Morgunblaðið - 21.10.1980, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.10.1980, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 vmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm* Valsmenn leika , kanalausir gegn IR EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik i kvöld. Valsmenn mæta ÍR í Laug- ardalshöll og hefst leikur liöanna kl. 20.00. Valsmenn munu leika án Bandarikjamannsins Ken Burell sem haldinn er af landi brutt. Móðir hans mun hafa lent i bílslysi ok mun það hafa verið aðalástæðan fyrir þvi að hann fór. Valsmenn munu því þurfa enn einu sinni að leita fyrir sér með leikmann. Mun Danny Shou- es vera kominn i samband við leikmann að nafni Parker ok er að athuKa með hvort hann muni fást til landsins. Risi til Armanns VIÐ settum okkur í samband við Bob Starr og hann hefur útvegað okkur leikmann, sagði Davíð Arnar fyrirliði Ármenninga i körfuknattleik. Við fáum leik- mann að nafni James Breele 28 ára gamlan. Ilann er 2.14 metrar á ha*ð og hefur að undanförnu leikið sem atvinnumaður í Arg- entinu. Bob hefur alltaf útvegað okkur frábæra leikmenn og þessi þykir i sérflokki. Hann hefur meðal annars leikiö i NBA at- vinnumannadeildinni i Banda- rikjunum. Það er alveg ljóst að Breele verður Ármenningum mikill styrkur. - þr. Arnór skoraði LIÐ Arnórs Guðjohnsens sigraði Courtrai 5—1 um síðustu helgi i belgisku deildinni. Arnór skoraði glæsilegt mark i leiknum með skoti af löngu færi. Lokeren er nú i fjórða sæti i deildinni með 11 stig. Lið Ásgeirs Sigurvinssonar gerði jafntefli við Beveren á heimavelli. 1 — 1. Standard átti mun meira i leiknum en tókst ekki að sigra þrátt fyrir að eiga mörg góð marktækifæri. Lið Standard hélt strax eftir lcikinn til Vestur-Þýskalands en þar leik- ur liöiö á miðvikudag gegn F.C. Kaiserslautern í UEFA keppn- inni. Og má búast við erfiðum leik þar fyrir Standard. Úrslit leikja um helgina urðu þessi: Anderlecht — WinterslaK 2—0 WareKem — CS BruKKe 3—2 Gent — Berchem 3-0 Standard — Beveren 1-1 Berinjfen — Beerschot 1-0 Lokeren — Courtrai 5-1 FC BrUKKc — Molenheek 3-1 Waterschei — Lierse 3-4 Antwerpen — FC LieKC 2-0 Staðan er nú þannÍK: Anderlccht 9 6 11 24-9 15 Beveren 9 6 12 18-8 13 Standard 9 5 3 1 24-12 13 Molenbeek 9 5 2 2 13-9 12 lxikeren 9 5 13 17-11 11 Lierse 9 4 3 2 19-13 11 Waterschei 9 4 14 18-16 9 WareKem 9 4 14 14-14 9 Courtrai 9 4 14 13-15 9 Berchem 9 3 3 3 11-16 9 WinterslaK 9 4 0 5 13-14 8 CS BrtlKKC 9 3 2 4 16-16 8 Antwerpcn 9 3 2 4 10-19 8 CS BrUKKC 9 3 1 5 17-23 7 BerinKen 9 2 2 5 12-18 6 Gent 9 2 2 5 6—14 6 Beerschot 9 2 16 11-16 5 FC Líckc 9 0 18 7-20 1 Þríhyrningurinn loks fullkominn LOKS hefur miðherjaþríhyrning- urinn enski gengið upp. En um helgina seldi Brighton Peter Ward til Nottingham Forest fyrir 700.000 sterlingspund. í staðinn keypti Brighton Andy Ritchie frá Manchester Utd fyrir 500.000 pund. Er leiðin því greið fyrir United að tryggja sér Garry Birtles hjá Forest, en félögin komust að samkomulagi um kaupverð fyrir 10 dögum. Mun United greiða 1,2 milljón punda fyrir Birtles. Þessir kappar leika væntanlega allir með sínum nýju félögum á laugardaginn, en þá mætir Brighton Manchester City á heimavelli sinum. Forest leikur á útivelli gegn Norwich og Manchester Utd fær Everton i heimsókn. Ken Burrell sem lék með Val er farinn heim. og kemur ekki aftur. Ljósm. Emilia. Ásgeir Sigurvinsson á erfiðan leik fyrir höndum á miðvikudag i V-Þýskalandi með Standard I Evrópukeppninni. sigur Þórs MEISATARAFLOKKUR Þórs í kvennaflokki sigraði lið Hauka á Akureyri um helgina, 16 — 15. Staðan i hálfleik var jöfn. 8—8. Nokkur haustbragur var á leik liðanna. en þó brá fyrir sa*mi- legum köflum. sér í lagi hjá Þór. Fyrri hálfleikur var jafn en í siðari hálfleik hafði Þór ávallt yfirhöndina. Mörk Þórs í leiknum skoruðu: Þórunn 8. Dýrfinna 4, Magnea 3, og Freydís 1. Mörk Ilauka: Svanhildur 5, Scsselía 4. Hólmfriður 2, Kolbrún 2, Guðrún og Elfa 1 mark hvor. Sor. HK byrjar vel í 2. deild LJÓST er að HK, sem féll úr 1. deild I fyrra, ætlar sér sæti sitt aftur næsta vetur. Það fengu Eyjamenn að sjá á laugardaginn er IIK sigraöi Tý í 2. deildinni 19—13. HK-menn léku hraðan og góðan handknattleik og sigruðu verðskuldað. Mikil breyting hef- ur orðið á liðsskipan Týs frá siðasta vetri og má búast við að það taki þá Týrara nokkurn tima að aðlagast breyttum aðstæðum. Liðið er að mestu skipað ungum heimamönnum en þjálfari liðsins er hinn góðkunni landsliðs- markvörður Jens Einarsson. Fyrri hálfleikurinn á laugar- daginn var jafn og skemmtilegur og þá áttu Týrarar í fullu tré við HK-menn. Um miðjan hálfleikinn var jafnt, 5—5, en í hálfleik hafði Týr yfir, 8—7. HK byrjaði síðan síðari hálfleikinn af krafti og skoraði fjögur mörk í röð án svars frá Týrurum. Vörn HK var mjög góð og í markinu stóð besti maður þessa leiks, Einar Þorvarðarson, og hreinlega lokaði marki sínu. HK- 13=19 Einar varði m.a. tvö vítaköst. Þegar rúmar tvær mín. voru eftir var staðan 17—11 fyrir HK en Týrurum tókst að laga stöðuna örlítið í lokin og lokatölur þessa leiks 19—13 sigur HK. HK lék þennan leik lengst af vel og var góður hraði í spilinu hjá þeim. Vörnin var vel virk og markvarslan í besta gæðaflokki. Það má fastlega reikna með HK sem þátttakanda í baráttunni um sigur í deildinni. Einar Þorvarðar- son var yfirburðarmaður í liðinu en annars var liðið skipað mjög jöfnum leikmönnum. Sem fyrr segir hafa orðið mannaskipti hjá Tý frá því í fyrra, fjórir toppmenn þá nú horfnir á braut. í þeirra stað hafa komið Jens Einarsson, þjálfari og markvörður, og frískir strákar úr 2. flokki. Liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik en missti allt tempó í þeim síðari. Sóknarleikur liðsins gekk ekki upp að þessu sinni. Týsliðið stefnir að því að tryggja áframhaldandi veru sína í deild- inni, allt annað þar umfram verð- ur að teljast bónus. Enginn einn skaraði framúr í þessum leik en víst er að liðið á eftir að sýna betri leiki en þennan. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 5 (3v), Hallvarður Sigurðsson 4, Bergsveinn Þórarinsson 2, Hilmar Sigurgíslason 2, Jón Einarsson 2, Kristinn Ólafsson 2v, Ragnar Ólafsson 1, Magnús Guðfinnsson 1. Mörk Týs: Magnús Þorsteinsson 7 (4v), Sigurlás Þorleifsson 2, Valþór Sigþórsson 2, Þorvarður Þorvaldsson 1, Kári Þorleifsson 1. - hkj KR-ingar gerðu enga frægðarför til Eyja i stigasöfnun i tsl.móti 2. fl. karla. Týr sigraði KR 16-15 og Þór sigraði strákana úr Vest- urbænum 18—15. Valur sigraði á Akranesi ÍSLANDSMÓTIÐ I 1. deild kvenna í handknattleik er hafið af fullum krafti. Þremur leikjum er lokið i mótinu. Fram sigraði Viking 18—14, Þór sigraöi Hauka 16—15, og siöastliðið föstudagskvöld sigraði svo Valur lið ÍA á Akranesi með 13 mörk- um gegn 9. Leikur liðanna var afar jafn og það var ekki fyrr en i síðari hálfleik sem Valsstúlkun- um tókst að síga framúr. Mörk Vals i leiknum skoruöu: Ilarpa Guðmundsdóttir 5, Sigrún Berg- mundsdóttir 3, Erna Lúðvíksdótt- ir 2. Elin Kristinsdóttir 2. Ágústa Dúa 1. Mörk ÍA: Auður Sigurðar- dóttir 3. Lára Gunnarsdóttir 3, Ragnheiður Jónsdóttir 2, og Kristin Aðalsteinsdóttir 1. Lið Vals fékk átta vítaköst i leiknum en misnotaði sex þeirra. Fjöl- margir áhorfendur voru á leikn- um og mikill handknattleiks- áhugi er á Akranesi um þessar mundir. V/þr. Fram-sigur í slökum leik FRAM vann nokkuð öruggan sigur gegn Víkingi i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik um helgina. lokatölur leiksins urðu 18—14 og staðan í hálfleik var 10—5. Fram hafði ávallt forystu gegn Víkingi, en sýndi lítið af styrk- leika síðustu ára. Að vísu var sigurinn verðskuldaður, en það virtist örla dálítið á áhugaleysi. Víkingsdömurnar voru oft mjög óheppnar í leiknum, þannig fékk liðið tvívegis á sig mörk úr hraðaupphlaupum eftir að hafa átt stangarskot. Lið Víkings er efnilegt, en lék þó frekar þung- lamalega gegn Fram. í heild var leikurinn verulega slakur og bæði lið hafa sýnt sig geta mun betur. Jóhanna Halldórsdóttir var best í liði Fram. Guðríður var tekin úr umferð allan leikinn, en skoraði samt 8 mörk og segir það sína sögu. Annars var liðið jafnt. Hjá Víkingi bar mest á Eiríku og Ingunni. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 8, Jóhanna Halldórsdóttir 7, Oddný Sigsteinsdóttir 2 og Sigrún Blomsterberg eitt mark. Mörk Víkings: Ingunn Bernód- usdóttir 8, Eiríka Ásgrímsdóttir 3, Sigrún Olgeirsdóttir og Sigurrós Björnsdóttir eitt hvor. — gg Lögguliðið Oðinn tapaði í Eyjum ÞÓRARAR úr Eyjum, sem féllu í fyrra niður I 3. deildina, stigu fyrstu skrefin í átt að endur- heimtu sæti i 2. deildinni með goðum og öruggum sigri á „logguliöinu" Óðni í Eyjum á föstudaginn. Þrátt fyrir mörg vel æfð „löggutök" þeirra Öðinsmanna þá komu Þórarar með krók á móti bragði og sigruðu 20—16 eftir að staðan í hálfleik var 12—7 Þór í vil. Leikur þessi var frekar slapplegur handknatt- leikslega séð en þcim mun meira um haráttu og átök. Ásmundur Friðriksson bar af öðrum í leikn- um og skpraði 8 mörk fyrir Þór, Albert Ágústsson og Andrés Bridde skoruðu þrjú mörk hvor. Jakob Þórarinsson skoraði 8 mörk fyrir Óðin en Frosti Sæ- mundsson 3. ÍBV sigraði HK með fádæma yfirburðum í 2. deild kvenna í Eyjum á laugardaginn. — hkj. Aftur vann Gunnar Öskjuhlíðarhlaupið GUNNAR Páll Jóakimsson úr ÍR sigraði örugglcga í Öskjuhliðar- hlaupinu á laugardaginn. en það var fyrsta vetrarhlaup víða- vangshlaupara af mörgum. Gunnar Páll sigraði einnig I hlaupinu i fyrra og þá varð Ágúst Ásgeirsson félagi hans úr ÍR í öðru sæti sem nú. AUs tóku 25 hlauparar þátt I hlaupinu, þar af fjórar konur, og hefur annar eins fjöldi ekki tekið þátt i Öskjuhliðarhlaupinu, sem nú var háð þriðja árið i röð. Gunnar og Ágúst náðu sinum beztu timum i hlaupinu til þessa og þriðja og fjórða bezta tima frá upphafi, en þeir hafa verið með i ölium hlaupunum þremur. Tvo beztu timana eiga Sigfús Jónsson ÍR (24:03) og Ágúst Þorsteinsson UMSB (24:34) frá þvi i fyrsta hlaupinu. Thelma Björnsdóttlr UBK hefur sigrað i kvennaflokki þrjú ár i röð, og hefur tími hennar batnað ár frá ári, hljóp nú hálfri minútu betur en i fyrra. Annars náðu margir betri tima nú en áður, úrslitin urðu sem hér segin: 1. Gunnar P. Jóakimss. ÍR 25,12 2. Ágúst Ásgeirsson ÍR 25,15 3. Halldór Matthíasson KR 26,28 4. Magnús Haraldsson FH 26,39 5. Óskar Guðmundsson FH 26,49 6. Stefán Friðgeirsson ÍR 26,50 7. Einar Sigurðsson UBK 26,59 8. Jóhann Heiðar ÍR 27,07 9. Gunnar Kristjánsson Á 27,14 10. Leiknir Jónsson Á 27,17 11. Guðmundur Gíslason Á 27,51 12. Árni Kristjánsson Á 28,36 13. Sigurður Haraldsson FH 28,54 14. Sigurjón Andrésson ÍR 28,55 15. Ársæll Benediktsson ÍR 29,09 16. Þórólfur Þórlindss. UÍ A 29,34 17. Viggó Þórisson FH 32,30 18. Skúli Baldursson ÍR 35,47 19. Guðmundur Ragnar ír 37,08 20. Sigurgeir Siggeirsson ÍR 37,10 Þorbergur Högnason Val hljóp einn hring af tveimur á 20,09. Konur: 1. Thelma Björnsd. UBK 15,38 2. Linda Loftsdóttir FH 17,10 3. Ingunn Lenediktsd. ÍR 18,36 4. Jóna Siggeirsdóttir ÍR 18,49

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.