Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 Eldur kom uppí hreyfli þotu Johanm'sarborj;. 20. októher. AP. ELDUR kom upp í hreiðþotu suður-aíríska íluKÍélaKsins yfir Atlantshafi á leið til Suður-Afríku frá New York. en fluKstjóranum tókst að nauðlenda heilu »k h<)ldnu að sótfn hlaðsins Citizen í da«. Talsmaður fluKfélaKsins staðfesti fréttina. Breiðþotan, sem er af gerðinni Boeinn 747, fór frá Kennedy- flugvelli á fimmtudaKskvöld með 151 farþega otí kom við á llha do Sal á Grænhöfðaeyjum til að taka eldsneyti eins ok ráðj;ert var. Um 20 mínútum eftir flugtak kom upp eldur í hreyflinum vinstra megin, næst búknum. Eldurinn læsti sit; í væntjinn. Flujfvélin sneri aftur til Ilho do Sal og nauðlenti. „Okkur var sagt að lendint;in væri í höndum t!uðs,“ sagði Oddy Sampson, einn farþeganna ot; for- seti suður-afríska t;olfsambandsins. „Svo fór að flugstjóranum tókst að lenda snilldarlet;a vel.“ Helmint;ur farþeganna var flutt- ur heimleiðis til Suður-Afríku með annarri suður-afrískri breiðþotu, sem kom við á eynni á laugardat;- inn. Hinir farþegarnir flugu heim með sömu þotu ot; bilaði þegar t;ert hafði verið við hana. Hún lenti á Jan Smuts flugvelli í t!ær. sunnu- dag. Veður víða um heim Akureyri -6 hálfskýjað Amsterdam 12 skýjað Aþena 26 rlgning Barcelona 18 heiðríkt Berlín 10 bjart BrUesel 10 bjart Chtcago 12 skýjað Denpasar 33 heiðríkt Dublin 14 rigning Feneyjar 15 heíðríkt Frankfurt vantar Faereyjar vantar Genf 10 bjart Helsinki 13 bjart Hong Kong 27 bjart Jerúaalem 26 heiðríkt Jóhannesarborg vantar Kairo 31 heiörikt Kaupmannahöfn 10 heiðríkt Las Palmas 23 léttskýjað Ussabon 20 heíðríkt London 13 rígning Los Angeles 31 heiðríkt Madrid 17 heiðrikt Malaga 19 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Miami 30 skýjað Moskva 10 heiðríkt New York 19 heíöríkt Nýja Delhi 32 skýjað Osló 6 skýjað Parts 14 skýjað Reykjavík 0 léttskýjað Rtó de Janeiro 36 skýjað Rómaborg 20 heiðríkt Olíuleiðslur í björtu báli nálægt þjóðvetíinum milli Abadan ot; Oy ni*PHrin Teheran. íranskir hermenn, sem sóttu yfir Karunfljót norðan X_jt/XUöX IX.X lldi UX v^XIXId við Abadan, sprengdu leiðslurnar í loft upp. Filippseyjar: Handtökur eftir sprengjutilræði ir, fyrir meinta aðild að sprenKjutilræði sem var Kert á alþjóðleKri ferðamélaráðstefnu um heÍKÍna. Sprengjan sprakk fáeinum mín- útum eftir að Marcos hafði flutt ávarp á ráðstefnunni. Slapp for- setinn ómeiddur en um tuttugu menn slösuðust meira og minna, en enginn mun þó vera í lífshættu. Hópur sem kennir sig við „frelsis- hreyfingu 6. apríl" lýsti ábyrgð sprengjutilræðisins á hendur sér. I tilkynningu frá forsetahöllinni sagði að fólkið, sem handtökuskip- un hefði verið gefin út á, hefði verið viðriðið alls konar hermdar- verk sem hefðu kostað eitt manns- líf og sært að minnsta kosti sjötíu síðan í ágúst mánuði. Meðal þeirra sem á að handtaka eru Aquino, fyrrverandi öldungadeildarþing- maður, ýmsir fleiri fyrrverandi stjórnmálamenn og nokkrir þekktir blaðamenn. Handtökur Markos Manilla. Filippscyjum 20. okt. AP. MARCOS forseti Filippseyja fyrirskipaði i dag að handtcknir yrðu níu leiðtogar andsta'ðinga stjórnar Marcosar, bandariskur kaupsýslumaður og 20 menn aðr- í S-Afríku JohanncsarborK. 20. okt. AP. LÖGREGLAN handtók um helgina alls tuttugu og þrjá menn, sem voru viðstaddir athafnir til minn- ingar um að í gær voru liðin þrjú ár síðan ríkisstjórnin gerði atlögu að „samvizkuhreyfinKum“ svert- ingja í landinu. að þvi < r segir i fréttum frá Suður-Afríku. Réðust lögreglumenn vopnaðir kylfum og stöfum inn í helgiathöfn sem aðventistar stóðu fyrir í Soweto og tóku þar höndum nítján manns, án þess þó að fréttir bendi til að nokkrar óeirðir hafi verið í tengsl- um við athöfnina. Fjóra til viðbótar greip lögreglan í bænum Lenasia, þar sem býr einkum fólk af ind- verskum ættum. Talsmaður lögreglunnar sagði að ástæðan fyrir því að fólkið í Soweto hefði verið handtekið væri sú að það hefði verið að halda samkomu án þess að hafa til þess leyfi stjórn- valda. Meðal tveggja, sem voru handteknir, eru tveir stjórnarmenn í „samvizkuhreyfingunni" og þekkt- ir baráttumenn fyrir jafnrétti hvítramanna og fólks af öðrum kynstofnum í Suður-Afríku. Nkomo reynir að fá kosningum frestað Bulawayo. 20. október. AP. JOSHUA Nkomo, innanríkisráð- herra Zimbabwe, hefur hvatt til þess, að frestað verði bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, sem ráðgert er að fari fram í næsta mánuði, vegna hættu á að kjósend- ur verði beittir þvingunum. Nkomo krafðist þess í ræðu á fundi með stuðningsmönnum úr Föðurlandsfylkingunni, að fyrst yrði komið á laggirnar „öruggu stjórnkerfi" til að tryggja frjálsar og réttlátar kosningar. Hann kvað oft hafa heyrzt, að kosningar hafi sums staðar farið fram í kjölfar skothríðar. Á öðrum stöðum hafi vopnaðir menn skipað fólki að raða sér upp við kjörstaði. Nkomo kvaðst telja, að það væri ekki í þjóðarþágu að efna til kosn- inga ef þær færu þannig fram. Ásakanir hans beindust greinilega gegn skæruliðum úr flokki Robert Mugabes forsætisráðherra. Deilt um hækkaðan aðgangs- eyri að Austur-Þýzkalandi ÁKVÖRÐUN austur-þýzkra yfirvalda um hækkun lágmarksupphæðar ferðamannagjaldeyris þeirra Vesturlandabúa, sem gera sér ferð austur fyrir, í 25 mörk á dag, hefur leitt til verulegra pólitískra hræringa í Berlín og Bonn. Frakkar. Bandaríkjamenn og Bretar. þeir vestrænu sigurvegarar í heimsstyrjöldinni síðari. sem skiptu Þýzkalandi á milli sín, ásamt Sovétmönnum. hafa mótmælt ákvörðuninni, og fastafulltrúi Vestur- Þýzkalands í Austur-Berlín hefur tilkynnt a-þýzkum stjórnvöldum að hér sé um að ræða brot á Helsinki-sáttmálanum, auk þess sem stjórnin í Bonn hefur lýst yfir að hún muni ekki sætta sig við þessa ráðstöfun þegjandi og hljóðalaust. Þessi harkalegu viðbrögð Bonn- stjórnarinnar stafa af því að hér hafa A-Þjóðverjar höggvið að rótum sjálfrar austurstefnunnar, sem svo hefur verið nefnd, en helzta mark- miðið með henni hefur verið að stuðla að auknum og bættum sam- skiptum þeirrar þjóðar, sem byggir þýzku ríkin tvö, en Bonn-stjórnin leggur áherzlu á að ekki falli í gleymsku og dá, að hér er um að ræða eina þjóð. Um 8 milljónir V-Þjóðverja og V-Berlínarbúa koma til Austur- Þýzkalands ár hvert, en tvöföldun lágmarksupphæðar daglegs eyðslu- eyris ferðamanna að vestan mun óhjákvæmilega draga mjög úr þess- um heimsóknum. Þegar A-Þjóð- verjar hækkuðu lágmarksupphæðina árið 1973 fækkaði heimsóknum um 15 af hundraði, en ári síðar breyttu Austur-Þjóðverjar þessu ákvæði aft- ur vegna mikils þrýstings af hálfu Bonn-stjórnarinnar. Skyndilegt upphlaup A-Þjóðverja nú bendir til þess að pólitískar ástæður hafi reynzt þyngri á metun- um hjá stjórninni í A-Berlín en ábatavon í framhaldi af batnandi samskiptum við Bonn-stjórnina. Atburðirnir í Póllandi og vaxandi ótti kommúnistastjórnanna í Moskvu og A-Berlín við að kröfur verkalýðs- ins um aukin áhrif á stjórn efnahags- og stjórnmála muni breiðast út, virðist helzta ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Forystumaður „verkalýðshreyf- ingarinnar“ í Austur-Þýzkalandi, Harry Tisch, lagði sig þó í líma við að sannfæra ráðstefnu verkalýðssam- taka kommúnistaríkjanna, sem hald- in var í Moskvu í byrjun þessa mánaðar, um að Austur-Þýzkaland væri ekki Pólland. Óhugsandi væri að verkfallsalda riði yfir Austur- Þýzkaland, þar sem svo vel vildi til að verkalýðsfélögin og kommúnista- flokkurinn nytu nefnilega óskoraðs trausts fólksins í landinu. Þrátt fyrir svo ákjósanleg skilyrði hefur kommúnistastjórnin talið nauðsynlegt að taka í taumana, hugsanlega í samræmi við þá lenín- isku grundvallarreglu, að „traust er gott, en eftirlit betra“. Nýafstaðnar kosningar í Vestur- Þýzkalandi hafa einnig haft sitt að segja um þessa ráðstöfnun. Austur- Þjóðverjar viðurkenna, að þeir hafi beðið með að tilkynna um hækkun „aðgangseyrisins" þar til eftir kosn- ingarnar, svo ákvörðunin yrði ekki til þess að auka fylgi Franz Joseph Strauss, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Bonn-stjórninni er í lófa lagið að beita austur-þýzku stjórnina efna- hagslegum þrýstingi í því skyni að fá hana til að falla frá ákvörðuninni um hækkunina. Á næsta ári verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.