Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
fyrir sér, eða þannig skynjaði ég
það. Svo ég leitaði fyrir mér þar,
og enn með það í huga að verða
stjórnandi, gera kvikmyndir
sjálfur. í langan tíma, nokkur ár
held ég, vann ég að kvikmynda-
handriti í frístundunum.
Fór það líka veg allrar verald-
ar?
Já, það fuðraði víst upp í logun-
um líka.
En listamannsdraumurinn?
Draumurinn já, hvers draumur
sem það nú var; hann snérist nú
sjálfsagt fyrst og fremst um það
að ná frama í áhugaverðu og
spennandi starfi. Ég var reyndar
orðinn kristinn, hafði gengið
gegnum öll stigin, allt frá þjóð-
kirkjuguðfræði úr snubbóttri
skólatrúfræði til guðleysis um 14
ára aldur. Þaðan gegn austur-
landaheimspeki og eins konar
Búddisma á 16—17 ára aldri til
nýrrar guðstrúar, og síðan aftur
til kristinnar trúar og að lokum
upptöku í kaþólsku kirkjuna
þegar ég var 21 árs. Ég get samt
ekki sagt að neitt af þessu hafi
haft áhrif á listamannsþróun
mina. Mér datt t.d. aldrei í hug
að gera trúarlega kvikmynd, eða
ekki minnist ég þess.
Burtséð frá rómantísku hlið-
inni, hvað er það þá sem megnar
að fá ungan kvikmyndagerðar-
mann til að pakka allt í einu
Þessa dagana stendur yfir í Róm synoda kaþólskra
biskupa frá öllum löndum heims.
Umræðuefni synodunnar að þessu sinni er „Kristin
fjölskylda i nútímaþjóðfélagiu. í júní í sumar var haldinn i
Osnabruck í Þýskalandi annar af tveimur árlegum fundum
biskuparáðstefnu Norðurlanda. Samhliða ráðstefnunni var
haldið þing kaþólskra leikmanna frá Norðurlöndunum,
og var fimm manna hópur frá íslandi meðal þátttakenda.
Biskuparnir, sem skiljanlega skortir ýmsa vitneskju —
eða a.m.k. reynslu — um hin margvíslegu vandamál tengd
hjónabandi og fjölskyldulífi, höfðu beðið leikmenn um aöstoð
og álit þeirra.
Ýmsir þættir þessa fjölbreytta viðfangsefnis voru
ræddir á þinginu, en einkum voru það þrir málaflokkar,
sem hæst bar og mest virðist aðkallandi að kirkjan sem slik
taki afstöðu til. Þeir eru: Getnaðarvarnir, óvígð sambúð og
endurgifting fráskilinna kaþólikka.
Þegar niðurstöður leikmannanna lágu fyrir var Gram
Oslóarbiskupi falið að koma þeim á framfæri í Róm, en
Gram er einmitt fulltrúi Norðurlandabiskupana á synodunni
þar.
Svo fróðlegt — og reyndar nauðsynlegt — sem það er
fyrir hirða kirkjunnar að kynna sér sjónarmið fólksins í
söfnuðunum, er líka fróðlegt fyrir hinn venjulega leikmann að
skyggnast inn í líf manna, sem álíta sig hafa fengið köilun
frá guði. Köllun Trappistanna, öðru nafi Cistercienser-
munkanna, er köllun til einveru og þagnar, jafnframt því
sem þeir vinna hörðum höndum fyrir tilveru sinni.
í eftirfarandi viðtali er rætt við einn slíkan, en ferill
hans hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegur. Viðtalið tók
Svend Aage Rasmussen, ritstjóri kaþólska tímaritsins St.
Olav, við Gram Oslóarbiskup í tilefni sextugsafmælis hans á
þessu ári.
(þýð.)
istamaður
hermaður
- munkur
- biskup
Viðtal Svend Aage Rasmussen
við John Willem Gram, Oslóar-
biskup kaþólskra, í tilefni af
sextugsafmæli hans á þessu ári.
Þegar maður situr andspænis
John W. Gram er dálítið erfitt að
trúa því að maður sitji þar
frammi fyrir sextugum biskupi.
Venjulega gerir maður sér bisk-
upa í hugarlund sem virðulega
öldunga, greinilega markaða af
alvöru- embættisins, menn sem
auðvelt er að flokka undir ákveðið
lífsmunstur. — Finnst manni! —
Þetta er auðvitað undir ýmsu
knmið. En að Gram biskup hefur
náð sextugsaldri án þess að
ábyrgð embættisins hafi sett
mark sitt á útlit hans — það fer
ekki á milli mála. Kannski er
skýringin að einhverju leyti fólgin
í því sem mætti hugsanlega nefna
„æfintýrið um biskup". Margvísleg
atvik hafa átt sinn þátt í að
þroska og móta þennan mann og
leitt til þess að líf hans tók nokkuð
sérstæða stefnu.
Það er því ekki úr vegi að spyrja
hann, þegar hann lítur til baka á
árin og atvikin, sem féll í hans
hlut að kljást við, hvort þetta hafi
verið innihaldsrík ár.
Ég fékk að taka þátt í afar
mörgu og fannst ég auðgast á
því, svo svarið verður já!
Er hægt að segja að stigin
listamaður-hermaður-munkur-
biskup hafi miðlað hvert öðru
fyllingu?
Þegar ég lít um öxl finnst mér að
svo hafi verið, þó jafnframt hafi
verið um gífurleg umskipti að
ræða. Fyllingin er líklega helst
fólgin í því að maður náði að
víkka sjóndeildarhringinn þann-
ig að færra mannlegt varð óvið-
komandi.
Var kvikmyndagerðin og starfið
við hana að einhverju leyti lista-
mannsdraumur, eða átti það sér
ákveðið markmið?
Spurningar yðar eru nokkuð
annars háttar en þær sem ég hef
spurt sjálfan mig gegnum árin,
eða kannski spurt og gleymt svo.
Listamannsdraumurinn hlýtur
að hafa verið til staðar. Reyndar
var það nú ópera!
Ekki kvikmyndir?
Jú seinna meir, eftir stríðið, en
lengi vel var það ópera, og alveg
frá barnæsku. Sex ára gamall
vildi ég reyndar verða leikari.
Síðan leikstjóri. Ég stjórnaði
mörgum minni háttar verkum
við öll tækifæri á háaloftinu
heima og í kjallaranum. Eftir
fyrstu kynni mín af óperu —
Carmen í Bergen kringum 1930
— var það hún sem ég vildi
starfa við sem stjórnandi. Frá
13—16 ára bjástraði ég við að
setja saman óperuorðabók.
Það var kostulegt! Hefði verið
gaman að fá að líta í hana.
Eldmóð æskunnar og hugsjónir —
hvað varð af handritinu?
Það varð aldrei fuilgert og lá
lengi í koforti uppi á háalofti.
Þegar ég gekk í klaustur fór það
á bálið eins og svo margt annað.
Óperan varð snemma snar þátt-
ur af tilveru minni. Þegar ég var
16 ára bauðst mér að fara á
sumarskóla í Englandi, i lista-
mannahverfi í Devon. Ég fór
ekki til Noregs aftur, ekki fyrr
en eftir stríð. Ég fékk m.a. að
spreyta mig sem aðstoðarleik-
stjóri við Old Vic í London. Ég
kynntist mörgu áhugaverðu fólki
ogýmsum andans stórmennum á
mótunarárum minum. Fyrir það
ailt er ég mjög þakklátur.
En kvikmyndagerðin, hvenær
hófst hún?
Milli óperunnar og kvikmynda-
gerðarinnar kom gjörólíkt tíma-
bil — styrjaldarárin. Ég var í
Róm, London, Tromsö, Ösló og
Bergen og ýmist í breskum eða
norskum einkennisbúningi. Þeg-
ar ég afskráðist úr síðasta starf-
inu sem liðsforingi á Akerhús-
herstöðinni um áramótin
1945—46 var eins og veröldin
væri orðin allt önnur. Maður
vildi horfa fram á við. óperan
tilheyrði gamla tímanum. Kvik-
myndin átti framtíðina í sér og
saman og fara og gerast munkur?
Þó einhver snúist til kaþólsku er
ekki þar með sagt að viðkomandi
þurfi endilega að ganga i klaustur
og í ofanálag eina af ströngustu
reglunum sem fyrirfinnast.
Hvernig gerðist þetta eiginlega?
Það vottar fyrir viðkvæmni í
brosi biskupsins meðan hann leit-
ar eftir fótaskemlinum.
Sá einn, sem hefur verið „stillt
upp við vegg“ af Drottni, getur í
rauninni gert sér grein fyrir
hvað átt er við með hugtakinu
köllun. Að gerast Cistercienser-
munkur var raunar það síðasta
sem ég hefði getað hugsað mér,
og ég hefði hlegið mig máttlaus-
an af hugmyndinni svona tveim
árum áður en það gerðist. Ég get
aldrei útskýrt þetta. Það byrjaði
að þróast hægt og hægt meðan
við vorum að klippa myndina
Þungt vatn í París 1947. Stig af
stigi var eins og frá mér tekinn
áhuginn á öllu því sem fram að
þeim tíma hafði fyllt tilveru
mína sem listamanns. Jafnframt
var ég djúpt snortinn af trú
minni. Og fullvissan um að
Drottinn ætlaðist til einhvers
sérstaks af mér varð svo sterk að
í stað þess að byrja á nýju
verkefni sem beið mín, tók ég
mér umhugsunarfrí. Settist aft-
ur á skólabekk og tók stúd-
entspróf á latínukjörsviði.
Það var argasta strit. Að loknu
prófi árið 1949 var ég meira en
nokkru sinni fyrr altekinn af
þeirri hugsun að gera guðs vilja,
hvað svo sem það fæli í sér.
Skref fyrir skref var ég svo
leiddur til þessarar merkilegu
eyjar í Bristol-flóa, Caldey, en
þar er til húsa sambýli Cisterci-
ensermunka, sem sjá sér far-
borða með vinnu sinni. Ég var
ekki fyrr kominn þangað en mér
var ljóst að það var einmitt
þarna sem ég átti að vera.
Gagnvart sjálfum mér var í
þessu öllu eitthvert eigið knýj-
andi innra samhengi, en sem
hlýtur að hafa verkað á fjöl-
skyldu mína og vini sem eins
konar geggjun.
Svo ég víki að athugasemd yðar
um að það þurfi ekki að vera
samband á milli þess að snúást
til kaþólsku og svo köllunar til
klausturlífs, þá er ég Martan-
lega sammála. Klausturköílun er
sjaldgæf og nær aðeins til mjög
takmarkaðs hóps. Aðeins Drott-
inn einn veit hverja, hvers vegna
og til hvers hann kallar. Að ég
hafi verið meðal þessara fáu hef
ég ekki efast um eitt andartak.
Hvers vegna það varð fæ ég ekki
að vita hérna megin gafar. Og
„til hvers “ gæti verið fróðlegt
íhugunarefni í ljósi þess sem
síðar gerðist.
Já, það er óhætt að segja. Og
hvað gerðist svo þá?
Að 13 árum liðnum varð ég að
yfirgefa klaustrið og snúa aftur
til Noregs. Þetta gerðist á hinn
bóginn ekki vegna neinnar innri
þróunar, heldur var það tilskip-
un frá æðri stöðum.
Snúum okkur aðeins aftur að
klaustrinu. Vöknuðuð þér hastar-
lega upp að vera allt í einu kominn
í reynsluvist hjá Trappistunum?
Nei, þetta með að „vakna upp“
var þá að baki. En líkamlega
voru þetta gífurleg umskipti. Þó
maður taki þá einörðu ákvörðun
að gefast guði algjörlega þarf
líkaminn ekki síður en sálin að
vera með á nótunum. Umskiptin
eru mikið áiag á allt eðlisfar
mannsins. Þess vegna hafa Cis-
erciensarnir tveggja ára
reynslutíma. — En þetta gekk
vel, böndin héldu.
Nú var það sjálfsagt ekki ein-
skær einbúafriðsæld að koma til
Caldey Island. Það leið ekki á
löngu áður en varð að taka ýmsa
verklega tækni í þjónustuna. —
Þér urðuð vélamaður og sérfræð-
ingur um landbúnaðarvélar, og
svo sáuð þér um bókhaldið yfir
reksturinn. Höfðu þessi fremur
óskáldlegu hlutverk engin trufl-
andi áhrif á Cistercienserköllun-
ina, hugsjónina og það markmið
sem þér höfðuð kannske sett yður
sem nýmunkur.
Friðsæld var það ekki. Cisterci-
ensarnir hafa alltaf starfað sem
ein fjölskylda og unnið að öllu í
sameiningu. Þannig slípast
menn hver á öðrum á heldur
órómantískan hátt. Samt voru
þetta hamingjuár, þó að við
hefðum meira að gera en munk-
ar almennt. Við lögðum geysi-
hart að okkur til að sjá okkur
borgið efnahagslega. Cisterci-
ensarnir lifa af akuryrkju og á
Caldey snérist spurningin ein-
faldlega um það hreinlega að lifa
af. Klaustrin verða nefnilega að
geta látið endana mætast, ann-
ars eru þau lögð niður. Svo allar
rómantískar hugmyndir um líf
nýmunksins við hugleiðslu, bæn-
ir, andlegan lestur og hæfilegan
skerf af vinnu, stóðu hvað okkar
hóp snerti (við vorum tólf tals-
ins) fljótlega frammi fyrir köld-
um veruleikanum sjálfum: Bar-
áttunni við að komast af. Við
komumst af. Þessi barátta er
háð enn í dag eins og á öllum
öldum í býsna mörgum klaustr-
um af okkar reglu.
Þér voruð kallaður nokkuð
snögglega burt úr hinni eiginlegu
munkatilveru?
Biskupinn réttir sig upp í stóln-
um og andvarpar þunglega:
Já, það er óhætt að segja. Staða
Cisterciensermunksins á að vera
trygg. í og með vegna þess að
munkarnir vinna sérstakt heit
sem bindur þá við klaustrið sem
þeir gengu í, heit sem á hinn
bóginn skuldbindur líka klaustr-
ið gagnvart þeim.
Það kom því eins og þruma úr
heiðskíru lofti einn daginn
beiðni frá yfirmanni reglunnar:
Hvort ég vildi — og mætti —
koma til höfuðstöðvanna í Róm
sem hagfræðilegur ráðunautur.
Cistercienser á í rauninni aldrei
nema eitt svar: Ég geri eins og
mér er sagt. Það var enski
ábótinn sem tók ákvörðunina.
„You must go,“ sagði hann,
„Apparently they can’t think of
nobody else.“ Umskiptin voru
gífurleg. En Róm hafði alltaf
heillað mig, og ég hélt lika áfram
að vera meðal bræðra.
Svo urðuð þér biskup. í fyrst-
unni sem lærlingur hjá Mangers
biskupi. Var það ekki enn eitt
umrótið, eða hafði dvölin í Róm
sléttað veginn?
Endurkoman til Noregs sem
aðstoðarbiskup var endahnútur-
inn á umrótinu, og verri vegna
þeirrar fullvissu minnar að hér
hlyti að vera um mistök að ræða.
Ég held reyndar, eins og þér
bendið á, að fulltrúastarf mitt í
Róm hafi sléttað brautina í þeim
skilningi að þeir á toppnum
vissu aðeins meira um hugsan-
lega stjórnunarhæfileika mína
en annars hefði verið mögulegt.
A Caldey var ég aðallega véla-
maður, organisti og kennari.
En á hinn bóginn: Mjög lítið af
menntun minni og reynslu úr
klaustrinu gat komið að notum
við starf mitt í Noregi. Ég hafði
aldrei séð barnaskírn, aldrei
verið sálusorgari og naumast
hlýtt á skriftir. Og nú átti ég allt
í einu að vera leiðtogi manna
sem voru margreyndir í öllu
þessu úr löngu prestsstarfi. Ein-
kennilegt val!
Ef þér eruð nú algjörlega hrein-
skilinn, hvort er þá auðveldara að
vera biskup eða Cistercienser-
munkur?
Gram biskup hikar andartak,
brosir síðan.
Það er hvort tveggja erfitt, en á
mjög ólíkan hátt. Reyndar held
ég að það sé ekki hægt að svara
svona spurningu af fullkominni
hreinskilni, svo ég segi pass.
Nú felur biskupsstarfið það í sér
að einu leytinu að vera stjórnandi
og hinu leytinu að vera prestur.
Hvernig gengur að sameina þessa
tvo þætti, og er mögulegt í svo
strjálbýlu biskupsdæmi, kaþólskt