Morgunblaðið - 10.08.1980, Page 18

Morgunblaðið - 10.08.1980, Page 18
18 l^r>ornVNRLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 „Períormans“ bórs Elíasar Pálssonar „Hvítur dúkur á jörðinni,“ slðr um axlir, hrá egg i beinni línu eftir dúknum, sem listamaðurinn stigur hægt og varlega á og brýtur, eins konar frjóvgunartákn, — Kransar settir yfir brotin, klistrug eggin og siðan öllu pakkað saman og bundið um með snæri og sivalur stranginn hengdur upp. — barnæst krotað á nálægan vegg, stórum stöfum: „Hver barnaði Mariu mey ...“ U mhverf isskúlptúr. Myndllst Skúlptúr eftir Niels Hafstein „Tálmynd“ (Illusion). eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það er mikið um að vera á Korpúlfsstöðum þessa dagana en þar hafa fjöldi listamanna frá hinum ýmsu Norðurlöndum haslað sér völl um margvíslegar tilraunir með umhverfislist. Það væri réttara að segja umhverfi Korpúlfsstaða því að þar fer starfsemin mestöll fram en með aðalbækistöð að Korpúlfs- stöðum. Hér er um margvíslega at- hafnasemi að ræða með umræð- um, uppákomum, performönsum úti og inni, kvikmyndasýningum o.fl. o.fl., en sjálf sýningin er dreifð um mikið landflæmi og tekur það drjúgan tíma að skoða það allt sem þar er að sjá. Má nefna fyrirbæri líkt og „sjávar- fallsskúlptúra", „loftskúlptúr", „hugarorkustöð“, „náttúru- klukku á tindi Esju", „eitt hundrað og tveir bláir skuggar á tindi Úlfarsfells" o.fl. o.fl.... Undirritaður átti þess kost að vera við opnun sýningarinnar og jafnframt afhjúpun og frum- raun ýmissa þátta hennar en annars var ekki allt með öllu tilbúið né frágengið. Ég skoðaði það sem skoðað varð innan húss og í næsta umhverfi Korpúlfs- staða en þó telst mér að mjög margt sé óskoðað og geri ég mér aðra ferð þangað fljótlega og fjalla þá máski nánar um sýn- inguna í heild. Skrif þessi verða þó öðru fremur í formi kynn- ingar. Það vakti athygli mína hve fátt var um gesti við athöfnina og telst mér jafnvel að þátttak- endurnir hafi verið í meirihluta. Þykir mér þetta mjög stór gloppa á framkvæmd sýningar- Experimental Environment 1980 innar sem hlaut stóra styrki úr Menningarsjóði Norðurlanda svo og frá Menntamálaráðuneytinu og jafnvel fleiri aðilum. Það hefði átt að vera næsta auðvelt að gefa fólki kost á að komast til og frá staðnum með almennings- vögnum hluta úr degi um helgar og jafnframt hafa kaffisölu á staðnum á sama tíma. Ýmislegt annað má finna að skipulagi sýningarinnar t.d. hefur ekkert samband verið haft við gagnrýn- endur þessa blaðs um umfjöllun og var það fyrir einskæra tilvilj- un að ég frétti af opnunarat- höfninni og mér stefnt þangað um leið. Þá þarf sérstaka leið- sögumenn til að fara með gesti milli útiverka og skýra þau út fyrir þeim um leið. Eins og í pottinn er búið kunna það að verða sárafáir utanaðkomandi er deila ómældri ánægju gerand- anna með verk sín og sjálft sig. Ég læt greinargóðan formála sýningarskrár um að útskýra fyrirbærin svo og aðdragandann að sköpunargleðinni að Korp- úlfsstöðum og umhverfi þeirra, en til bragðbætis læt ég eina setningu ungs íslenzks lista- manns og þátttakanda í listapat- aldrinum fylgja hér með en hann sagði við mig „Nú er gaman að vera listamaður á ísiandi.“ „Experimental environment er sýning á verkum listamanna frá Norðurlöndum, sem vinna myndverk sín í náttúrunni eða í nánum tengslum við umhverfið. Frá fyrstu tíð hefur maðurinn fengist við að tengja sjálfan sig við náttúruna og eru hellamál- verk og steinristur frummann- anna glöggt dæmi um það úr listasögunni. Um nokkurra alda mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.