Morgunblaðið - 04.09.1980, Side 20

Morgunblaðið - 04.09.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 Hvað segja þau um samdráttinn? MÁLEFNI Flugleiða hafa mjög verið til umræðu manna á meðal að undanförnu, ekki síst eftir að stjórn fyrirtækisins ákvað að segja upp 400 starfsmönnum félagsins, helmingi þess f jölda hérlendis og helmingi erlend- is. Forráðamenn fyrirtæk- isins hafa í f jölmiðlum gert grein fyrir þessum samdrætti í starfsemi þess, en hvað segir starfsfólkið? Hér fara á eftir viðtöl sem blaðamenn Morgunblaðsins áttu við nokkra starfsmenn Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík í gær. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar á Keflavíkur- flugvelli. „Það þarf að auka umf erðina um Keflavikurflugvöir4 - segir Jón Sig- urðsson hjá íslensk- um markaði „MEGINUPPISTAÐAN í viðskipt- um íslensks markaðar hafa verið farþegar á Atlantshafsflugleiðinni, hinir svonefndu viðkomufarþegar", sagði Jón Sigurðsson hjá Islensk- um markaði á Keflavíkurflugvelli, en það fyrirtæki er eitt af þeim fjölmörgu sem eiga allt sitt undir því, að rekstur Flugleiða gangi vel. I verslun fyrirtækisins á Keflavík- urflugvelli er mikið úrval af ís- lenskum landbúnaðar- og iðnað- arvörum, enda er fyrirtækið í eigu helstu útflytjenda í þeim vöru- flokkum svo sem Sambandsins og Álafoss. í vetur verða 8 starfsmenn hjá fyrirtækinu, en þeir voru 15 í fyrra. Það ár seldi fyrirtækið vörur fyrir andvirði 830 milljóna króna, þannig að reikna má með helmingi minni sölu í ár, þar sem helmingi færri erlendir flugfarþegar hafa átt hér viðdvöl miðað við sama tíma í fyrra. Jón Sigurðsson sagði að það væri mikið áhyggjuefni forráðamanna fyrirtækisins, hve umferð um Keflavíkurflugvöll hefur dregist saman á undanförnum árum. Ástæðu þess taldi Jón vera ranga stefnu stjórnvalda varðandi rekst- ur flugvallarins. Skattar og önnur gjöld hefðu hækkað stórlega á undanförnum árum með þeim af- leiðingum, að það væri orðið óhagkvæmt fyrir erlend flugfélög að hafa hér viðdvöl á leiðinni yfir hafið. Það hefði síðan í för með sér minni tekjur ríkisins af flugvellin- um og minni sölu hjá fyrirtækjum eins og íslenskum markaði. „Við buðumst til þess á sínum tíma að stækka flugstöðina um 800 fer- metra gegn því að fá sjálfir betri „Maður skilur ekki hvernig á að fram- kvæma þettau - segir Sigurbjörn Björnsson hlaðmaður „Á ÞESSU ári hefur 22—23 hlað- mönnum verið sagt upp störfum hér á Keflavíkurflugvelli og eftir fyrsta desember verða aðeins 10 eftir,“ sagði Sigurbjörn Björnsson, hlaðmaður. Það fannst honum heldur lítill hópur og sagðist kvíða snjókomunni og vetrarveðrunum með svo litlum mannskap. Sigur- björn er trúnaðarmaður hlað- manna hjá Flugleiðum í Keflavík, en þeir eru félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Sjálfur hefur Sigurbjörn starfað hjá fyrir- tækinu í 13 ár og hann er einn þeirra 10, sem fá að halda áfram störfum eftir fyrsta desember. Hann sagði að atvinnuhorfur þeirra verkamanna, sem sagt hefur verið upp, væru ekki góðar, enda væri atvinnuástandið á Suðurnesj- um fremur bágborið. Þessir menn yrðu bara að vona hið besta. Við uppsagnirnar var farið eftir starfs- aldurslista hlaðmanna og hann verður látinn ráða ef til endirráðn- inga kemur, að sögn Sigurbjörns. Hann sagði að hlaðmennirnir hefðu allir lagt mikið af mörkum fyrir fyrirtækið, unnið vel og mik- ið. Þeir vildu hag fyrirtækisins sem mestan, en það væri erfitt að átta sig á því hvernig Flugleiðir ætluðu sér að mæta erfiðleikunum og tapinu með minni veltu og þar af leiðandi minni tekjum. „Maður skilur ekki hvernig þeir ætla sér að framkvæma þetta," sagði Sigur- björn að lokum. aðstöðu. Við vorum tilbúnir með uppdrætti og annað því tilheyr- andi, en höfum haldið að okkur höndum eftir að samdrátturinn varð hjá Flugleiðum. Við höfðum í huga að auka vöruúrvalið og þjón- ustuna, en það er eitt af því sem þarf að gera svo unnt verði að auglýsa þennan flugvöll upp sem hagkvæman lendingarstað", sagði Jón Sigurðsson. Hann bætti því við að miklu skipti fyrir fyrirtæki eins og Islenskan markað að fá hingað sem flesta viðkomufarþega og nefndi sem dæmi, að kvöldið áður hefði komið þota frá Sterling- flugfélaginu danska með 172 far-- þega. Flugvélin hefði verið hér í hálftíma, en farþegarnir verslað fyrir rúmar tvær milljónir króna á þeim stutta tíma. Það ætti að vera stefna flugvallarins að auka hingað komu slíkra flugvéla, en til þess að gera það hagkvæmt fyrir erlendu flugfélögin þyrfti að lækka gjöldin og skattana. Gera þyrfti flugfélög- um tilboð um að lenda hér á hagkvæmu verði, því að það þyrfti alls ekki að vera hagkvæmara fyrir erlend flugfélög að fljúga beint yfir Atlantshafið fremur en að hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli. „Það þarf miklu fremur að auka umferð- ina um flugvöllinn fremur en að rjúka til og smíða fílabeinsturn í formi nýrrar flugstöðvar," sagði Jón Sigurðsson, aðalatriðið væru farþegarnir. Hann bætti því við að geigvænlegustu tíðindin væru þó þau, að hugsanlegt væri að Lux- emborgarflugið hjá Flugleiðum legðist niður. „Þá er útlitið ekki bjart framundan og stóra spurn- ingin verður, hve margir lenda þá hér aðrir?" Sigurbjörn Björnsson, hlaðmaður. Enginn sam- dráttur í innan- landsfluginu - segja flugliðar í innanlandsflugi Flugleiða í áhafnarherbergi á Reykjavík- urflugvelli hittu blaðamenn Mbl. nokkra flugmenn og flugfreyjur, sem starfa við innanlandsflugið og fljúga á Fokker-vélunum. Voru þau ýmist að ljúka starfs- degi sínum, að hefja hann eða bíða eftir að fara í næstu ferð. Flugmenn og flugfreyjur i innanlandsflugi Flugleiða, frá vinstri: Stefán Gunnarsson, Magnús Jónsson, Inga Eiriksdóttir, Guðrún Clausen, Helga Ottósdóttir, Elísabet Hannam og Jón Karl Snorrason. Myndirnar tók Krlatján EinarsNon. Þau voru spurð hvernig uppsagn- ir og aðrir atburðir innan Flug- leiða legðust í þau: — í innanlandsfluginu er eng- inn samdráttur og vitum við ekki til að hann sé yfirvofandi með vetraráætlun. Umferðin er nokk- uð jöfn yfir allt árið, en breyting- in er aðallega sú að farþegar breytast eftir árstíðum. Það var seld í fyrra einn Fokker-vél og um leið fækkað mannskap í samræmi við það og því teljum við ekki rétt að stefna að fækkun Fokker-flugmanna núna, sögðu flugmennirnir. Flugfreyjurnar kváðust ekki mikið hafa að segja um þessi mál, en sögðu að þær hefðu einn sameiginlegan lista, sem sam- þykktur hefði verið og ætti ekki að vera vandi að fara eftir honum þegar samdráttur stæði fyrir dyrum. — Þess í stað er okkur haldið í óvissu, en við teljum að það hljóti að vera hægt að láta okkur vita núna hvað þörf verður fyrir margar flugfreyjur í vetur. Og ef það er nauðsynlegt að segja okkur upp vegna þess að flug- menn muni ef til vill stöðva félagið í desember, þá spyrjum við af hverju er ekki öllu skrif- stofufólkinu sagt upp líka, sögðu flugfreyjurnar. — Loftleiðamenn hafa hingað til ekki vilja deila flugi sínu með okkur og viljað sitja einir að sínum leiðum. Þegar DC—10 þot- an kom til landsins fóru þeir út í aðgerðir til að hindra það að tveir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.