Morgunblaðið - 04.09.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.09.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Sveinn Sveinsson — hann man ekki töluna á hve oft skiltiö „HerraKardurinn“ hefur verið rifið niður. Myndir Mbi. ÓI.K.M. Fyrsta verk að þvo fótaför af rúðum - rætt við Svein Sveinsson, verzlunarstjóra í Herragarðinum Umsáturs- ástand í miðbæ Reykja- víkur ÍBÚASAMTÖK Grjóta- þorps sendu frá sér frétta- tilkynninuu um hclgina. veKna mikilla óláta. sem áttu sér stað í miðha'num um heluina. Stórfelldar skemmdir voru unnar á húsum í Grjótaþorpinu. í fréttatilkynnintíunni sa^ði m.a. „IJmsáturs- ástand ríkti í miðbæ Heykjavíkur. Húður voru hrotnar. Girðinjíar tættar niður. Tré ok sróður slit- inn upp. Bílflautur þeytt- ar stanslaust. Kveikt í ruslatunnum, Gótur ojí húsa«arðar notað sem sal- erni. Dr.vkkjulæti <>g óspektir. l'annijí hefur ástandið verið í marjía mánuði. Við minnum á. að það býr fólk í miðbænum. íhúum Grjótaþorps verður ekki svefnsamt fyrr en undir morjíun. Ástandið hefur stórversnað undanfarnar vikur. Glerbrot. saur ok hlandþefur er orðið ein- kennandi fyrir leiksvæði harnanna í Grjótaþorpi.’* Hlaðamaður Mhl. ásamt ljósmyndara ræddu við nokkra íbúa Grjótaþorps. verzlunarstjóra <>k aðstoð- aryfirlöjírejíluþjón. vejrna ástandsins í miðhænum. „ÁSTANDIÐ hér var hrikalegt fyrir um hálfu ári. Þrjár heljjar i röð voru rúður brotnar og skilt- ið, þar sem á stendur nafn verzlunarinnar, „Herragarður- inn“, var brotið svo oft, að ég man ekki töluna." sagði Sveinn Sveinsson, verzlunarstjóri í Herragarðinum i samtali við blaðamann. „Umgangurinn hér fyrir framan er hræðilegur. Maður er með hjartað í buxunum fyrir hverja helgi af ótta við hvernig aðkoman verði á mánudegi. Eftir að rúður höfðu verið brotnar hér helgi eftir helgi sett- um við sérstaklega þykkt öryggis- gler og það hefur staðið af sér alla traffík og spörk. Þegar maður ekur um Aðalstrætið að kvöldlagi þegar ósköpin standa yfir, sér maður krakkana, hóp krakka, liggja utan í rúðunum og sparka í þær. En sem betur fer standa þær af sér spörkin. Á mánudags- morgni er það svo okkar fyrsta verk að þvo fótaförin af rúðunum. Ef ekki væri vegna öryggisglers- ins, væru rúður verzlunarinnar brotnar um hverja helgi," sagði Sveinn Sveinsson, verzlunarstjóri. „ÞAÐ VERÐUR að auka lög- gæslu — og það verður gert nú um helgina. Þá munum við senda sérstaka varðflokka inn i Grjótaþorpið á varðgöngu um Páll Eiriksson. Löggæzla aukin - varðflokkar sendir í Grjótaþorpið helgina. Það var raunar gert þegar líða tók á föstudags- kvöldið og á laugardaginn. Við munum þó ekki gera neina rassíu — eins og að sprauta vatni á unglingana eða beita kylfum, eins og stungið hefur verið upp á. Það er alveg út í hött og myndi ekki bæta ástandið. — þvert á móti,“ sagði Páll Eiriksson. aðstoðar- yfirlögregluþjónn i samtali við hlaðamann Mbl. „Ibúar Grjótaþorps eiga kröfu á að lögreglan geri það sem hægt er — og ekki bara lögregl- an heldur ráðamenn borgarinn- ar. Við höfum reynt að stöðva umferð að Hallærisplaninu en þá færist fjöldinn bara til, — finnur sér nýjan stað. Síðastlið- inn föstudag var einmunablíða og þó að það hafi verið dansleik- ur í Tónabæ þá virtist það ekki stoða. Þá eru skólar að byrja og unglingar að hætta sumarvinnu. Þannig að allt hjálpaði til. Við höfum verið að reyna að finna lausn á þessu vandamáli en það er ákaflega erfitt við- fangs. Raunar ekkert nýtt. Ég rakst á bókun frá 1958 þar sem - rætt við Pál Eiríksson, aðstoðaryfir- lögregluþjón tekið var fyrir vandamál vegna óláta í miðbænum og var þá ákveðið að fjölga lögreglu- mönnum. Um helgina voru of fáir lögreglumenn, 10 manns og þeir eru of fáir til að ná tökum á ástandinu og grípa þá sem spjöll vinna. Við vorum á tímabili með allt að 15 til 18 menn en nú standa yfir sumarfrí og viðleitn- in til að spara er ákaflega sterk á þessum síðustu tímum. Það kostar mikið að hafa 15 til 20 menn frá níu að kvöldi til 5 að morgni eins og sést að þarf. En skemmdarverkin eru verst. Fólk slangrar upp í hverf- ið til að kasta af sér vatni. Allt í lagi þó fari strákur og stelpa — skemmdarvargarnir eru verstir og vandamálið er ákaflega erfitt viðureignar," sagði Páll Eiríks- son. Tré án róta Vitnisburður þýskrar konu Fyrir tveimur árum kom út í Þýskalandi bók sem vakti mikla athygli: Gestern war Heute — Hundert Jahre Gegcnwart (útg. Claessen Verlag GmbH, Duss- eldorf) eftir Ingeborg Drewitz. Bókin er fáanleg í danskri þýð- ingu Birte Svensson og nefnist I gár var i dag — Hundrede árs nutid (útg. Gyldendal). Bókin er skráð skáidsaga á titilblaði, en er í rauninni sjálfsævisaga Ingeborg Drewitz sem er fædd sama ár og sögu- hetjan Gabriele, eða 1923 í verkamannahverfinu Moabit í Berlín. Uppruna hennar má rekja til póiskra bænda sem fluttu til Berlínar 1870. Eins og að líkum lætur er í Gestern war Heute fjallað ítar- lega um hin öriagaríku ár fyrir stríð og styrjaldarárin. Um það tímabil hafa verið skrifaðar margar bækur. Sem betur fer leitast Ingeborg Drewits ekki við að endursegja það sem gerðist, heldur speglar hún af nærfærni og furðu miklu umburðarlyndi líf þess fólks sem hún kynnir fyrir lesandanum. Þetta er venjulegt fólk, ýmist ráðvillt eða haldið hugsjónalegum blekking- um. Sumir láta sér hvergi bregöa eins og til dæmis bakarinn í Moabit sem heldur áfram að baka brauð þótt Berlín logi allt í kringum hann. Ungir menn deila að vanda um pólitík. Einn heldur að niasisminn muni efla þjóð- lega reisn, annar sér bjarta framtíð í kommúnisma. Það er þó einkum daglegt lífi í Moabit, fjölskylda Gabriele og vinir sem lýst er. Gestern war Heute er að mörgu leyti sérstæð bók. Frá- sögnin er hæg, stundum rofin af innskotsköflum sem tjá óró hug- ans, oft eru birt dagbókarbrot og slitur úr bréfum. Gabriele er fulltrúi hugsandi kvenna sem hlotið hafa menntun líkt og Ingeborg Drewitz sjálf og henni verður tíðrætt um stöðu konunn- ar í samfélagi þar sem karlmað- urinn ræður. Hjónaband Gabri- Ingeborg Drewitz ele er ekki meðal þeirra ham- ingjusömu. Hún yfirgefur mann sinn og heldur til starfa í Frankfurt ásamt tveimur dætr- um. Þar vinnur hún við gerð útvarpsþátta. Stjórnmál og menningarmál verða hluti lífs hennar og hún segir á gagnrýn- inn hátt frá því fólki sem mótar tímann í þeim efnum. Sumir láta reka á reiðanum og bjargast einhvern veginn, aðrir farast og velja leið sjálfsmorðsins. Sjálf er hún á barmi örvæntingar þegar dóttir hennar ferst af slysförum Dauði dótturinnar verður til Bðkmennllr eítir JÓHANN HJÁLMARSSON þess að hjónin sameinast á ný Þau eignast þriðju dótturina. En þegar miðdóttirn vex upp missa þau hana líka á vissan hátt. Hún fer að heiman og gengur í lið með uppreisnaræsku sjöunda áratugarins, helgar sig mót- mælaaðgerðum og stríðir við yfirvöld og lögreglu í því skyni að breyta heiminum. Yngsta dóttirin aftur á moti þræðir hefðbundnar slóðir borgaralegra lifnaðarhátta, giftist og eignast barn. En Gabriele iaðast æ meir að dótturinni sem þorir að taka afstöðu og hætta lífi sínu. Sam- úð hennar virðist vera með ungu fólki sem sættir sig ekki við það Þýskaland sem kennt er við velferð. Vandamál hrannast upp: glæpum fjölgar, erlendar verka- mannafjölskyldur lifa jafn aumu lífi og Þjóðverjar á kreppuárum, æska sem vill hafa áhrif á þróunina er barin niður af lög- reglu. Eiginmaður Gabriele, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.