kannski
fáum viö líka góða vegi hér. Ég hef
lítiö aö sækja til annarra bæja, fer
sjaldan í leikhús og aldrei í bíó, en
þykir gaman af söng og tónleikum.
„Man tvenna tíma“
Ég man tvenna tíma viö fisk-
veiöarnar, þegar ég byrjaði haföi
maöur engin tæki, og þá þurfti
maður aö hugsa um þaö sem
maöur var aö gera, en svo er ekki
lengur, nú hugsa tækin fyrir mann.
Ég hef stundaö velflestar veiöar,
veitt bæöi síld, loönu og þorsk og
eina vertíö var ég á þorsknót, sem
var mjög skemmtileg, fékk einu
sinni sextíu tonna kast. En annars
held ég aö skemmtilegast sé aö
stunda handfærin.
Mér finnst ástandiö í fiskveiöi-
málunum heldur dökkt, áöur var
nóg til af öllum fisktegundum, en
núna eru bara takmarkanir og
sölutregða. Takmarkanirnar eru
aö vísu nauösynlegar, við drepum
annars allt með þessum tækjum
sem viö höfum nú. Þaö hafa til
dæmis veriö ágætar gæftir hér, en
fiskinn hefur bara alveg vantaö.
Ég hef mikinn áhuga á flestum
fiskveiöum, sérstaklega laxveiöi,
en held þó, að ég sé ekki forfallinn
veiöimaöur. Áöur skaut maöur
talsvert af fugli, aöallega svartfugli,
en þaö var fremur af nauösyn, en
áhuga.
„Mikill íþróttaáhugi
í ættinni"
Þaö vantar ekki íþróttaáhugann
í ættina, börnin eru bæöi í blaki og
frjálsum íþróttum og þegar ég var
yngri eyddi ég nær öllum frístund-
Tómas Jóhannesson í minkabúinu.
Þeim leizt bara vei á Kristinn Ijósmyndara, yrölingunum.
Minka- og Refabúió
Grávara heimsótt
Minkunum gefinn grauturinn.
í Grýtubakkahreppi í Eyjafiröi er
minka- og refabúiö Grávara, í haust
eru tíu ár síöan minkaræktin var
hafin, en refaræktin er enn ekki orðin
ársgömul. Er Morgunblaösmenn
voru á ferö um Eyjafjörö var staldraö
þar við og rabbaö viö starfmenn.
„Reksturinn batnað
ár frá ári“
.1 haust eru tíu ár síöan viö hófum
reksturinn og þetta hefur gengiö á
ýmsu, en þó má segja, að við höfum
alltaf náö betri og betri árangri milli
ára, nema í fyrra, því þá var anzi
mikiö af læöunum geldar. í ár
fengum viö aö meðaltali 4,2 hvolpa á
hverja læöu, sem viö teljum nokkuö
gott," sagöi Tómas Jóhannesson,
starfsmaöur viö minkabúið. „Viö
erum meö um 1 soo lífdýr og venju-
lega eru fimm læöur á hvert karldýr,
en karldýrunum er svo lógaö eftir
tímgun. Þetta hefur gengiö mjög vel í
ár og viö erum bjartsýnir á framtíð-
ina. Þaö veröur byrjaö aö drepa
hvolpana um miöjan nóvember og
viö veröum aö því fram að jólum. Nú
eru dýrin drepin meö eitri, sem
stöövar blóðrásina á augnabliki.
„Fóðrið að mestu
fengið úr nágrenninu“
Við fáum nær allt fóöur héöan úr
nágrenninu, fiskúrgang frá frystlhús-
inu á Grenivík, innyfli, hausa og
lappir af kjúklingum frá Sveinbjarn-
argerði og kjötúrgang frá kjötiönað-
arstööinni og sláturhúsinu á Sval-
barðseyri. Síðan kaupum viö kol-
vetnamjöl frá Noregi, sem blandaö er
saman viö hitt og hrært í einn
allsherjargraut. Við erum oftast fjórir
sem vinnum hér og líkar ágætlega.
Viö þurfum aöeins aö gefa sex
sinnum í viku og erum því ekki eins
bundnir viö þetta eins og til dæmis
við landbúnaöarstörfin. En þaö er aö
sjálfsögöu meira aö gera en bara aö
gefa dýrunum aö éta, viöhaldið er
talsvert tímafrekt og um sláturtíöina
þurfum viö alltaf aö bæta viö fólki.
Viö eigum hér allar vélar, sem þarf til
skinnaverkunarinnar, en okkur hefur
gengiö illa að fá fólk til aö vinna við
hana, svo viö höfum fengiö minkabú
í Skotlandi til aö vinna skinnin fyrir
okkur. Þetta er auövitaö dýrara, en
ef viö gætum gert þetta sjálfir og því
stefnum viö aö því aö fullvinna
skinnin til útflutnings sjálfir.
„Lítil hætta á stroki“
Dökkbrúnu skinnin eru verömæt-
ust, en þau fást meö blöndu Ijósra og
brúnna dýra. Viö höfum átt í nokkr-
um vandræðum vegna blóösjúk-
dóms í dýrunum, sem erfitt hefur
veriö aö vinna á. Þetta kemur
aöallega fram í því aö læöurnar
eignast miklu færri hvolpa en ella,
sem er mjög bagalegt. Viö tökum því
blóöprufur þrisvar á ári og gætum
þess þá að nota ekki sjúku dýrin til
undaneldis. Ég tel mjög litlar líkur á
því, aö dýrin sleppi út, búin eiga aö
vera dýrheld, þaö er skálinn einnig
og þar fyrir utan er svo há, þéttriöin
vírnetsgiröing og aö lokum er vírnet
undir öllu saman svo dýrin geta ekki
grafiö sig út. Ef svo ólíklega færi aö
dýr slyppi út, býst ég viö, aö þaö
gæti tórt yfir sumariö en alls ekki
veturinn. Minkurinn hjá okkur hefur
aldrei lifaö villtur og ætti örugglega
erfitt með fæöuöflun, þó hann gæti
sennilega lifaö á úrgangi og rusla-
haugum.
„Fyrstu refirnir komu
í desember í fyrra“
„Fyrstu refirnir komu hingaö um
miöjan desember í fyrra, 210 læöur
og 72 karldýr. Venjulega er hlutfalliö
á milli karl- og kvendýra einn á móti
þremur til fjórum," sagði Tómas
Stefánsson starfsmaöur refabúsins.
„Þetta er blárefur sem viö erum meö,
hann er upphaflega upprunninn frá
Noregi, en viö höfum fengiö hann frá
skozku refabúi. Refurinn gýtur einu
Sinni á ári og læöurnar veröa svo
fjögra til fimm ára, kynþroska veröa
þær venjulega eins árs. Gottíminn
dreifist nokkuö vegna þess aö pör-
unartiminn er tveir mánuöir og dæm-
iö gengur misjafnlega snemma upp.
„Munum selja líf-
dýr í haust“
Pörunartíminn hefst í byrjun febrú-
ar og í nóvember veröur byrjað aö
slátra. Viö munum einnig selja tals-
vert af lífdýrum í haust og fyrir þau
fæst mjög gott verð. Við erum nú
meö um 520 hvolpa en alls eru nú til
í landinu um 1.100 hvolpar á fjórum
búum, og þar sem margir hafa nú
áhuga á aö hefja refarækt er eftir-
spurnin eftir lífdýrum taisverö. Þetta
hefur gengið alveg áfallalaust þaö
sem af er, viö höfum ekki átt í
neinum erfiðleikum og ekki oröiö
varir viö neina sjúkdóma. Þetta lofar
því góöu og viröist eiga bjarta
framtíö fyrir sér.
Á FERO UM EYJAFJÖRÐ
Texti: Hjörtur Gfslason Ljósmyndir: Kristinn Ólafsson