Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
1 tilefni þess að landbúnaðar-
mál hafa verið talsvert til um-
ræðu undan farið og þá ekki sízt
mál aukahúgreinanna svo koil-
uðu. það er alifuida ok svínarækt-
ar, ræddi Mbl. við þá Jón M.
Guðmundsson bónda á Reykjum
og Þorstein Sinmundsson hónda í
Elliðahvammi sem báðir eru
stjórnarmenn í Samhandi eBKjæ
framleiðanda <>k innti þá eftir
stöðu mála:
„Okkur finnst að í þessum
umræðum um kjarnfóðurskatt ok
alifuglabú hafi K*tt nokkurs
ofstækis <>k að menn hafi sótt sín
mál af fullmiklu kappi. Það sem
við óttumst mest, er að þessar
búgreinar séu að færast yfir á
mjög fáar hendur, og bú að verða
of stór. Við teljum heppilegustu
bústærðina vera fjölskyldubúin,
sem eru með 3 til 5 þúsund fugla.
Það er ekkert vitað um afkomu
stóru búanna, svo erfitt er að
segja um hver staða þerra er, en
við vitum til þess að mörg þeirra
eiga í talsverðum erfiðleikum. Við
teljum að það séu nauðsynlegt að
hafa eftirlit með því að búin verði
ekki of stór og lendi ekki í of fáum
höndum. Við teljum fjölskyldubú-
in mun heppilegri stærð fyrir hinn
heimamenn úti á landi verði ekki
fyrir tjóni eða erfiðleikum vegna
þess.“
Með hvaða hætti hafa bænda-
samtökin brugðizt við offram-
leiðslu á landbúnaðarvörum? Og
eruð þið sammála niðurstöðu
fundar Stéttarsambands bænda
um framleiðsluskerðinguna?
Jón: „Mér finnst það athyglis-
vert að bændur sjálfir hafi sett á
sig kjaraskerðingu með svo köll-
uðu kvótakerfi og kjarnfóður-
skatti til dæmis. Þetta hafa engar
aðrar stéttir gert. I sjálfu sér tel
ég kjarnfóðurskattinn nú, eins og
áður, koma mjög ójafnt niður og
leggjast með miklum þunga á
alifuglabúin."
Þorsteinn: „Þegar skatturinn
var settur á í júní þurftu ekki
aðrar búgreinar á kjarnfóðri að
halda yfir hásumarið, en hann
lenti með fullum þunga á okkur
alifugla- og svínabændum. Skatt-
inum er fyrst og fremst beint gegn
okkur, það erum við sem greiðum
hann, en aðrar greinar virðast
geta komizt hjá því að nota
kjarnfóðrið, nema í mjög litlum
mæli einkum að sumrinu. En það
er rétt að fugla- og svínabændur
hafa látið skattinn ganga nær
sem sveltir
smáa markað okkar en verk-
smiðjubúin og vegna stóru búanna
hefur orðið offramleiðsla, sem
orsakar undirboð á markaðinum,
sérstaklega á eggjum. Það eru
alltaf að koma fjársterkir aðiljar
inn í þetta, sem skemma fyrir
búgreininni og gera þeim smærri
erfitt fyrir. Þessi búgrein á því
nokkuð í vök að verjast, fjársterk-
ir aðiljar hafa fjármagnað stór og
vélvædd bú og hafa síðan komið
inn á markaðinn með undirboð.
Þegar svo eitthvað kemur fyrir
verður skortur, á eggjum og ef illa
fer ber almenningur skaðann og
greitt verður úr þeim sjóðum
búrekendunum til aðstoðar, sem
þeir svo neita að borga í.
Við teljum eðlilegt að eitthvert
skipulag sé á þessum málum, svo
frjálsræðið njóti sín, en ekki ríki
sú óreiða, sem verið hefur. Við
viljum að búgreinin hafi að
nokkru leyti stjórn á sinni eigin
framleiðslu, án þess þó að um nein
höft verði að ræða.
Við teljum það einnig eðlilega
þjónustu við neytendur, að rekin
verði á höfuðborgarsvæðinu dreif-
ingarstöð á frjálsum grundvelli,
sem annist eðlilega dreifingu
eggja um allt land, þannig þó að
sína,
beint út í verðlagið og vegna þess
hefur hækkað verð dregið veru-
lega úr sölu eggja, fugla- og
svínakjöts og þar af leiðandi gert
viðkomandi bændum erfitt fyrir.
Við vorum komnir mjög nálægt
heimsmarkaðsverði á eggjum áður
en skatturinn kom til, en nú er allt
slíkt löngu úr sögunni og verður
ekki mögulegt í bráð.“
Hvernig lízt ykkur á tillögurn-
ar, sem samþykktar voru á fundi
stéttarsambands bænda nú í
haust og fjölluðu um þessi mál?
Þorsteinn: „Þær báru með sér
að höfundar þeirra hefðu mjög
litla þekkingu á þessum búrekstri
og stöðu hans í dag.“
Jón: „Ein ástæðan er sú, að
þessar tillögur voru hraðsoðnar á
allt of skömmum tíma og mér
finnst að stéttarsambandið hefði
að fundinum loknum átt að vinna
betur úr þeim til að einfalda þær
og skýra."
Hvað finnst ykkur um fram-
kvæmdina á kjarnfóðurskattsmál-
unúm?
Jón M. Guðmundsson
Þorsteinn Sigmundsson
Sú þjóö,
bændastétt
er glötuð
Jón: „Með hliðsjón af því, sem
fram er komið, finnst mér nauð-
synlegt að einfalda þetta mál til
þess að auðvelda framkvæmdina
og að þetta verði sem eins konar
framleiðslustjórnartæki sem hafi
sem minnstan kostnað og fyrir-
höfn í för með sér. En að sjálf-
sögðu er það skoðun okkar að við
viljum losna við þennan skatt, sem
að okkar mati gerir ekkert annað
en að hækka framfærslukostnað
hins almenna neytenda. Það sann-
ast á skattinum, að bókun sem ég
lét gera á fundi Stéttarsambands
bænda á Eiðum 1978 hefur að
mestu komið fram. En þá sagði ég,
að skatturinn myndi skapa meiri
vanda, en honum væri ætlað að
leysa."
Hinsvegar vil ég taka fram að
verulég lækkun náðist fram á
stéttarsambandsfundinum úr 40%
í 33,3% og sömuleiðis fékkst það
samþykkt að 20% af gjaldinu
gengi aftur til hagræðingar í
búgreininni. Hinsvegar er ekki úr
vegi að það komi fram hér að
fugla- og svínabændur eru ekki að
öllu leiti á eitt sáttir í þessum
málum t.d. hafði varaformaður
svínaræktarfélags íslands þau
ummæli á stéttarsambandsfund-
inum í haust og hann þakkaði
landbúnaðarráðherra fvrir að
hafa sett skattinn á. Formaður
félags kjúklingabænda sem sat
þennan fund sagði að sínir félags-
menn myndu umbera kjarnfóð-
urgjaldið ef bændur í öðrum
búgreinum tækju málum kjúkl-
ingabænda með skilningi."
Þorsteinn: „Ég tel nauðsynlegt
að útungunarstöðvar verði ein-
angraðir staðir frá hinum venju-
legu eggjaframleiðslubúum og
hluta af endurgreiðslunni verði
varið til að bæta úr núverandi
ástandi sem sumstaðar er ekki
nógu gott.“
En hvað viljið þið segja um
sjóðagjöldin?
Jón: „Allar stéttir hafa byggt
sig upp með einhvers konar sjóða-
myndunum, sem menn greiða þá í
af framleiðslu sinni og sem er þá
eins konar trygging fyrir viðkom-
andi aðilja og sjáum við ekkert
athugavert við það. Hins vegar
leggjum við höfuðáherzlu á að
þessi gjöld komi jafnt niður á
öllum, en því hefur ekki verið að
heilsa."
Þorsteinn: „Við greiðum nærri
þrisvar sinnum hærri sjóðagjöld
en aðrir bændur miðað við meðal
bústærð og það teljum við að
sjálfsögðu algerlega óviðunandi.
Stjórn eggjaframleiðenda kaus
mann til að starfa í nefnd, sem
hefur það hlutverk að leiðrétta
þetta misrétti, en hún hefur ekk-
ert starfað. Reglugerð sú, sem nú
er í gildi varðandi sjóðagjöldin er
stórgölluð og þyrfti algerrar
endurskoðunar við og það hið
bráðasta."
Jón: „Það hefur komið fram að
margir fugla- og svínabændur
skuldi þessi gjöld, en það er ekki
rétt, öll smærri búin hafa þegar
greitt gjöldin, en það hafa stóru
búin ekki gert. Svínabændur hafa
greitt öll sín gjöld í sláturhúsun-
um og skulda því ekki neitt, sem
teljandi er. Fuglabændur hafa
flest allir einnig staðið skil á
sínum gjöldum, þrátt fyrir þá
mismunun sem þeir búa við gagn-
vart öðrum búgreinum.
Þorsteinn: „Hins vegar eru fáir
en stórir eggjabændur, sem enn
hafa ekki staðið skil á neinum
sjóðagjöldum, eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum."
Jón: „Framleiðendur kjúkl-
ingakjöts hafa staðið skil á sínum
gjöldum, en einungis þeir sem
leggja inn í hið nýja sláturhús
Isfugl í Mosfellssveit og svo Jónas
í Sveinbjarnargerði. Aðrir kjúkl-
ingabændur, sem slátra sínu fið-
urfé meira og minna heima með
lélega aðstöðu hafa hins vegar
komið sér undan því að greiða
þessi gjöld."
Þorsteinn: „Krafa þeirra fugla-
bænda, sem greitt hafa sín sjóða-
gjöld, er sú að allir sitji við sama
borð og greiði sín gjöld eins og
þeim ber samkvæmt landslögum.
En þessum landslögum verður
hins vegar að breyta til þess, að
þessar búgreinar greiði ekki hærri
gjöld en aðrir bændur í landinu."
Jón: „Allar menningarþjóðir
stuðla að því að veruleg landbún-
aðarframleiðsla sé í löndum
þeirra og beita til þess niður-
greiðslum og það teljum við vissu-
lega eðlilegt. Egg, kjúklingar og
svínakjöt hafa ekki verið tekin inn
í þetta kerfi og vafasamt er að það
verði hentugt. Hins vegar fer það
ekki á milli mála að niðurgreiðsl-
ur kjarnfóðurgjald og óréttlát
sjóðagjöld valda feiknarlegu mis-
rétti á matvælamarkaðinum og
það verður að leiðrétta. Sú þjóð,
sem sveltir bændur sína, er glöt-
uð.“
Hæstiréttur stað
festi úrskurðinn
IIÆSTIRÉTTUR íslands helur
staðfest úrskurð sakadóms
Reykjavíkur þess efnis, að Þor-
valdi Ara Arasyni lögfra'ðingi
skulu veitt leyfi til málflutnings
fyrir héraðsdómi og Ila'starétti.
Eins og komið hefur fram hér í
blaðinu óskaði Þorvaldur eftir
þessum réttindum, en þeim var
hann sviptur með dómi fyrir
allmörgum árum. Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, fulltrúi yfirsakadóm-
ara, kvað. upp þann úrskurð að
svipting réttindanna skyldi niður
falla. Ríkissaksóknari kærði úr-
skurðinn til Hæstaréttar, sem nú
hefur staðfest hann.
(83033
i I
í þessum sal gcta viðskiptavinir Radióbúðarinnar hf. kannað hljómgæði hinna ýmsu hljómtækja sem þar
eru á boðstólum. Ljosm. Kristján.
Stúdíó fyrir viðskiptavini i Radíóbúðinni
NÝLEGA var lokið við að ganga
frá sérstökum sal i Radíóbúðinni
hf. Skipholti 19, sem er sérstak-
lega hannaður með tilliti til
hljómburðar. Mun viðskiptavin-
um verslunarinnar framvegis
gefast kostur á að kynna sér
hljómgæði tækjanna sem verslun-
in selur þarna i salnum.
Að sögn forráðamanna verslun-
arinnar er mikil þörf á slíku
„stúdíói", verslunin leggi mikia
áherslu á að hafa einungis á
boðstólum hágæða hljómtæki og
verði viðskiptavinir því að hafa
fullkomna aðstöðu er þeir velja
þau.