Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
233. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 ____Prentsmiöja Morgunblaðsins.
NATO-ríkin fagna
ákvörðun Grikkja
Briissel. 20. okt. AP.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
samþykkti í da^ áa'tlun um fulla
þátttöku Grikkja i hernaðarsam-
vinnu bandaiagsríkjanna. t gær.
sunnudag. tilkynnti George Kallis.
forsætisráðherra grisku stjórnar-
innar, að stjórnin hefði lagt blessun
sina yfir áætlunina. Grikkir drógu
sig út úr hernaðarlegu samstarfi
Pólland:
Agreiningur
um kröfu
stjórnvalda
Varsjá. 20. okt. AP.
FORYSTUMENN hins óháða
verkalýðssamhands í Póllandi
áttu í dag með sér fremur
stormasaman fund og greindi þá
á um það. hvort samþykkja ætti
afdráttarlaust þá kröfu. sem
pólski kommúnistaflokkurinn
gerir til forystuhlutverks í
pólsku þjóðlífi.
Leiðtogar Samstöðu, hins óháða
verkalýðssambands, gáfu í skyn,
að þeir myndu síðar eiga fund
með fulltrúum stjórnarinnar til
að ræða ágreiningsmálin. Lech
Walesa sagði, að félagar allra 49
aðildarfélaga Samstöðu í Póllandi
yrðu að greiða atkvæði um það,
hvort boðað yrði til verkfalls og sú
atkvæðagreiðsla yrði því aðeins
haldin, að stjórnvöld neituðu end-
anlega að samþykkja skipulags-
skrána. Walesa sagðist vera and-
vígur öllum breytingum, sem
borgardómstóllinn í Varsjá færi
fram á, og sagði að ef gefið yrði
eftir að einu leyti yrði enginn
endir á þeim undanslætti.
Lech Walesa
Kraká.
borinn á gullstóli f
(AP-símamynd).
við önnur NATO-ríki árið 1974 til
að mótmæla innrás Tyrkja í Kýpur.
Bernard W. Rogers, yfirmaður
herafla Atlantshafsbandalagsins,
hefur að undanförnu rætt við stjórn-
irnar í Ankara og Aþenu til að fá
þær til að fallast á áætlunina um
fulla þátttöku Grikkja í hernaðar-
samstarfi NATO-ríkjanna, en auk
Kýpurdeilunnar hafa deilur Tyrkja
og Grikkja um yfirráð yfir Eyjahafi
staðið í vegi fyrir samkomulagi til
þessa. Samþykki Grikkja nú er talið
standa í sambandi við aukinn sveigj-
anleika tyrknesku herstjórnarinnar.
Carter Bandaríkjaforseti fagnaði í
dag ákvörðun Grikkja og sagði, að
hún væri „mikilvægt skref í átt til
fullnægjandi varna á suðurvæng
Atlantshafsbandalagsins." Háttsett-
ir embættismenn í tyrkneska utan-
ríkisráðuneytinu, leiðtogar helstu
stjórnmálaflokka í Vestur-Þýska-
landi og breska stjórnin hafa einnig
fagnað mjög ákvörðun grísku stjórn-
arinnar.
Stefán Jóh. Stefánsson fyrrv.
forsætisráðherra látinn
STEFÁN Jóhann Stefánsson, fyrr-
verandi forsætisráðherra íslands
og formaður Alþýðuflokksins, lézt
á Landakotsspítala í gær, 86 ára að
aldri.
Hann var svipmikill stjórnmála-
maður og náinn samverkamaður
þeirra forystumanna Alþýðuflokks-
ins, sem settu hvað mestan svip á
stjórnmálabaráttuna á fjórða ára-
tugnum, þeirra Jóns Baldvinssonar
og Héðins Valdimarssonar. Hann
fylgdi Jóni Baldvinssyni að málum
þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði og
hluti hans tók upp samstarf við
kommúnista undir forystu Héðins
Valdimarssonar. Hæst ber Stefán
Jóhann Stefánsson í stjórnmálasögu
landsins þegar Island ákvað að
gerast aðili að Atlantshafsbandalag-
inu en þá var Stefán Jóhann forsæt-
isráðherra og ákafur stuðningsmað-
ur vestræns samstarfs í öryggismál-
um og beitti sér mjög fyrir því. Frá
þeim átökum, sem þá urðu, segir
hann í tveggja binda ævisögu sinni
en í hennl kemur fram hversu
skeleggur andstæðingur kommún-
ista Stefán Jóhann Stefánsson var
alla tíð, eldheitúr talsmaður jafnað-
arstefnunnar og átti ekki hvað
minnstan þátt í því að sveigja hana
að íslenzkum aðstæðum og borgara-
legu lýðræði hér á landi. Ævisaga
Stefáns Jóhanns Stefánssonar þykir
merk heimild um stjórnmálabaráttu
þess tímabils, sem hún nær yfir,
enda var hann lipur penni og hafði
alla tíð áhuga á skáldskap og
ritstörfum.
Stefán Jóhann Stefánsson fæddist
á Dagverðareyri við Eyjafjörð 20.
júlí 1894, sonur Stefáns Oddssonar
bónda þar og konu hans, Ólafar
Árnadóttur. Hann lauk stúdents-
prófi í Reykjavík 1918 og lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands 1922. Að
loknu prófi hóf hann málflutnings-
störf og rak málflutningsskrifstofu
til ársins 1945, lengi í félagi við
Guðmund I. Guðmundsson.
Stefán Jóhann sat á þingi árin
1934—’37 og 1942—’53 eða í 16 ár
alls. Hann var skipaður félegsmála-
ráðherra 17. apríl 1939 og fór
jafnframt með utanríkismál. Hann
var skipaður félagsmála- og utanrík-
isráðherra 18. nóvember 1941 og var
fyrsti utanríkisráðherra landsins.
Honum var veitt lausn 17. janúar
1942. Hann var skipaður forsætis- og
félagsmálaráðherra 4. febrúar 1947
og gegndi þeim embættum til 6.
desember 1949 er honum var veitt
lausn. Hann var framkvæmdastjóri
Brunabótafélags íslands 1945—’57
en það ár var hann skipaður sendi-
herra Islands í Danmörku. Gegndi
hann því embætti til ársins 1965.
Stefán Jóhann gegndi fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum, var m.a.
formaður Alþýðuflokksins 1938—’52
og forseti Alþýðusambands Islands
1939—’40.
Eiginkona Stefáns Jóhanns, Helga
Björnsdóttir, lézt árið 1970. Þau eiga
þrjá syni á lífi.
Soares segir
af sér í PS
fram yfir for-
setakjör
Lissabon. 20. októhcr.
SÚ yfirlýsing Ramahlo Eanes.
forseta Portúgals, að slita
tengsl við Sósialistaflokk
Mario S»*ares og þó umfram
allt við kommúnista. PCP, i
komandi forsetakosningum,
hefur vakið mikla undrun
meðal Portúgala, að því er
fréttir greindu i kvöld.
Mario Soares, formaður Sósíal-
istaflokksins, brást hinn versti
við yfirlýsingum Eanes og til-
kynnti forsetanum, að hann
myndi hætta stuðningi við
hann. Æðsta stjórn Sósíalista-
flokksins ákvað á löngum fundi
um helgina að halda stuðningi
við Eanes til streitu, þrátt
fyrir allt og kunngerði Mario
Soares þá, að hann segði af sér
formennsku í flokknum fram
yfir forseta-
kosningarnar
þann 7. des.
Enn hefur
ekkert heyrzt
frá Sa Carn-
eiro forsætis-
ráðherra um
þetta mál, en
fréttir
_____ _____ herma, að
meðal óbreyttra kjósenda
kunni þetta að verða Eanes
dýrt spaug og þyki bera vott
um hentistefnu.
Sjá fréttaskýringu um
málið á bls. 12.
Ákvörðun í gísla-
máli á næsta leiti
Bcirút. 20. októhcr. AI*.
TALSMAÐUR íranska
þingsins, Ilashomi Rafs-
anjani, sagði í dag. aö
þingið mundi ákvoða á
„næstu tveimur oða þrom-
ur dögum“ skilyrðin fyrir
lausn handarisku gísl-
Átökin í breska Verkamannaflokknum:
Michael Foot gefur kost á sér
London. 20. okt. AP.
MICHAEL Foot, 67 ára gamall
varaformaður breska Verka-
mannaflokksins, tilkynnti i dag,
að hann ætlaði að gefa kost á sér
sem formaður flokksins. Foot, sem
er úr vinstri armi flokksins, hefur
þar með bæst í hóp þeirra Dennis
Healeys og tveggja annarra úr
vinstri arminum. John Silkins,
fyrrv. landbúnaðarráðherra, og
Peter Shores, talsmanns flokksins
i utanrikismálum.
Menn úr vinstri armi Verka-
mannaflokksins og ýmsir verka-
lýðsleiðtogar hafa að undanförnu
lagt mjög hart að Michael Foot að
gefa kost á sér og reyna með því að
koma í veg fyrir að Dennis Healey,
sem er úr hægri armi flokksins,
verði eftirmaður Callaghans sem
formaður flokksins. Talið er að
framboð Foots veikji mjög mögu-
leika Shores, sem er meira hægfara
en Silkin en hefur í mörgu áþekkar
skoðanir og Foot.
Michael Foot sagði í yfirlýsingu
sinni, að hann ætlaði að beita sér
fyrir breytingu á reglum um for-
mannskjör á þann hátt, að formenn
verkalýðsfélaga og stjórnir flokks-
deildanna, sem margar eru í hönd-
um vinstrimanna, kysu formann-
inn en til þessa hafa þingmenn
flokksins valið hann.
Átökin í breska Verkamanna-
flokknum eru nú komin á það stig,
að margir óttast, að hann klofni og
hafa þeir, sem eru til hægri í
flokknum, legið Callaghan mjög á
hálsi fyrir að hafa leyft vinstri
mönnum að ná undir sig mörgum
þýðingarmiklum flokksdeildum. í
skoðanakönnun, sem gerð var fyrir
Keppinautar i formannskjöri, Dennis Heaiey (t.v.) og Michael Foot,
koma til fundar i aðalstöðvum bresku verkalýðshreyfingarinnar i dag.
(AP-símamynd)
breska blaðið The Observer, kemur
fram, að þrír af hverjum fjórum
kjósendum Verkamannaflokksins
taka Dennis Healey fram yfir
Micheal Foot ef kosið yrði á milli
þeirra tveggja.
anna. í viðtali við AP-
fréttastoíuna í Beirút
sagði Rafsanjani einnijí,
að „mjög ólíklegt" væri. að
KÍslarnir yrðu leiddir fyrir
rétt. írakar segjast hafa
örlög Ahadan ok Khorr-
amshahr í hendi sér en
íranir segjast hafa hrund-
ið skriðdrekaárás á Aba-
dan og að barist sé í návígi
í Khorramshahr.
í viðtalinu við Rafsanjani sagði
hann, að skilyrðin fyrir frelsi
gíslánna yrðu trúlega þau sömu og
Khomeini hefði fyrr kveðið á um,
þ.e.a.s., að auðæfum keisarans
fyrrv. og inneignum Írana erlendis
verði skilað og Bandaríkjamenn
falli frá öllum kröfum á hendur
Írönum. Carter Bandaríkjaforseti
sagði í dag, að ef gíslunum yrði
sleppt, yrði viðskiptabánni á írani
aflétt og að komið yrði á eðlilegu
viðskiptasambandi.
íranir sögðu í dag, að barist
væri af hörku á öllum vígstöðvum
en viðurkenndu þó í fyrsta sinn, að
írakar hefðu allar helstu leiðir til
Abadan á sínu valdi. Þeir sögðust
þó hafa hrundið árás á borgina og
valdið Irökum miklu tjóni. Iranir
segja, að enn sé barist í návígi í
Khorramshahr, sem þeir hafa nú
endurskírt og kalla Khuninshahr,
þ.e. Blóðborg, vegna hinnar fræki-
legu frammistöðu varnarliðs borg-
arinnar, að því er þeir segja.