Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
13
Saddam Hussein, maöurinn bak viö herför íraka:
Það þurfti striðið við Persa-
flóa til að vekja athygli heims-
ins á hinum mikilúðlega og
úfna foringja íraka, Saddam
Ilussein al-Takriti. Hann hefur
stjórnað einu fremsta ríki Ar-
aba styrkri hendi i meir en
áratug og þó er varla nokkur
maður utan hins þrönga hóps
diplomata sem þekkir hann
með nafni. Sadat, Ilussein Jórd-
aníukonungur, kóngafólkið i
Saudi-Arabíu og að sjálfsögðu
hinn fasmikli Kaddhafi hafa
allir prentað mynd sina inn i
vitund Vesturlandabúa. En
ekki Saddam. Hann er eftir sem
áður hálfgerð ráðgáta og aldei
eins og nú á þessum viðsjár-
verðu tímum.
Frá blautu barnsbeini ólst
Saddam upp við öfgafulla þjóð-
ernis- og einræðishyggju, þannig
að leið hans var frá upphafi
mörkuð þeim þröngsýnu og
ofstopafullu áhrifum, er óhjá-
halda sameiningaröflum þjóð-
ernissinnaðra Araba í skefjum.
í arabískum stjórnmálum
hafa Baath-sósíalistaflokkurinn
og kommúnistar ævinlega verið
svarnir andstæðingar og Sadd-
am hefur aldrei vikið hársbreidd
frá djúpstæðri andúð sinni á
kommúnistum, þrátt fyrir
vopnakaup frá Rússlandi og vin-
áttusáttmálann frá 1972 (en
hann er nú svo til dauður
bókstafur).
Meðan Qassim var við völd,
voru Saddam og félagar hans í
Baath-flokknum ekki iðjulausir.
í október árið 1959 veittu þeir
bifreið Qassims fyrirsát í Ras-
hid-stræti í Bagdad og drápu
aðstoðarmann hans og bílstjóra.
Einræðisherrann bjargaði sér
með því að fleygja sér á bílgólfið.
Flestir fyrirsátursmannanna
náðust, en Saddam flúði til
sýrlensku landamæranna.
Nasser, sem þá ríkti yfir
HUSSEIN lætur dýrka per-
sónu sína aö hætti Stalíns
sáluga.
ar til að halda ríkinu saman.
Ríki þetta, sem Bretar settu á
stofn, á stöðugt á hættu að liðast
sundur fyrir áhrif miðflóttaafls
af völdum hinna þriggja samfé-
lagshópa: Sunníta-Araba,
Shita-Araba og Kúrda.
Það hefur verið síendurtekin
martröð írakska ráðamanna, að
einhver utanaðkomandi taki að
hlutast til um mál þessara aðila
óg sú martröð hefur orðið að
raunveruleika hjá Saddam síð-
astliðin tvö ár, en á þeim tíma
hafa byltingaröflin í íran stöð-
ugt hvatt Shitana í írak til að
gera uppreisn gegn „trúlausa
harðstjóranum" í Bagdad. Eitt
meginmarkmið hans með stríð-
inu er að losa sig við Ayatollann.
Að hætti Stalíns er persóna
Saddams dýrkuð úr hófi fram og
hann ýtir undir þessa dýrkun
með því að hvetja venjulega
dauðlega menn til að leita til sín
með vandamál sín — og hringja
Miskunnarlaus
spjátrungur
kvæmilega ætla mönnum dauða
eða frægðarferil. Hann fæddist
árið 1936 í Takrit, sem er
smábyggð norðan við Bagdad, og
hann missti báða foreldra sína á
unga aldri. Faðir hans, er var
bóndi, lést og móðir hans sendi
hann þá til bróður síns, en hann
var heittrúaður Múhameðstrú-
armaður af trúflokki Sunníta og
ræktaði melónurá búgarði sínum
við bakka hins mikla Tígris-
fljóts.
Einangrun
í þessu einmanalega sveita-
umhverfi gafst honum nægur
tími til að hugleiða ástand þjóð-
ar sinnar. Eins og svo margir
aðrir Arabar af sömu kynslóð,
sem áttu fyrir höndum stjórn-
málaferil, var hann algerlega
einangraður frá öllum utanað-
komandi áhrifum — allt fram á
þennan dag hefur hann aldrei
komist í raunverulega snertingu
við vestræn samfélög.
Hann var greindur ungur
maður, er hafði næstum enga
menntun og var illa að sér, en
skarpur hugur hans var altekinn
þeirri einföldu hugmynd að dag
nokkurn yrði írak frjálst land og
nógu öflugt til að þurfa ekki
lengur að lúta fyrirmælum
nokkurs annars aðila.
Árið 1954, þegar Saddam var
enn á unglingsaldri, gerðist
hann félagi í leynilegri flokks-
deild Baath-flokksins og hóf þar
með langvarandi leynistarfsemi,
sem hann stundar ennþá í viss-
um skilningi. Fullkomin leynd
hvílir ennþá yfir innra starfi
íraska ríkisins og einkum og sér
í lagi yfir meginvaldauppsprett-
unni, Byltingarráðinu, sem
Saddam er í forsæti fyrir.
Konungsveldið í Irak féll árið
1958. En Baath-flokkurinn naut
ekki ávaxtanna af þeirri bylt-
ingu. Nýi leiðtoginn, Abdul-
Karim Qassim, beitti hernum til
að brjóta flokkinn á bak aftur af
meiri hörku en konungurinn
hafði nokkru sinni beitt. Qassim
óttaðist að verða fyrir barðinu á
vaxandi völdum Nassers og gerði
bandalag við kommúnista til að
Sýrlandi sem og Egyptalandi,
bárust fregnir um komu hins
unga þjóðernissinnaða launsát-
ursmanns til landamærastöðv-
arinnar. Bifreið var send eftir
honum og að lokum fékk hann að
fara til Kairo, þar sem hann
fékk íbúð til afnota og komst á
laun hjá Egyptum.
Fyrirmyndin
Dvölin í Egyptalandi hafði
mikil áhrif á Saddam. Hann var
á miðjum þrítugsaldri, í útlönd-
um í fyrsta skipti á ævinni og
bjó í stærstu borg Arabalanda á
þeim tíma, þegar stærstu stund-
ir í sögu hennar á þessari öld
voru að gerast. Við þessar að-
stæður drakk hann í sig mál-
flutning Nassers, sem blés í
lúðra byltingar allt frá „Atlants-
hafi til Persaflóa".
Það voru fyrst og fremst
aðferðir Nassers, hversu djörf-
uglega hann hélt á málum gagn-
vart stórveldunum, sem heilluðu
Saddam og höfðu á hann mót-
andi áhrif. Nasser varð fyrstur
arabískra leiðtoga, sem lét sér
hugkvæmast að sjálfstæði Ar-
abaríkja væri mögulegt án íhlut-
unar eða eftirlits Vesturveld-
anna. Nú þegar Saddam brýst að
Persaflóa og krefst þess að
öryggismál þessa mikla olíu-
svæðis séu alfarið í höndum
íbúanna á svæðinu, er hann
vísvitandi að fylgja eftir mark-
miðum Nassers.
Það leið nokkur tími áður en
Saddam gat komið áætlunum
sínum í framkvæmd. Baath-
flokkurinn í írak velti Qassim úr
valdastóli og lét drepa hann árið
1963. Hann hrifsaði völdin, en
missti þau úr höndum sér nokkr-
um mánuðum síðar og hóf leyni-
starfsemi sína á nýjan leik sem
stóð til ársins 1968, en þá komst
flokkurinn til valda aftur. Hann
hefur verið við völd síðan.
Saddam er eignað það að hafa
af fullkomnu miskunnarleysi
endurskipulagt flokkinn með
leynd. Flokkurinn varð svo tæki
hans, er hann tók stjórn lands-
ins í sínar hendur.
Patrick Seale
OBSERVER
Miskunnarleysi er vafalaust
það sem einkennir þennan mann
hvað helst, og þótt hann verði
aldrei annar Nasser, verður hon-
um svo sannarlega jafnað við
Stalín. Þegar hann var varafor-
seti lýðveldisins árið 1969 bætti
hann lögfræðiprófi við aðrar
vegtyllur sínar á þann einfalda
hátt að mæta til prófs með
skammbyssu við beltisstað og í
fylgd fjögurra vopnaðra líf-
varða. Prófdómararnir skildu
hvað til friðar þeirra heyrði.
Síðan 1968 hefur Saddam ver-
ið hinn eiginlegi stjórnandi
landsins, og þeirri stöðu hefur
honum tekist að halda með því
að ryðja úr vegi hverjum keppi-
nautinum á fætur öðrum, en í
fyrra komst hann loks að fullu í
sviðsljósið, er hann tók við
embætti forseta af Hassan al-
Bakr. Vígsla hans í embættið var
fólgin í hreinsunum, sem voru
blóðugri og víðtækari en þekkst
hefur í sögu nokkurs annars
Arabaríkis. Það óhugnanlegasta
við þær var aðferðin sem hann
beitti. Hann kallaði leiðtoga
flokksins víðsvegar að af landinu
til Bagdad til að skjóta starfs-
bræður sína í ríkisstjórninni
með eigin vopnum og láta þá
þannig bera sameiginlega
ábyrgð á verknaðinum.
Mongólablód
Það leikur ekki vafi á að
skapgerð íraka einkennist af
hörku, sem kann að eiga rót sína
að rekja til innrása Mongóla í
landið fyrr á tímum. Hinn
hrottafengni stíll Saddams er
dæmigerður fyrir landa hans og
þeir kunna margir vel að meta
hann. Það skal líka viðurkennt
að írak þarfnast styrkrar stjórn-
jafnvel í sig í síma. Fáir þora
það, en öllum líkar vel að halda
að þeir eigi þess kost. Hann er
ástríkur eiginmaður og faðir,
meira að segja eftirlátur. Sextán
ára gamall sonur hans ekur um á
Porsche-bifreið.
Hann líkist fremur Titó en
Stalin í spjátrungshætti sínum.
Talið er að fataskápur hans hafi
að geyma hvorki meira né minna
en 200 rándýr jakkaföt, einkenn-
isbúninga og þjóðbúninga til að
nota við margvísleg tækifæri.
Gestur, sem var nýlega á ferð,
veitti athygli smeðjulegri undir-
tyllu, sem fylgdi stórmenninu
hvert fótmál með stærðar kassa
í höndum. Án þess að líta um öxl
teygði Saddam á nokkurra mín-
útna fresti út höndina eftir
risastórum Havana-vindli,
kveikti í, dró reykinn að sér
nokkrum sinnum, drap síðan í og
teygði sig eftir öðrum. í sumar
pantaði hann sér allra nýjustu
gerð af lúxussnekkju frá Dan-
mörku, sem er ætluð til
skemmtisiglinga á Shatt-al-
Arab-fljótinu, siglingaleiðinni
sem hann- hefur fórnað svo
miklu blóði til að tryggja sér.
Hvað sem um galla Saddams
má segja, hefur hann þjónað
landi sínu vel á vissan hátt.
Hann hefur haft umsjón með
viturlegri þróunaráætlun um
lestrarkennslu fullorðinna og
stórfelldri iðnaðarfjárfestingu.
Hann er að reyna að hrinda í
framkvæmd langþráðri hugsjón
Baath-flokksins um „hinn nýja
arabiska mann“ (og konu), sem
að tæknikunnáttu og sjálfsvirð-
ingu stendur jafnfætis hverjum
sem vera skal um allan heim.
En yfir framtíð hans hvílir
allmikill skuggi. Hvernig svo
sem stríðinu við Persaflóa lykt-
ar, er það vafamál hvort einræði
sem reist er á jafnþröngum
grunni, — nánustu samstarfs-
menn hans eru mágur hans,
varnarmálaráðherra, og bróðir
sem er yfirmaður öryggislög-
reglunnar — getur tekist á við
þau verkefni sem eru samfara
góðu gengi, hvað þá ef eitthvað
fer úrskeiðis.
Efni blaðamanns
upptækt gjöri:
Óviðeigandi
orðalag um
tennur og
flíkur Kania ...
Stokkhúlmi 18. okt. — AP.
SÆNSKUR blaðamaður við
Expressen i Stokkhólmi, Lars
Persson sagði i dag í grein f
blaði sínu. að pólskir flugvall-
arstarfscmnn hefðu gert upp-
tækt allt efni og minnismiða
sem hann hafði meðferðis er
hann vará förum frá Varsjá i
fyrradag eftir vikudvöl i land-
inu.
Var Persson skýrt frá því að
hann hefði notað „óviðeigandi
orð“ um Stanislaw Kania,
flokksleiðtoga í minnisblöðum
sínum. Persson sem hefur
skrifað mikið um Pólland og
einnig önnur Austur-Evrópu-
ríki árum saman sagði að
meðal þess sem pólskir emb-
ættismenn hefðu fett fingur út
í var að hann hefði sagt að
Kania „klæddist dýrum flíkum
og hefði góðan tannlækni."
London:
Stöðvar
lögreglan
sýningu
leikrits?
Ixindon. 17. október. — AP.
KLÁMDEILD brezku leynilögregl-
unnar, Scotland Yard. hefur fengið
það verkefni að horfa á nýtt
leikrit, scm nú er sýnt i National
Theatre í London, en borizt hefur
kæra frá almcnnum borgurum um
að leikritið sé ósiðlegt.
Leynilögreglumenn verða sendir
til að sjá leikritið, en sagt er að í því
striplist naktir karlmenn um sviðið
og karlmanni sé þar nauðgað. Munu
lögreglumennirnir gefa yfirmönn-
um sínum skýrslu um málið áður en
ákveðið verður um framhald máls-
ins.
Leikritið fjallar um hernám Róm-
verja í Bretlandi og dvöl brezkra
hermanna á írlandi. Borgaryfirvöld
í London hafa tekið leikrit þetta
mjög illa upp og hótað að hætta
styrkveitingum til leikhússins.
Kosningar í Finnlandi:
Búist við fylgis-
aukningu hægri
flokkanna
Frá llarry Granhers (réttaritara Mhl. i
Finnlandi 17. ukt.
BÚIST er við því að ha gri flokk-
arnir í Finnlandi auki fylgi sitt í
bæjar- og sveitastjórnarkosningun-
um sem fram fara i Finnlandi
19—20. októbcr nk. Skoðanakann-
anir sýna að stjórnarandstöðu-
flokkarnir muni auka fylgi sitt en
stjórnarflokkarnir tapa. nema Ein-
ingarflokkurinn. Búist er við að
kommúnistar tapi mestu fylgi.
Einingarflokkurinn mun vinna
mest á samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannanna og hljóta um
22,5% atkvæða.
Mikill áhugi er fyrir kosningun-
um og greiddu um 20% fleiri
atkvæði í utankjörstaðakosningun-
um nú en í síðustu bæjar- og
sveitastjórnarkosningunum í Finn-
landi.
MYNDAMOT HF.
PBfNTMVNDAGERO
AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152 - 17355