Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 35

Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 35 Skagfirska söngsveitin með nýja plötu atbeina lögreglunnar með vísan til 31. gr. byggingarlaga, þá hefði ekki komið til greina að halda áfram framkvæmdum í blóra við fyrirmæli lögreglunnar, enda ekki til neins. Þrátt fyrir að frekari fram- kvæmdir höfðu verið stöðvaðar af lögreglunni og lögbannsleiðin stóð Hellnamönnum opin, sem ön'nur lögmæt aðferð að láta stöðva frekari byggingarframkvæmdir og þrátt fyrir þá alkunnu staðreynd, að hús verða ekki reist á blautri steypu, fyrr en hún þá hefur harðnað í 2—3 vikur, þá var gripið til þess úrræðis að gjöreyðileggja undirstöðurnar. Þjónaði þessi refsiverða skemmdarstarfsemi ekki nokkrum tilgangi, þar sem um frekari framkvæmdir við byggingu sumarbústaðanna, a.m.k. í sumar, gat ekki orðið. Sú yfirlýsing Hellnabúa, sem fram kom í fréttatilkynningu þeirra að með eyðileggingu undirstaðanna hafi þeir gripið til þess eina úrræðis sem tiltækt var, hefur því ekki við nokkur rök að styðjast. Heilsulindin Miklu fjaðrafoki hefur verið þyrlað upp um það, að L.Í.Ú hafi látið eyðileggja heilsulind Hellna- búa eða lífslind Hellnabúa, eins og uppspretta sú er kemur undan hraunjaðrinum á hinu neðra svæði hefur verið nefnd. Hefur L.Í.Ú í þessu sambandi verið ásakað ýmist um að hafa eyðilagt lind þessa með ósvífnum hætti eða með vítaverðu jarðraski án þess að hirða um hvað fyrir stórvirkum vinnuvélum, sem þeir beittu við þetta, varð. Þessu til að svara, þá töldu samtökin nauðsynlegt að þurrka upp syðra hluta neðra svæðisins, sem var mjög blautur, og stafar það af því að vatn kemur undan hraunjaðrinum og rennur út á flötina. Var fenginn maður úr sveitinni er hafði yfir að ráða traktorsgröfu, til að grafa mjóan skurð frá hraunjaðrinum út í Sauðá, er skilur að tún Skjaldar- traðar og neðra svæðið. Rennur nú uppsprettuvatnið eftir skurði þessum í stað þess að renna út um syðsta hluta neðra svæðisins. í engu hefur verið hróflað við upp- sprettunni sjálfri að öðru leyti og hún því ekki eyðilögð. L.I.Ú var með öllu ókunnugt um, að uppspretta þessi hefði eitthvert sögulegt gildi. Á sama hátt var Náttúruverndarráði, sem og gröfumanninum, ókunnugt um þetta. Öllum fullyrðingum og að- dróttunum um það að L.Í.Ú hafi spillt og eyðilagt þessa heilsulind af ásetningi og illfýsi er vísað heim til föðurhúsanna. Málinu þvælt um í kerfinu Þessi deila sem samtökin hafa átt í við nokkra ábúendur að Hellnum og valdið hefur þeim óhemju fjárt.jóni og óþægindum, hefur nú staðið í um þrjú ár og hefur mál þetta verið þvælt fram og aftur milli ýmissa opinberra aðila, nefnda, ráða og stofnana og hafa ábúendur að Hellnum verið óþreyttir að notfæra sér þessa aðila eftir hendinni, a.m.k. suma hverja. Til þess að almenningur geti gert sér grein fyrir því, hve mál þetta hefur þvælst um kerfið fram og aftur, skulu þessir aðilar taldir upp, en þeir eru: Jarðanefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Landnám ríkis- ins, Landnámsstjóri, Landbúnað- arráðuneytið (skrifstofustjóri þess), landbúnaðarráðherra (þrír), hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps, byggingarnefnd Breiðuvíkur- hrepps, byggingarfulltrúinn í Vesturlandsumdæmi (tveir), Skipulagsstjórn rikisins, skipu- lagsstjóri, Félagsmálaráðuneytið, Náttúruverndarráð, framkvæmda- stjóri þess, náttúruverndarnefnd Snæfellsnessýslu, sýslumanns- embættið í Stykkishólmi, Rann- sóknarlögregla ríkisins og dóms- málaráðuneytið. Lokaorð Staðan í deilunni er nú sú, eins og málinu hefur verið stillt upp af hálfu Hellnabúa, að annað hvort byggir L.I.Ú á efra svæðinu, sem yrði þá 10—200 metrum ofar en fyrirhuguð staðsetning bústað- anna er á neðra svæðinu, eða þá á neðra svæðinu og þá leggst byggð- in í rúst eða með öðrum orðum, svo vitnað sé í ummæli eins þeirra, „hætta er á að grisjun byggðar hefjist. Það myndi byrja með stopulli samgöngum, síðar myndi félagslífi hnigna, tekjur sveitarfélagsins minnkuðu og svona koll af kolli. Á endanum sætu hér aðeins nokkrir einsetu- menn". Að endingu skal það skýrt tekið fram, að samtökin keyptu jörðina Skjaldartröð til þess að reisa þar fimm sumarbústaði á hinu svo- nefnda neðra svæði. Þessari af- stöðu sinni hafa samtökin ekki og munu ekki breyta, hvaða aðferð- um, löglegum sem ólöglegum, nokkrir ábúendur að Hellnum koma til með að beita gegn samtökunum í því skyni að bola þeim burt af jörðinni. Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri L.Í.Ú. Eftirlit með útlendingum og framsal sakamanna LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Islands efnir til almenns fundar um reglur islenzkra laga um eftirlit með útlendingum og framsal sakamanna fimmtudaginn 16. þ.m. Um þessi mál munu fjalla Jónatan Þórmundsson prófessor og Kagnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður, sem kynnt hafa sér þau sérstaklega. Siðan verða almennar umræður. Svo sem kunnugt er, er það í vaxandi mæli að erlendir menn leiti hér landvistar, annaðhvort sem pólitískir flóttamenn eða af öðrum sökum. Verður á fundinum m.a. fjallað um það hvenær heim- ilt er að meina mönnum að koma inn í landið, hvaða ástæður geta leitt til þess að mönnum er vísað úr landi og hvaða reglur gilda samkvæmt íslenzkum lögum og þjóðarétti um skyldu ríkja til þess að taka við pólitískum flótta- mönnum. Þá verður rætt um það í fram- söguræðunum hver ákvæði gilda hér á landi um framsal saka- manna til annarra landa. Þessi fundur Lögfræðingafé- lagsins er öllum opinn. Hann hefst kl. 20.30 og er haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands. (Frýttatilkynniiuc) SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík hefur gefið út nýja hljómplötu. sem tekin var upp á tónleikum í Iláteigskirkju 1975, Sna'björg Snæbjarnar- dóttir stjórnar og undirleikar- ar eru Arni Arinbjarnarson á orgel og Ólafur Vignir Al- bertsson á píanó. Á hljómplötunni syngur söng- sveitin ýmist öll eða að eingöngu eru notaðar karlaraddirnar eða kvenraddirnar og í tveimur lög- um syngur barnakór. En ein- söngvarar eru Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og Hjálmtýr Hjálmtýsson. Platan hefst á 3 lögum eftir Þórarinn Guð- mundsson, Hugleiðing við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára og Vertu guð faðir við sálm Hall- gríms Péturssonar og Olíuljós við ljóð Þóris Bergssonar. Þá eru tvö lög eftir Pál ísólfsson, við ljóð Davíðs Stefánssonar, Bláu nunn- urnar og Maríuvers. Barnakórinn syngur í lögunum I rökkurró, Hún sefur og Sanctus eftir Franz í DAG frumsýnir Stjörnubíó myndina Vélmennið, (The Hum- anoid), bandaríska mynd í litum eftir vísindaskáldsögu Adriano Bolzoni. Leikstjóri er George B. Lewis, framleiðandi Giorgio Vent- urini, tónlist Ennio Morricone, kvikmyndun Silvano Ippoliti, bún- ingar Luca Sabatelli. I aðalhlut- verkum eru Richard Kiel, Corinne Clery, Leonard Mann, Barbara Baach, Arthur Kennedy, Ivan Schubert. Og flutt eru Ave Ver- um Corpus eftir Mozart, Angus Dei eftir Bizet, Locus Ista og Ave Maria eftir Bruckner. Rassimov, Marco Yeh og Massimo Serato. Myndin fjallar um grimmilega valdabaráttu og er barist um yfirráðin í sólkerfinu öllu. Lækni nokkrum og vísindamanni hefur tekist að framleiða töfraefnið kappatrón og getur hann nú búið til hið hryllilega vélmenni sem tortíma mun Metrópólis, fyrrum plánetunni Jörð. Þau tnínnstu læra líka meö Duplö ® K stóru LEGO kubbunum Það er vandi að velja þroskandi leikföng við hæfi yngstu barnanna. Þau þurfa að vera sterk, einföld, litrík og þrifaleg. Og gefa tækifæri til að móta eftir eigin höfði þó að fingurnir hafi ekki öðlast fulla fimi, vagna, bíla, flugvélar og aðra einfalda hluti. Þannig eru LEGO Duplo. Nú eru komnir fylgihlutir sem auka möguleikana og ánægjuna. Stjörnubíó frum- sýnir Vélmennid

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.