Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980 Bridge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Vetrarstarf B.R. hófst sl. miðvikudaK í Domus Medica með einskvöldstvímenning. Spilað var í tveimur tólf para riðlum: A —riðill: stig Guðmundur Hermannsson — Saevar Þorbjörnsson 201 Gunnar Karlsson — Sigurður Helgason 182 Bragi Hauksson — Sigríður Sóley 175 B-riðill stig Vigfús Pálsson Ásgeir Ásbjörnsson 188 Jakob R. Möller — Þorlákur Jónsson 187 Jón Oddsson — Viktor Björnsson 185 Meðalskor var 165 . Miðvikudaginn 24. sept. verð- ur spilaður einskvöldstvímenn- ingur, en næstu 4 kvöld þar á eftir verður hausttvímenn- ingskeppni B.R. spiluð. Spilarar eru hvattir til að fjölmenna kl. 19:30 stundvíslega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Vetrarstarf B.H. hófst mánu- daginn 15. september með tvímenningskeppni. Spilað var í einum 16 para riðli og urðu sigurvegarar Björn Magnússon og Ólafur Valgeirsson. Annars varð röð efstu manna eins og hér segir: Ólafur og Björn, Ólafur og Sigurður, Hlynur og Ingvar, Ásgeir og Ægir, Magnús og Bjarni. Sl. mánudag var spilað í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði, en ekki hefur enn tekist að fá hentugt húsnæði fyrir vetrarspilamennskuna og verð- ur allt gert til að leysa úr því vandamáli. Auglýst verður í útvarpi hvar spilað verður á mánudaginn kemur. Bridgefélag Selfoss Úrslit í 1 kvölds tvímenn- ingskeppni, sem háð var fimmtudaginn 11. sept. 1980: stig Kristján Jónsson — Gunnlaugur Sveinsson 130 Vilhjálmur Þ. Pálsson — Sigfús Þórðarson 128 Leif Österby — Þórður Sigurðsson 124 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 123 Þorvarður Hjaltason — Sigurður Hjaltason 119 Páll Árnason — Kristinn Pálsson 113 Sigurður Sighvatsson — Bjarni Guðmundsson 110 Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 109 Meðalskor 110. Fimmtudaginn 25. sept. hefst hraðsveitarkeppni, félagar fjöl- mennið og takið með ykkur nýja spilara. Grunnskólinn í Grundarfirði er tekinn til starfa á ný undir stjórn Arnar Forberg skólastjóra. „Og lífið gengur sinn gang eins og guð hefur sjálfur í öndverðu hugsaö sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt. Því svona hefir það verið og þannig er það.“ (Steinn Steinarr). Það var fyrir fjórtán árum að þau Örn Forberg og Guðrún Ág- ústa Guðmundsdóttir komu til starfa við skólann hér í Grundar- firði. Ég hygg að þau hafi skilað byggðarlaginu góðu starfi, ekki síst í öndverðu, á meðan aðstæður voru allar ónógar. Erfitt er að leggja á slík störf mælistiku, eða meta svo óyggjandi sé. Miklar breytingar hafa orðið á aði við skólann. — Vitnað var til þess, að nemendur þeirra ættu ekki að gjalda þessarar deilu. — Þeir voru minntir á skyldur sínar gagnvart nemendunum. — Mjög fjölmennur foreldrafundur lýsti eindregnum stuðningi sínum við störf þeirra og hvöttu kennarana til þess að geyma öll ágreinings- mál um hríð og kenna í vetur. Fleira kom til, m.a. var undir lokin sett upp staða, þar sem það valt á afstöðu kennaranna, hvort skóli yrði í Grundarfirði, eða ekki. I endatafli voru knúin fram úrslit, þau skástu sem í boði voru, að ég ætla. Nefnt samkomulag kom ýmsum spánskt fyrir, einkum sá hluti þess, þar sem Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lætur af starfi Árni M. Emilsson: • • Orninn flýgur fugla hæst öllum sviðum hin siðustu ár, ekki síst á sviði fræðslumála. Aðrar, og ugglaust meiri kröfur, eru gerðar til manna og alls búnaðar. Alltaf verða þessi mál til endur- skoðunar og umræðu, á meðan framfarir verða. Auðvitað eru skoðanir skiptar um svo viðkvæm störf, sem kennsla og skólastjórn eru, allt annað væri óeðlilegt. Hinsvegar hafa mál þróast hér með þeim hætti, að umræðan um skólann í Grundarfirði hefur farið úr eðlilegum farvegi og breyst í hina harðvítugustu deilu, eins og margir kannast við. Undirritaður hefur skýrt frá afstöðu sinni til þessa máls á öðrum vettvangi, og verður hún ekki tíunduð hér. En mér þykir ærin ástæða til þess að fjalla um þá meðferð, sem deilan um stjórn skólans í Grund- arfirði hefur fengið hjá viðkom- andi aðilum. Fjölmiðlar hafa fjallað um hina svo kölluðu „skólastjóradeilu" á þann veg, að óhjákvæmilegt er að varpa nokkru ljósi á það mál nú, þegar það hefur verið leyst, og heita má að allir séu sáttir að kalla. Einkum hafa síðdegisblöðin gert sér mat úr þessu máli og hefur umfjöllun þeirra einkennst af æsiskrifum og ónákvæmum upplýsingum. Orsakir þess að upp- lýsingar eru lítt haldbærar eru þær, að þeir aðilar í héraði, sem gerst þekkja til mála, vildu aldrei fóðra fjölmiðla á því, vegna þess að þeir vissu að á þeim vettvangi yrði deilan ekki leyst, heldur þvert á móti mögnuð, eins og reyndar kom á daginn. Skrif síðdegisblaðanna gerði málið hlægilegt í augum þeirra, sem ekki þekktu til. Þessi deila var í eðli sínu þannig, að hún átti ekkert erindi í fjölmiðla, því hún var svo persónuleg, að aliir sæmi- lega grandvarir menn hlutu að skirrast við að tíunda hana í dagblöð og aðra fjölmiðla. En þá gripu síðdegisblöðin til þess ráðs að leita fanga hjá þeim, sem mestir voru fyrir sér, geta í eyðurnar og ljúga svo með þögn- inni, þar sem það heritaði. Én þá fyrst tók í hnúkana þegar börn og unglingar voru ljósmynduð bak og fyrir og látin vitna. Slíkar aðferðir eru forkastan'.egar. Við, sem átt- I skólanum í Grundarfirði er skemmtilegt að vera um hlut að máli, höldum að sá ágreiningur, sem uppi var um stjórn skólans okkar, yrði jafnað- ur, eða lausn fundin, án þess að fjölmiðlar kæmu þar nærri. Enda var litið svo á, að það myndi einungis skaða hlutaðeigandi deiluaðila, auk þess sem það yrði sveitarfélaginu lítill vegsauki út á við. Grundfirðingar kvöddu mennta- málaráðherra og starfsmenn hans til fulltingis um lausn deilunnar. Þáttur þeirra er kapituli út af fyrir sig og verður mikillar gagn- rýni. Þessi kapituli í „skólastjóradeil- unni“ er aðaltilefni þess að ég sting niður penna. Það verður að segjast eins og er, að ráðherra var ákaflega svifaseinn til ákvarðana. Ekki er að undra þótt ýmis stærri mál vefjist fyrir honum, þegar stjórnviska hans í þessu máli er grannt skoðuð. Hinsvegar stóð ekki á ótímabærum og skaðlegum yfirlýsingum, sem hefðu getað komið í veg fyrir alla samninga. Fræðslustjóra Vesturlands og fulltrúa í menntamálaráðuneytinu var hinn 22. maí sl. gerð nákvæm grein fyrir málavöxtum og í hvert óefni væri komið. Þeir skiluðu ráðherra sínum ítarlegri skýrslu. Þetta var upphaf margra funda, símtala og tilskrifa um „skóla- stjóradeiluna". Ráðherra fann ekkert bitastætt í þeirri gagnrýni, sem sett var fram, ef marka má tíðar yfirlýsingar hans í blöðum. En þrátt fyrir það tók það ráðherrann ekki minni tíma en 3 mánuði að segja af eða á. Á meðan var allt í óvissu hér í héraði og kennararnir biðu allan þennan tíma, ýmist að beiðni skólanefnd- ar eða ráðherra sjálfs. í 3 mánuði hugkvæmdist ráð- herra ekkert til lausnar deilunni, nema hvað hann af mikilli rausn og snotru hjartalagi bauð skóla- stjóranum í helgarreisu í júlílok frá Danmörku til íslands og til Danmerkur aftur. Það er því ekki að undra, þótt ráðherrann haldi því fram, að hann hafi leyst deiluna. Grundfirðinga svíður þó mest undan ýmsum ummælum ráð- herra, eða því sem hann hefur látið hafa eftir sér. 1. Hann hefur gefið sér alrangar forsendur og alhæft í því sam- bandi, að einhverjir fáir, eða jafnvel einhver einn, hafi haft forgöngu um að koma deilunni af stað. 2. Hann hefur sífellt verið að reyna að finna einhvern ímynd- aðan sökudólg í málinu, og virst hafa sérstakar mætur á því að gera kennarana tortryggilega. Það voru skólanefnd og önnur réttkjörin staðaryfirvöld.sem báru fram óskir til ráðherra um ákveðnar aðgerðir, en ekki kennararnir, eins og gefið er í skyn. Fálmkennd vinnubrögð hins háa ráðuneytis hafa stór- skaðað allan undirbúning að skólastarfinu í vetur, og er mönnum með öllu óskiljanlegt hvað það virðist erfitt á þeim bæ að segja já eða nei. Samkomulag hefur verið gert, ekki vegna afskipta ráðherra, heldur þrátt fyrir þau. En hvers vegna sömdu kennar- arnir, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar í allt sumar um að slíkt kæmi ekki til greina? í ágústlok blasti við þeim sú stað- reynd, að nær alla kennara vant- yfirkennara og það falið öðrum. Okkur, sem þekkjum til, finnst þetta eðlilegt og skynsamlegt, enda má færa rök að því að þetta embætti var í öndverðu að hluta til upphaf viðkvæmrar deilu, sem fræg er orðin. Skólastjórahjónunum var ljúft að ganga að þessum hluta sam- komulagsins, en hitt var sýnu erfiðara að fá kennarana til þess. Það er því úr lausu lofti gripið, eins og margt annað, að einhver kennaranna hafi sóst eftir yfir- kennaraembættinu. Það var ekki ætlun mín að segja frá efni þessa ágreinings, sem við nefndum „skólastjóradeiluna". Ég tel að sá skoðanamunur sé best geymdur í héraði. En hitt er alveg víst, að þeir Grundfirðingar eru fáir, sem láta sig þessa deilu engu skipta, um það vitnaði hinn fjöl- menni foreidrafundur, sem hald- inn var í tilefni þessa máls. Á þeim vettvangi voru öll tví- mæli tekin af um hverjir voru aðilar að deilunni. Sjaldan veldur einn þegar tveir deila, og ugglaust á það við hér, eins og endranær. Ég hirði ekki um að geta mér til um sakir nú, þegar samkomulag er fengið. Það hafa ýmsir orðið til þess að gefa yfirlýsingar um þetta mál, án þess að hafa kynnt sér það nógu vel. Öllum getur orðið á, og eins og Jón úr Vör sagði nýlega: „Þetta getur komið fyrir stórgáfaða og skemmtilega menn, en líka fyrir bjána.“ AFGREIÐSLA: 83033 fKttgtutMiifcifr raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar I > húsnæöi óskast bilar | húsnæöi i boöi Bandarísk hjón kennara, vantar íbúö eöa iítið hús á leigu í eitt ár. Vinsamlegast hringiö í síma 2210, herbergi 207, Navy Lodge og biöjiö um Siemaszko. M. Benz 21. ffarþega til sölu. Vel meö farinn, árg. 1978. Vél 140 ha, 6 cilyndra, góö sæti, ný dekk, yfirbyggöur. Tengivagn getur fylgt. Uppl. í síma 19802. Til leigu Skrifstofuhúsnæöi 2 herbergi 45 fm vk Gnoöarvog. Upplýsingar í síma 22909.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.