Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
5
Lóðningarnar svo
þykkar að skipstjór-
inn óttaðist strand
FáskrúAsfirAi. 19. októhrr.
ENN HELZT hin mikla síldvoiAi hór í fjorAunum og londuAu 10 bátai
hór i dan. samtals 3.100 tunnum. Mostan afla hafAi Halldór Jónssor
SII. 900 tunnur. þá Ólafur Bjarnason SII með 600 tunnur. Ilafnarey oy
Eskey SF voru með 100 tunnur hvor hátur. Lokið verður við að salta í
15.200 tunnur í kvöld með því að salta í 1.100 tunnur i daK.
Síðastliðna nótt var veiðin allt Lajjði hannliet sín upp undir fjöru
frá Stöðvarfirði og norður í Loð- á fimm faðma dýpi og svo þykkar
mundarfjörð. Þeir sem mestan
afla fengu voru í Loðmundarfirð-
inum. Að sögn skipstjórans á
Halldóri Jónssyni var óhemju
mikið af síld í Loðmundarfirði.
voru lóðningar, að hans sögn, að
hann hélt í fyrstu að hann væri að
stranda bátnum. Hann er með 80
net og fékk upp í 30 tunnur í net,
en það er mokveiði. — Albert
Hafnarey kemur með síld til löndunar hjá Póilarsíld á Fáskrúðsfirði.
(I.jósm. Kmilia).
Allt pakkfullt af síld
og því mörgum vLsaö frá
Kskifirói. 20. októhrr.
STANZLAUS síldarsöltun var hór yfir helgina. eins og reyndar hefur
verið hór lengi. Á laugardag komu margir reknetabátar með góðan
afla og í ga-r voru það nótaskipin. Votaberg og Guðfinna Steinsdóttir
höfðu mestan afla nótaskipanna cða þúsund tunnur hvor bátur.
I nótt var svo mokveiði i Loð-
mundarfirði og víðar. I dag er því
allt pakkfullt af síld og hefur orðið
,að vísa mörgum frá. 11—12 bátar
eru komnir inn með góðan afla,
mest 800 tunnur hjá Þóri, Hringur
með 600 tunnur, Skógey var með
500 og Garðey 400. Síðastnefndi
báturinn fékk afla sinn í Reyðar-
firðinum og virðist síldin vera i
flestum fjörðum hér eystra.
Stöðvarnar kláruðu ekki allan
aflann frá í gær, ekki hefst að slá
til og ganga frá jafnóðum og því er
ekki hægt að byrja að salta strax á
öllum stöðvunum. Síldin virðist
ekkert fara úr fjörðunum þótt
útvarpið sé stöðugt að tilkynna
okkur að hún sé á leið suður fyrir
land. Svó mikill afli var hjá
reknetabátum síðastliðna nótt að
þeir áttu í erfiðleikum með að ná
búnkuðum netunum.
Hólmanesið landar hér 100
tonnum af þorski í dag og er því
næg atvinna í frystihúsinu einnig.
— Ævar.
Júpiter i góðu veðri á Ioðnumiðunum fyrir. skömmu. en Júpiter er
meðal aflahæstu skipa á vertiðinni. O-K'sm. Jón Páii).
Siglufjörður:
Mikil afköst
í bræðslunni
SÍKlufirói. 19. októhor.
IIÉR BlÐA nú um 10 þúsund
tonn af loðnu í þró rftir að
verða unnin. en mikið hefur
borizt af loðnu hingað undan-
farið. Vinnsla hefur gengið
vei í verksmiðjunni og afköst-
in verið 1550—1600 tonn á
sólarhring. Þessi miklu afköst
kalla á mikla eldsneytisnotk-
un og fer verksmiðjan með
50 — 60 tonn af svartolíu á
sólarhring. mj
Loðnuaf linn nú
um 135 þús. tonn
MIKIL loðnuveiði hefur verið síðan á föstudag og heildaraflinn á
vertíðinni var siðdegis í gær orðinn um 135 þúsund tonn. Aflahæsta
skipið er óli óskars með um 6 þúsund tonn. Flest skipanna fengu afla
sinn um helgina suður af Halamiðum. en nokkur voru þó enn á
norðursvseðinu. Frá fyrrnefnda veiðisvæðinu er liðlega 7 klukku-
stunda sigling til Bolungarvíkur, sem er næsta löndunarhöfn, en t.d.
álíka langt til Raufarhafnar og Vestmannaeyja. Eftirtalin skip
tilkynntu Loðnunefnd um afla frá þvi síðdegis á föstudag þar til
siðdegis i gær:
Föstudagur: Ljósfari 570.
Laugardagur: Kap II 700, Súlan
800, Grindvíkingur 1.000, Rauðsey
300, Arnarnes 500, Guðmundur
850, Fífill 640, Víkingur 1.200,
Svanur 600, Óli Óskars 1.200, Jón
Finnsson 600, Hákon 840, Náttfari
170. Samtals 13 skip með 9400
tonn.
Sunnudagur: Gígja 770, Sigurð-
ur 1.300, Haförn 690, Seley 400,
Keflvíkingur 500, Örn 530, Húna-
röst 680, Skírnir 440, Pétur Jóns-
son 760, Albert 600, Gullberg 600,
Helga II 530, Huginn 530, Helga
Guðmundsdóttir 650, Víkurberg
470, Hilmir 560, Dagfari 530.
Samtais 17 skip með 10.490 tonn.
Mánudagur: Sigurfari 580, Gísli
Árni 620, Þórður Jónasson 490,
Skarðsvík 600, Sæbjörg 580.
Á 11. hundraÖ kusu
í Ásprestakalli
PRESTKOSNINGAR fóru
fram í Ásprestakalli í Reykja-
vík á sunnudag, en sr. Árni
Berg Sigurbjörnsson var einn í
kjöri.
Á kjörskrá voru liðlega 2700
manns, en alls kusu á ellefta
hundrað samkvæmt upplýsing-
um sr. Bernharðs Guðmunds-
sonar á Biskupsstofu. Talið
verður á fimmtudag, en það
breytir engu þar sem sr. Árni
var einn í kjöri og mun hann
því verða settur í embætti á
næstunni.
r ^
IIMNLENT,
Flokksþing Alþýðuflokksins:
Eggert atkvæða-
hæstur í Reykjavík
EGGERT G. Þorsteinsson hlaut
flest atkvæði i fulltrúakosning-
um Alþýðuflokksfólks 1 Reykja-
vik til flokksþingsins um mán-
aðamótin. Eggert fékk 140 at-
kvæði, en næstir komu Jón
Baldvin Hannibalsson með 131
atkvæði, Gylfi Þ. Gislason með
128 atkvæði, Sigurður E. Guð-
mundsson ug Bjarni Guðnason
með 124 atkvæði hvor, Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir fékk 117 at-
kvæði, Emilia Samúelsdóttir
110, Björgvin Guðmundsson og
Björgvin Vilmundarson 108 og
Bragi Jósefsson fékk 107 at-
kvæði. Kosinn var 41 fulltrúi ug
féllu atkvæði á 111 manns.
Þórunn Valdimarsdóttir fékk
98 atkvæði, Haukur Morthens
97, Þorstéinn Sveinsson 95,
Gunnar Eyjólfsson 88, Finnur
Torfi Stefánsson 86; Guðlaugur
Tryggvi Karlsson 84, Jarþrúður
Karlsdóttir 83, Björn Friðfinns-
son og Ragna Bergmann 82
atkvæði hvort, Elín Guðjóns-
dóttir og Hörður Óskarsson 80
atkvæði hvort, Baldvin Jónsson
77, Jón ívarsson og Páll Jónsson
76 atkvæði hvor, Jóhannes Guð-
mundsson 73, Jón Magnússon,
Unnar Stefánsson og Sverrir
Kjartansson 71 atkvæði hver,
Grétar Nikulásson og Björn
Vilmundarson 70 atkvæði hvor,
Guðmundur Haraldsson 67, Sig-
urgeir Kristjánsson og Vilhelm
Ingimundarson 65 atkvæði hvor,
Ómar Morthens og Sigurður
Jónsson 64 atkvæði hvor, Skjöld-
ur Þorgrímsson og Gissur Sím-
onarson 61 atkvæði hvor og
Emanúel Morthens, Geir Gunn-
laugsson og Helga Guðmunds-
dóttir 60 atkvæði hvert.
“ Sendibilar i sérfíokki !4
[ulHEKKA
1 Laugavegi 170-172 Sír
HF
Sími 21240
Sendibílarnir frá MITSUBISHI eru í algjörum sérflokki,
hvaö viökemur veröi, gæóum og útliti.
Þú getur valió um þrjár mismunandi útfærslur.
Komió, sjáió og sannfærist.