Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
þurfa að setja upp einhverjar
umboðsskrifstofur hérlendis, sem
vafalaust myndi einnig hvetja
frekar þessi sömu flugfélög til að
millilenda hér á öðrum leiðum
sínum um N-Atlantshafið.
Með aukningu reglulegs- eða
áætlunarflugs myndi öll nýting
véla, tækja, húsa og starfsfólks
aukast og þannig ykjust viðbótar-
tekjur hlutfallslega meir en við-
bótarkostnaður, sem þessu myndi
fylgja. Þessar biðbótatekjur
mætti svo nota til að greiða niður
kostnaðarpakkann við lendingar
hér, en lækkun hans gæti orðið
hvati til aukningar millilendinga.
Atvinna skapast þannig við flug-
völlinn og hagur landsmanna
eykst að sama skapi.
Tími er því kominn til þess að
huga alvarlega að öllum þessum
, þáttum áður en um seinan verður
laust fást margar og ólíkar niður-
stöður, en enginn vafi er á því að
hægt væri að velja út úr hópnum
marga (og fleiri en nú) aðila, sem
skapa myndu auknar tekjur fyrir
flugvöllinn þegar til lengdar læt-
ur.
Ákvörðunarþættir
millilendinga:
Þegar flugfélög ákveða hvort
nauðsyn sé á að millilenda, hvar,
hvenær, hvers vegna o.s.frv. verð-
ur að athuga þætti eins og:
1. Staðsetning flugvalla á flug-
leiðum.
2. Eldsneytisverð á millilendinga-
stað.
3. Eldsneytisskömmtun, þar sem
það á við.
4. Kostnaðarþætti eins og lend-
Farþegar
Til þess að bera saman sam-
keppnisstyrk Keflavíkurflugvallar
samanborið við aðra flugvelli,
valdi ég flugvellina í Shannon á
írlandi og Prestwick í Skotlandi
vegna legu þeirra og stærðargráðu
jafnframt því, að hingað til hafa
þeir allir átti tilvist sína að þakka
millilendingum flugvéla á leiðum
um N-Atlantshafið, þótt þetta sé
óðum að breytast í tilvikum
Shannon og Prestwick.
Þessir tveir staðir byggja tekjur
sínar nú meir og meir á ferða-
mönnum, sem þangað koma til að
dvelja um lengri eða skemmri
tíma, eins og ljóslega má sjá á
línuriti því sem hér fylgir um
farþegahreyfingar.
Þannig eru um 58% farþega,
Friðþjófur Ó. Johnson:
Yandamál og staða
Keílavíkurflugvallar
í vor sem leiö skilaði Friðþjófur Ó. Johnson kandidatsritgerð við
Viðskiptadeild Háskóla Islands. Gerði hann úttekt á stöðu, starfsemi
þriggja flujgvalla, Keflavíkurflugvallar, Prestwick í Skotlandi og Shannon
á Irlandi. I þeim tilgangi gerði hann sér ferð til Irlands og Skotlands og
átti tal af forráðamönnum þessara flugvalla, auk starfseminnar á
Keflavíkurflugvelli. Birtist hér útdráttur úr ritgerð þessari eftir Friðþjóf.
Keflavíkurflugvöllur var lengi
vel einn aðalmillilendingaflugvöll-
ur á leiðum flugvéla um N-Atl-
antshaf. Með tilkomu þotna og
síðan eldsneytiskreppu og hækk-
unar á því breyttust allar forsend-
ur flugfélaga og millilendingar
urðu afarkostir þeirra.
Samkeppni flugvalla harðnaði
gífurlega á sama tímabili. Þeim
fjölgaði og flest var reynt til að fá
þotur til að lenda á hverjum stað
og loks kom að því, að Keflavíkur-
flugvöllur fór að dragast úr í
samkeppninni.
Öll þjónusta hér hefur þótt
nokkuð dýr, miðað við aðra sam-
keppnisflugvelli á N-Atlantshafs-
leiðinni, en jafnframt er völlurinn
nokkuð úr leið á aðalumferðarleið-
inni, þannig að vélar þurfa að taka
á sig nokkurn krók til að eiga hér
viðdvöl.
Ljóst er þó að margt má gera til,
að fjölga millilendingum í Kefla-
vík, en hér í þessari grein bendi ég
þó á, það sem ég tel, drýgstu
tekjumöguleika framtíðarinnar.
Þeir felast í því, að gera ísland að
frekara ferðamannalandi, þar sem
fastar og reglubundnar ferðir
hingað auðvelda alla stýringu um-
ferðar og stuðla að meiri hag-
kvæmni í rekstri vallarins. Ef vel
tækist til má ætla að millilending-
um fjölgi í kjölfar þess.
Möguleikar til að gera ísland að
fyrirmyndar ferðamannalandi eru
óteljandi og væri með tiltölulega
litlum tilkostnaði hægt að nýta
marga þessa möguleika.
Millilendingar eru töluverðum
sveiflum háðar og næmari fyrir
hvers konar sveiflum í alþjóða-
málum, en reglulegar lendingar og
má þannig að nokkru líkja þeim
við fiskinn okkar, sem getur hve-
nær sem er horfið sporlaust án
nokkurs fyrirvara. Þetta má á
margan hátt fyrirbyggja eins og
t.d. með samningum á lx>rð við þá
sem rekstraraðilar Aer Rianta í
Shannon hafa gert við Aeroflot
um eldsneytisbirgðastöð fyrir vél-
ar þeirra, en slíku fylgir mikill
kostnaður og fjárbinding.
Hins vegar myndu regiulegar
ferðir hingað bæði tryggja tekjur
frekar og einnig skila allar fjár-
festingar sér, í því sambandi, mun
fyrr og öruggar en ella. Með
tiikomu reglubundinna lendinga
flug.elaga myndu þau einnig
og er yfirvöldum skylt að gera allt,
sem í þeirra valdi stendur til að
auka nýtingu og hagkvæmni vall-
arins og þar með stuðla að al-
mennri velmegun og aukningu
þjóðartekna.
í þessari grein bendi ég á
nokkrar tillögur um leiðir að
þessu marki og miðast þær allar
við, að allir þjónustuaðilar við
Keflavíkurflugvöll setjist saman
við borð og samræmi alla þætti,
sem að þessu snúa. Æskilegast
væri að komið væri á stjórn
sérfræðinga, sem sæi um að
reikna út tilboðs-kostnaðarpakka
fyrir hvert flugfélag, sem mögu-
leiki væri á, að fá til að lenda hér
og stuðlaði þannig að auknum
heildartekjum vallarins til langs
tíma, en ekki að hver og einn
þjónustuaðili reyni að skera svo af
hagnaðarkökunni í hvert skipti
eins og nú virðist vera stefnan.
Nauðsyn er því á að nákvæmar
áætlanir séú gerðar fyrir völlinn í
heild og gera þarf kannanir á því,
hvað myndi best henta hverju og
einu flugfélagi til að þau myndu
lenda hér. Þannig myndu vafa-
ingagjöld, stöðugjöld, þjónustu-
gjöld o.fl.
5. Lagalegar skyldur um lend-
ingar á vissum völlum.
6. Veður í háloftum og/eða á
lokaákvörðunarstað.
7. Reglur um hámarksflugtíma
áhafna í lotum.
8. Bilanir og/eða skoðanir véla.
9. Brautarlengdir flugvalla á
flugleið.
10. Lofthiti á lendingarstað, sem
getur valdið þvi að fullhiaðnar
vélar eiga erfitt með flugtak
o.fl.
Ef sýnt er að millilending sé
nauðsyn (en slíkt er auðvitað
afarkostur sökum þess kostnaðar
sem því fylgir), eru allir þessir
þættir vegnir og metnir til kostn-
aðar í einum pakka og sá kostur-
inn valinn, sem minnstum til-
kostnaði fylgir. Ekkert flugfélag
nú á þessum síðustu og verstu
tímum millilendir til þess eins að
auka ánægju eða óánægju farþega
heldur eru slíkar ákvarðanir tekn-
ar vegna nauðsynjar einnar sam-
an. Því er aðalástæða millilend-
inga tæknilegs eðlis.
sem til Prestwick koma, ferða-
menn, sem þar dvelja um tíma, en
42% transitfarþegar. Sambæri-
legar tölur fyrir Shannon og
Keflavík eru 53% og 47%. Lang-
stærsti hluti dvalarfarþega fyrir
Keflavík eru þó íslendingar á
ferðalögum til og frá íslandi.
Shannon og Prestwick leggja nú
mun meiri áherslu á að fá ferða-
menn til dvalar á stöðum í ná-
grenni flugvallanna og hafa í því
sambandi gert ýmislegt til að gera
staðina að úrvals sumarleyfis-
stöðum, þar sem fólk getur notið
sérstöðu staðanna. Til dæmis má
nefna að Aer Rianta (fyrirtækið
sem rekur m.a. flugvöllinn í
Shannon) hefur endurbyggt gaml-
an kastala í nágrenni vallarins,
þar sem túristar geta notið kvöld-
verðar og skemmtunar. Til þess
hafa þessir staðir aðgang að sama
eldhúsi og því sem framleiðir mat
í flugvélar, sem á vellinum lenda.
Einnig hefur fyrirtækið til út-
leigu gamaldags krítarkofa, sem
innréttaðir eru á nútímalegan
hátt með öllu tilheyrandi. Með
þessu hyggst fyrirtækið laða að
Bandaríkjamenn, sem eiga rót
sína að rekja til írskra forfeðra, til
að koma og gista og sjá vettvang
forfeðra sinna í nýju og skemmti-
legu ljósi.
Bærinn Prestwick hefur ávallt
verið rómaður fyrir þá úrvals
golfvelli, sem þar fyrirfinnast og
þá ótrúlegu veðurblíðu, sem þar
ríkir eða eins og einn velþekktur
Bandaríkjamaður lýsti því:
„Rólegur bær við volga Golf-
straumsströnd, þar sem ómengað
heilnæmt sjávarloftið setur
vinstri snúning á golfboltann á
braut no: 1“.
Þótt ekki virðist mikið hafa
verið gert áf því gagngert að laða
erlenda ferðamenn hingað, verður
þó að benda á að margt er í þeirri
körfu nú í dag og er í því
sambandi verðugast að benda á
hina viðfangsmiklu könnum sem
Ferðamálaráð Ríkisins fól Hag-
vangi að gera sumarið 1979. Sú
könnun vakti mikla athygli og í
kjölfar niðurstaða hennar hófu
Flugleiðir í sameiningu með
Ferðamálaráði, ferðaskrifstofum
o.fl. mikla og víðtæka kynningar-
herferð á landinu erlendis, sem
vonandi ber ávöxt erfiðisins
seinna meir.
Mín skoðun er hins vegar sú að
enn megi betur gera ef duga skal,
þar sem allar herferðir hingað til
hafa miðast að því að laða ferða-
menn hingað og bjóða þeim upp á
það sem fyrir er og lítið gert að
því að nýta hugmyndir um breyt-
ingar, sem stuðlað gætu að því að
fá ferðamenn til að dveljast hér
lengur, en hingað til hefur verið
venjan. Meðaldvalartími ferða-
manna hérlendis er nefnilega ekki
lengri en 7.7 dagar eins og er.
Hugmyndir eins og þær að setja
á stofn heilsuræktunarstöð eða
heimili í Hveragerði, þar sem
veikburða fólk gæti notið hinna
vinsælu leirbaða, jafnt sem vin-
sælla túristastaða í nágrenninu,
s.s. Þingvalla, Gullfoss, Geysis og
Vestmannaeyja. Hugmyndir um
að koma upp sumarskíðahótelum
á einhverjum jökla okkar o.fl.,
hafa enn ekki verið framkvæmd-
ar, þótt líklegt sé að slíkt yrði vel
sótt og virt af fjöldamörgum um
hina stóru veröld.
Þótt þetta séu einungis tvær
hugmyndir af ótal mörgum um
hvernig megi nýta sérstöðu lands
vors til að fá ferðamenn til að
dvelja hér um skeið, er sýnt að
flestir þeirra fjölda ferðamanna,
sem á ári hverju leggja erlend
lönd undir fót, fara til hinna ýmsu
landa til þess aðallega að njóta og
sjá sérkenni hverrar þjóðar og
lands og í þeim upplýsingum ættu
að felast ótæmandi tekjumögu-
leikar fyrir þjóð eins og okkar,
sem okkur er skylt að nýta á einn
eða annan hátt.
Gjöld við lendingar
og flugtök
Hin ýmsu gjöld, sem greiða þarf
á hverjum af þessum stöðum eru
mjög misjafnlega há og væri of
langt mál að taka hvert atriði
fyrir sig og bera þá saman í svo
stuttri grein sem þessari. Hitt er
þó víst að heildarkostnaðarpakki
flugfélaga er yfirleitt lægri í t.d.
Shannon en í Keflavík vegna
þeirra millifærsla og afslátta sem
Shannon getur boðið, en Aer
Rianta hefur frjálsar mjög frjáls-
ar hendur með að veita alls konar
afslátt af öllum gjöldum, sem hin
ýmsu flugfélög þurfa að greiða, á
meðan sýnt er að að það skili
hærri heildarhagnaði þegar til
lengri tíma er litið. Slíkan afslátt
er flugvallarstjórn í Prestwick
einnig heimilt að veita. Það er því
sýnt að mikil þörf er á því að
aðilar, sem um rekstur Keflavík-
urflugvallar sjá, hafi frjálsari
hendur með að veita afsiátt ýmiss
konar, sem gæti stuðlað að auk-
inni umferð um völlinn. í því
sambandi væri æskilegt að sett
væri á stofn sérstök deild sérfræð-
inga, sem sæji um arðsemisút-
reikninga af því tagi, að reiknaður
væri kostnaður hinna ýmsu teg-
unda véla, sem um loftumferðar-
svæði Keflavíkur fara og þeim
vélum, sem oftast um það fara,
boðinn afsláttur, ef þær lenda þar
reglulega og með fyrirvara á t.d.
2ja ára grundvelli. Einnig væri
gjald þeitta lægra fyrir vélar, sem
skera loftumferðarsvæðið yst
þannig að heildarkostnaður hverr-
ar vélategundar yrði sá sami, þ.e.
að þótt einhverju viðbótarelds-
neyti væri eytt til að taka krók af
flugleið til að lenda í Keflavík
myndi slíkt borga sig vegna lægri
kostnaðar við lendingu.