Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 37 Samtal við John WUlem Gran Oslóarbiskup kaþólskra séð, að inna prestsstarfið 100% af hendi gagnvart söfnuðum og ein- staklingum? Þetta er erfið spurning um flókið tvíþætt embætti. En ég get víst ekki sagt pass endalaust. Bisk- upsdæmi táknar guðsfólkið í kirkjulegum skilningi. Hver ein- stök kirkja er frumeining í heimskirkjunni. Bæði í raun- veruleikanum og kirkjuréttar- lega er biskupsdæmið aðgreint kerfi með sín skýru stjórnunar- legu sérkenni. Ef kerfið gengur aðeins vel á andlega sviðinu, en ekki á því stjórnunarlega, verður smám saman ringulreið, og bisk- upinn — og hann einn — er dreginn til ábyrgðar. Biskupinn er nefnilega ábyrgur, hvort sem honum líkar betur eða verr — líka þegar hann útnefnir full- trúa í sinn stað. Hann er ábyrg- ur fyrir útnefningunni. Þetta er hin biskuplega klípa (dilemma) — hann fær í hendur biskups- dæmi sem hann á svo þegar þar að kemur að afhenda óskaddað í aðrar hendur. A sama hátt og t.d. ég tók við Óslóarbiskups- dæminu frá Mangers biskupi verð ég einn góðan veðurdag (lifandi eða dauður) að afhenda það eftirkomanda mínum, verði ekki búið að taka það af mér áður vegna lélegrar stjórnunar. Ég er hræddur um að Róm líti fyrst og fremst á þessa hlið málsins. Heimskirkjan er líka heild sem þarf að geta starfað snurðulaust. Reyndin verður því sú að stjórnsýsla ýmiss konar — sem iðulega felur í sér ýmiss konar erfitt val — tekur drýgsta hlutann af tíma okkar. Þetta hefur orðið enn meira knýjandi eftir Vatikanþingið þegar kirkj- an sem slík tók að starfa sem kerfisbundin heild áiíka í hinu ytra: biskuparáðstefnur, dreif- ing kirkjuvaldsins, ráðgjöf í flóknum málum þegar leita þarf til páfastóls og jafnvel páfans sjálfs. Aðeins þeir biskupar sem hafa á að skipa nægilega mörgu og stjórnmenntuðu fólki (og þeir eru mjög fáir) hafa möguleika á að sjá af „nægum tíma“ ef svo má segja — til hreinnar prest- legrar sýslu. Biskuparnir ferma reyndar sjálfir og koma því undir þeim kringumstæðum út til safnað- anna. Þeir vísitera líka og pred- ika töluvert. En hin eiginlega sálusorgun situr á hakanum. Eg tel mig vita að biskupar yfirleitt harmi þetta, en flestir þeirra sem ég þekki eru stöðugt of- hlaðnir vinnu og verða að skipu- leggja tíma sinn. Og þá verður óhjákvæmilegt að velja fyrst það sem aðeins biskupinn getur gert, vegna þess að hann einn hefur yfir að ráða nægilegri yfirsýn. Starf prests og biskups er líka trúboðsstarf. Hvernig kemur það heim og saman þegar litið er til hins fjölþætta nútímasamfélags? Það er vafasamt að eiga að vera trúboði í eiginlegum skilningi þess orðs í kristnu landi og eiga svo jafnframt að hafa virka, samkirkjulega (ökumeniska) af- stöðu. í hinu fjölþætta samfélagi nútímans eru samt margir heim- ilislausir andlega séð. Það ætti að vera öllum kristnum mönnum fagnaðarefni þegar . slíkir ná fótfestu á kristnum grundvelli, þó svo að um sé að ræða að snúast til kaþólsku. Það er þó betra að vera kaþólskur, hefði ég haldið, en alls ekki neitt! Það sem við reynum að forðast er að leita áhangenda meðal þeirra kristinna manna sem eru þegar kirkjubundnir annars staðar. Norskir trúskiptingar nú á dög- um og trúskiptingar í „gamla daga“ hafa þeir einhverju að miðla hverjir öðrum? Þetta var slóttug spurning, sem ég hefði nú heldur kosið að þér beinduð til réttra aðila. Reyndar er ég sjálfur gamall trúskipting- ur — fyrirstríðs — og hef líka tekið eftir að ástæður til trú- skipta eru oft aðrar nú á tímum en þær voru t.d. í tíð Sigrid Undset. Það gæti því verið fróð- legt að hlusta á gamla og nýja trúskiptinga skiptast á skoðun- um. En líka þetta: Menn eiga ekki að halda áfram að vera kaþólskir af sömu ástæðum og fengu menn til að verða það upphaflega. Lífið heldur áfram og ný viðhorf koma upp. Menn eiga ekki að víggirða sig. Þegar horft er til liðins tíma á atburðarás kaþólsku kirkjunnar síðan — ja t.d. 1950 með hinni óskeikulu útlistun Píusar tólfta á trúarkenningunni um himnaför Maríu meyjar, þá hefur nú ýmis- legt gerst sem gæti verið fyrirboði breytinga. Ætli megi ekki orða það þannig að það hafi oft verið erfitt, bæði fyrir kaþólikka al- mennt og sérílagi leiðtoga kirkj- unnar að laga sig að — á maður að kalla það — fjölþættri kirkju? Er alltaf auðvelt fyrir biskupinn að fylgjast með, „verða samferða“, og hvernig tilfinning er það að vera á vissan hátt tilneyddur að gerast meðalgöngumaður um einhverja breytingu til safnaðarins? Þróun í kirkjunni frá því á dögum Píusar tólfta — þegar allt virtist svo sára einfalt — heldur stöðugt áfram. Það er augljóst mál að biskuparnir standa í brenni punktinum milli þróunarinnar að ofan og svo þeirrar að neðan. Hina fyrr- nefndu eigum við eftir bestu getu að flytja áleiðis, þá síðar- nefndu að leitast við að meðtaka og kannski líka flytja áleiðis upp á við. í báðum tilfellum verður að reyna að koma auga á leynd- ardómsfulla starfsemi hins heil- aga anda. Eftir Vatikanþingið höfum við vissulega fengið kirkju með býsna fjölþættu yfir- bragði — án þess að það megi hafa sundrunaráhrif á einingu kirkjunnar. Þetta er nokkuð á sama hátt og við höfum fengið gegnum streymi af lýðræðis- legum hugmyndum og viðhorf- um án þess að það geti gert kirkjuna að lýðræðisstofnun. Þetta er erfiður línudans. Hvort tekist hefur að „verða sam- ferða“, eins og þér orðið það, er kannski ekki hægt að vita fyrr en eftir á, og hugsanlega dæmt af öðrum. Finnið þér þunga biskupsstarfs- ins eftir að hafa setið á biskups- stóli í 16 ár? Svarið kemur af festu: Það hef ég gert öll árin. Ekki af starfinu, heldur ábyrgðinni. Hvers viljið þér svo að lokum sem kristinn maður og ekki síst sem kaþólskur biskup óska til handa heimskirkjunni, og ekki síst norsku kaþólsku kirkjunni í fram- tíðinni? Að kirkjunni megi takast að boða Krist á svo sannfærandi hátt að það eigi ekki að þurfa að vefjast fyrir nokkrum manni með hugsunina í lagi hver sé tilgangurinn með lifi okkar. (Herborg Friðjónsdóttir þýddi) Stefán Edelstein: Athugasemd vegna skrifa Jóns Asgeirsson- ar um Tapiola-kórinn í Morgunblaðinu 9. október sl. birtist umsögn um tónleika Tapiolakórsins frá Finnlandi eftir tónlistargagnrýnanda blaðsins, Jón Ásgeirsson. Vil ég leyfa mér að gera athugasemdir við fáein atriði (reyndar Tapiola-kórnum og tónleikum hans algerlega óvið- komandi) sem Jón lætur fljóta með í greinarkorni sínu, en honum virðist vera í nöp við starfsemi íslenskra tónlistarskóla. Orðrétt segir Jón: „Ástæðan fyrir erfiðleikum varðandi tón- menntakennslu í landinu er að miklu leyti sú, að í stað þess að efla tónmenntakennslu í skólum, er eytt milljónum króna í að styrkja einkarekstur, er varla nær meir en að gagnast fáum útvöld- um, er hafa „virtuósinn" að mark- miði og til vara önnur störf á sviði tónmennta." Þá er loks komin skýringin á því hvers vegna greinin tónmennt í grunnskóla (og ef til vill einnig greinin mynd- og handmennt?) er slíkt olnbogabarn í skólakerfinu sem raun ber vitni. Ríkið eyðir milljónum í rekstur tónlistarskól- anna (hér gleymist að nefna sveit- arfélögin einnig!) og notar til þess það fjármagn sem ætti að renna til eflingar almennu tónmennta- kennslunnar! Ég bjóst reyndar við því, að tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins væri eilítið betur upplýst- ur en hér kemur fram, sérstaklega þar sem hann kennir sjálfur við tónlistarskóla. Fjármögnunar- kerfi tónlistarskóla landsins er óháð því sem fram fer í grunnskól- um landsins. Fjársvelti tón- menntafræðslunnar á grunnskóla- stigi er af sama toga spunnin og almennt fjársvelti á sviði mennta- og menningarmála: Hið opinbera reynir að spara og sker miskunn- arlaust niður. Gildir þar einu hvort greinin heitir tónmennt, samfélagsfræði eða danska, eða hvort einhver önnur starfsemi á borð við Ríkisútgáfu námsbóka verður fyrir barðinu á niðurskurð- arhnífnum. Það er því verið að hengja bakara fyrir smið, ef því er haldið fram að tónlistarskólar landsins og starfsemi þeirra séu ástæðan fyrir erfiðleikum varð- andi tónmenntakennslu á grunn- skólastigi. Jón talar um að tónlistarskólar landsins, sem eru nær 50 að tölu, hafi „VIRTUÓSINN" að mark- miði, og til vara önnur störf á sviði tónmennta. Ég undrast hve illa Jón þekkir til markmiða tónlistarskólanna og almennt til þeirra vinnubragða sem tíðkast í tónlistarskólum landsins. Það er út í hött að tala um „virtuósa- framleiðslu“ sem markmið þess- ara skóla. Um 80% þess starfs, sem fram fer í tónlistarskólum landsins, er kennsla á neðri stig- um hljóðfæranáms og annarrra tónlistargreina. Nemendurnir, yngri sem eldri, stunda þetta nám fyrst og fremst sér til ánægju og lífsfyllingar, einmitt vegna þess að slíkt nám tilheyrir nú á dögum almennri menntun. Það er lítið um „virtúósa" í tónlistarskólan- um, því þar gildir hið fornkveðna að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Nemendur stunda nám í tónlistarskólunum vegna þess að þessir skólar einir hafa sinnt og sinna þessum þætti. Almenna skólakerfið hefur ekki einu sinni getað sinnt lágmarksfræðslu í tónmennt fyrr en nú, allra síðustu árin, að nokkuð hefur rofað til í þessum efnum. Sérstaklega ber að minnast á framtak margra minni sveitarfélaga víðs vegar um land- ið, sem af mesta myndarbrag hafa stofnað, styrkt (til helmingá við ríkið) og rekið tónlistarskóla í sínum byggðarlögum (svo ekki sé nú minnst á þéttbýlið). Þessir fáu „útvöldu", sem Jón talar um að verði aðnjótandi tónlistarkennslu, eru því, sem betur fer, yfir 7000 nemendur á landinu öllu, og er það mun hærri hlutfallstala en flestar þjóðir í Vestur-Evrópu geta státað af. Ástæðan fyrir því að ekki komast fleiri en 7000 nemendur að í tónlistarskólum landsins, þrátt fyrir sívaxandi eftirspurn, er gam- alkunn öllum sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum: skortur á hæfum kennurum, aðstöðuleysi og takmarkaðar fjárveitingar ríkis og sveitarfélaga til þessara mála. Það er vægast sagt broslegt þegar Jón Ásgeirsson segir að „starfsemi tónlistarskólanna, sem sérlega fást við byrjendakennslu, byggi tilveru sína á vanrækslu grunnskólans um allt er varðar tónmennt". Eins og áður segir, er um 80% af starfsemi tónlistar- skólanna á neðstu stigum náms- ins. Tónlistarskólarnir eru því að sinna almennri menntunarþörf nemenda á þessu sviði, fyrst og fremst. Þörfin er sannarlega fyrir hendi og samfélagið krefst þess að þetta nám sé boðið fram, m.a. vegna þess að grunnskólarnir eru engan veginn í stakk búnir til að veita þessa þjónustu. Kennara- skorturinn í greininni tónmennt á grunnskólastigi er gífurlegur. Þessum grundvallarþætti al- mennrar menntunar er tæplega sinnt sem stendur. Það er því vanhugsað hjal eða „naiv“ óskhyggja að ræða um það á þessu stigi, að grunnskólinn geti sinnt því hlutverki sem tónlistarskól- arnir sinna nú. Það er eðlilegt að Jón Ásgeirs- son væri í sjöunda himni yfir stórkostlegum tónleikum Tapiola-kórsins. Það var ég einnig. En Jón veit eins vel og ég, að fyrirbæri á borð við Tapiola-kór- inn er undantekning en ekki regla á Norðurlöndunum, og reyndar hvar sem er. Og hann ætti ekki heldur að gleyma því, að þessir fyrirmyndarnemendur frá Finn- landi stunda allir með tölu hljóðfæranám í tónlistarskóla (sem er ríkisstyrktur), fyrir utan það að syngja i kór. Þar er sannarlega ekki verið að tala um að einn ræni frá öðrum eða að einn eyðileggi fyrir hinum, heldur vinna grunnskólinn og tónlist- arskólinn að sama markmiði: efl- ingu tónmenntar í landinu, með því að mennta nemendur sem best. Að þessu markmiði þarf einnig að vinna hér, stöðugt og með sam- hentu átaki. Því markmiði er ekki þjónað með ábyrgðarlausum og vanhugsuðum skrifum á borð við þau sem Jón Ásgeirsson hefur hér látið frá sér fara. Sem betur fer er Jón Ásgeirsson í lykilaðstöðu til að bæta ástandið í tónmenntamálum þjóðarinnar á grunnskólastigi. Hann hefur lengi kennt tónmennt við Kennarahá- skóla íslands og hefur þar mögu- leika til að mennta almenna kenn- ara í tónmennt á markvissan hátt og efla skilning þeirra á nauðsyn þessa vanrækta þáttar menntun- arinnar í almennu skólastarfi. Því betur sem þessir kennarar eru menntaðir í tónmennt í Kennara- háskóla íslands og því betur sem þeir eru í stakk búnir til að miðla öðrum af því sem þeir hafa lært, því betra verður ástandið í tón- menntamálum í grunnskólum landsins. Þetta er ábyrgðarmikið uppeldisstarf, jafn ábyrgðarmikið og uppeldisstarf tóníistarskól- anna. Við getum ekki leyft okkur að sundra þeim öflum sem vímmu að framgangi tónmennta og : listarmenntunar í landina verðum að standa saman að sameiginlegum mark'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.