Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
11
Bandarísku kosningarnar:
skurð á fjárhagsaðstoð Banda-
ríkjanna ti! þróunarlanda, Crans-
ton vildi auka útjgöld ríkisins til
varnarmála, McGovern lagði til
smíði sprengiflugvélar svipaðri
annarri, sem hann hafði greitt
atkvæði á móti, og Hart skoraði á
Carter að beita hervaldi gegn
íran vegna handtöku bandarísku
gíslanna. Bayh og Magnuson, sem
báðir þykja yfirleitt greiðviknir,
þegar almannafé er annars vegar,
vildu í ár setja þak á fjárlög
ríkisins.
Repúblikanar eiga á hættu að
missa sæti öldungadeildarþing-
mannsins frá New York í kosn-
ingunum. Jacob Javits, sem er 76
ára og hefur setið i þinginu í 24
ár, tapaði forkosningunum í New
York fyrir Alfonse D’Amato í
september. D’Amato er 43 ára
borgarstarfsmaður frá Long Is-
land. Hann er mun íhaldssamari
en Javits, sem tilheyrir frjáls-
lyndari væng Repúblikanaflokks-
ins. D’Amato gerði mikið úr
háum aldri og fjarandi heilsu
Javits i kosningabaráttunni.
Elizabeth Holtzman fulltrúa-
deildarþingmaður hlaut útnefn-
ingu Demókrataflokksins í ríkinu
eftir harða baráttu. Javits er á
lista Frjálslynda flokksins í New
York ásamt John B. Anderson.
BF tH
•TY
ByNfcktorRothco
. og ég vil koma því að, að ég hef ekki brotið af mér
síðan mér var sleppt út!“
Repiiblíkönuin spáð
góðum kosningum
Bandaríkjamenn ganga að
kjörborði 4. nóvember n.k. Af
fréttum að dæma mætti halda.
að forseti landsins einn yrði
kjörinn en því fer fjarri. AJIir
þingmenn fulltrúadeildar
bandaríska þingsins. 435 að
tölu. og þriðjungur öldunga-
deildarþingmanna. sem eru alls
100 talsins. auk ríkisstjóra
nokkurra rikja og annarra
stjórnmálamanna i einstökum
rikjum verða í kjöri þennan dag.
óttazt er. að þátttaka kjósenda
verði lítil og jafnvel ekki meiri
en 50%, en aðeins 55,4% Banda-
rikjamanna á kosningaaldri
greiddu atkvæði i kosningunum
1972 og 56,5% 1976.
Forsetakosningarnar eru mik-
ilvægar, en Bandaríkjaforseti
getur litlu fengið áorkað, ef hann
hefur meirihluta þingsins upp á
móti sér. Sagt er um Jimmy
Carter, að honum hafi ekki farn-
azt betur í forsetastóli en raun
ber vitni, vegna þess að hann
kunni ekki að starfa með þinginu.
John Heinz III öldungadeildar-
þingmaður Repúblikana frá
Pennsylvaníu sagði fyrir nokkru,
að Carter hefði gengið frá þing-
húsinu upp Pennsylvanía Avenue
eftir embættiseiðtökuna 1976 og
aldrei snúið aftur til þinghússins.
Heinz sagði, að Ronald Reagan
myndi gera breiðgötuna að tví-
akstursgötu. Framboði John B.
Anderson er fundið það til for-
áttu, að hann myndi ekki hafa
neinn grunn í þinginu til að
byggja á, ef hann næði forseta-
kjöri. Lyndon B. Johnson er
yfirleitt talinn sá forseti, sem
bezt kunni að vinna með þinginu,
enda bjó hann yfir langri reynslu
úr þingsölum, þegar hann flutti í
Hvíta húsið 1963.
Demókratar hafa átt meiri
hluta í báðum deildum þingsins í
aldarfjórðung. í ár hóta Repú-
blikanar að skjóta þeim ref fyrir
rass á öllum vígstöðvum. Líkur
þykja góðar á, að Reagan vinni
forsetakosningarnar, en ekki er
talið, að Repúblikanar geti unnið
9 af 24 sætum Demókrata, sem
verða í kjöri úr öldungadeildinni,
eða bætt við sig 59 sætum í
fulltrúadeildinni, eins og þeir
þyrftu að gera til að ná yfirhönd-
inni í báðum deildum þingsins.
En Repúblikönum er þó spáð
góðum kosningum. Hægri sveifla
hefur átt sér stað í landinu hvað
viðkemur efnahagsmálum, og trú
á gamla félagsmálastefnu Demó-
krata hefur dofnað. Þingfram-
bjóðendur Repúblikana eiga í
gilda kosningasjóði að sækja, og
margir Demókratar eru óánægðir
með nafn Carters efst á fram-
boðslistum flokksins. Meðal
kunnra Demókrata, sem óttast
um sæti sín í fulltrúadeildinni og
gegna mikilvægum embættum
fyrir flokkinn í henni, eru John
Wright frá Texas, leiðtogi meiri
hlutans í deildinni, John Brade-
mas frá Indiana, ritari þing-
flokksins, Al Ullman frá Oregon,
formaður fjárhagsnefndar deild-
arinnar, og Morris Udall frá
Arizona, formaður innanríkis-
málanefndar fulltrúadeildarinn-
ar.
Anna Bjama-
dóttir skrif ar
frá Washington
Mest athygli hefur beinzt að
framboðum öldungadeildarþing-
mannanna Birch Bayh frá Indi-
ana, Frank Church frá Idaho,
Alan Cranston frá Kaliforníu,
Gary Hart frá Colorado, George
McGovern frá Suður Dakóta og
Warren G. Magnuson frá Was-
hington. Þeir eru allir vel kunnir
Demókratar fyrir frjálslyndar
skoðanir í varnar- og félagsmál-
um. Nú eiga þeir við vinsæla,
íhaldssama Repúblikana að etja í
heimaríkjum sinum og hafa einn-
ig vel skipulagða og fjármagnaða
herferð Landsnefndar íhalds-
samra (National Conservative
Political Action Committee) á
móti sér. Kosningarnar, sem eru
framundan, eru taldar hafa haft
áhrif á alla þingmennina sex á
þessu ári, en þá kom afstaða
þeirra til nokkurra mála mörgum
á óvart. Church lagði til niður-
Bandarískur almenningur hef-
ur lítið álit á stjórnmálamönnum,
og er það kannski orsök lítillar
þátttöku i kosningum yfirleitt.
Stjórnmálamenn vinna vanþakk-
látt starf og gera sjaldan einum
til hæfis án þess að vinna sér tvo
óvini í staðinn. En það er í
bandaríska þinginu sem annars
staðar, að oft er misjafn sauður í
mörgu fé. Þingmenn geta komizt
i kast við lögin eins og aðrir, en
meiri athygli beinist að þeim en
öðrum lögbrjótum. Nokkrir þing-
menn bíða enn dóms í Abscam-
réttarhöldunum, en þeir voru
leiddir í gildru dulbúinna starfs-
manna alríkislögreglunnar, sem
buðu þingmönnunum fé fyrir að
styðja viss málefni í þinginu og
kvikmynduðu fundina með þeim.
Mikið veður hefur verið gert út af
óförum Roberts Bauman full-
trúadeildarþingmanns frá Mary-
land að undanförnu. Hann var
kærður fyrir nokkrum vikum
fyrir að borga fyrir og eiga
kynmök við 16 ára pilt. Bauman
brást við með að segjast vera
drykkjusjúklingur, en síðar sagð-
ist hann eiga við kynvillu að
stríða. Þetta mál hefur leikið
Bauman sérstaklega grátt, því
hann hefur verið málsvari
íhaldssamra radda í þinginu, sem
telja aukin réttindi kynvillinga
ógna fjölskyIdulífi í landinu og
vera hin mesta firra.
Þingmennirnir, sem hafa leiðzt
inn á villigötur, hafa margir
kennt áhrifum áfengis um. Hvort
almenningur tekur það sem gilda
afsökun, fyrirgefur þeim syndirn-
ar og kýs þá á ný í nóvember, er
ekki gott að segja. En Dick
Dabney dálkahöfundur Wash-
ington Post heldur, að svo muni
verða. Hann skrifaði fyrir
nokkru, að Carter myndi koma
Reagan og þjóðinni allri á óvart
skömmu fyrir kosningar með að
sverja í sjónvarpi, „að hann hefði
verið á haugafylleríi öll fjögur
árin í Hvíta húsinu... Það er
auðvitað ekki rétt, en mun skýra
verðbólguna, atvinnuleysið, mis-
brestinn í varnarmálum þjóðar-
innar og ástandið í heimium. Og
það ætti einnig að tryggja Carter
endurkjör!"
ab
Ódýrt en
gottí
hádeginu
Leggjum sérstaka áherslu á fiskrétti
Sérverzlun til sölu
Vegna sérstakra aöstæöna er til sölu sérhæfö
verzlun meö tómstunda- og föndurvörur. Verzlunin
byggir aö mestu á eigin innflutningi og hefur góö
viðskiptasambönd erlendis. Samkeppni á þessu sviöi
er ekki mikil og afkomumöguleikar eru góöir.
Verzlunin er vel staösett, í góöu leiguhúsnæði, og er
í fullum rekstri. Salan er aöallega smásala, en dálítil
heildsala, sem auövelt er aö auka. Einstakt tækifæri
til aö yfirtaka aröbæran rekstur meö fjölbreyttar og
skemmtilegar vörur.
Upplýsingar gefa, milli kl. 17 og 18 í dag.
Lögmenn Jón Ingólfsson og Jón Zoega,
Garðastræti 3, Reykjavík.
Símar 11252 & 27105.
ÁRMÚLA 36
Pantiö tímahjá verkstjóra í síma 8436
-V:
' ' V v ..rl&áÉSá
vetrar-^
DODGE PLYMOUTH
TALBOT SIMCA HORIZON
Nú er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir
veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum
veðrum og koma í veg fyrir óþarfa
eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á
fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. Við
framkvæmum eftirtalin atriði:
1. vélarþvottur 10.
2. rafgeymasambönd 11.
athuguð 12.
3. viftureim athuguð 13.
4. rafgeymirog hleðsla 14.
mæld 15.
5. vél þjöppumæld 16.
6. skipt um platínur(1100) 17.
7. skipt um kerti 18.
8. skipt um loftsíu 19.
9. skipt um bensínsíu 20.
Innifalið efni:
kerti, platínur,
bensínsía, loftsía
og frostvari á
rúðusprautu.
Verð pr.
Verð pr.
Verð pr.
vél stillt
kælikerfi þrýstiprófað
frostþol mælt
kúpling yfirfarin
öll Ijós yfirfarin
aðalljós stillt
undirvagn athugaður
vökvi á höfuðdælu ath.
hemlar reyndir
ruðuþurrkur ath.
frostvari settur á
rúðsprautur
smurðar lamirog
læsingar
4 cyl. vél kr. 47.500
6 cyl. vél kr. 55.000
8 cyl. vél kr. 64.500