Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 30

Morgunblaðið - 23.09.1980, Side 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 + Móðir okkar, SIGRÍDUR EINARSDOTTIR, Skarði, Landmannahreppi, andaðist að heimili sínu, sunnudaginn 21. sept. Bðrnin. t Eiginkona mín, ELÍN ANNA SIGURÐARDOTTIR, heilsuverndarhjúkrunarkona, Logalandi 16, lést í Landspítalanum laugardaginn 20. september. Ólafur H. Óskarsson. + Hjartkær sonur minn, OLGEIR VICTOR EINARSSON lézt á gjörgæsludeild Borgarspítalans mánudaginn 22. september. F.h. aöstandenda Lára M. Lárusdóttir. + Faöir okkar, ÞÓRÐUR GÍSLASON, Meöalholti 10, andaöist í Borgarspítalanum 20. p.m. Börnin. + Faöir okkar, ELÍS R. GUOJÓNSSON, Garöabraut 13, Akranesi, andaöist á heimili sínu 20. september. Börnin. + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi okkar, JONAS ÓLAFSSON, Freyjugötu 49, lézt að heimili sínu sunnudaginn 21. september. Björg Bjarnadóttir, Edda Bergljót Jónasdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Jónas GuAmundsson, Björg Guómundsdóttir. + Faöir minn, ÓLAFURHELGASON, fyrrv. kaupm. Eyrarbakka, andaöist 19. þessa mánaðar. Jóhann Ólafsson. + INGIBJÖRG GUDJÓNSDOTTIR frá Eyri, Ingólfsfiröi, sem lést á Elliheimilinu Grund, 15. september, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 24. september kl. 1.30 e.h. Vandamenn. + Hjartans pakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur velvild og samúö við andlát fööur okkar og bróöur, ÞORVALDAR STEFÁNSSONAR stýrímanns frá Grindavík, til heimilis aö Gnoðarvogi 14. Sérstakar pakkir færum viö útgeröarmanni og skipverjum b/v Karlsefnis. Kristján Þorvaldsson, Stefán Þorvaldsson, Sveinn Þorvaldsson, Halldór Þorvaldsson, Þorvaldur Þorvaldsson og systkini. Jón Bjarnason frá Þingeyri —- Minning Jón Bjarnason frá Þingeyri er nú látinn. Með Jóni er genginn einn þeirra dæmigerðu manna, sem með hörðum höndum hafa lagt fram sinn ómælda skerf til þeirrar framþóunar, sem fært hefir þjóðina á þessari öld frá fátækt til bjargálna. Það gerði hann með lífi sínu og starfi. Jón var fæddur á Marðareyri í Jökulfjörðum 12. júní 1894. For- eldrar hans voru hjónin Kristjana Jónsdóttir og Bjarni Gíslason, sem þar bjuggu þá. Jón ólst upp við lítil efni sem þá var ekki ótítt. Á unglingsárum flutti hann með foreldrum sínum til Hnífsdals. Hann varð ungur að bjarga sér sjálfur og sjálfsbjargarviðleitni var honum í blóð borin. I Hnífsdal byrjaði hann sjóróðra og var þar í nokkur ár. Þá lá leiðin til ísafjarð- ar og þar stundaði hann sjó- mennsku um skeið. Síðan var haldið vestur á bóginn með dvöl á Flateyri en svo hafnað á Þingeyri, þar sem Jón bjó meðan starfsork- an leyfði. Þar lagði hann gjörva hönd á margt. Hann vann almenn verkamannastörf, stundaði sjóinn á vélbátum heima og fór á vetr- arvertíðum suður á togara. Síðar var hann verkstjóri hraðfrysti- hússins hjá hinum kunna athafn- amanni Ánton Proppé. Þá var hann vélstjóri við frystihúsið og vann í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar svo að eitthvað sé nefnt. Jón var eftirsóttur starfsmaður, því að þar fór saman dugnaður, verklagni og samvizkusemi. Mannaforráð fóru honum vel úr hendi. Hann gerði kröfur jafnt til atvinnurekandans sem til verka- mannsins en eigi minnstar til sín sjálfs. En þó að lífsbaráttan væri hörð + Faöir okkar, AÐALSTEINN BALDVINSSON, frá Brautarholti, Álfhólsvegi 82, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum hinn 21. september. Börnin. + Útför konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HANSÍNU Á. MAGNÚSDÓTTUR frá Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, veröur gerö frá Þjóökirkjunni, Hafnarfiröi, miövikudaginn 24. september kl. 2 e.h. Ársæll Grímsson, Grímur Ársælsson, Maggý Ársælsdóttír, Guömundur Stefánsson, Margrét Ársælsdóttir, Ragnar Gíslason, Erla Arsælsdóttir, Gunnar Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um móöur okkar, GUÐBJÖRGU JÓNSDÓTTUR, sem lést 13. sept. sl. fer fram frá Fossvogskirkju miövikud. 24. sept. kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstud. 26. sept. kl. 2.00 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Guðfinna S. Wium, Óskar Steindórsson. + BJÖRN JÓNSSON frá Felli, er andaöist 18. september verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. september kl. 15.00. Sigurbjörg Tómasdóttir og aörir vandamenn. + Faöir minn og tengdafaöir, SIGMUNDUR KORNILÍUSSON, Rauðalæk 29, andaöist aö heimili sínu 18. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju kl. 13.30 þriöjudaginn 30. þ.m. Kornilfus Sigmundsson, Inga Hersteinsdóttir. + Bróðir okkar, RAGNAR GUÐMUNDSSON frá Karlsá, síöast til heimilis aö Hátúni 12, Reykjavík, lézt þriöjudaginn 16. sept. jarðsett veröur aö Dalvíkurkirkju, fimmtudaginn 25. sept. kl. 2. Systkini hins látna. og stundum óvægin var Jóni lífið miklu meira en brauðstritið eitt. Jón átti gott með að gleðjast með glöðum, var spilamaður góður og hafði ánægju af að fara í veiðiá. Hann var bókhneigður maður, og las sér til gagns og ánægju. Sá þáttur í lyndiseinkunn Jóns Bjarnasonar, sem ég kynntist bezt, var lifandi áhugi hans á þjóðmálum. Við vorum samherjar í stjórnmálunum og ég átti alltaf hauk í horni þar sem Jón var. Það var alltaf gagn og gaman að eiga viðræður við hann um stjórnmál. Hann var vel að sér í þeim efnum og fylgdist vel með. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann kunni vel að meta það sem vel var gert. En hann gat líka verið harður í dómum þegar honum þótti miður gert. Gat það átt við samflokks- menn jafnt sem andstæðinga, ef svo bar undir. Hreinskilni og dómgreind mörkuðu allt hans tal sem reist var á traustri lífsskoðun og gildismati. Jón var maður hinna fornu dyggða. Hann vildi halda í það sem gott var en hafði jafnframt sívakandi áhuga fyrir hvers konar nýjungum og athöfnum sem til framfara horfðu. Hann mat menn eftir verkum sínum, en gaf ekkert fyrir skrum og og sýndarmennsku. Athafnamaðurinn skyldi njóta framtaks síns og fyrirhyggju og verður var verkamaðurinn laun- anna. En ónytjungsháttur skyldi ekki í hávegum hafður hver sem í hlut átti. Svo væri þjóðarheill bezt borgið. Þannig var Jón Bjarnason. Jón kvæntist 8. marz 1919 Maríu Hjartar, glæsilegri konu, sem allt- af hefir verið hugljúfi allra, sem henni hafa kynnzt. Það var gæfa Jóns að hafa slíkan lífsförunaut sér við hlið og njóta þess svo lengi sem raun varð á. María bjó manni sínum gott heimili af þeim mynd- arskap, sem henni var svo eigin- legur. Menn fundu sig velkomna og leið vel á þessu aðlaðandi heimili þar sem gleðin og gestrisn- in réðu húsum. Ég er einn þeirra mörgu þakklátu, sem gistivináttu þeirra hjóna hafa notið. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau komu örðum til hjálpar, þegar þörfin kallaði að. Þau ólu upp Hans Bjarnason, bróðurson Jóns og tóku í fóstur Svövu Proppé systurdóttur Maríu og Ólafíu Ágústsdóttur náfrænku hennar. Fósturbörnin nutu um- hyggju og ástúðar svo sem bezt má verða og það hafa þau kunnað vel að meta. Fyrir tæpum 10 árum fluttust þau hjón til Reykjavíkur og sett- ust að á Hrafnistu í vistlegri íbúð að Jökulgrunni 1. Þar ríkti sami andinn á heimilinu sem fyrr. Enn var Jón samur við sig. Hann brá fyrir sig þeirri kímni og glettni í viðræðum, sem honum var svo eiginleg. Á síðari árum hafði gengið á ýmsu um heilsufar Jóns. Hann hafði legið erfiðar sjúkdómslegur svo að stundum hafði honum ekki verið hugað líf. En alltaf reis Jón upp aftur hress og kátur. En enginn má sköpum renna. Jón andaðist á Borgarsjúkrahúsinu eftir stutta legu 14. þ.m., 86 ára að aldri. Minningin um mætan mann lifir. Sendar eru samúðarkveðjur til Maríu frænku minnar og ann- arra nánustu. Þorv. Garðar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.