Morgunblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 37 Kaupmannahafnar, en ég var þar á Háskólanum. Hún tók fram- haldsnám í matargerð og hús- stjórn í „Kvindernes kökken ved Ströget" og var yfir matargerðinni þar til 1925, en þá trúlofaðist hún Guðmundi Jónssyni búfræði- kandidat frá Torfalæk og fóru þau heim til íslands það ár og giftu sig 21. maí 1926. Það var rómuð gestrisni og myndarskapur á Hvanneyri hjá þeim Ragnhildi og Guðmundi og minnumst við og þökkum af alhug margra ánægjustunda með þeim. Það var mikið starf og vanda- samt, sem Ragnhildur varð að inna af höndum á Hvanneyri og stóð hún ávallt heil og óskipt við hlið bónda síns. Ég hef stiklað á stóru í endur- minningum mínum og mun nú nema staðar. Að síðustu vil ég segja þetta: Við þrjú eftirlifandi systkini þökkum innilega hinni látnu systur okkar allar unaðs- legar samverustundir fyrr og síð- ar og sömuleiðis eftirlifandi manni hennar. Jafnframt reikar hugur okkar til systur okkar önnu Sigríðar, sem lést í maí sl. Þær systur voru samherjar í starfi fyrir fjölskyldu okkar og báru hag hennar fyrir brjósti alla tíð. Anna systir okkar var mikil húsmóðir, átti fallegt heimili og áttum við einnig yndislegar samverustundir á heimili hennar og manns henn- ar, Steins Júlíusar Árnasonar og barnanna. Við biðjum þeim báðum Guðs blessunar. Við samhryggjumst innilega mági okkar, börnunum og barna- börnunum, sem nú sjá á bak elskulegri konu, móður og ömmu. Guð blessi þau öll í sorg þeirra. Guðs friður sé með þeim öllum. Jón Ólafsson. Þann 12. september síðastliðinn andaðist í Reykjavík Ragnhildur Ólafsdóttir fyrrum húsfreyja Hvanneyri, Borgarfirði. Þau sæmdarhjón Ragnhildur og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri sátu af myndarskap Hvanneyri þegar við hjónin komum þar fyrst, ég sem nemandi við Bændaskólann í byrj- un október 1960 og kona mín sem starfsstúlka í eldhúsi skólans vor- ið 1963. Fyrst framan af urðu kynni mín af þeim hjónum aðeins sem nemanda í heimavistarskóla. Nemanda sem þá var aðeins 17 ára og velti ekki vöngum yfir því fullorðna fólki sem á staðnum bjó. Eftir því sem árin liðu breyttist þetta eins og annað — samskipti okkar við þau Ragnhildi og Guð- mund urðu meiri, sérstaklega konu minnar og Ragnhildar, þar sem Ragnhildur hafði yfir að segja öllu starfsfólki í eldhúsi. Auk þess sem kona mín vann hjá Ragnhildi við hennar heimili, sem í raun var nánast heimili allrar þjóðarinnar, ef svo má að orði komast. Ástæðan til þess að ég tek svo til orða er að gestrisni þeirra hjóna var með ólíkindum. Það var sama hver í hlut átti og hvenær hann bar að garði, ávallt tók Ragnhildur vel á móti öllum. Augljóst er öllum sem til þekkja að á þeim tíma, svo sem áður var, mæddi mikið á húsfreyju Hvann- eyrarstaðar. Allir sem erindi áttu á staðinn við Guðmund skóla- stjóra, þáðu veitingar hjá Ragn- hildi, frambornar af myndarskap og óvenjulegri snyrtimennsku. Það var sama hvar komið var, allt var hreint, snyrtilegt og góð regla á öllu. Ragnhildur og Guðmundur voru á þessum árum í forsvari lítils samfélags á Hvanneyri, sem nú í dag telur á annað hundrað íbúa. Með afskiptum sínum og persónu- leika mótuðu þau staðinn í gegn- um árin til góðs. Við hjónin þökkum samveruna þennan tíma. Nú þegar kveðju- stundin rennur upp þökkum við umhyggju og ástúð, sem við og Sigrún nutum á þessum árum. Kynni okkar af þeim hjónum þessi ár er einn steinninn á þá hleðslu sem myndar vörðu lífs okkar. Þegar ég á þessari stundu hug- leiði samskipti okkar minnist ég margra morgunstunda í eldhúsi Ragnhildar yfir kaffibolla, Ragn- hildur kát, spyr frétta frá ferðum mínum dagana áður. Ég minnist þess þegar við hjónin stofnuðum heimli og Ragnhildur og Guð- mundur voru okkur vinsamleg með góð ráð og hlýtt viðmót. Þannig mun minning Ragnhild- ar á Hvanneyri geymast í hugum okkar. Begga og Ofeigur, Hvanneyri. María Ragnhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Hvann- eyri, lést í Landakotsspítala þann 12. september. Ragnhildur var fædd 16. febrúar 1896 í Brimnes- gerði í Fáskrúðsfirði. Hún var ein ellefu barna, hjónanna Ólafs bónda Finnbogasonar og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Eins og að líkum lætur mun fjárhagur þeirra hjóna hafa verið þröngur, en samt brutust börnin í að mennta sig. Ragnhildur fór 18 ára gömul í Kvennaskólann í Reykja- vík og var þar einn vetur. Síðan vann hún nokkuð við þjónustu- störf í Reykjavík, en dvaldist einnig heima á Fáskrúðsfirði. Árið 1921 fór hún til Danmerkur fyrir áeggjan, Jóns bróður síns, sem þá var við lögfræðinám í Kaup- mannahöfn. Ragnhildur lærði matreiðslu á matsölustað þar í borg, en að námi loknu, varð hún ráðskona á sama matsölustað. Þetta hefur vafalaust verið henni góður skóli fyrir það lífsstarf sem framundan var. í Kaupmannahöfn kynntist Ragnhildur eftirlifandi manni sínum, Guðmundi Jónssyni frá Torfalæk í Húnavatnssýslu, sem síðar varð skólastjóri á Hvanneyri. Hann stundaði þá nám við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnhildur og Guðmundur giftu sig 21. maí 1926. Þau eignuðust fjóra syni og eina kjördóttur, en einn sonanna dó skömmu eftir fæðingu. Börnin, sem upp komust eru: Jón Ólafur, f. 10. nóv. 1927, deildarstjóri Bútæknideildar á Hvanneyri. Hann er kvæntur Sig- urborgu Jónsdóttur. Sigurður Reynir f. 6. júlí 1930, skólastjóri Heiðarskóla. Hann er kvæntur Katrínu Árnadóttur. Ásgeir, f. 16. jan. 1933, fram- kvæmdastjóri Námsgagnastofn- unar. Hann er kvæntur Sigríði Jónsdóttur, námsstjóra. Sólveig Gyða, f. 17. júlí 1946, húsfreyja. Hún er gift Gunnari Ólafssyni, vélstjóra. Fyrstu búskaparár þeirra Guð- mundar bjuggu þau í Reykjavík, en Guðmundur var þá starfsmað- ur Búnaðarfélags Islands. Vorið 1928 fluttu þau að Hvanneyri, þar sem Guðmundur var ráðinn kenn- ari. Þau fluttu í íbúð í gamla skólahúsinu, þar sem þau höfðu þrjú nemendaherbergi til umráða, en eitt af þeim var notað sem eldhús. Þegar börnunum fjölgaði fengu þau til afnota eitt herbergi í viðbót. Það þarf ekki að leiða getum að því, að það hefur verið erfitt að búa með stóra fjölskyldu innan um hóp af bændaskólanem- um. Ragnhildur tók því með jafn- aðargeði, að búa við þessar að- stæður. Árið 1938 flutti fjölskyld- an í nýtt hús, sem þau höfðu byggt og nefndu það Svíra, enda var það á sama stað og samnefnt býli í gömlu Hvanneyrartorfunni. Telja má víst, að það hafi orðið mikil umskipti og góð í lífi fjölskyldunn- ar þegar flutt var í nýja húsið. Á Svíra bjó fjölskyldan þangað til Guðmundur varð skólastjóri árið 1947, en þá fluttu þau í skóla- stjórahúsið á Hvanneyri. Raunar höfðu þau áður búið þar í eitt ár, þegar Guðmundur var skólastjóri fyrir Runólf Sveinsson, sem fór þá í námsför til Bandaríkjanna. Skólastjórahúsið var byggt um 1920 af Halldóri Vilhjálmssyni, þáverandi skólastjóra. Það var auðsýnilega byggt með það í huga að heimili skólastjóra væri mið- stöð skólastarfseminnar. Þar var skrifstofa skólastjóra og stórar stofur til gestamóttöku. Þarna var verið að byggja upp, meðvitað eða ómeðvitað, fyrirmynd fyrir skóla- pilta að stóru sveitaheimili. Þegar þau Ragnhildur og Guðmundur settust í sæti skólastjórahjóna, tóku þau við þessari arfleifð, eins og sjálfsögðum hlut, enda bæði alin upp á stórum sveitaheimilum. Á heimili skólastjórahjónanna var alla daga stöðugur erill, starfsfólk að verki, skólasveinar sem þurftu að ræða við skólastjóra komu og fóru, mikill gestagangur, auk þess sem að það þurfti að sinna öðru heimilishaldi. Heimilislífið var því mjög ólíkt því, sem við eigum nú að venjast hjá svo nefndum kjarnafjölskyldum. Ragnhildur var eins og kjörin til að vera húsfreyja á slíku heimili. Hefur þar sjálfsagt allt hjálpast að uppeldi, nám og eðliskostir. Hún hafði ánægju af því að taka á móti gestum, var ákaflega hlý og við- ræðugóð og naut þess að kynnast nýju fólki. Þar var ætíð reisn yfir gestamóttöku þeirra hjóna. Heim- ilið var hreint og fagurt og matur góður. Á sumrin kom mikið af útlendum ferðamönnum, sem á einhvern hátt voru tengdir land- búnaði. Það hefur ekki verið ómerk landkynning, sem Ragn- hildur innti af hendi, sennilega án þess að hugsa nokkurntímann um það. Mér er kunnugt um að margir gestir þeirra hjóna, útlendir og innlendir, sem skynjuðu hefð stóru sveitafjölskyldnanna í heim- ilishaldinu á Hvanneyri, voru þakklátir fyrir að fá að kynnast lífsstíl, sem nú á tímum er að mestu horfinn. Kjarnafjölskyldan býr nú á hverjum bæ og hin stóru heimili í sveitum landsins heyra til liðinni tíð. Þannig hefur þróun- in orðið vegna breyttra aðstæðna í nútíma þjóðfélagi. Það voru samt óneitanlega forréttindi að fá að kynnast heimili þeirra Ragnhildar og Guðmundar að Hvanneyri. Guðmundur mat störf Ragnhildar mikils, það urðum við sem þekkt- um þau hjón oft vör við, enda bjó Ragnhildur honum gott heimili og vinnustað og tók á sig sinn hluta af miklu vinnuálagi. Þetta má m.a. óbeint sjá í bók Guðmundar, Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, en þannig skrifar hann um allar þær húsmæður sem staðið höfðu fyrir skólaheimilinu: „Móttaka gesta hvílir að mestu á herðum húsmæðranna. En auk þess var það jafnan í verkahring skólastjórafrúnna að standa fyrir og stjórna stóru heimili. Stundum höfðu þær að vísu ráðskonur sér til aðstoðar, en ábyrgðin var á þeirra herðum." Árið 1972 lauk starfi þeirra Ragnhildar og Guðmundar að Hvanneyri, en þá stóð hann á sjötugu. Þau voru kvödd virðulega og hlýlega af starfsfólki, ná- grönnum og nemendum, eins og vænta mátti. Litla heimilið sem þau eignuðust í Reykjavík, þar sem þau bjuggu tvö ein, var algjör andstaða stóra heimilisins, sem þau stýrðu á Hvanneyri. Sennilega hafa þau í aðra röndina saknað umsvifanna frá Hvanneyri, en á hinn bóginn hafa þau sjálfsagt verið fegin að hvíla sig. Guðmund- ur hefur síðan unað við ritstörf. Raunar held ég að honum falli ekki verk úr hendi, frekar en áður. Heilsu Ragnhildar fór að hraka nokkru eftir að hún flutti til Reykjavíkur, en Guðmundur létti henni stundirnar af mikilli nær- færni. Fyrir það var hún áreiðan- lega mjög þakklát. Það þurfti ekki langa viðdvöl á heimili þeirra til að finna hve hlýjar tilfinningar þau báru hvort til annars. Ragnhildur Ólafsdóttir var glæsileg kona og höfðingi í lund. Hún hafði unun af tónlist, kunni góð skil á híbýlaprýði og því sem áður var kallað kvenlegar listir. Ragnhildur hafði ánægju af mannfagnaði og var þar hrókur alls fangnaðar. Mér er þó ekki kunnugt um, að hún hafi tekið mikinn þátt í félagsstörfum, enda löngum öðrum störfum hlaðin. Sá sem þetta skrifar, naut þess um langt skeið, að vera heima- gangur á heimili þeirra Ragnhild- ar og Guðmundar að Hvanneyri. Ég þakka kærlega fyrir öll þau kynni og góða vináttu. Um leið leyfi ég mér, fyrir hönd nemenda og starfsfólks, sem dvöldu á Hvanneyri árin þeirra Ragnhildar og Guðmundar, að þakka hús- freyjunni fyrir hennar miklu störf í þágu skólans, glæsilega stjórn heimilisins og hlýjan hug til allra. Við vottum Guðmundi, sonum þeirra, kjördóttur og fjölskyldum þeirra samúð okkar og biðjum þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Maríu Ragnhildar Ólafsdóttur. Magnús Óskarsson. Hún Ragnhildur frá Hvanneyri er látin. Fregnin kallar fram í hugann löngu líðið haustkvöld, þegar verðandi skólapiltur á Hvanneyri stóð þar í hlaðinu, dálítið ráðvilltur og ögn kvíðinn, kominn úr öruggum föðurgarði á ókunna slóð. Það gerðist margt samtímis, og áður en annað greindist, var pilturinn sestur að borði skólastjórahjónanna, Ragn- hildar Ólafsdóttur og Guðmundar Jónssonar. Honum var borin mál- tíð, skólastjórahjónin spurðu tíð- inda, um ferðina og fréttir að heiman. Piltinum hvarf kvíðinn. Úr haustmyrkrinu var hann kom- inn inn í þann yl mannlegs viðmóts, sem hann hafði ekki áður kynnst hjá vandalausum. Hann hafði ekki borið á framandi slóð, — þarna höfðu beðið hans vinir í varpa. En pilturinn var ekki einn um þessa reynslu, — hún varð sam- eign svo margra Hvanneyringa þessi árin. Fyrstu kynnin, fágæt hlýja, umhyggja og höfðinglegar móttökur húsbændanna á Hvann- eyri, Ragnhildar og Guðmundnr. mörkuðu djúpt í hugi þeirra, sem að frá fyrsta degi litu á Hvanni n sem annað heimili sitt. Atvikin réðu því, að pilturinn áðurnefndi dvaldist lengur á Hvanneyri en venja var. Kynnin urðu nánari. Þótt skólastjórahjón- in væru um margt ólík, var augljóst, að samheldnari hjón var vart að finna. Það verður því ekki um annað þeirra rætt án þess upp komi hlutur hins. í þessu efni sem svo mörgum öðrum voru þau samferðafólkinu traust" fyrir- mynd. Með þau sem húsbændur á stað mikilla umsvifa var lærdóms- ríkt að vera heimamaður, finna traustið, finna það að húsbænd- urnir mátu verkin og létu sig hjúin varða. Með sérstakri virð- ingu er nú minnst stundanna er þau skólastjórahjónin, Ragnhildur og Guðmundur, tóku á móti fjöl- mörgum hópum gesta, innlendum og erlendum: Hinn frjálslegi blær, sem umhyggja húsmóðurinnar fyrir hverjum gesti skóp, ásamt notalegri glettni húsbóndans og höfðinglegum veitingum þeirra hjón, fylltu hinn óbreytta heimil- ismann á Hvanneyri stolti yfir því að fá að tilheyra slíku heimili. Það þekkja allir sem þekkja vilja hvert starf Guðmundar á Hvanneyri skilaði íslenskum sveitum um bændaskólann þar. Hitt fór hljóðr, hver hlutur Ragn- hildar var. Kunnugir vissu þó að krafti til átakanna safnaði guð- mundur í skauti heimilisins, sem Ragnhildur bjó honum og börnum þeirra. Það heimili einkenndist af myndarskap mikilhæfrar húsmóð- ur og gagnkvæmu trausti og virðingu húsbændanna. Frá þessu heimili gat Guðmundur skóla- stjóri gengið heill og óskiptur til verkefna dagsins, í öruggri vissu um að þar biði skjól og hvíld við verkalok. — Það eru því ekki aðeins Guð- mundur og hinn myndarlegi ættl- eggur þeirra hjóna, sem þakka ævistarf húsmóðurinnar frá Hvanneyri, nú þegar leiðir skilja um sinn. Við hlið þeirra stendur hinn stóri hópur Hvanneyringa, sem naut verkanna hennar, raun- ar oft án þess að vita af því. Þessi hópur færir Ragnhildi frá Hvann- eyri einlægar þakkir fyrir mikið ævistarf og vottar minningu hennar dýpstu virðingu. Frá ein- um huga þessa hóps er eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum flutt- ar einlægar samúðarkveðjur. Hvanneyringur. Jóhanna Duncan - Jóhanna Ousman Duncan, fædd nálægt Minneota, Minnesota, fyrir meira en 93 árum, dó á elliheimili í Minneapolis föstudaginn 29. ág- úst, 1980, og var jörðuð í Hillside- grafreitnum þar 1. september. Kveðjuathöfn fór fram í McDi- vitt-Hauge-jarðarfararstofu kl. 1 e.h. í Minneapolis. Hanna, eins og hún var oftast kölluð, hét fullu nafni Jóhanna Stefanía Ousman, dóttir Stefáns Jónssonar frá Ási í Austur- Húnavatnssýslu, og þar sem hann tók Ásmann sem ættarnafn er flutzt var til Ameríku, 1883, þá var það stafað Ousman, til þess að ná Ás-hljóðinu á ensku. Móðir Jóhönnu var Rósa Krist- jánsdóttir frá Stóradal í Austur- Húnavatnssýslu, Stefán dó löngu á undan konu sinni, 1907, en Rósa, er dó 1941, var 97 ára og fimm mánaða gömul þegar hún lézt. Rósa átti margt ættfólk sem varð eftir á íslandi, þ.á m. Jónas Kristjánsson og hans afkomendur, sem varð frægur fyrir náttúru- lækningaaðferðir sínar, bróður- sonur Rósu. Mætti segja eins og í fornsögunum, „og varð ætt sú kynsæl mjög“. — Séra Benedikt á Ousman - Minning Grenjaðarstað var bróðir Rósu og eins og Bjarni sonur hans, þá hótel-haldari á Húsavík, sagði við undirritaðan, 1934: „Faðir minn átti 16 börn með tveimur konum, en ég er þeim mun betri að hafa átt þau 15 með einni!" Jóhanna var barnlaus; giftist Clyde A. Duncan 1916, sem átti heima nálægt Minneota um tíma, áður en flutzt var til Minneapolis. Clyde Duncan dó 1948. Hanna var búin að vera á Ebenezer-elliheim- ilinu í Minneapolis síðan 1966, heyrnardauf, en við ágætis heilsu, þangað til hún varð fyrir slagi tveimur mánuðum áður en hún dó. Einn bróðir Hönnu, sem hét Árni, dó vestur við Kyrrahaf fyrir nokkrum árum og tveir hafa dáið í heimabyggðinni, Ingvar, bóndi ná- lægt Minneota í mörg ár og Jóhann, er var kornkaupmaður í Minneota í fjöldamörg ár. Ekkja Jóhanns lifir hann, Sigríður Ousman, dóttir Guðjóns Jónsson- ar og Sigríðar konu hans; hann var Austfirðingur og hún þing- eysk. Sjö börn Sigríðar, bræðra- börn Hönnu, eru á lífi, ásamt fleiri barnabörnum. Sigríður, systir Jó- hönnu, dó fyrir nokkrum árum í Two Harbors, Minnesota, ekkja Maurice Hennessý, og er eini sonur þeirra á lífi, Harold Henn- essy, læknir í amerískri herþjón- ustu í mörg ára og hættur störf- um, til heimilis í Highwood, Illi- nois, nálægt Chicago. Jóhanna hélt nánu sambandi við fjölskyldufólk sitt og fylgdist vel með uppeldi og frama þeirra allra. Hún var merkilega minnis- góð, og lestur íslenzkra bók mennta var henni unun, og þ:>ð var aðdáunarvert, hvað hún kii’ af íslenzkum ljóðum, sem h hafði ánægju af að fara með þt, vel hittist á. Valdimar Bjórus....

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.