Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 1 1 Magnús Óskarsson: Eilífðarglæpur Af öllum glæpum er sá verstur, sem aldrei verður bættur né aftur tekinn. Þýfi má skila, en líf manns gefur enginn til baka. Því er sá glæpur alvarlegastur allra, að svipta annan mann lífi. Afbrot af því tagi má með réttu nefna eilífðarglæp. Grípið þjófinn Löggæzlumenn reyna að hindra afbrot og dómstólar dæma menn fyrir að brjóta lög. Löghlýðinn borgari, sem stendur þjóf að verki, kallar á viðstadda að grípa þjófinn, ef annað dugar ekki til. En hvað á að gera, ef lögleg yfirvöld eru staðin að verki við að fremja siðferðilegan glæp gagnvart almenningi? Glópur — glæpur Orðin glópur og glæpur eru af sama stofni. Skammsýnir skipulagsglópar og stjórn- málamenn hyggjast nú fremja þann eilífðarglæp að girða um aldir fyrir útsýni yfir Sundin og til Esjunnar með skrif- stofuháhýsi. Hvað sem menn segja, er fullvíst, að á eftir mun koma háhýsaveggur á því eina svæði, sem enn er autt við Sundin. Afbrot margfald- að með 10 Það er nú eitthvað annað en borgarstjórn Sjálfstæðis- flokksins hafi verið saklaus af skipulagsafbrotum. Við, sem hófum gagnrýni á hækkur. lágreistra húsa við Elliðavog- inn fyrir nokkrum árum, lét- um okkur engu varða, hvaða stjórnmálaflokkur átti í hlut. Engan skyldi því undra, þótt hljóð heyrðist úr horni, þegar ný borgarstjórn ætlar að margfalda það brot, sem áður var mótmælt, með tölunum 8 eða 10. Magnús Óskarsson Pólitískt gæzluvarðhald Þeirri spurningu hefur hér verið varpað fram, hvað gera ætti, ef stjórnvöld yrðu uppvís að ráðagerð um afbrot í æðra veldi gagnvart almenningi. Við þeirri spurningu er aðeins eitt svar: Almenningur verður að gripa þjófinn. Stjórnmálamenn eiga rétt á að vera dæmdir eftir verkum sínum eins og aðrir menn. Sá dómur fellur í kosningum, en hvað á að gera þangað til? Svo notuð sé samlíking úr laga- máli, sem allir skilja, þá á almenningur að setja borgar- stjórn í pólitískt gæzluvarð- hald í þessu máli fram að næstu kosningum. Samtök stofnuð Þá gæzlu, sem þörf er á, verður hinn almenni borgari að taka að sér. Nk. sunnudag verða stofnuð samtök til að standa vörð um það umhverfi og þá nátturufegurð, sem enn er óspillt við Sundin. Á þann fund eiga þeir erindi, sem annt er um fegurð Reykjavíkur. Kvikmyndin Land og synir: Fær lofsamlega dóma erlendis SÝNINGAR á kvikmyndinni Landi og sonum hafa nú verið teknar upp að nýju í Regnbogan- um í Reykjavík. Jafnframt verð- ur myndin sýnd um allt land. þar sem ekki vannst timi til að sýna hana til hlitar fyrr á árinu. Land og synir hafa fengið frá- bærar viðtökur hvarvetna erlendis þar sem myndin hefur verið sýnd. Sýningar standa nú yfir á henni í Noregi þar sem gagnrýnin er einróma lof og jafnvel bent á að norskir kvikmyndagerðarmenn mættu margt af þeim vinnubrögð- um læra sem koma fram í mynd- inni. Einn gagnrýnandinn, Ánd- rew Szepesy segir: „ ... enda skal því ekki stungið undir stól að Land og synir hafa hleypt vindin- um úr þeirri afsökun að ekki sé hægt að gera góða mynd í Noregi." Þá hefur Larry Kardish, sem er fulltrúi kvikmyndadeildar Muse- um of Modern Art í New York, skrifað: „Sagan greinir frá þeim sársauka er fylgir því að rífa sig upp með rótum. Þótt andrúmsloft myndarinnar sé sorglegt, er hún með skarpari og heiðarlegri kvik- myndum um það sem oft er örðugast í uppvextinum." I þýska sjónvarpinu ZDF fékk kvikmyndin Land og synir þá umsögn að hún væri eitthvað það allra besta sem sést hefði frá Norðurlöndum á undanförnum ár- um. Þessar umsagnir, þótt aðeins fáar séu teknar, sýna að kvik- myndin Land og synir, sú fyrsta leikna stórmynd sem Islendingar gera einir, hefur tekist þannig, að þjóðir sem eiga langa sögu í kvikmyndum, mikið fjármagn og úrval í mannafla, líta svo á, að þeir geti nokkuð af okkur lært. Þetta er fyrst og fremst alveg sérstök viðurkenning á hæfni leik- stjórans og raunar allra annarra sem að gerð myndarinnar hafa staðið. Þær sýningar sem nú eru hafn- ar á Landi og sonum aö nýju í Regnboganum verða þær síðustu því kvikmyndin verður ekki sýnd í sjónvarpinu. (Fréttatilkynning frá ísfilm.) Kristín Lárusdóttir og Guðjón B. Hilmarsson, eigendur verzlunarinn- ar, við afgreiðslustörf. Sparta, ný íþróttaverzlun FYRIR skömmu tók til starfa ný íþróttaverzlun i Reykjavík, „Sportvöruverzlunin Sparta“, og er hún til húsa að Ingólfsstræti 8. í verzluninni er boðið upp á mikið úrval af ýmiss konar íþróttavörum, s.s. íþróttaskó frá Ádidas og Hummel, íþrótta- og sportfatnað frá Adidas, Hummel, Henson, Champion o.fl., íþrótta- og badmintonvörur frá Yonex og Charlton, sundvörur frá Speedo og Laguna, borðtennisvörur frá Stiga og Butterfly og auk þess íþrótta- töskur, fimleika- og leikfimivörur, bolta o.m.fl. I vetur verður síðan boðið upp á skíði, skíðaskó og skíðafatnað. Verslunin er í björtum og rúm- góðum húsakynnum. Góð bíla- stæði eru í nágrenni verslunarinn- ar. Eigendur verslunarinnar eru Guðjón B. Hilmarsson og Kristín Lárusdóttir. (Fréttatilkynning) etsák úá, Barbara SUeisand er sek um aö Koma me\r á övarl en nokkurn ga\ grunab. Á hljomdeild Utjþ KARNABÆR * Laugaveqi 66. t 28155 Gl«sib» s 8191S. Austurstrvli 22. s 28155 Heildsöludreifing steifKtfhf Símar 85742 og 85055. Að öllu athuguðu, væri ekki rétt að tryggja sér eintak! Á nýju plötunni sinni Guilty" nýtur hún dyggilegr- ar aöstoöar Barry Gibb. Hann syngur meö henni í flestum lögum plötunnar, stjórnar upptökum og semur ásamt bræörum sínum öll lög plöt- unnar. Lagið „Woman in Love“ stefnir nú á efstu sæti vin- sældarlista um allan heim. En Guilty“ inniheldur mörg fleiri lög sem gefa því ekkert eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.