Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
Keisar inn snýr aftur
- en ekki eru allir hrifnir af því
FRANZ keisari Beckenbauer leikur sinn fyrsta leik í vestur-þýsku
deildarkeppninni í þessum mánuði, en hann gekk til liðs við New York
Cosmos árið 1977. Ætla mætti að Þjóðverjar væru yfir sík hrifnir að fá
snillinginn heim aftur, en það virðist þó í fljótu bragði vera
misskilningur. þótt ótrúlegt sé. Þegar Kevin Keegan, Englendingur-
inn kunni. gekk í raðir HSV frá Liverpool, þurfti hann að yfirbuga
mjög ákveðna andúð á sér meðal leikmanna liðsins. Aðrir erlendir
leikmenn hafa þó ekki lent i sömu erfiðleikunum og má þar nefna
Tony Woodcock og Atla Eðvaldsson. Virðist þetta mikið fara eftir þvi
hvaða félag á í hlut hverju sinni. í tilviki keisarans á Hamburger
aftur hlut að máli. Og fleiri Þjóðverjar eru á bandi leikmanna HSV.
Beckenbauer fór í engar graf-
götur með ástæður sínar fyrir því
að hann tók tilboði Cosmos um
árið. Þar komu peningar við sögu
og ekkert annað. Og lái honum
hver sem vill. Hitt er svo annað
mál, að margir landar hans gerðu
það einmitt. Félagaskipti keisar-
ans áttu sér nefnilega stað mjög
skömmu fyrir lokakeppni HM í
Argentínu og voru margir á því að
án Beckenbauers myndi þýska
liðið ekki standa sig. Það stóðst að
nokkru leyti, liðið nældi hvorki í
gull eða silfur. Herman Neuberg-
er, forseti þýska knattspyrnusam-
bandsins lýsti yfir að Beckenbauer
væri föðurlandssvikari sem seldi
metnað sinn fyrir peninga. Neu-
berger hefur vafalaust einnig ver-
ið með tekjumissi knattspyrnu-
sambandsins í huga, ef liðið stæði
sig ekki vel á HM. Engu að síður
hörð orð og áreiðanlega ósann-
gjörn. En margir Þjóðverjar voru
hjartanlega sammála forsetanum.
En nú er keisarinn að snúa heim
aftur. Og hvernig verður honum
Ivan
Buljan:
Hann
er
of
gamall
tekið? Beckenbauer var orðinn
leiður á hinum stöðugu ferðalög-
um með Cosmos út um hvippinn
og hvappinn, yfirleitt yfir hálfan
hnöttinn eða lengra. Aldrei frí. Þá
var hann orðinn yfir sig þreyttur á
gervigrasinu, en á því fékk hann
einu alvarlegu meiðslin sem hann
hefur orðið fyrir á 17 ára ferli.
Einnig fór í taugarnar á honum að
vera ávallt notaður sem tengiliður
í liði Cosmos þar sem eftirlætis-
staða hans hefur alltaf verið
aftasti maður að markverðinum
frátöldum, eða „liberó". Loks hafði
hann þénað svo rosalega meðan á
dvölinni hjá Cosmos stóð að við
liggur að hann geti sest í helgan
stein. Hann hefur ekki lagt lands-
liðsþanka á hilluna, það sést best
á því að hann neitaði girnilegum
tilboðum frá svissneskum og
frönskum félögum með þeim orð-
um að hann vildi aðeins fara til
félags í Vestur-Þýskalandi og að-
eins til félags sem hefði bæði
þjálfara og leikmenn sem væru
færir um að vinna Þýskalandstit-
ilinn, „og í slíku liði ætti ég
möguleika á að vinna aftur sæti í
landsliðinu," segir Beckenbauer.
En ekki er hægt að horfa fram
hjá þeim leikmönnum sem Beck-
enbauer mun leika með hjá Ham-
burger. Þeir segja lítið, en það er
hnitmiðað sem þeir missa út úr
sér. Felix Magath: „Vissulega var
hann einu sinni leikmaður á
heimsmælikvarða. Tíminn sker úr
um hvort hann er það enn.“
Manfred Kaltz: „Ég ætla ekki að
fella dóm fyrr en hann hefur leikið
með liðinu.“ Ivan Buljan: „Becken-
bauer á eftir að trekkja að áhorf-
endur, en ég efa stórlega að hann
geti enn fullnægt þeim kröfum
sem gerðar eru í deildarkeppninni.
Flestir leikmanna liðsins voru á
móti því að hann yrði keyptur til
félagsins, enda virðist með því
sem forráðamenn félagsins séu
ekki að hugsa um framtíðina,
maðurinn er orðinn hálffertugur
M
t
„Þá kemst ég kannski aftur i landsliðið,“ segir Beckenbauer.
^lovjjuuliíníiiíi
I fprúfllr |
Harðasta deildarkeppnin í knattspyrnu
Þegar
böólarnir
sveifla
öxinni
8. SEPTEMBER 1979, Eintracht Frankfurt leikur gegn Bayer
Leverkusen í v-þýsku deildarkeppninni. Frankfurt sigrar 3—0, en
leikur liðanna varð söguiegur. Nokkrum dögum síðar fékk austur-
riski landsliðsmaðurinn Bruno Pezzey leikbann og sekt. Dómara
leiksins hafði yfirsést. í sjónvarpsútsendingu sást greinilega hvar
Pezzey gaf mótherja sínum mikið högg undir bringsmalirnar.
Dómurinn vakti mikla athygli. í fyrsta sinn var leikmaður dæmdur
eftir að skoðuð hafði verið sjónvarpsmynd. Nú gat greinilega allt skeð
eftir leiki, þrátt fyrir að dómurum sæist yfir brot leikmanna.
23. febrúar 1980 leika liðin
saman á nýjan leik síðari leik sinn
í deildinni. Bayer Leverkusen sigr-
ar Frankfurt 2—1, Bruno Pezzey
er vísað af velli fyrir gróft brot og
fær tveggja mánaða leikbann.
Frankfurt leikur svo til allan
síðari hálfleikinn með 10 leik-
mönnum.
23 ágúst 1980, nýtt keppnis-
tímabil er að hefjast í vestur-
þýsku „Bundesligunni". Eintracht
leikur á heimavelli gegn Leverkus-
en. Harkan byrjar snemma í
leiknum, og í fyrri hálfleik er
brotið mjög illa á hinum leikna
leikmanni Leverkusen, Kóreu-
manninum Bum-kun-Cha. Júrgen
Gelsdorf rennir sér í hann aftan
frá og fær áminningu frá dómar-
anum. Eftir leikinn sagði Bum-
kun-Cha: — Ég lék nú fyrsta
skipti með sérstaka plasthlíf til
þess að verja hásinarnar og hefði
ég ekki verið með þær í þessum
leik, hefði farið illa. Þær hrukku í
sundur þegar mér var sparkað
niður. Ég er þess fullviss að
hásinin hefði slitnað ef þeirra
hefði ekki notið við.
Það fer ekki milli mála að
knattspyrnan í Þýskalandi er sú
harðasta sem sögur fara af. Þar er
ekkert gefið eftir enda miklir
peningar í húfi fyrir leikmenn.
Þar er leikið undir móttóinu auga
fyrir auga, tönn fyrir tönn. Síðar í
leiknum sem hér er minnst á að
undan, 23. ágúst, var hinn leikni
Kóreumaður undir smásjá hinna
sterku varnarmanna Leverkusen
og í síðari hálfleik var Júrgen
Gelsdorf aftur staðinn að því aö
brjóta feiknarlega illa á Bum-
kun-Cha. Hann hreinlega sparkaði
honum niður aftan frá og svo illa
lenti Kóreumaðurinn á vellinum
að hann gat sig hvergi hreyft.
Hann var borinn út af en
Gelsdorf fékk rautt spjald og varð
að yfirgefa leikvanginn undir lög-
regluvernd. Bum-kun-Cha var ek-
ið beint á sjúkrahús og í ljós kom
að hann var lamaður fyrir neðan
mitti. Hann var strax settur í
mikla og ítarlega rannsókn. Ang-
istin skein út úr svip hans og
spurningin var, get ég nokkurn
tíma stigið í fæturna aftur, hvað
þá leikið knattspyrnu?
Leikmenn Leverkusen sendu
Bum-kun veifu félagsins með árit-
un allra leikmanna og ósk um
bata. Gelsdorf átti ekki sjö dagana
sæla. Hann fékk jafnvel morðhót-
anir frá áhangendum Frankfurt.
Paul Breitner, hinn þekkti leik-
maður, lét hafa eftir sér í blöðum
að það væri orðið hættulegt
hversu stíft og illa væri brotið á
leiknum framlínumönnum. Það
væri komið út í öfgar.
Það tók Kóreumanninn Bum-
kun-Cha einn og hálfan mánuð að
ná sér. Hann er nú farinn að leika
knattspyrnu á nýjan leik við
miklum orðstír. Skoraði til dæmis
tvö mörk fyrir Frankfurt gegn
Donetzk í Evrópukeppninni. En lið
hans komst örugglega áfram.
Hann náði sér á strik vegna þess
hversu fljótt hann komst undir
hendur sérfræðinga á sjúkrahúsi.
• Bum-kun-Cha á sjúkrahúsi i Frankfurt eftir slysið.
Hjá honum er eiginkona hans Oh-Un-Mi.