Morgunblaðið - 16.10.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
Myndin sýnir stóran hluta af sjóvarnarífarðinum og uppfyllinifunni við Sauðárkrókshöfn. „Gamla
bryi{>fjan“ fyrir miðju. Vinstra megin við hana má greina nokkuð af sandinum sem Hákur dældi. en til
ha'iiri er sjór. Myndin er tekin í ágúst sl. um það leyti er dælingu lauk. Lj<wn.: Guftni R. Björnwwn.
s&ftg- Hinir 79 dagar
Hafnarmálastofnunar
Miðvikudaginn 8. október sl.
birtist í Morgunblaðinu frétt
frá undirrituðum þar sem sagt
var frá skemmdum, sem urðu á
sjóvarnarjíarði hér á Sauðár-
króki í norðan veðri er þá gekk
yfir. Fréttin var svohljóðandi:
„Miklar skemmdir hafa orðið
í þessu veðri á uppfyllingu sem
gerð var í sumar á svæðinu
kringum svokallaða gömlu
bryggju. Sjóvarnargarður gerð-
ur úr stórgrýti hefur skolast
burt á löngum kafla. Sjór geng-
ur hindrunarlítið inn á svæðið.
Dæluprammi frá Hafnarmála-
skrifstofunni var hér í margar
vikur í sumar og átti að dæla
sandi úr höfninni í þessa upp-
fyllingu. Verkið gekk seint og
illa vegna stöðugra bilana. Þeg-
ar pramminn fór, hafði aðeins
verið dælt um 60% þess sem
ráðgert hafði verið að dæla. Nú
er þessi annars ágæta og nauð-
synlega framkvæmd stór-
skemmd og eins víst að vetrar-
brimin sjái um að koma henni
endanlega fyrir kattarnef. Þar
með skolast nokkrir milljóna-
tugir í sjóinn og ein sorgarsag-
an enn bætist í safnið hjá
Hafnarmálaskrifstofunni."
Þessi frétt virðist hafa komið
illa við þá í Hafnarmálastofn-
uninni því daginn eftir birtir
stofnunin eftirfarandi athuga-
semd í Morgunblaðinu:
„Dælupramminn Hákur vann
við dýpkun hafnarinnar á Sauð-
árkróki í sumar. I upphafi var
ætlunin að dæla efninu í
pramma, sem sigldi með það út
á sjó, en vegna óska heima-
manna var efninu dælt um eins
kílómetra leið, svo það myndaði
uppfyllingu meðfram landi,
sunnan hafnarinnar. Var
grjótvörn sett framan á upp-
fyllinguna af heimamönnum
sjálfum og sáu þeir um allan
frágang í því sambandi. Vegna
þess hve langt var dælt og rusls
í höfninni, sem vildi þvælast
fyrir prammanum, ásamt bilun-
um sóttist verkið seint. Sam-
kvæmt fréttinni í Mbl. hefur
brimið tekið framan af þessari
fyllingu og er það Hafnarmála-
stofnuninni algjörlega óviðkom-
andi. Að hér sé um milljóna-
tugatjón að ræða er afskaplega
ólíklegt. Æskilegt væri að Kári
á Sauðárkróki vandaði betur
fréttaflutning sinn.“
Eins og lesendur sjá hnekkir
þessi athugasemd engu í frétt
minni. Hún staðfestir þvert á
móti allt, sem þar er sagt og
máli skiptir. Hafnarmálastofn-
un er mikið í mun að koma því á
framfæri, að grjótvörnin fram-
an á uppfyllingunni sé verk
heimamanna, sem þeir beri
sjálfir alla ábyrgð á. Þess er
látið ógetið, að heimamenn hóf-
ust handa við byggingu varn-
argarðsins snemma í vor í
trausti þess, að Hákur kæmi á
þeim tíma, sem Hafnarmála-
stofnun áætlaði. En á þeim bæ
er allt á sömu bókina lært, því
margar vikur liðu þar til
pramminn birtist og dælingin,
sem taka átti að sögn 20 daga,
fór meira og minna úrskeiðis.
Ætlunin var að ganga endan-
lega frá grjótvörninni eftir að
dælingu lyki og land hafði
myndast, svo auðveldara væri
að athafna sig við verkið. En
allt fór það á annan veg, þar
sem Hákur dældi aðeins rösk-
lega helmingi þess magns, sem
áætlað var.
Eftir stóð heljar mikil þró,
hálf af sjó, og varnargarðurinn
auðveld bráð sjávarróti vetrar-
ins. Þannig var viðskilnaður
Hafnarmálastofnunar. Að segja
síðan, eftir að verkið nær eyði-
Ieggst í fyrsta haustbfiminu, að
tjónið sé Hafnarmálastofnun-
inni „algjörlega óviðkomandi“
er furðu óskammfeilin yfirlýs-
ing af opinberri stofnun, sem
hafa á umsjón með höfnum
landsins og framkvæmdum við
þær.
Sveitarstjórnarmenn verða
að standa kjósendum reikn-
ingsskap gerða sinna. Þeim er
óhægt með að skjóta sér bakvið
aðra, hafa trúlega sjaldnast hug
á slíku. Öðru máli gegnir um
opinbera aðila á borð við Hafn-
armálastofnun. Mistök hennar
blasa víða við, en hver er
leiddur til ábyrgðar? Og hver
borgar brúsann? Auðvitað fólk-
ið í landinu. Arum og áratugum
saman kafa þessir herrar djúpt
í vasa skattborgaranna án þess,
að þeir geti nokkrum vörnum
við komið.
Það er sannarlega orðið tíma-
bært — og það fyrir löngu — að
framkvæmdir við hafnir lands-
ins séu teknar úr höndum þess-
arar vanmegnugu stofnunar og
færðar til einstaklinga og fyrir-
tækja með verkútboðum.
í athugasemd stofnunarinnar
er dregið í efa, að um millj-
ónatugatjón geti verið að ræða
og undirrituðum ráðlagt að
vanda sig betur í fréttaflutn-
ingi. Eg hvika ekki frá því, að
eyðileggist margumrædd fram-
kvæmd með öllu, þ.e. grjótgarð-
urinn og uppfyllingin skolist
brott, verði skaðinn talinn í
milljóna tugum.
í framhaldi af þessu er rétt
að spyrja:
Hvað kostaði dælingin í Sauð-
árkrókshöfn í sumar þegar allt
er reiknað? Hver var upphafleg
kostnaðaráætlun Hafnarmála-
stofnunar og hverjar eru endan-
legar niðurstöður?
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem ég hefi aflað mér var
Hákur hér í samtals 79 daga. Og
nú vil ég spyrja Hafnarmála-
stofnun eftirfarandi spurninga:
1. Er það rétt að á þessum 79
dögum hafi aðelns verið unn-
ið við dælingu í 24 daga og þá
verið mikið um tafir?
2. Er það rétt að Hákur hafi
verið bilaður í 17 daga af
þeim 79 sem hann var hér?
3. Er það rétt að af þessum 79
dögum hafi 15 dagar farið í
undirbúning og lagfæringar?
4. Getur það verið að af þessum
79 dögum hafi 23 farið í
helgarfrí og það lengsta stað-
ið í 11 daga?
5^ Eru líkur til að kostnaður pr.
rúmmetra fari 100% fram úr
áætlun?
Þessum spurningum verður
Hafnarmálastofnun að svara
hér í blaðinu. Undan því getur
hún ekki vikist. Þegar þau svör
birtast kemur væntanlega í ljós
hver það er, sem raunverulega
þarf að vanda sig.
Sauðárkróki, 12. október
1980,
Nefndir á vegum ríkisins í fyrra voru 523:
Heildarkostnaður var
tæplega 528 millj. kr.
HEILDARKOSTNAÐUR við
nefndir á vegum rikisins á sl. ári
nam tæplega 528 milljónum
króna, en alls voru starfandi 523
nefndir með 2603 nefndar-
mönnum. Nefndum fjölgaði um
42 frá árinu áður.
Flestar voru nefndirnar á veg-
um menntamálaráðuneytisins, eða
147 með 747 nefndarmönnum.
Kostnaðurinn við þær var rúm-
lega 66.5 milljónir króna.
Mestur kostnaður var hins veg-
ar við nefndir á vegum heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytis-
ins, eða tæplega 93 milljónir
króna vegna 58 nefnda, þar sem
þátt tóku alls 273 nefndarmenn.
Á vegum iðnaðarráðuneytisins
voru starfandi 63 nefndir á sl. ári,
sem í voru 281 nefndarmaður, og
nam heildarkostnaður við þær alls
tæplega 58 milljónum króna.
Fæstar nefndir voru starfandi á
vegum fjármálaráðuneytisins, þar
með innifalin fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, eða 4 með liðlega 6
milljón króna kostnaði, en þar
voru starfandi 17 nefndarmenn. Á
vegum Hagstofu íslands, sem
stundum er talin sérstakt ráðu-
neyti var þó ekki starfandi nema
ein nefnd með fjórum nefndar-
mönnum og nam heildarkostnaður
vegna hennar liðleg einni milljón
króna.
Emhla Dís. Katrín Kristín og Sigurey Valdis setja tombólusjóð. sem
safnaðist i síðustu viku. í söfnunarbaukinn.
Nemendur í Langholtsskóla
safna í Afríkuhjálpina
KRAKKAR í 7. bekk Lang-
holtsskóia í Reykjavík útbjuggu í
sl. viku sameiginlegan söfnunar-
bauk. Baukurinn er skreyttur
viðeigandi myndum og verður
afhentur Afríkuhjálpinni 1980 i
lok þessarar viku með þeim
peningum sem í hann hafa safn-
ast.
í tilkynningu frá skólanum seg-
ir að Afríkuhjálp Rauða krossins
hafi vakið athygli nemenda skól-
ans með ýmsu móti síðustu daga.
„Umfjöllun um efnið hefur
gjarnan haldið áfram í skólastof-
unni, öll tiltæk gögnun þjóðir
austur-Afríku hafa verið dregin
fram í dagsljósið og fyrir nokkr-
um dögum heimsótti Helgi Hró-
bjartsson kristniboði, sem starfað
hefur í Eþíópíu, skólann og sýndi
myndir og sagði frá,“ segir m.a. í
tilkynningunni.
Skipulagsbreytingar á
ritstjórn Þjóðviljans
VILBORG Harðardóttir hefur
látið af störfum sem fréttastjóri
Þjóðviljans, en hún sagði þvi
starfi lausu með þriggja mánaða
uppsagnarfresti hinn 1. maí í
vor. Hinn 1. október siðastliðinn
gckk hins vegar í gildi nýtt
skipulag á ritstjórn Þjóðviljans.
Styrkur til
háskólanáms
í Noregi
Úr Minningarsjóði Olavs Brun-
borg verður veittur styrkur að
upphæð fimm þúsund norskar
krónur á næsta ári. Tilgangur
sjóðsins er að styrkja islenzka
stúdenta og kandidata til há-
skólanáms í Noregi. (Samkvæmt
skipulagsskrá sjóðsins er styrk-
urinn aðeins veittur karl-
mönnum).
Umsóknir um styrkinn, ásamt
upplýsingum um nám og fjárhags-
ástæður, sendist skrifstofu Há-
skóla Islands fyrir 15. nóvember
1980.
(Frétt frá Háskóla íslands).
og verður hún nú verkstjóri á
ritstjórninni. Vilborg sagði i
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ekki væri búið að finna nafn á
þetta nýja starf, en það heíði
manna í milli verið nefnt „desk-
stjóri“ á slæmu máli.
Vilborg kvað fyrrnefndar skipu-
lagsbreytingar hafa verið aðal-
ástæðuna fyrir því að hún hætti
störfum fréttastjóra, en þrír rit-
stjórar væru á blaðinu og því nóg
af stjórum. „En það var einnig
viss óánægja sem olli því að ég lét
taka titilinn fréttastjóri út úr
haus blaðsins," sagði Vilborg. „En
einnig var ætlunin með þessu að
knýja á um breytingar hér á
blaðinu, og eftir sem áður verð ég
hér verkstjóri. Veikindi og fyrir-
hugaðar breytingar á húsnæði
hafa svo aftur valdið því að þær
hafa ekki tekið gildi fyrr en nú.“
Einar Karl Haraldsson ritstjóri
Þjóðviljans sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að enginn
fótur væri fyrir þeirri frétt Vísis í
gær, að hann væri að láta af
störfum ritstjóra við blaðið. „Mér
er ekki kunnugt um þessi atvinnu-
tilboð sem Vísir greinir frá,“ segir
Einar Karl, „samkomulagið milli
okkar Kjartans Ólfssonar er
ágætt, og ég er ekki að hætta hér.“