Morgunblaðið - 20.09.1980, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.1980, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 JBlPööur —f F Lúk. 7.: Sonur ekkjunnar i Nain. it ,Mt f ll *a morgun DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 2 e.h. Athugið breyttan messutíma. Sr. Lárus Halldórs- son. BÚSTAÐAKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. FELLA OG HÓLAPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í safnað- arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11, altarisganga. Organl- eikari Jón G. Þórarinsson. Al- menn samkoma nk. fimmtudag kl. 20:30. Haustfermingarbörn hafi samband við sóknarprest- inn. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10:30 árd. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10 árd. Sr. Karl Sigurbjörnsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 11 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guðs- þjónusta k'. 10. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. L ANGHOLTSPR EST AK ALL: Guðsþjónusta kl. 2. Athugið breyttan messutíma. Organleik- ari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sókn- arnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 20. sept.: Guðs- þjónusta að Hátúni lOb, níundu hæð kl. 11 árd. Sunnud. 21. sept.: Messa kl. 11. Þriðjudag 23. sept.: Bænaguðsþjónusta kl. 18, altar- isganga. Æskulýðsfundur kl. 20:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Fjölskylduguðsþjónusta kl 2. Væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstak- lega velkomin til guðsþjónust- unnar. Safnaðarstjórn. DÓMKIRKJA KRISTS kon ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8:30 árd. Hámessa kl. 10:30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 2 síðd. Sr. Þorsteinn Jóhannesson fyrrv. prófastur messar. — Fél. fyrrv. sóknarpresta. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20:30. KFUM & K: Samkoma að Amt- mannsstíg 2b kl. 20:30 í umsjá Kristniboðssambandsins. Jónas Þórisson kristniboði talar. — Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. — Að guðsþjónustu lokinni verður aðalsafnaðarfundur. Sóknar- nefnd. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Vænst er þátttöku fermingar- barna og forráðamanna þeirra. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala í Hafnarf.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8:30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. INNRI NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2 síðd. Sr. Björn Jónsson. Á morgun hefst í hljóðvarpi erindaflokkur um veðurfræði í umsjá dr. Þórs Jakobssonar. Er- indin verða flutt næstu sjö sunnu- dagsmorgna. Þór Jakobsson kvaðst hafa fengið til liðs við sig Hlyn Sigtryggsson veðurstofu- stjóra og fimm aðra starfsbræður sína á veðurstofunni til að taia um hina ýmsu þætti veðurþjón- ustunnar. „Meginverkefni Veðurstofu ís- lands er dagleg þjónusta við almenning," sagöi dr. Þór, „og þá atvinnuvegi til sjós og lands sem háðir eru veðri og vindum. Þjón- ustan felst einkum í spám um veður næsta sólarhring og veður- útlit næstu dægur. Erindi Mark- úsar Á. Einarssonar, sem er hið fyrsta í röðinni, fjallar um veð- urspár og undirbúning þeirra. En starfsemi stofnunarinnar er margþættari en margir ætla og má hið sama segja um eðli lofthjúps jarðar, viðfangsefni veðurfræðinnar. Er erindaflokkn- um í heild ætlað að gefa til kynna margbreytnina. í erindi sínu 28. september mun Borgþór H. Jónsson segja frá efri loftlögunum þar sem loftið líður í löngum bylgjum frá vestri til Dr. Þór Jakobsson Nýr flokkur sunnudags- erinda í hljóðvarpi austurs umhverfis jörðina. Ræðst gangur lægða og útbreiðsla meng- unar gjarnan af þessari almennu hringrás í háloftunum. Hlynur Sigtryggsson veður- stofustjóri greinir frá alþjóðlegri samvinnu við athugun, spár og rannsóknir á andrúmsloftinu (5. okt.). Loftstraumarnir fara sinna ferða og virða að vettugi landa- _ mærin í mannheiminum. Er því óvíða meiri þörf á alþjóðlegri samvinnu en í veðurfræðinni. Margs kyns víxláhrif hafs og lofts eiga sér stað í sífellu og ræður ástand sjávar miklu um tíðarfar. Menn dreymir um að geta sagt fyrir um veðrið næsta mánuð, jafnvel næstu árstíð. Þá verður ekki komist hjá því að kanna nánar þessi gagnkvæmu áhrif úthafanna og lofthjúpsins. Mun ég tala um þetta rannsókn- arefni í fjórða erindinu, 12. októ- ber. Flestir kunna best við veður- guðina í sæmilegu jafnvægi, en engu að síður verða menn að láta sér lynda, að þeim renni stundum í skap svo um munar. 19. október mun Trausti Jónsson flytja erindi um ofviðri og ofviðrarannsóknir. Á degi hverjum eru gerðar ótal veðurathuganir um allan heim og er það ærið verkefni fyrir veð- urstofurnar að halda tii haga og vinna úr upplýsingunum. Þannig fæst vitneskja um, hvernig hita, úrkomu og vindum er að jafnaði háttað á hverjum stað, m.ö.o. veðurfari. Adda Bára Sigfúsdóttir mun flytja erindi um veðráttuna og mun þá segja frá þessari starfsemi (26. okt.). Að lokum mun Flosi Hrafn Sigurðsson tala um loftmengun (2. nóv.). Margskyns aðskotaefni eru á sveimi í andrúmsloftinu. Fari magn þessara efna fram úr hófi eða því sem eðlilegt má teljast er um mengun að ræða. Rannsókn á uppsprettu og dreif- ingu mengunarefna er eitt mikil- vægasta verkefni veðurfræðinn- ar,“ sagði dr. Þór Jakobsson að lokum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU U'GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Veðurþjónusta Akureyringur í FÍM-salnum Það er alltof sjaldan sem Reykvíkingum gefst kostur á því að fylgjast með því sem er að gerast í myndlist norðan heiða og raunar annars staðar af landinu. Ástæðan hefur m.a. verið sú, að reykvískir myndlist- armenn og listrýnar hafa verið undir þá sök seldir, að dæma flest er úr dreifbýlinu kemur sem innihaldslítið fikt. Jafnvel þótt það hafi oft verið rétt metið hefur undirritaður fyrir löngu komist á þá skoðun að það sé öllu heilbrigðara og þroskavæn- legra að ýta undir alla viðleitni til listsköpunar meðal lands- manna og halda um leið gang- andi drjúgum fróðleik um listir almennt í fjölmiðlum. Á þann veg tel ég vænlegast að þroska með þjóðinni réttara mat á gildi lista, víkka út sviðið og auka gæðakröfurnar. Með hroka ávinnst ekki mikið, nema ef menn vilja skoða gikkshátt, úlf- úð og illdeilur sem heilbrigðan og þroskandi vettvang en opna rökræðu þjóðhættulegt fyrir- bæri, — slíkt er til því miður og á helst við er þröngsýnir „fræð- ingar“ á mörgum sviðum þykjast vera að verja hagsmuni sina og vegsemd stéttarinnar. Á tækni- sviðinu er þetta nauðsynlegt en hugmyndasviðið má aldrei staðla né einangra við eina né neina stétt... Manni dettur margt í hug er sýning Akureyringsins Arnar Inga í FÍM-salnum er skoðuð en það eru ekki endilega myndirnar sem koma heilasellunum í gang heldur sú staðreynd, að þetta mun, ef ég man rétt, vera í fyrsta skipti sem Akureyringur sýnir sjálfstætt í þessu vígi FÍM-manna. örn Ingi er sjálflærður málari er haldið hefur nokkrar sýningar á Akureyri og tekið þátt í ýmsum samsýningum þ.á m. tveimur haustsýningum FÍM. Örn hefur alla tíð verið mjög mistækur í myndsköpun sinni og virðist ei heldur gera sér grein fyrir því hvaða stefnu hann eigi að taka á hæðina eins og það er nefnt. Örn vinnur á mörgum sviðum myndlistar og þannig eru allt í senn málverk, pastel- myndir, vatnslitamyndir, teikn- ingar og skúlptúr á þessari sýningu hans. Veikastur þykir mér hann ótvírætt ennþá í málverkinu enda eru átökin þar minnst við efniviðinn og mest ígrundað í yfirborðinu, teikn- ingarnar eru stórum sannari fyrir einfaldleika sinn, en það eftirtektarverðasta á sýningunni eru ótvírætt vatnslitamyndirn- ar, sem eru ferskar og tærar, — Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hér kemur fram nýr tónn í myndsköpun Arnar Inga, sem hann mætti gjarnan leggja meiri rækt við. Svipaður- hreinleiki kemur fram í tveimur pastel- myndum á sýningunni, þeim „Haustregn" (19) og „Seigla" (20). Það er mín skoðun að í slíkum myndum sé Örn Ingi að marka list sinni tímamót og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. r _ Ulfur Ragnarsson í beinu framhaldi af listdómi um sýningu Arnar Inga í FÍM-salnum þykir mér það ómaksins vert að fara nokkrum orðum um sýningu annars Akureyrings þótt hann sýni að vísu ekki í jafn virtum sal og hefur látið sér nægja veggi Mokka-kaffi. Hér er um að ræða Úlf Ragnarsson lækni, sem fjöl- margir munu kannast við fyrir mikil umsvif í fagi sínu, greinar hér í blaðinu um hið aðskildasta efni, og nú síðast fyrir athafna- semi á myndlistarvettvangi. Frá því að undirritaður sá myndir Úlfs fyrst, þykir mér hann hafa tekið eftirtektarverðum framförum og ekki aðeins í með- ferð lita og forma heldur og einnig í afstöðu sinni til myndlista al- mennt. Það ber mikið á frjálsum hugar- flugsmyndum í myndsköpun Úlfs og þar virðist hann mér njóta sín einna best og lifa sig mest inn í myndefnið, sem er einmitt það sem meginmáli skiptir, — hér vil ég nefna máli mínu til áréttingar myndir eins og nr. 19 og 23, en í annan stað varðandi hlutbundnara myndefni þykir mér myndin „Þorpið" (5) einna hrifmest, enda einföld og tær í laufléttri mynd- skipan sinni. Litirnir í myndum Úlafs eru í heild orðnir mettaðri og tengjast þannig í frekari mæli sjálfum myndfletinum. Úlfur málar auðsjáanlega sjálf- um sér til ánægju og til að ljá duldum hvötum útrás og slíkt er í öllum tilvikum mannbætandi og ekki síður nauðsynlegt um lækna en t.d. sjúklinga þeirra, sem erfitt er á annan hátt að ná sambandi við eða láta þá líta tilveruna vonbetri augum. Myndir Úlfs fara vel á veggjum kaffistofunnar og ber að lokum að þakka Akureyringunum báðum fyrir heimsóknina. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.