Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 21
Bristol City hefur
áhuga á Teiti
ENSKA knattspyrnuliðið Brist-
ol City hefur sett sig í samhand
við forráðamenn Öster og gert
fyrirspurn um verðið á Teiti
Þórðarsyni. Bristol City leikur
nú i 2. deild féll niður úr 1.
deild í fyrra. Nú nýverið réði
Bristol City nýjan fram-
kvæmdastjóra Bob Iloughton,
Það er sá sami og þjálfaði
Malmö FF á sinum tíma og kom
þeim í úrslitaleikinn i Evrópu-
keppni meistaraliða gegn Nott-
ingham Forest. Hann gjörþekk-
ir þvi Teit Þórðarson úr sænsku
knattspyrnunni.
Eitt af því fyrsta sem Hough-
ton gerði eftir að hann var
ráðinn framkvæmdastjóri hjá
Bristol var að ráða til sín
þjálfara Halmstad sænsku
meistaranna frá því í fyrra.
Öster hefur alltaf sett upp mikla
fjárupphæð þegar gerðar hafa
verið fyrirspurnir um Teit, og
allt er óvíst en það er ljóst að
viðræður hafa átt sér stað milli
forráðamanna félaganna. Teitur
Þórðarson sagði í samtali við
Mbl. að sér litist vel á það ef
hann fengi tækifæri á að leika í
Englandi. En hann væri ekki
bjartsýnn á að Öster léti hann
fara. — ÞR.
Atli skoraði
tvö mörk
^ Atli Eðvaldsson hefur sannar-
J lega reynst félagi sínu, Bor-
k ussia Dortmund, betri en eng-
k inn það sem af er hausti. Allt
^ frá fyrsta leik sínum hefur
k hann verið iðinn við marka-
S skorun, enda hefur honum verið
J teflt fram sem miðherja. Um
k helgina skoraði Atli tvívegis, er
^ Dortmund sigraði 1860 Miln-
^ chen, 4—1, í deildarkeppninni.
Manfred Burgsmiiller skoraði
5 fyrsta mark Dortmund, en 1860
2 jafnaði og var staðan í hálfleik
• 1—1. Atli skoraði síðan með
k fallegum skalla og eftir það varð
ekki aftur snúið hjá Dortmund.
h Mirko Votava bætti þriðja
J markinu við og Atli loks öðru
marki sínu, einnig glæsilegu
skallamarki.
Úrslit leikja urðu þessi í
V-Þýskalandi.
Frankturt — Kaiserslautcrn 3—2
B. Dortmund — MUnchen 1860 4 — 1
Koln — Karlsruhe 4—0
B. UerdinKen — DuishurK 4 — 1
A. Bielefeld — Leverkusen 1—1
Schalke — StuttKart 3—2
DUsscldorl — HamburKer SV 2—3
NUrnberK — B. MðnchenKÍadbaeh 1—4
Bayern M. — Bochum 3—1
Staða efstu liða:
Bayern
llamborK
Kalsersl.
Frankfurt
llortmund
Leverkusen
10 9 0 1 28-12 18
10 7 2 1 22-14 16
10 6 2 2 20-10 14
10 7 0 3 22-15 14
10 5 2 3 24-19 12
10 4 2 4 20-15 10
Teitur Þórðarson fagnar í leikslok gegn Elfsborg. Sænski meistaratitillinn er í höfn. Með honum
á mvndinni er Peter Nilsson einn af leikmönnum Öster.
Teitur varð sænskur
meistari í annað sinn
TEITUR Þórðarson varð í ann-
að skipti sænskur meistari í
knattspyrnu er lið hans Öster
gerði jafntefli við Elfsborg um
helgina 1 — 1. Þrátt fyrir að
öster eigi einn leik eftir í
deildinni hefur liðið þegar
tryggt sér meistaratitilinn. Ar-
angur liðsins er sérlega glæsi-
legur. Liðið hefur leikið 25
leiki, sigrað í 13, gert 10
jafntefli en aðeins tapað 2
leikjum. Öster hefur skorað 40
mörk en fengið á sig 15 og
hefur liðið hlotið 36 stig. Öster
tapaði ekki leik fyrr en i 16.
umferð. Það var Teitur Þórðar-
son sem skoraði mark Öster
gegn Elfsborg og jafnaði leik-
inn. Mbl. ræddi við Teit í
gærdag.
„Að sjálfsögðu er það ánægju-
legt að við séum orðnir sænskir
meistarar," sagði Teitur og hélt
áfram. „Leikurinn gegn Elfsborg
var hálfleiðinlegur. Við fengum
á okkur slysamark í fyrri hálf-
leiknum og það var ekki fyrr um
miðjan síðari hálfleik að okkur
tókst að jafna metin. Mér tókst
að krækja í boltann frá varn-
armanni og komst í gegn og
skoraði. Það hefur verið mjög
skemmtilegt að leika í sumar.
Keppnin hefur verið ákaflega
jöfn og skemmtileg en alltaf
mjög naum og mikil spenna. Við
höfðum að vísu haft forystu í
deildinni en alltaf mjög nauma.
Það er mun ánægjulegra að
verða meistari núna heldur en
árið 1978. Þá er Öster-liðið
skipáð nákvæmlega sömu leik-
mönnum nú og þá. Við höfum
leikið saman í þrjú ár og ég held
að mér sé óhætt að segja það að
okkur hefur ölium farið gífur-
lega mikið fram. Og liðið er mun
sterkara.
Nú eigum við bikarkeppnina
eftir. Við gerum okkur vonir um
að sigra í henni. Næsti leikur
okkar er í bikarkeppni á útivelli
gegn Örgryte, liði Arnar
Oskarsson. Þeir unnu sig upp í 1.
deild núna um helgina og verða
erfiðir heim að sækja. Þegar
bikarkeppninni lýkur fer lið Öst-
er í keppnisfecðalag til ísrael."
Eins og skýrt er frá á öðrum
stað hér á síðunni hefur enska
liðið Bristol City áhuga á að fá
Teit í sínar raðir. Teitur vildi
sem minnst um það tala. Sagðist
vita það eitt að þeir hefðu haft
samband við Öster. „Þetta er
áhugavert en Öster hefur alltaf
viljað fá svo mikið fyrir mig að
félög hafa hreinlega bakkað út
úr samningaviðræðum." Þeir
þekkja vel til mín, framkvæmda-
stjóri og þjálfari Bristol City.
Þjálfari Bristol var með Halm-
stad í fyrra og Bob Houghton
þjálfaði Malmö FF hér um árið.
Eg er í raun og veru hættur að
gera mér vonir um að Öster láti
mig fara. Þó veit maður aldrei
hvað framtíðin ber í skauti sér,“
sagði Teitur.
Lið Þorsteins Ólafssonar tap-
aði óvænt í Svíþjóð um helgina á
móti Brage, 2—1, og er nú í
þriðja sæti í deildinni með 32
stig. Malmö FF er í öðru sæti
með 33 stig, hefur skorað 33
mörk, fengið á sig 26. Leikið 25
leiki, sigrað í 12, gert 9 jafntefli
og tapað fjórum. Lið Þorsteins
hefur leikið 25 leiki, unnið 11,
gert 10 jafntefli og tapað 4.
— ÞR.
örn óskarsson
Hörður Hilmarsson
Orn og Hörður
leika 11. deild
Örgryte og AIK frá Stokk-
hólmi, tvö „íslendingaliðanna"
i Sviþj<)ð hafa tryggt sér sæti í
1. deild sænsku knattspyrnunn-
ar. Liðin sigruðu hvort í sinni
deild, en 2. deildin fer fram í
tvennu lagi i Sviþjóð. AIK hafði
fyrir nokkru tryggt sér sætið,
en gulltryggði það enn frekar
með 3—1 sigri gegn IFK Sunds-
vall um helgina.
Örgryte, lið Arnar Óskarsson-
ar, sigraði Grimsas 3—2 í æsi-
spennandi leik um helgina, þar
sem sigurmarkið var skorað úr
víti á síðustu mínútum leiksins.
Keppnin var æsispennandi, þar
sem IFK og GAIS höfðu sama
stigafjölda og Örgryte, auk þess
sem markamunur Örgryte og
GAIS var hinn sami. Örgryte
hreppti 1. deildar sætið sökum
þess að liðið skoraði fleiri mörk
á keppnistímabilinu. —HH
Haukar
Haukar tryggðu sér léttilega
rétt til þess að leika í annarri
umferð Evrópukeppni bikar-
hafa I handknattleik, með þvi
að sigra færeyska liðið Kyndil
tvívegis i Færeyjum um helg-
ina. Fyrri leikurinn fór fram á
laugardaginn og vann þá
áfram
Ilaukaliðið með miklum yfir-
burðum, 30—15. Á sunnudag-
inn var lifinu tekið með meiri
ró. Sigur vannst þó engu að
síður, 23—19. Verður fróðlegt
að sjá hvaða mótherja Haukar
fá i annarri umferð keppninn-
ar.