Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 47 Wranalérog emdiw búa líka til barnabuxur í mörgum sniöum. Efni: Demin 10 oz. — Demin 14 oz. Ull & Kakhi — Riflað flauel. Fást hjá Karnabæ. og Yfirburóir FH-kvenna FH sigraði KR með miklum yfirburðum. 22—9. í fyrsta leikn- um i 1. deild kvenna í handknatt- leik, en leikið var i Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 10—3. Var aldrei spurning hvar stigin myndu hafna að þessu sinni. Gang leiksins er óþarfi að rekja. FH-ingarnir hófu strax stórskota- hríð og vörn KR réði ekkert við. Margrét Theodórsdóttir lék þarna sinn fyrsta leik með FH og munar liðið mikið um hana. Er liðið líklegt til afreka með hana innan- borðs ásamt Kristjönu, Katrínu og nokkrum efnilegum handbolta- konum. KR lék hins vegar án Hansínu Melsteð og var liðið fyrir vikið eins og höfuðlaus her. Nokkrar góðar handknatt- leikskonur eru þó í liðinu, það vantar bara einhverja afgerandi. Kristjana var markhæst hjá FH með 8 mörk, Margrét skoraði 6 og Katrín 3 mörk. Jóhanna Ás- mundsdóttir og Karólína Jóns- dóttir skoruðu langmest fyrir KR, tvö mörk hvor, aðrar minna ... • Svertinginn Bureli er ekki banginn við hið sterka lið Ci- bona. Hann ásamt John Johnsson leika með Val í kvöld. Lið Fram: Snæbjörn Ásgrímsson 7 Sigmar Þröstur óskarsson 4 Axel Axelsson 5 Hannes Leifsson 4 Erlendur Davíðsson 6 Atli Hilmarsson 4 Björgvin Björgvinsson 8 Jón Arni Rúnarsson 5 Hinrik ólafsson 5 Sigurbergur Sigsteinsson G Lið Víkings: Kristján Sigmundsson 8 Guðmundur Guðmundsson G Árni Indriðason G Steinar Birgisson 6 ólafur Jónsson G Þorbergur Aðalsteinsson 7 Páli Björgvinsson 6 Einkunnagjöfin Lítil mótstaða Hauka gegn Val VALUR sigraði Ilauka með mikl- um yfirburðum í íslandsmótinu i handknattieik í gærkvöldi. Loka- tölur leiksins urðu 28—19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—9 Val í vil. Níu marka sigur Vals var sanngjarn. En þrátt fyrir þennan stóra sigur sýndi liðið alls ekki neinn stórleik. Siður en svo. Þess þurfti ekki með því að lið Ilauka var alveg ótrúlega slakt og áhugalaust í leiknum. Valsmenn gátu með góðu móti leyít sér allskyns vitleysur án þess að það kæmi að sök. Þá var vörn Vals óvenju slök lengst af í leiknum sem sést best á því að Haukarnir skoruðu 19 mörk. Valur—OQ 1A Haukar hversu lítil stemmning var hjá liðunum. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Valur— Haukar 28-19 (13-9) Mörk Vals: Stefán Halldórsson 7, 3v, Steindór Gunnarsson 5, Þor- björn Guðmundsson 4, Jón Karls- son 3, Gunnar Lúðvíksson 3, Bjarni Guðmundsson 3, Jón P. Jónsson 2, Brynjar Harðarson 1 v. Mörk Hauka: Hörður Harðarson 5, 3 v, Júlíus Páls'son 5, Sigurgeir Marteinsson 3, Karl Ingason 3, Árni Sverrisson, Stefán Jónsson, Viðar Símonarson 1 mark hver. Brottvísun af velli: Þorbjörn Jensson Val í 2 mín, Jón Pétur Val í 2 mín, Þorbjörn Guðmundsson Val í 4 mín. Hörður Harðarson Haukum var útilokaður frá leikn- um í síðari hálfleiknum. Misheppnuð vítaköst: Ólafur Beni- diktsson varði víti frá Herði Harðarsyni á 40. mín og Viðar Simonarson skaut yfir á 43. mín.—þr. Það var aðeins fyrstu tíu mínút- ur leiksins sem jafnræði var með liðunum en Valur náði strax frumkvæðinu og var oftast marki yfir. Upp úr miðjum fyrri hálfleik náðu Valsmenn svo afgerandi for- ystu og höfðu mest fimm mörk yfir í hálfleiknum. í síðari hálfleik leit svo út um tíma að Haukar ætluðu að ná sér á strik og tókst þeim að minnka muninn niður i tvö mörk, 15—13, en misstu síðan leikinn alveg út úr höndum sér með fádæma ráðleysislegum og illa spiluðum leik. Smátt og smátt jók Valur forskot sitt og í lok leiksins var munurinn orðinn 9 mörk. Það verður að segjast eins og er að ekki er von á að aðsókn að handknattleiksleikjum aukist ef ekki er betra upp á teningnum en var í gærkvöldi í leik Hauka og Vals. Satt best að segja bauð leikurinn upp á fátt eitt nema mistök á báða bóga. Valsmenn geta- ekki afsakað sig með því að mótstaðan hafi verið lítil sem engin, þeir eiga að geta gert mikið betur. Þá var mjög athyglisvert Evrópukeppnin í körfuknattleik Eitt besta lið Evrópu mætir Val í höllinni í kvöld I kvöld kl. 20.00 mætir Valur júgóslavneska liðinu Cibona í fyrri leik liðanna i Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik. Ci- bona er sterkasta kröfuknatt- leikslið sem hingað hefur komið og verður þvi róður Valsmanna þungur. Þeir eru cngu að síður ákveðnir í að standa sig og hafa undirbúið sig af mikilli kost- gæfni fyrir leikinn og æft að undanförnu tvisvar á dag. Þjálfari Valsmanna Hilmar Hafsteinsson sagði í spjalli við Mbl. að hann hefði fengið góðar upplýsingar um lið Cibona og þeir væru við öllu búnir. Ljóst væri að liðið væri geysilega sterkt og yrði erfitt viðfangs. Hann sagði að lið Vals myndi leika maður á mann í vörninni og reyna að verjast eins vel og nokkur kostur væri. Þá myndi liðið byggja mikið upp á þeim Ken Burell og John Johnsson sem þekktu vel til hvors annars. Hilmar sagðist vonast til þess að körfuknattleiksunnendur létu sig ekki vanta því að þarna gæfist kostur að sjá sterkasta körfu- knattleikslið Evrópu í dag. Bandaríkjamaðurinn Ken Bur- ell var ekki banginn er Mbl. innti hann eftir leiknum. Hann sagði: — Við vinnum þessa karla. Það hefur ekkert að segja þó þeir séu stórir og stæðilegir. Ég er sjálfur vanur slíkum körlum frá því í NBA. Allavega eiga þeir eftir að stoppa mig í leiknum. Það verður ekki auðgert. Lið Vals er i góðri æfingu og við eigum eftir að velgja þeim undir uggum. - þr Norrænt þing í Reykjavík 37. ÞING norrænna frjálsiþrótta- leiðtoga verður haldið í Reykja- vik um næstu helgi. Alls koma hingað 13 fulltrúar frá Norður- löndunum fjórum. danska. finnska og norska samhandið senda 3 menn hvert. en Svíar 4. Á dagskrá þingsins verða alls 22 mál, sem snerta norræna sam- vinnu á sviði frjálsíþrótta, bæði út á við og inn á við. Unnið verður að norrænni mótaskrá og staðfest Norðurlandamet. Samvinna Norðurlandanna hef- ur farið vaxandi á undanförnum árum öllum til gagns og gleði. Þetta er í 4. sinn sem Norður- landafundurinn er haldinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.