Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 31 borleifur við myndirnar Ljósmynda- sýning í prent- smiðjunni Odda UM ÁRAMÓTIN ’79—’80 stofn- uðu 14 starfsmenn í prentsmiðj- unni Odda ljósmyndaklúbb, með nafninu „Studio 80“. Þeir hafa allir brennandi áhuga á ljós- myndun og keyptu sér þess vegna ljósmyndatæki fyrir eina milljón króna. Nú stendur yfir sýning á verkum 6 aðila í klúbbnum fyrir starfsmenn og viðskiptavini prentsmiðjunnar Odda. Á þessar sýningu, sem er á göngum prentsmiðjunnar, eru 28 litmyndir, algjörlega unnar af klúbbmeðlimum sjálfum. Viija klúbbmeðlimir koma fram þökkum til forráðamanna prentsmiðjunnar fyrir þá að- stöðu sem þeir hafa látið þeim í té. Þórleifur V. Friðriksson, formaður starfsmannafélags prentsmiðjunnar sagði að kiúbburinn væri sá eini sinnar tegundar á landinu, sem ein- göngu störfuðu í bókagerðar- menn. Þeir hafa farið í 2 ljósmyndaferðir með félags- menn, aðra á Reykjanes en hina í Grafning og nágrenni Þing- valla. Þórleifur sagðist vita að sýningar svipaðar þessari hefðu verið haldnar í Slippstöðinni á Akureyri og vélsmiðjunni Héðni, en þeir hefðu ekki ein- göngu verið með ljósmyndir, heldur líka grafík o.fl. Nöfn þeirra sem eiga verk á sýning- unni eru: Ágúst Ágústsson, Ómar Óskarsson, Ólafur Stein- grímsson, Halldór Hauksson, Ragnar Ragnarsson og Þórleifur V. Friðriksson. Sýningin byrjaði 19. október og mun að öllum líkindum standa til mánaða- móta nóvember — desember. Vísnakvöld Vísnavina á Hótel Borg VÍSNAVINIR verða með vísn- akvöld að Hótel Borg í kvöld klukkan 20.30. Meðal þeirra, sem koma fram í kvöld, eru Róbert Arn- finnsson og Skúli Halldórsson, sem frumflytja nokkur verk Skúla. Þá mun Anton Helgi Jónsson lesa ljóð og Sigrún Björnsdóttir og Atli Heimir Sveinsson flytja verk eftir Berthold Brecht. Gestum er velkomið að mæta á staðinn með eigið efni og flytja og eru allir velkomn- ir. Rússar á veið- um austur af landinu LANDHELGISGÆZLAN fór í gæzluflug á föstudaginn austur fyrir land. í ljós kom að stór floti rússneskra ryksugutogara er á veiðum skammt undan 200 sjómílna markanna útaf Lang- anesi. Rússarnir voru þarna á kolmunnaveiðum og var ekki annað að sjá en þeir veiddu vel. 200% hækkun olíugjalds: l>ridja breyting olíu- gjalds á sama árinu Fádæma hringl ráðherra og ríkis- stjórnar, sagði Matthías Bjarnason Stjórnarírumvarp um hækkun olíugjalds úr 2,5% í 7,5%, af óskiptu aflaverðmæti, mætti harðri mótspyrnu í neðri deild Alþingis í gær, er Steingrímur Ilermanns- son, sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir því. Talsmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks mæltu gegn frum- varpinu. Ráðherra mælti einn fyrir samþykkt þess. Þingmenn Alþýðubandalags tóku ekki þátt í umræð- unni. — Efnisþráður umræðnanna verður lauslega rakinn hér á eftir. Flutt í tengslum við fisk- verðsákvörðun Steingrímur Ilermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði, að frumvarp þetta væri flutt í tengsl- um við fiskverðsákvörðun 1. október sl. Hann sagði gasolíu hafa hækkað um 35% og svartolíu um 23% frá því í júní sl. Annar erlendur kostnaður útgerðar hefði einnig hækkað. Þessar hækkanir hefðu rýrt rekstrarstöðu útgerðar um 5 til 7%. Ef mæta hefði átt þessum hækkunum og halla út- gerðar'hefði þurft 18—20% fisk- verðshækkun. Söluverð freðfisks hefði hins vegar staðið í stað í 1 Vz ár og stöðnun væri í sölu á helzta markaði okkar. Gripið hefði verið til gengissigs til að aðlaga sölu- verð kostnaðarhækkun hér heima. Gengið hefði sigið úr 100 í 133,1 frá því í febrúar til 10. október sl., eða 2,9% meira en laun hefðu hækkað og 3,7% meira en fisk- verðshækkun. Síðan þessar sam- anburðartölur vóru unnar, hefur bætzt við tæplega 2% gengissig til viðbótar, sagði ráðherrann. Ráðherra sagði nú gripið til hækkunar olíugjalds úr 2,5% í 7,5%, vegna mikillar hækkunar á olíukostnaði. Hann sagði olíugjald þó vafasama leið. Það væri greitt „á fjölda fiska“ en ekki á eydda olíu og stuðlaði því ekki að olíusparnaði og kæmi auk þess mjög misjafnlega niður. Leita þurfi því eftir öðrum og heppilegri leiðum til að taka þátt í olíukostn- aði útgerðar. Starfshópur hefði verið og væri að störfum í þeim tilgangi. En um aðra leið hafi ekki verið að ræða að þessu sinni. Hringlandahátt- ur ráðherra og ríkisstjórnar Matthias Bjarnason (S) sagði frumvarp þetta gera ráð fyrir hvorki meira né minna en 200% hækkun olíugjalds. Þetta væri þriðja breyting olíugjaldsins á einu og sama árinu! Fyrst hefði olíugjaldið verið lækkað úr 9% í 5%. Um það frumvarp hefði verið víðtæk samvinna í þinginu. Þegar núverandi sjávarútvegsráðherra hefði setzt á ráðherrastól snemma á þessu ári, hefði hann barið í gegn enn frekari lækkun, þ.e. úr 5% niður í 2,5%. Þá hefði hann staðhæft, að olíugjald væri alls- endis ófullnægjandi og breyta þyrfti um starfsaðferð og leggja gjaldið niður. Síðan kemur hann nú, eftir marga mánuði, og flytur frumvarp og um 200% hækkun gjaldsins. Sú er „niðurtalning" ráðherrans. Síðan vitnaði MBj. í blaðaviðtöl ráðherrans og fram- sögu með frumvarpi til lækkunar á olíugjaldinu fyrr á árinu — og sagði orð hans og efndir benda til fádæma hringlandaháttar og stefnuleysis, bæði af hans hálfu og stjórnarinnar í heild. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vöruðum ráðherra við, er hann tók kollsteypu sína fyrr á árinu, enda væri staða útgerðarinnar önnur og betri nú, ef ráðherrann hefði farið að okkar orðum. Hins- vegar getur hann ekki ætlazt til, að við dönsum með honum fram og aftur í málinu og verða stjórn- arliðar einir að bera ábyrgð á þessum vinnubrögðum. MBj. sagði ekki sanngjarnt, að sjómenn séu hvað eftir annað látnir taka á sig aukna byrði vegna þessa vanda, sem er sameig- inlegt vandamál þjóðarbúsins í heild. Það er tímanna tákn, að talsmenn Alþýðubandalags, sem hæst höfðu um „sjóðakerfi sjávar- útvegs“ fyrir skömmu, og tilfærslu fjármagns frá sjómönnum til út- gerðar, þegja nú þunnu hljóði. Á árunum 1974—1978 vár meðal- hækkun fiskverðs meiri en meðal- hækkun á töxtum launþega í landi, þannig að hlutur sjómanna var verulega leiðréttur þá. Síðan Steingrímur: Frum- varpið í tengslum við fiskverðsákvörðun. Matthías: Annar .svipur á Alþýðubandalaginu en 1974-1978. Karvel: Brigð við vest- firzka sjómenn. Vilmundur: Seljendur og kaupendur semji ein- ir. Pétur: Fari til umsagn- ar sjómannaþings. kom vinstri stjórnin, ráðherrar „samningana í gildi", og þá er fyrsta verkið að ganga á rétt sjómanna og raunar launþega allra. Kaupmáttur launa fer sífellt minnkandi og launahlutfall sjó- manna gagnvart töxtum í landi hefur verið skert. Ekki gildir heldur 95 ára regla verðtryggðs lífeyrissjóðs, sem samið var um við BSRB, gagnvart sjómönnum eða fiskvinnslufólki. Og spyrja má, var ákvæðum Ólafslaga um samráð við launþega — í þessu tilfelli sjómenn — fylgt þegar fiskverðsákvörðun í tengslum við hækkun olíugjalds fram hjá skiptaverði var ákveðin? Það er hinsvegar lítil búbót í því fyrir sjómenn, þó talsmenn Alþýðu- bandalagsins á Alþingi líti á stjórnarbekk út eins og „dyggir stuðningsmenn Thatchers", þ.e. eins og klipptir út úr tízkublöðum. En þeir fara sennilega í vinnubux- urnar sínar næst þegar þeir þurfa að biðja um atkvæði sjómanna og verkamanna! Steingrímur Matthías Karvel Pétur Vilmundur MBj. ræddi í ítarlegu máli um rekstrarstöðu útgerðar og fisk- vinnslu og þann vanda, sem at- vinnuvegir þjóðarbúsins ættu við að stríða. Hann vitnaði í ummæli sjávarútvegsráðherra á Vopna- firði, þess efnis, að ef ekkert yrði gert til að tryggja stöðu atvinnu- veganna og berja niður verðbólg- una, þá sæi hanit ekki að þessi ríkisstjórn ætti lengri lífdaga auð- ið. Nú er hinsvegar komin ró yfir ráðherrann. Nú telur hann sjálf- sagt að hækka oiíugjaldið um 200%, eftir að hafa sjálfur beitt sér fyrir lækkun þess fyrr á árinu. Síðan hefur útgerðin safnað lausa- skuldum upp á marga milljarða króna. Þannig er hringlandahátt- urinn á þessu sviði sem öðrum. Mótmæli vest- firzkra sjómanna Karvel Pálmason (A) sagði lækkun olíugjaldsins fyrr á árinu hafa verið tengda samningum, sem gerðir vóru við sjómenn á Vestfjörðum. Hann las upp mót- mæli samtaka vestra gegn þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem fæli í sér brigð á þeim fyrirheit- um, sem sjávarútvegsráðherra hefði áður gefið. Karvel vitnaði og til Ólafslaga um samráð við laun- þega og spurði, hvort við það fyrirheit, sem væri lögbundið, hefði verið staðið. Hann vitnaði til ummæla Garðars Sigurðssonar, formanns sjávarútvegsnefndar neðri deildar, í blaðaviðtali ný- lega, þar sem hann segði olíu- gjaldið „bölvað og vitlaust líka“. Væntanlega myndi Garðar, sem á stundum kæmi fram í gervi tals- manns sjómanna, senda þetta frumvarp til umsagnar þeirra, áður en nefndin skilaði því aftur til deildarinnar. Karvel lýsti því yfir, að þingmenn Alþýðuflokksins myndu greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Þá spurði hann sjávar- útvegsráðherra, hvort ekki væri öruggt, að hann yrði til staðar í landinu næstu 2 til 3 vikurnar, meðan þetta mál, og önnur mikil- væg sjávarútvegsmál, væru til umfjöllunar í þinginu. (Þeirri fyrirspurn var ekki svarað.) Ákvörðun á ábyrgð aðila í sjávarútvegi Vilmundur Gylfason (A) vitn- aði til ummæla Steingríms Her- mannssonar og Garðars Sigurðs- sonar um haldleysi oliugjaldsins. Hann spurði, hvort ríkjandi kerfi í verðlagsmálum sjávarútvegsins, að ríkið réði úrslitum og axlaði ábyrgð með oddamanni, væri ekki gengið sér til húðar. Þegar stigin hefðu verið mikilvæg spor út úr styrkjakerfi, upp úr 1960, hefði þessi leið að líkindum verið viðun- andi áfangi. En síðan hefði margt breytzt. Áhrif og tilheyrandi ábyrgð ríkisvaldsins á fiskverðs- ákvörðun hefði m.a. ýtt undir sífellt gengissig. Hægara væri að vísu um að tala en í að standa breytingum á þessum vettvangi. Sannfæring sín stæði þó til þess, að tveir frjálsir aðilar semdu um og bæru ábyrgð á ákvörðun hér að lútandi, kaupend- ur og seljendur, þó slík breyting ^-gengi máski ekki fyrir sig á einni nóttu. Slíkir ábyrgir samningar myndu t.d. stuðla að meiri stöð- ugleika í gengismálum. Sjómannaþing Pétur Sigurðsson (S) sagði m.a., að samanburður ráðherra á iaunum sjómanna og landverka- fólks væri óraunhæfur. Hann hefði ítrekað spurzt fyrir um, hvort hægt væri að fá raunhæfan samanburð á vinnuframlagi sjó- manna, sem ekki ynnu aðeins dagvinnu, og annarra starfsstétta; samanburð sem tæki tillit til fjarvista frá heimili, unninna vinnustunda á dag o.s.frv. Kaup- samanburður án slíkra upplýs- inga, og miðaður við toppaflaskip ein, væri rangur. PSig. sagði vinstri stjórn, sem settist á ráðherrastóla 1978, hafa skenkt sjómönnum loforðapakka, sem svikin ein hefðu verið í. Hann minnti á þing undirmanna á skipum, sem hæfist nk. fimmtu- dag. Óhjákvæmilegt væri að senda þetta frumvarp til umsagnar þess, enda vantaði ekki fyrirheitin né lagafyrirmælin um „samráð“ við launþega um ákvarðanir, er þá snertu hagsmunalega. Fleiri þingmenn tóku til máls, en þær umræður fóru eilítið á svig við dagskrárefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.