Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
25
að samherja til að gefa boltann á. Leikur
ins eitt stÍK skildi liðin að í lok leiksins.
spenntur eítir því að sjá hvort skot hans
Sigurkarfa UMFN kom 28
sekúndum fyrir leikslok
UMFN sigraði KR með eins stigs mun í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar
i korfuknattleik á laugardaRÍnn. en leikurinn fór fram í „LjónaKryfj-
unni“ í Njarðvík. Þetta var sannkallaður hörkuleikur. æsispennandi
frá upphafi til enda og visbendinK á skemmtilesa keppni í vetur.
Erfitt er að gera upp á milli liðanna. sveiflur voru miklar og allan
tímann skiptust liðin á um forystuna os aldrei munaði meira en níu
stÍKum. Það þykir ekki merkilejf forysta í körfuknattleik ok getur
horfið eins og dögg fyrir sólu. Lokatölur þessa skemmtilega leiks urðu
86—85 fyrir UMFN. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46—39 fyrir
Njarðvík. Það var Guðsteinn InKÍmarsson sem skoraði sigurkörfuna
þegar að 28 sekúndur voru til leiksloka.
Njarðvíkingar voru ekki með á
nótunum framan af leik þessum.
Þeir gerðu hverja skyssuna af
annari framan af fyrri hálfleik.
Liðið komst þó í 8—4, en síðan
seig KR fram ur með hröðum og
yfirveguðum leik. Þegar hálfleik-
urinn var hálfnaður stóð 19—12
fyrir KR, en þá fóru heimamenn
smám saman að taka sig saman í
andlitinu. Hittni beggja liða fram-
an af var með lakara móti, þó
heldur skárri hjá KR. En hún
lagaðist heldur betur hjá UMFN
og síðari hluta hálfleiksins lék
liðið á alls oddi. Náði Njarðvík um
tíma 9 stiga forystu, en leiddi með
sjö stigum í hálfleik.
KR-ingar jöfnuðu aftur þegar
að rúmar fjórar mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik, 50—50,
með skoti Agústar Líndal. Og eftir
það voru sveiflurnar í leiknum
miklar og spennandi. Þegar rúmar
átta mínútur voru eftir stóð 64—
64 og þegar rúmar fjórar mínútur
voru eftir stóð 74—74, eftir að KR
hafði um tíma náð fimm stiga
forskoti. Enn var jafnt, 84—84, er
Keith Yow sendi vítakast rétta
boðleið er ein mínúta var eftir og
annað víti sama manns kom KR
einu stigi yfir. Síðustu sekúndurn-
ar gekk á ýmsu, en þegar 28
sekúndur voru eftir braust Guð-
steinn laglega í gegn um vörn KR
og skoraði glæsilega körfu.
KR-ingarnir misstu strax knött-
inn og heimaliðið þvældist með
knöttinn síðustu sekúndurnar, allt
þar til að flautað var ti! leiksloka.
Það er deginum ljósara, að
Njarðvíkurliðið verður enn í
fremstu röð. Með Danny Shouse
innanborðs er liðið mjög líklegt til
einhverra afreka. Shouse var mjög
Jr* 86:85
atkvæðamikill í leiknum og virðist
betri leikmaður en áður, enda í
sterkara liði en í fyrra. Auk
Shouse áttu Valur Ingimundarson
og Guðsteinn Ingimarsson stór-
leiki, Guðsteinn þó einkum er á
leikinn leið. Jón Viðar og Gunnar
Þorvarðarson stóðu fyrir sínu og
Jónas var sterkur í vörninni.
KR-ingarnir verða örugglega
einnig með í slagnum eins og fyrri
daginn, en liðið virðist ekki hafa
sömu breidd og Njarðvík, a.m.k.
ekki ef miðað er við þennan leik.
Jón Sigurðsson var eins og oft
áður lang besti maður liðsins og
átti stórgóðan leik að þessu sinni.
Keith Yow var mjög drjúgur, en
var sterkari í vörn en sókn. Auk
þessara tveggja voru Garðar Jó-
hannsson og Bjarni Jóhannsson
mjög bærilegir, en aðrir lakari.
Stig UMFN: Danny Shouse 40,
Valur Ingimundarson 14, Guð-
steinn Ingimundarson 12, Jón Við-
ar Matthíasson 7, Gunnar Þor-
varðarson 5, Arni Lárusson og
Jónas Jóhannesson 4 stig hvor.
Stig KR: Jón Sigurðsson 24,
Keith Yow 20, Garðar Jóhannes-
son 13, Bjarni Jóhannesson 12,
Ágúst Líndal 10, Guðjón Þor-
steinsson 4 og Kolbeinn Pálsson 2
stig. —gg.
• ...
Jón Sigurðsson KR átti frábæran
leik gegn UMFN.
Armenningar stóðu
lengst af vel í ÍS
IIIÐ UNGA og bráðefnilega lið Ármanns fór vel af stað í sínum fyrsta
leik i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Ármann mætti liði ÍS og veitti
þeim lengst af harða keppni. Staða liðanna var jöfn i hálfleik. bæði
liðin höfðu skorað 39 stig, og það var ekki fyrr en í siðari hálfleiknum
sem ÍS tókst að hrista Ármenninga af sér og ná öruggri forystu i
leiknum og sigra með sjö stiga mun. Lokatölur leiksins urðu: ÍS 86,
Ármann 79. Þess er rétt að geta að Ármenningar hafa enn ekki fengið
til liðs við sig Bandarikjamann og mega því vel við árangur sinn una.
Hinsvegar munu þeir væntanlega ma*ta með hlökkumann í næsta leik
sinum og sá mun vera 2,14 m á ha^ð og enginn smákarl ef marka má
þær sögur sem i gangi eru.
Lið Armenninga hóf leikinn
gegn IS af miklum krafti og náði
strax forystunri og um leið höfðu
þeir frumkvæðið í leiknum. Tókst
þeim að ná átta stiga forystu
10—2, en hinir leikreyndu stúd-
entar með Bandaríkjamanninum
Colemann í broddi fylkingar sigu
á og náðu að jafna metin 16—16.
ÍS komst síðan yfir í leiknum en
Ármenningar gáfu ekkert eftir og
misstu ÍS aldrei langt á undan sér.
Náðu meira að segja yfirhöndinni
37—34 og það var lið ÍS sem
jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálf-
leiks.
Leikmenn ÍS voru mun ákveðn-
ari í leik sínum í síðari hálfleik.
Samt var það Ármann sem náði
forystunni, en það stóð ekki lengi
og ÍS náði að komast í 60—48.
Fyrri hluta síðari hálfleiksins var
eins og þreytu gætti hjá Ármenn-
ingum og hittni þeirra brást illa,
jafnvel í bestu færum. Drifnir
áfram af stórgóðum leik blökku-
mannsins Colemanns rifu leik-
menn ÍS sig áfram og voru ávallt í
öruggri forvstu. Ármenningum
tókst þó að minnka muninn og
þegar sex mínútur voru til leiks-
loka var staðan 69—62. Þrátt fyrir
góða baráttu tókst Ármenningum
ekki að fylgja því eftir og lið IS
vann öruggan og sanngjarnan
sigur.
Það er erfitt að dæma lið IS
eftir þessum fyrsta leik, liðið var
frekar seint í gang í leiknum og
vera má að það hafi vanmetið lið
Ármenninga. Colemann var lang-
bestur leikmanna ÍS og skoraði 37
stig jafnframt því að sem hann er
sterkur í fráköstum og spilar
félaga sína mjög vel upp. Árni
Guðmundsson, Gísli Gíslason,
Steinn Sveinsson og Bjarni Gunn-
ar komu allir ágætlega frá leikn-
um en geta þó allir gert mun
betur.
Lið Ármanns kom verulega á
óvart. Aðaldriffjöðurin í leik
þeirra var kornungur og stórefni-
legur leikmaður, Valdimar Guð-
laugsson, skoraði Valdimar 24 stig
og sýndi mikla yfirferð allan
leikinn. Þá var Kristján Rafnsson
mjög góður og náði fjölmörgum
fráköstum var sterkur í vörninni
og skoraði 19 stig. Vel gert. Davíð
Arnar átti og góðan leik og barðist
vel. Atli Arason á að geta leikið
mun betur, hann var á stundum
ÍS—Ármann
86—79
full eigingjarn á boltann. Ljóst er
að lið Ármanns getur bitið hressi-
lega frá sér í úrvalsdeildinni þegar
þeim hefur bæst liðsauki.
Stig ÍS: Colemann 37, Steinn
Sveinsson 14, Árni Guðmundsson
12, Bjarni Gunnar 11, Pétur Óli 4,
Gísli Gíslason 3, Albert Guð-
mundsson 3, Ingi Stefánsson 2.
Stig Ármanns: Valdimar Guð-
laugsson 25, Kristján Rafnsson 19,
Davíð Arnar 12, Ingvar Ingvars-
son 10, Hörður Arnarsson 7, Atli
Arason 4, Guðmundur Sigurðsson
2.
— ÞR.
LIÐ ÍS:
Albert Guðmundsson 6
Árni Guðmundsson 7
Steinn Sveinsson 7
Ingi Stefánsson 5
Gísli Gisiason 6
Bjarni Gunnar 6
Pétur Óli Ilansson 5
LIÐ ÁRMANNS:
Guðmundur Sigurðsson 4
Davíð Arnar 7
Kristján Rafnsson 7
Atli Árason 6
Ilörður Arnarsson 5
Valdimar Guðlaugsson 8
Ingvar Ingvarsson 7
Tryggvi Þorsteinsson 4
Lið UMFN:
Gunnar Þ<irvarðarson
Guðsteinn Ingimarsson
Jón Viðar Matthiasson
Árni Lárusson
Jónas Jóhannesson
Valur Ingimundarson
Lið KR:
Jón Sigurðsson
Ágúst Líndal
Garðar Jóhannsson
Guðjón Þorsteinsson 4
Bjarni Jóhannesson 6
Kolbeinn Pálsson 4
Eiríkur Jóhannesson 4
Elnkunnagjöfln
O -<l V* Oi <1 O*