Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 1
40 síður og Lesbók
212. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Tveir leiötogar í
Póllandi settir af
Varsjá, 19. scptembcr. — AP.
LEIÐTOGAR kommúnusta í pólsku borgunum Kato-
wice og Poznan, annar þeirra gamall bandamaður
Edvard Giereks fyrrverandi flokksleiðtoga, voru settir
af í dag og verkföll héldu enn áfram á nokkrum stöðum.
Spá átökum
á Persaflóa
Teheran, 19. september. — AP.
ÍRANSKA herstjórnin skýrði
í dag frá hörðum bardögum á
landi og i lofti milli írana og
íraka á landamærunum og
sagði að flotaátök væru „lík-
leg“ á næstu dögum milli
landanna á Persaflóa.
í Washington var staðfest frétt
í blaðinu „Boston Globe“ um að
vart hefði orðið óvenjulegra hern-
aðarumsvifa í Austur-Þýzkalandi
og Sovétríkjunum. En bandaríska
utanríkisráðuneytið sagði, að ekki
væri víst hvort þetta stæði í
sambandi við ástandið í Póllandi.
Zdzislaw Grudzien, fulltrúi í
framkvæmdastjórn og flokksritari
í námaborginni Katowice í Suð-
ur-Slesíu, sagði af sér á flokks-
fundi, þar sem hinn nýi flokksleið-
togi, Stanislaw Kania, var meðal
fundarmanna, að sögn ríkissjón-
varpsins.
Jerzy Zasada, flokksritari í
borginni Poznan í Vestur-Pól-
landi, sagði einnig af sér á flokks-
fundi. Viðstaddur fundinn var
framkvæmdastjórnarfulltrúinn
Stefan Olszowski, sem var lækk-
aður í tign og gerður sendiherra í
Austur-Þýzkalandi í febrúar, þeg-
ar hann mun hafa gagnrýnt efna-
hagsmálastefnu Giereks.
Olszowski sagði í ræðu, sem var
útvarpað í dag, að ástandið stafaði
af „hrokafullu aðgerðakerfi" í
stjórnartíð Giereks.
Opinberir fjölmiðlar segja, að
bæði Grudzien, vinur Giereks, og
Zasada hafi sagt af sér af fúsum
vilja, en það er alltaf sagt. Eftir-
maður Grudziens er Andrzej Zab-
inski, aukafulltrúi í framkvæmd-
astjórn, en sendiherrann í Rúm-
eníu, Jerzy Kusiak, tekur við af
Zasada.
Jafnframt kvartaði Mieczyslaw
Jagielski varaforsætisráðherra yf-
ir því í sjónvarpsræðu, að verkföll
héldu áfram. Verkfalli flutninga-
verkamanna á Varsjársvæðinu
lauk í dag og þeir fá kauphækkan-
ir og kvartanir þeirra voru teknar
til greina. Vinna liggur enn niðri á
16 vinnustöðum víða í Póllandi.
Frétt „Boston Globe“: Sjá
„Innrás í Pólland?“ — Sjá bls. 15.
í tilkynningu sagði að írakir
héfðu orðið fyrir töluverðu
manntjóni á Khan Leyli svæð-
inu. Tvær íranskar herþotur
fórust á landamærunum og
önnur þeirra hrapaði íraks-
megin, sagði í tilkynningunni.
írakir sögðu í gær að þeir
hefðu grandað tveimur írönsk-
um herþotum. Sagt var að 25
„gagnbyltingarmenn" hefðu
fallið í Mahabad í gær og tveir
Iranir.
Sovézk viðskiptasendinefnd
er komin til Teheran til við-
ræðna um kaup á olíu frá íran
og aukin viðskipti, að sögn
Teherán-útvarpsins. Sambúð
Rússa og írana hefur verið
stirð vegna vopnasendinga
Rússa til Iraks.
Þessi loftmynd sýnir stóran gíg (á miðri mynd) og brak á víð og dreif eftir sprengingu i
neðanjarðarbyrgi þar sem Titan II eldflaug var geymd. Reyk leggur upp úr gígnum. Stóri hluturinn til
hægri á myndinni er þakið á byrginu.
Geislim könnuð eftir
Titan II sprengingu
Damascus, Arkansas, 19. september. AP.
SPRENGING varð í dag í neðan-
jarðarbyrgi, þar sem Titan II
eldflaug var geymd, og minnst 22
slösuðust. Eldflaugin var búin
kjarnaodd samkvæmt heimildum
í Pentagon, en ekkert bendir til
að oddurinn hafi laskazt eða
geislunarleki hafi orðið.
Fólk í nágrenninu var flutt burt,
alls um 1.000 manns og aðallega
íbúar þorpanna Damascus, Bee
Branch og Gravesville. Fólkið fær
að snúa aftur þegar svæðið hefur
verið rannsakað. Fulltrúar yfir-
valda í Washington voru sendir á
vettvang að kanna geislun á svæð-
inu, sem er 80 km norður af Little
Rock.
Flugherinn segir ekkert benda til
að plútóníum hafi lekið. Kjarna-
oddurinn er sagður óskemmdur og í
höndum flughersins. Átján þeirra
sem slösuðust voru fluttir í sjúkra-
hús. Slysið varð vegna leka í
eldsneytistanki í fyrsta þrepi flaug-
arinnar þegar þungur hlutur féll á
hann.
Starfsmenn flughersins sögðu að
sögn Bill Clinton ríkisstjóra, að
engin kjarnorkusprenging hefði
orðið eða getað orðið. Talið er
skipta mestu máli að kanna hvort
geislun hafi orðið og sagt er að
reynt sé að koma sérfræðingum og
tækjum frá hernum á staðinn til að
afstýra geislun.
Talsvert brak dreifðist yfir ná-
grennið og sums staðar kviknaði í
laufi, en það var ekki alvarlegt. I
fyrstu var ekki vitað hvort spreng-
ingin varð í eldflauginni sjálfri eða
eldsneytinu.
Sprengingin varð til þess að
krafizt var þingrannsóknar til að
ganga úr skugga um hvort það
borgaði sig að geyma eldflaugarnar.
„Ef þær eru ekki öruggar og koma
ekki að gagni veit ég ekki hvort
þeirra er þörf,“ sagði Robert Dole,
öldungadeildarmaður frá Kansas,
einu þriggja ríkja þar sem eldflaug-
ar eru geymdar í neðanjarðarbyrgj-
um.
í Washington harmaði Jimmy
Carter forseti að 22 hefðu slasazt,
en kvað ekkert benda til geislunar-
leka á staðnum. Hann kvaðst hafa
haft náið samband við Harold
Brown landvarnarráðherra vegna
málsins.
Batnandi samskipti milli
Bretlands og Frakklands
París, 19. september. — AP.
FRAKKAR og Bretar hafa jafnað
ágreining sinn um Efnahagsbanda-
lagið og í efnahagsmálum og milli
þeirra rikir nýr andi trausts og
samvinnu, að því er Margaret
Thatcher forsætisráðherra og Val-
ery Giscard d'Estaing forseti sögðu
á blaðamannafundi i dag i lok
tveggja daga fundar.
Þetta var fyrsti fundur Thatchers
og Giscard d’Estaings síðan þau
sátu stormasaman leiðtogafund í
London í nóvember í fyrra og deildu
hart um þá ákvorðun Breta að
minnka framlög sín til EBE um
fjóra milljarða dollara.
Frú Thatcher sagði, að „samúðar-
bandalag" Breta og Frakka væri
„við góða heilsu“, þótt enn væri
eftir að gera út um nokkur atriði
ágreiningsmála þeirra. Andrúms-
loftið í samskiptum ríkisstjórnanna
í London og París virðist hafa
batnað töluvert.
Seinna sagði frú Thatcher, að
„siðferðilegt, pólitískt og efnahags-
legt g’aldþrot sovézka marxismans
væri öl um ljóst“. En hún varaði við
því að „hugsjónafræðilegur ósigur"
Rússa virtist hafa „aukið áfergju
þeirra í að grípa til vopna. Þeir
virðast telja valdbeitingu bezta
spilið, sem þeir hafa eftir á hend-
inni,“ sagði hún.
Kúbumaður
í geimstöð
Moskvu, 19. september — AP.
KCBANSKI flugmaðurinn
Arnaldo Tamayo Mendez og
Rússinn Yuri V. Romenenko
bjuggu sig í dag undir að
tengja geimfar sitt Soyuz 38
við sovézku geimstöðina Saly-
ut-6 og tengingin átti að fara
fram á miðnætti að Moskvu-
tima.
Fréttastofan Tass sagði að
allt hefði gengið samkvæmt
áætlun og geimfararnir væru
við góða heilsu. í geimstöðinni
munu þeir hitta fyrir Leonid
Popov og Valery Ryumin, sem
hafa hringsólað um jörðu síðan
9. apríl. Hinn 1. október munu
þeir hnekkja meti því sem
Ryumin og Vladimir Lyakhov
settu í fyrra þegar þeir dvöldust
175 daga í geimnum.
Tamayo er fyrsti maðurinn
frá Rómönsku-Ameríku og
sjöundi maðurinn frá landi utan
Sovétríkjanna sem fer út í
geiminn.