Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
UfflHORP
Umsjón:
Gústaf Níelsson
Landflóttann má stöðva
með breyttum vinnubrögðum
og viðhorfi stjórnmálamanna
Eins og kunnuKt er af
fréttum, fór sambands-
ráósfundur ungra sjálf-
sta'óismanna fram lauKar-
daKÍnn 4. okt. sl. í tilefni
af fundinum hafói umsjón-
armaóur síðunnar sam-
band vió Jón MaKnússon,
formann SUS, ok spurði
frekari fréttp af fundinum.
Hver voru aðalmál sam-
bandsráðsfundarins?
Aðalmál fundarins var að
fjalla um stefnumörkun,
sem sett var fram undir
vígorðinu „Stöðvum land-
flóttann". Seinnihluta
sumars störfuðu sjö starfs-
hópar í ýmsum málaflokk-
um og niðurstaða þess
starfs var lögð fyrir sam-
bandsráðsfundinn. A fund-
inum gerðu formenn hóp-
anna grein fyrir ályktunar-
drögum í sínum málaflokk-
um, síðan skiptust menn í
hópa til að ræða drögin og
gera á þeim breytingar.
Þannig breytt voru þau svo
lögð fyrir fundinn aftur til
afgreiðslu. Þess má geta að
í júní ákvað stjórn SUS að
helga sambandsráðsfund-
inn þessu málefni og tel ég
það hafa verið vel ráðið.
Þegar talað er um land-
flótta, er þá um eitthvert
raunverulegt vandamál að
ræða eða eru ungir sjálf-
stæðismenn að reyna að
vekja á sér athygli?
Ungir sjálfstæðismenn
eru ekki að vekja athygli á
sjálfum sér með þessu,
heldur á því vandamáli sem
um er að ræða. Um 5000
einstaklingar hafa flutt frá
landinu síðustu 10 árin um-
fram aðflutta skv.'opinber-
um tölum. Þetta er svipaður
fjöldi og allir Akurnesingar
eða Vestmanneyingar. Af
þessum tölum má ráða að
eitthvað hlýtur að vera
borgið við þjóðfélags-
ástandið, þegar svona mik-
ill fjöldi fólks kýs að flytja
af landi brott og starfa
annars staðar en hér á
landi. Við teljum því fulla
ástæðu til að leita orsak-
anna fyrir landflóttanum
pg benda á leiðir þannig að
Islendingar kjósi að eyða
lífi sínu og starfi á íslandi,
til að byggja upp íslenskt
þjóðfélag og gera það betra.
Telur þú að ungir sjálf-
stæðismenn hafi nú markað
stefnu, sem geti haft já-
kvæð áhrif að þessu leyti?
Já, ég tel svo vera. Hún er
hins vegar ekki fullkomin
frekar en önnur mannanna
verk. Vmsa þætti þarf að
ræða frekar og fleiri atriði
þarf að fjalla um, áður en
hægt er að segja að um
fullmótaða stefnu sé að
ræða. Við höfum nú sett
fram nokkur meginatriði og
tekið til við ýmsa mála-
flokka, sem stjórnmála-
flokkar hér á landi hafa
gefið allt of lítinn gaum. Ég
nefni t.d. fjölskyldu- og
æskulýðsmál svo og sam-
skiptamöguleika fólks.
Maðurinn lifir ekki af
brauði einu saman og þó að
atvinnumálin og góð lífs-
kjör skipti mestu, þá teljum
við að það sé fjölmargt
annað, sem veldur því líka
hvar fólk kýs að búa. Fyrir-
komulag þeirra mála, sem
ég nefndi hér áður, þ.e.
fjölskyldu-og æskulýðs-
mála, skiptir verulegu máli.
En það verða menn að
hafa hugfast, að viðfangs-
efni stjórnmálanna mótast
af aðstæðum hverju sinni.
Þröngsýnar kreddukenn-
ingar eru dæmdar til að
veslast upp og deyja, þegar
annað ástand kemur en þær
eru miðaðar við. Styrkur
sjálfstæðisstefnunnar ligg-
ur m.a. í því hversu auð-
veldlega hún tekur til
breyttra aðstæðna, enda
mótuð í íslensku umhverfi
og tekur tillit til einstakl-
ingsins, með kostum hans
og göllum. Barátta okkar
fyrir stöðvun landflóttans
er reist á grundvallaratrið-
um sjálfstæðisstefnunnar.
Við teljum að landflóttinn
sé fyrst og fremst afleiðing
rangra stjórnvaldsákvarð-
ana síðasta áratuginn og
hann megi stöðva með
breyttum vinnubrögðum og
viðhorfi stjórnmálamanna.
Nú hefur verið skýrt frá
því í fjölmiðlum að önnur
atriði en stöðvun landflótt-
ans hafi skipt meira máli á
fundinum. Er það rétt?
Jú, það er rétt að þá
ályktun má draga af frétt-
um fjölmiðla, en vitaskuld
er það alrangt. Meginmál
fundarins var stöðvun land-
flóttans og meirihluta
fundartímans var varið til
þess verkefnis. En það var
líka rætt um stöðu Sjálf-
stæðisflokksins. Þær um-
ræður tel ég að hafi verið
hreinskilnar og opinskáar.
Ég varð ekki var við annað
en að þeir, sem um þau mál
fjölluðu, væru í meginatrið-
um sammála um orsakir og
afleiðingar þess ástands,
sem nú ríkir í flokknum.
Ágreiningur varð um það
hvort ályktað skyldi um
innanflokksmálin og var
tillögu um það efni vísað
frá með dagskrártillögu.
Aðalatriðið er að á fundin-
um náðist samstaða um
mörg mikilvæg atriði í
stefnumörkun SUS um
stöðvun landflóttans og það
er sá grunnur, sem við
munum byggja starf okkar
á og mun geymast frá
þessum fundi. Verkefnið nú
er að kynna þessi mál, gera
fólki grein fyrir því að hér
er mikið vandamál á ferð-
inni og berjast fyrir því að
önnur stefna en ríkt hefur,
sjálfstæðisstefnan, móti
þjóðfélagið á næsta áratug.
Að loknum þessum orð-
um Jóns Magnússonar,
formanns SUS, er rétt að
birta hér hina almennu
ályktun fundarins, sem bar
yfirskriftina „Stöðvum
landflóttann".
„Á síðasta áratug höfum
við misst stóra hópa af
hæfu fólki úr landi, sem
farið hefur til starfa í
öðrum löndum. Brottfluttir
frá Islandi umfram aðflutta
á þessu tímabili eru 5000
einsaklingar skv. opinber-
um tölum.
Sambandsráð ungra
sjáifstæðismanna vekur at-
hygli á þessari staðreynd og
telur þessa þróun uggvæn-
lega fyrir fámenna þjóð. Nú
þegar verður að hefjast
handa um að stöðva land-
flóttann og snúa þróuninni
við.
Ungir sjálfstæðismenn
telja að landflóttinn sé
fyrst og fremst afleiðing
þeirrar vinstri óstjórnar
sem ríkt hefur mestan
hluta þessa áratugs. Oða-
verðbólgan hefur geisað,
grafið hefur verið undan
framtaki einstaklingsins og
frjálsu atvinnulífi, skatt-
byrðin hefur aukist til mik-
illa muna og lífskjör versn-
að miðað vi nágrannalönd-
in. Vegna rangra stjórn-
valdsákvarðana berjast nú
mörg fyrirtæki í bökkum,
þ.á m. ýmis stærstu fyrir-
tæki í landinu, og lítið má
út af bera, svo að hjólin
hætti að snúast. Atvinnuör-
yggi fjölda manna er því í
hættu.
Ungir sjálfstæðismenn
krefjast þess, að nú þegar
verði vikið frá ofstjórnar-
stefnu ríkisins. Ekki er
lengur hægt að leita hefð-
bundinna lausna. Hefja
verður nýja sókn í atvinnu-
málum, sem miðar að því að
tryggja atvinnuöryggi,
bæta lífskjör og stöðva
verðbólguna.
Ungir sjálfstæðismenn
benda á eftirfarandi atriði,
sem forsendur þess að ár-
angur náist og landflóttinn
verði stöðvaður:
1. Mótuð verði framsækin
atvinnustefna, þar sem
einkum verði miðað við
eflingu smáiðnaðar og stór-
iðju.
2. Erlent áhættufjármagn
verði nýtt til uppbyggingar
stóriðju til að flýta þróun-
inni og fjölga atvinnutæki-
færum.
3. Völd og áhrif ríkisins
verði takmörkuð.
4. Arðsemissjónarmið ráði í
lána- og fjárfestingamál-
um.
5. Dregið verði úr skatt-
heimtu.
6. Vægi atkvæða verði jafn-
að með breytingum á kjör-
dæmaskipan og kosninga-
reglum.
7. Dregið verði úr verð-
bólgu, með þeim aðferðum
sem sjálfstæðismenn lögðu
til fyrir síðustu kosningar.
8. Bundið slitlag verði lagt á
helstu þjóðvegi á næstu 14
árum.
Auk þess þarf í fjöl-
skyldu- og æskulýðsmálum,
Viðtal við Jón
Magnússon
formann SUS í
tilefni sam-
bandsráðsfund-
ar ungra sjálf-
stæðismanna
skólamálum og umhverfis-
málum að búa svo um
hnútana, að aðstaða öll sé
ekki lakari en gerist í ná-
grannalöndunum.
Vöxtur og velgengni ís-
lensks þjóðlífs byggist á
því, að óstjórninni verði
bægt frá sem allra fyrst, en
nýir menn með nýjar hug-
myndir og kjark til að
framkvæma þær taki við og
leiði þjóðina út úr stjórn-
arkreppu síðasta áratugs.
TillöKur til úrbóta
Hér á eftir fara tillögur
til úrbóta hvað varðar
æskulýðs- og fjölskyldumál,
frístundastarf og sam-
skiptamöguleika. Eru þess-
ar tillögur um margt at-
hyglisverðar og ganga að
mörgu leyti í berhögg við
viðtekin viðhorf í þessum
málum.
— að æskulýðsmál, þ.á m.
frístundaiðkanir ungs fólks,
verði að mestu í höndum
einstaklinga og samtaka
þeirra og skattheimta af
slíkri starfsemi verði í al-
gjöru lágmarki.
— að skattheima af
íþróttastarfsemi verði af-
numin.
— að auka tækifæri fjöl-
skyldna til að vera saman
m.a. með styttingu vinnu-
tímans og sveigjanlegum
vinnutíma. Þessurn mark-
miðum má m.a. ná með því
að:
a) taka upp afkastahvetj-
andi launakerfi til að auka
framleiðni og stytta þannig
vinnutímann, svo dagvinnu-
laun nægi fyrir mannsæm-
andi lífskjörum.
b) auka ráðstöfunartekjur
með samdrætti í ríkiskerf-
inu, sem leiði til lækkunar
skatta.
c) bæta aðbúnað og vinnu-
aðstöðu og reyna að gera
störf lífræn með augljósum
tilgangi eða markmiði.
— að jafnstaða kynjanna
verði tryggð og vinnuskipt-
ing fullnægi óskum beggja
aðila. Til að svo megi
merða, verður að tryggja að
dagvistunarrými fyrir börn
fullnægi eftirspurn. Stefnt
skal að því, að dagvistun-
arstofnanir verði að mestu í
höndum einstaklinga eða
samtaka þeirra, t.d. í
hverfasamtökum.
— að ríkinu séu ekki falin
verkefni sem einstaklingar
eða frjáls félagasamtök
geta leyst af hendi, svo sem
frístundaiðkanir.
— að í bæjarfélögum verði
reynt að fá íbúana sjálfa til
að annast og reka stofnanir,
sem stuðla að heilbrigðum
frístundaiðkunum og sam-
skiptum milli manna. Má í
því sambandi hugsa sér, að
sett yrðu á stofn hverfa-
samtök, sem væru rekin af
einstaklingunum sjálfum
en innan þeirrar starfsemi
gæti rúmast barnagæsla og
umönnun fatlaðra og aldr-
aðra.
— að réttur þeirra, sem
miður mega sín í þjóðfélag-
inu, sé virtur. Sé fyrst og
fremst miðað við það að
þessum einstaklingum verði
sköpuð aðstaða til sjálfs-
hjálpar, þar sem því verður
við komið og í öllum tilvik-
um fái þetta fólk alla þá
aðstoð og aðhlynningu sem
þörf er á, til að geta lifað
mannsæmandi lífi.
— að gert verði stórátak í
menningarmálum og efldur
verði lifandi áhugi fyrir
skapandi listum.
að kostnaður við ferðalög
og samgöngur verði innan
þeirra marka að ekki teljist
til munaðar, sem einungis
hinir efnameiri hafi ráð á.
— að rétt sé að gera
sérhverrí fjölskyldu það
kleift að eignast og búa í
eigin húsnæði og stuðla
með því að frjálsu forræði
eigin íbúða. Að þeir, sem
byggja í fyrsta sinn, geti
gengið að lánum, sem verði
80% af eðlilegum bygg-
ingarkostnaði. Þeir, sem
byggja oftar, fái 15% af
eðlilegum byggingarkostn-
aði en á móti fylgi mönnum
lán það, sem þeir fengu í
fyrstu.
Ungir sjálfstæðismenn
vilja ennfremur minna á
eftirfarandi grundvallar-
atriði:
— að sérhver einstaklingur
fái að velja sjálfur það líf,
menntun og atvinnu, sem
hann kýs sér.
— að sérhver einstaklingur
fái að hafa skoðanir sínar
og áhugamál í friði án þess
að honum sé mismunað eða
réttindi hans takmörkuð
vegna þeirra.
— að einstaklingurinn verði
vakinn til vitundar um það,
að hann hafi hlutverk í
þjóðfélaginu og honum
verði fengiö svigrúm og
frelsi til athafna og ráðstöf-
unarréttur eigin mála.“
G.N.