Morgunblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 39 í dag verður til moldar borinn Kristján Andrésson, fulltrúi. Hann andaðist mánudaginn 15. þ.m. eftir skamma sjúkdómslegu. Kristján var fæddur 16. júní 1914 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru María Kristjánsdóttir og Andrés Runólfsson, verslunar- maður. Kristján lauk prófi frá Flens- borgarskóla árið 1929. Á næstu árum stundaði hann ýmis algeng daglauna- og skrifstofustörf en var fljótlega kallaður til forystu- starfa i bæjarmálum Hafnar- fjarðar. Þannig var hann um tuttugu ára skeið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og um árabil fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðarinn- ar. Árið 1967 hóf Kristján störf hjá Verðlagsstofnun og starfaði Kristján Andrésson fulltrúi - Minning hann hjá þeirri stofnun þar til hann lést. Kynni okkar Kristjáns hófust fyrir tæplega sex árum er við urðum samstarfsmenn. Þá strax og ávallt síðan var hann reiðubú- inn til þess að miðla mér af reynslu sinni og þekkingu og notfærði ég mér það í ríkum mæli. Þrátt fyrir aldursmun tókst með okkur mjög ánægjuleg samvinna um lausn þeirra margþættu verk- efna, sem við í starfi okkar áttum við að glíma. Kom þar að góðu gagni mikil greind og ritfærni Kristjáns og lagni hans við að Jeysa vandasöm mál. Þetta nána samstarf okkar þróaðist smám saman í einlæga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hef ég því nú á skilnaðarstund honum margt að þakka. Kristján var maður hár vexti og bar slíka reisn, að athygli vakti hvar sem hann fór. Vera má, að ýmsum hafi fundist að hin tigin- mannlega framkoma Kristjáns bæri vott um þótta, en allir sem þekktu hann vissu að svo var ekki. I þeim forystuhlutverkum sem honum voru falin á pólitískum vettvangi tileinkaði hann sér að koma fram af myndugleik og festu. Hið innra var maðurinn ljúfur og þægilegur í umgengni og ákaflega fjölfróður og skemmti- legur. Kristján var mikill unnandi keppnisíþrótta og náði m.a. góðum árangri á sviði skák- og bridge- íþróttarinnar. Kristján var kvæntur Salbjörgu Magnúsdóttur og eignuðust þau sex börn. Engum sem til hjónanna þekkti duldist að milli þeirra ríkti ástúð og gagnkvæm virðing. Sal- björg verður nú að sjá að baki eiginmanns síns skömmu eftir lát sonar þeirra, Jóhanns, sem lést langt um aldur fram. Eg færi Salbjörgu og öðrum venslamönnum Kristjáns mínar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Verðlagsstofnunar kveður Kristján með söknuði. Georg Ólafsson. Rúnar Ingi Bjöms- son — Kveðja Fæddur 21. íebrúar 1965. Dáinn 16. ágúst 1980. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Hversu oft hef ég ekki lesið þessi orð og þá kannski án þess að hugsa nánar út í merkingu þeirra. En aldrei hafa þau snert mig eins og nú, er ég frétti lát þessa elskulega frænda míns, því hann var sannarlega drengur sem allir er til þekktu elskuðu og virtu. Prúðmennska og elskuleg fram- koma var hans einkenni hvar sem hann fór, í leik, starfi og daglegu lífi. í tómstundum voru það íþróttir og þá einkum knattspyrna sem átti hug hans allan og þar skaraði hann líka framúr. Hversu erfitt reynist manni ekki að skilja tilgang þess að hrifsa þennan elskulega ungling burt í blóma lífsins. Hann sem framtíðin virtist brosa við og allir væntu svo mikils af. Þær verða ekki fleiri skákirnar sem þeir nafnarnir tefla saman, annar hefur nú verið kallaður burt af öðru og mikilvægara skákborði. Mér virðist dimmt yfir öllu þessa daga þó sólin skíni og ég held það sé skuggi yfir gamla Glóðafeyki, Skagafjörður hefur misst einn sinn glæsilegasta son. Elsku Lilja, Bjössi, Linda og Smári litli, við ykkur vil ég segja: Huggun ykkar í harmi þessum er sú að minningarnar um hann eru allar svo góðar að þar getur enginn skuggi fallið á. Því þó lífsganga hans væri ekki löng þá var hún þannig að sómi var að. Eins og lítil frænka hans sagði: „Hann var svo góður." Hafi minn elskuiegi frændi þökk fyrir allt, kynnin við hann voru eins og sólargeislar, honum fylgdi aldrei neinn hávaði þegar hann komst í heimsókn en þeim mun meiri hlýja og rólegheit. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum handan við móðuna miklu, þar sem við hittumst öll að leiðarlokum. Drottinn minn, gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Denna frænka. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagshlaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ckki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linuhili. Frá tilraunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar Mataruppskriftir Blómkálssalat m/sýrðum rjóma og beikoni 150 gr. beikon 1 meðalstórt blómkálshöfuð 1 litil dós grænar baunir 1 rauð paprika. Sósan: 1 ds. sýrður rjómi 3 msk. fínt klipptur graslaukur eða dill ferskt eða þurrkað. Skerið beikonið smf og snöggsteikið það. Sjóðið blómkálið í léttsöltuðu vatni, hlutið það í hríslur og kælið. Skerið paprikuna í mjóar lengjur. Setjið grænmetið og helminginn af beikoninu í salatskál. Blandið kryddinu saman við sýrða rjómann og hellið honum yfir grænmet- ið í skálinni. Skreytt með beikoninu sem var skilið eftir. Gott að bera þetta salat fram með allskyns pylsum og kaldri skinku eða öðru kjöti, ásamt grófu brauði. Ábætisréttur úr kókómjólk 8 dl kókómjólk 3 tsk. kaffiduft 2 msk. sykur 8 bl. matarlím 3 dl rjómi (til skreytingar) Leggið matarlimið í bleyti í kalt vatn í 10—15 mín. Blandið sykrin- um og kaffiduftinu saman við kókómjólkina. Þeytið rjómann. Hellið vatninu af matarlíminu og leysið það síðan upp með því að hella '/2 dl af sjóðandi vatni yfir það. Kælið matarlímið ofurlítið og blandið því út í kókómjólkina og þegar hún hefur stifnað nokkuð, blandið þá þeytta rjómanum var- lega út í. Skreytið búðinginn með þeyttum rjóma þegar hann hefur stífnað alveg. Fomleifaraimsókn- ir í Herjólfsdal LOKIÐ er útivinnu, sem fram fór í sumar. við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal. Er þetta fimmta sumarið, sem unnið er við uppgröft þar, en rannsókn- irnar hófust sumarið 1971. Þegar er búið að grafa upp um 1300 fermetra svæði, þar sem komið hafa í ljós átta hús eða húsaleifar ásamt garðhleðslum og fleiru, sem fundist hefur í nágrenni þeirra. Húsin eru á 4—5 byggingaskeið- um, en ekki öll frá sama tíma. Af leifum þeim sem fundist hafa í og við húsarústirnar sést að bændur hafa búið þarna á sínum tíma, sem hafa að sjálfsögðu nýtt sér þau hlunnindi, sem á staðnum var að hafa, svo sem fugl og fisk. Efri aldursmörk byggðarinnar í Herjólfsdal eru ekki fullkunn. Hún er allnokkru eldri en hin svokallaða „landnámsgjóska“, sem talin er frá ofanverðri 9. öld. Þetta má m.a. marka af því að „land- námsgjóskan" kemur fram í mannvistarlagi á uppgraftar- svæðinu, er sýnir að töluverð byggð er á staðnum er þetta gjóskufall verður. í eldri húsa- rústum er „landnámsgjóskuna“ ekki að finna í byggingartorfi, þ.e.a.s. hún er yngri. I yngri rústunum, frá lokum 9. aldar og 10. öld, má sjá „landnámsgjósk- una“ í byggingartorfi. I bygg- ingartorfi húsanna er einnig að finna svarta gjósku, sem ekki er endanlega búið að rekja til ákveð- inna gosstöðva eða tímasetja. Hvað varðar tímasetningu minjanna í Herjólfsdal, hafa við- arkolasýni (birkisýni) úr eldstæð- um og gólfi verið aldursgreind með geislakolsaðferð (C14-aðferð), og hafa niðurstöður þeirra aldurs- greininga gefið allháan aldur. Sýni var tekið til frjógreiningar í nánd við rústirnar 1977. Niður- staða þeirrar greiningar gefur einnig vísbendingu um allháan aldur byggðarinnar í Herjólfsdal. Er í ráði að frjógreina fleiri sýni í tengslum við rústirnar. Endan- legar niðurstöður um aldur byggð- arinnar í Herjólfsdal fást því ekki fyrr en lokið verður frjógreining- um, C14-aldursákvörðunum og ekki sízt greiningu og tímasetn- ingu gjóskulaga er finnast i rúst- (Fróttatilkynninn) Utför ÞÓRÐAR GÍSLASONAR, sveitarstjóra, Garði, veröur gerð frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 25. september kl. 15.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Aldís Jónsdóttir, Gísli Jón Þóröarson, Þóra Gísladóttir, Auöur Gísladóttir, Asthildur Gísladóttir Königseder. Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góð kaup í úrvalsvöru. Opid virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Sími 28720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.