Morgunblaðið - 16.10.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 16.10.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 33 GLEYMUM EKKI GEÐSJÚKUM Sérmenntað starfsfólk vantar tilfinnanlega Áður en ég týni mér í ritsmíð þessari, ætla ég að koma á fram- færi þakklæti til Kiwanismanna á íslandi fyrir „að gleyma ekki geðsjúkum". Alltof margir gleyma. Of margir hafa gleymst. Það er hafið yfir allan efa að geðrænir sjúkdómar eru með erf- iðustu og fyrirhafnarmestu verk- efnum heilbrigðisþjónustunnar á íslandi eins og í nálægum löndum. Opinberir aðilar vita þetta og skilja oft vanmátt sinn — a.m.k. í orði. Þjóðin viðurkennir þetta í verki, t.d. þegar til hennar er leitað um fjárframlög, og myndar- legar upphæðir hafa safnast til þessara mála frá almenningi og félögum. Geðdeild Fjórðungs- Brynjólfur Ingvarsson. sem það kostar. Þeir hugsa og starfa í myrkrinu handan dags- birtunnar. Þar eru brugguð laun- ráð sem hrekkleysið sér ekki við. Leikurinn er ójafn og dómarar verða að flauta og hneppa síbrota- menn í leikbönn. Það leiðir aftur hugann að samviskulausustu spekúlöntunum á bak við eitur- lyfjasölu og dreifingu. Getur verið að purkunarlaus peningagræðgi afmyndi suma einstaklingana meðal okkar á þennan hátt? Eða er alheimsauðvaldið þarna að verki eins og sumir vinstri rót- tæklingar álíta? Eða mannhatar- ar sem vilja verri heim og meiri þjáningar? Eða fólk með sjúka hugsun sem ræður ekki sjálft yfir sjúkrahússins á Akureyri fékk að gjöf myndsegulband frá Kiwanis- hreyfingunni á íslandi fyrir 5 árum. Heilalínuritstæki barst sjúkrahúsinu að gjöf frá sömu aðilum fáum árum síðar. Þökk þeim sem þakka ber. Mörg eru sporin í framfaraátt og eftir því sem vísindi og rann- sóknir færa okkur til betri skiln- ings á eðli og lækningamöguleik- um geðsjúkdóma eins og annarra sjúkdóma, því fleiri óleyst verk- efni koma í ljós. Lítum til baka þessu til staðfestingar: í íslensk- um annálabrotum eftir Gísla Oddsson, Skálholtsbiskup segir svo í þýðingu Jónasar Rafnar: „Ár 1594. Kona nokkur á Hjallasandi (þ.e. undir Jökli) hvarf frá sam- vistum við annað fójk í heilar 2 vikur; hennar var lengi leitað og fannst hún loks í kofa eða kytru þannig á sig komin, að svo er ekki vant að vera um þá, sem lifa við seyru. En það var eins og hún hefði gleymt öllu sínu, stóð hreyf- ingarlaus alveg utan við sig og þagði sem steinn, þangað til hún rétt kinkaði kolli til þeirra sem þrábáðu hana og áminntu," síðan hverfur kona þessi úr Islandssög- unni með jafnsnöggum hætti og hún birtist. Margir hljóta að spyrja sig að því hvað gerðist fyrir og eftir þessar 2 vikur. Ekki er ólíklegt að konan hafi haft geðklofa, þótt aðrar skýringar geti komið til. Nú á dögum eru margvísleg geðlyf komin til sögunnar, en hvað skyldi hafa verið gripið til ráðs árið 1594? Konan hefur ekki lent á galdrabáli, en skyldi líftóran hafa verið kvalin úr henni á annan hátt vegna fordóma og þekkingarleys- is? Eru veikustu geðsjúklingarnir mikið betur haldnir á meðal okkar nú tæplega 400 árum síðar? Þegar á heildina er litið er svarið hiklaust já, en sem geðlæknir hlýtur maður að draga það við sig að svara spurningunni játandi á meðan aðstöðuleysi og takmörkuð geta sjúkrahúsa knýr mann til að vitja sumra sjúklinga í þrönga og óvistlega fangelsisklefa og reyna að vinna traust þeirra við þær aðstæður. Það hefur mikið áunnist þegar litið er til þeirra sem eru að jafnaði sjálfbjarga þrátt fyrir veikindi eða meia og minna stöðug sjúkdómseinkenni. Valkostum þeirra fer fjölgandi, árangur með- ferðar er batnandi með hverjum áratug. Fordómar eyðast smátt og smátt, vandamálin fá réttari og betri greiningu og þar með er leiðin greiðari að orsökunum, vindhöggin færri þegar höggvið skal að rótum meinanna. Drykkju- sýki er gott dæmi um þetta. Nýlega bárust þau válegu tíð- indi frá Danmörku að ólöglegur innflutningur eiturlyfja væri það umfangsmikill að gæsluverðir laga og réttar teldu hann vera orðinn sér ofviða. Við skulum vona að hér hafi árinni verið tekið of djúpt í. Nóg er samt. Ungt fólk í uppreisn gegn hefðum og foreldra- áhrifum er of ginnkeypt fyrir spennandi eiturefnum hverskonar til að hægt sé að trúa því að það lærist af sjálfu sér hvað varast ber. Dæmin eru of mörg sem sýna að lærdómur, dreginn af biturri reynslu hættulegra efna, kemur of seint. Eiturlyfjasalar eru glæpa- menn sem þarf að stöðva hvað gerðum sínum og lendir af tilvilj- um í þessari „atvinnugrein" og veit bókstaflega ekki hvað það er að gera? Eða eru allar þessar orsakir að verki samtimis og fleiri til? Allur þremil'.inn er til í dæminu. Að lokum skulum við lít.a okkur nær. Það sem vantar tilfinnan- legast á Akureyri í málefnum geðheilbrigðisþjónustunnar er sérmenntað fólk. Akureyri hefur ekki aðdráttarafl til að keppa við Reykjavík í þessu efni. Ekki enn- þá. Aðdráttarafl gæti aukist með markvissum aðgerðum sem eru á valdi ráðamanna en ekki almenn- ings. Á meðan mannafla vantar er erfitt að byggja upp aðstöðu. Söfnum peningum, kaupum tækin, tæknivæðum okkur, þá kemur sérmenntaða fólkið til Akureyrar, segja margir. Má vera. Ég get þó ekki varist efasemdum. Við höfum að vísu veðursæld fram yfir höfuð- borgina og kannski sitthvað fleira, en þeir hafa líka margt fram yfir okkur sem hefur áhrif á búsetu sérmenntaðs fólks eins og ann- arra. Við skulum samt ekki leggja árar í bát. Næsta stóra skrefið á Geðdeild FSA er uppbygging iðju- þjálfunar sem kostar mikla pen- inga. Þar getur t.d. eitt áhald, eins og hefilbekkur, skipt marga sjúkl- inga höfuðmáii, verið iétt átak fyrir almenning að fjármagna, en mjög aðþrengdri sjúkrahúss- p.vngjunni þungt í skauti. Tökum því málaleitan Kiwanismanna vel, nú eins og áöur. Brynjólfur lngvarsson. Reykhúsum Eyjafirði. Gleymum ekki geðsjúkum 18.10.’80 ■ ,Linytron Plus‘ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. HELO - Sauna m w r s\' ££ J V/// Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæðu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945. Greiðslukjör WRlKARNABÆR LAUGAVEG 66 SIMI 25999 Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Epliö Akranesi — Eplió Isatirói Altholl Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirói — Eyjabær Vestmannaeyjum LITASJÓNVORP 14 -18”-20”-50” mpfl Kassettur beztu kaup landsins 1 spoia S spótur 60 mínútur kr. iOOO kr. ^ 4500 kr. 6500 90 mínútur kr. J40G Heildsölu birgðir 1 1 j IjLj t EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.