Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
+ Sonur okkar, bróðir og dóttursonur, RICHARD RÚNAR THOM ODDSSON, lést at slysförum í Togo í Afríku 6. ágúst sl. Sigríöur Siguröardóttir, Oddur Rikharðsson, Súsanna Oddsdóttir, Aníta Oddsdóttír, Gróta Oddsdóttir, Súsanna Guðjónsdóttir.
+ Faöir okkar, JÓN GESTUR VIGFÚSSON, fyrrum sparisjóðsgjaldkari, Suðurgötu 5, Hafnarfiröi, er látinn. Bðrnin.
+ Eiginmaður minn, JÓHANN EYVINDSSON, Borgarholtsbraut 72, lést 12. október. Fvíií hönd vándamanna, y’ Anna Lilja Guðmundsdóttir.
+ Eiginkona mín, GUÐRÚN HANSDÓTTIR, fré Þúfu í Landssveit, lést á Hrafnistu aö morgni 15. október sl. Fyrir hönd vandamanna, Péll Þorsteinsson.
+ Eiginmaður minn og faöir okkar, GUDMUNDUR R. TRJAMANNSSON, Ijósmyndarí, lést 13. þ.m. í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Kristín Sigtryggsdóttir, og bðrn.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEFANÍA ÁSMUNDSDÓTTIR, fré Krossum, Hjaltabakka 6, lést aö Hrafnistu 10 þ.m. Minningarathöfn fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 17. október kl. 13.30. Jarðsett veröur frá Staöastaöakirkju laugardaginn 18. þ.m. kl. 14.00. Ragnheiöur Pálsdóttir, Sigurgeir H. Friöþjófsson, Jón Pélsson, María Bjarnadóttir, Kristín Pélsdóttir, Vilhelm H. Lúðvíksson, Péll Ragnarsson, Klara Gunnarsdóttir og barnabðrn.
+ Eiginkona mín, INGUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17. október kl. 10.30. Þeir, sem vildu minnast hennar láti Slysavarnafélag ísiands njóta þess. Björn Sigurösson.
+ Eiginkona mín og móöir okkar, LILJA EINARSDOTTIR, Noröurbrún 1, sem andaöist 7. október, veröur jarösungin föstudaginn 17. október frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Karl B. Björnsson og bðrn.
+ Eiginkona mín og móöir okkar, KRISTBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Smératúni 19, Keflavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 7. þ.m. veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. okt. kl. 2. e.h. Hreggviöur Hermannsson, Björn Blöndal, Gísli Blöndal, Margrét Hreggviösdóttir, Hermann Torfi Hreggvíósson, Elín Kristín Hreggviósdóttir, Guömundur Péll Hreggviösson.
Jón Guðlaugsson
- Minningarorð
í dag er til moldar borinn ber sl., eftir stutta legu þar. Hann
mágur minn, Jón Guðlaugsson, er var faeddur 6. desember 1913,
lést að Landakotsspítala 8. októ- sonur Guðríðar Þorleifsdóttur og
+ Eiginmaöur minn, EINAR GUNNLAUGSSON, Bustarfelli, sem andaöist 10. október veröur jarösunginn aö Hofi laugardag- inn 18. október nk. kl. 14.00. Elín Methúsalemsdóttir.
+ Faöir minn og fósturfaöir, MARÍUS TH. PÁLSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 17. þ.m. kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Blindravinafélagiö njóta þess. Péll Kristinn Maríusson, Hrafnhildur Jónasdóttir.
Bróöir okkar, SIGURÐUR SIGURÐSSON, fré Götuhúsum é Stokkseyri, \ verður jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. októ- ber kl. 3.00. Kristín Siguróardóttir, Halldóra Siguröardóttir, Sigríöur Siguröardóttir, Valgerður Siguröardóttir.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDRÍDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, hjúkrunarkona, Langholti 7, Akureyri, veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 18. október kl. 1.30. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Brynja Baröadóttir, Jónas Sigurjónsson, Lóa Baróadóttir, Jón Garðarsson, og barnabörn.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna fráfalls ÁRNA KÁRASONAR, dýralsaknis, Arnartanga 59, Mosfellssveit. Gréta Aöalsteinsdóttir, Kéri Jóhansen, Kéri Árnason, Sigríöur Árnadóttir, Herborg Árnadóttir, Gunnar Kérason, Svana Þorgeirsdóttir.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall eiginkonu minnar og móöur, SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, fré Staó í Aöalvík. Asgeir Guójónsson, Magnús Asgeírsson.
+ Innilegt þakklæti færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröaför SIGURÐAR PÉTURS JÓNSSONAR. Strandgötu 9, Ólafsfiröi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Kristnesi, fyrir veitta aöstoö á liönum árum. Freygeröur A. Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Jaröarför PÁLS J. LEVÍ, bónda é Heggsstöóum, fer fram í Melstaöakirkju laugardaginn 18. október kl. 2.00. Þórdís Annasdóttir, Jón Pélsson, Helgi Pélsson.
Guðlaugs Egilssonar, Hokinsdal í
Arnarfirði. Guðríður lést á þessu
ári háöldruð, en Guðlaugur, á
besta aldri úr berklum á Vífils-
staðahæli. Guðríði kynntist ég
lítilsháttar og virtist mér hún
vera stillingarmanneskja og
fannst mér Jón sonur hennar í
mörgu líkur henni. Hann var
mikið valmenni, fáorður, greiðug-
ur, hlýr í viðmóti og lagði aldrei
nokkrum manni illt til. Hann var
mikill og góður verkmaður og féll
sjaldan verk úr hendi heima, þótt
hann vegna langvarandi heilsu-
leysis gæti ekki stundað vinnu út
frá heimilinu nú í mörg ár. Hann
var alltaf að dytta að einhverju,
enda mikið snyrtimenni. Nú á
síðustu árum dundaði hann við að
gera upp bát, sem hann smíðaði
ungur og hafði af því mikla
ánægju að „skreppa á flot“ á
honum, þegar hann treysti sér til.
Sveinspróf tók Jón í skipasmíði,
fullorðinn maður með þungt heim-
ili, og tók hann tvo bekki í einu,
því hann átti mjög gott með að
læra. Þá urðu þau hjónin að leggja
hart að sér til þess að hann gæti
lokið við skólann. Hann var alls
staðar vel liðinn á vinnustað, bæði
vegna trúmennsku og góðrar
framkomu.
Snemma fékk Jón að kenna á
veikindum. Tólf ára gamall fékk
hann berkla í annað hnéð og varð
út frá því fatlaður alla sína ævi.
Mig minnir að ég hafi heyrt að
hann hafi verið borinn í kirkju til
fermingar. En þrátt fyrir þetta
náði hann sæmilegri heilsu um
tíma og gekk þá að öllum störfum
sem heilbrigður væri, og sá um
heimilið í Hokinsdal með móður
sinni í mörg ár, enda elstur af sex
systkinum.
Eg á mági mínum mikið að
þakka fyrir heimsóknirnar að
Landakoti í fyrra til mannsins
míns, Óskars Hlíðbergs, sem háði
þar sitt dauðastríð.
Þá ræddu þeir sín áhugamál,
sem var smábátaútgerð og veiði-
skapur og margt átti nú að gera
þegar heilsan leyfði. En margt fer
öðruvísi en ætlað er og því ræður
hann sem veit hvað er fyrir bestu,
og við sættum okkur við það.
Jón á líka þakkir skilið fyrir
hversu góður og greiðasamur
hann var tengdaforeldrum sínum,
sem sjá á bak, nú í hárri elli,
öðrum tengdasyni sínum á rúmu
ári.
Jón kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur
frá Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, 26.
desember 1946 og eignuðust þau
fimm börn, Guðjón Hilmar, kjör-
son f. 16. júlí 1946, Guðrúnu Helgu
f. 18. júlí 1947, Jónu Guðlaugu f.
19. júlí 1948, Þorstein Inga f. 31
janúar 1955 og Óskar Hlíðar f. 6.
ágúst 1962.
Aðauki ólu þau upp sonardóttur
sína, Guðbjörgu Ingu Guðjóns-
dóttur, f. 12 febrúar 1972. Þau
mega nú öll sjá á bak hjálpsömum
og góðum föður, sem alltaf var
tilbúinn að rétta hjálparhönd ef
eitthvað þurfti að lagfæra.
Að endingu sendi ég systur
minni, börnum og öllum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Drottinn styrki okkur öll.
Valborg Jónsdóttir