Morgunblaðið - 21.10.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 21.10.1980, Síða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 fclk í fréttum + Nýlega er komin út í Bandaríkjunum bók, eftir þennan mann, einn þeirra 115 sjóliða af þýska orrustuskipinu Bismarck, sem bjargað var, er Bretar sökktu því á flótta til Frakklands, eftir að orrustuskipið hafði sökkt einu tærsta herskipi Breta, Hood, norður af Vestfjörð- um í maímánuði 1941. Sjó- liðinn, Baron Burkard von Mullenheim, var undirfor- ingi á skipinu, sem var með 2200 manna áhöfn. Mullenheim segir í bók sinni, sem heitir á ensku: „Battleship Bismarck — A Survivors Story", frá enda- lokum þessa mikla herskips Bók um lokaorrustu Bismarcks og einni af mestu sjóorrust- um síðari heimsstyrjaldar- innar. Það kemur í ljós að þá greindi á, yfirmann þýzku flotadeildarinnar, sem Biscmark var í og skipherrans á orrustuskip- inu. Telur Mullenheim sennilegt að endalokin hefðu orðið önnur ef Ernst Lindemann skipherra hefði fengið að ráða ferðinni, en ekki aðmírállinn, eftir að Biscmark hafði tekist að sökkva Hood og laska orrustuskipið Prince of Wales. Mullenheim varð starfsmaður þýzka utanrík- isráðuneytisins að heims- styrjöldinni lokinni, er hann kom heim úr fanga- búðum Breta. Deyja Þjóðverj- ar út? + Vestur-þýzki rithöfundur- inn Gúnter Grass, fjallar um hið mikla vandamál Þjóðverja í síðustu bók sinni, spurning- una um hvort Þjóðverjar séu deyjandi þjóð — muni deyja út. Fæðingum í V-Þýzkalandi fer fækkandi og veldur mönnum áhyggjum. I Vestur- Berlín er sömu sögu aða segja, auk þess sem unga fólkið flytur burt frá borginni. Þar eru það aftur á móti hinir aðfluttu verkamenn frá Tyrk- landi, sem standa sig í stykk- inu hvað viðvíkur fólksfjölg- uninni. Þar í borg telja menn sig sjá fram á að breyta verði barnaskólunum í elliheimili fyrir borgarbúa, verði þróunin sem nú horfir. Það er þessi barnafátækt Vestur-Þjóðverja, sem er kveikjan að bók rithöfundar- ins, en hún heitir á þýzku Kopfgeburten oder die Deut- schen sterben aus. Bókin er sögð með ósviknu pólitísku ívafi og sé höfundurinn mikill andstæðingur Franz-Josef Strauss. Ford yngir upp með „nýtt módel“ + Þá hefur bílakóngurinn Henry Ford, sem er maður liðlega sextugur, sett punkt- inn aftan við nokkurra ára ástarævintýri sitt með ljós- myndafyrirsætu, 39 ára gam- alli. Nú hafa þau gengið i hjónaband. Hjónavigslan fór' fram í ástarævintýraborg- inni Las Vegas fyrir nokkrum dögum. Tvær dætur ljós- myndafyrirsætunnar voru viðstaddar brúðkaup móður sinnar, en ekkert af fjöl- skyldumeðlimum Henrys tóku þátt í hjónavigslunni, enda á allra vitorði að þeir eru alfarið á móti þessum ráðhag föður sins. Hann kynntist ljósmynda- fyrirsætunni, sem heitir Cathleen Du Ross, fyrst árið 1975, í sambandi við hand- töku fyrir ölvun við akstur. Þá hafði hún verið með hon- um í bílnum. Du Ross er þriðja kona hans. Siðasti skilnaður Henrys, er hann féll fyrir fegurð og glæsileika ljósmyndafyrir- sætunnar, kostaði hann 50 milljónir dala. Hún er líka búin að skrifa bók + Þá er sænska kvikmyndaleikkonan Ingrid Bergmann búin að semja sjálfsævisögu, sem heitir á ensku: „Ingrid Bergmann — My Story". Hún er nú orðin 65 ára . Sögð fara létt með þessi ár. Hún býr nú í London í Chelsea-hverfi og er þar ein. Fyrir skömmu ræddi hún við blaðamenn í New York og svona frægt fólk þykir góður fréttamatur í dagblöðum. Hún sagði frá því í upphafi samtalsins að hún hafi lifað ánægjulegu lífi. Hún hafi þegar í æsku beðið Guð þess að sér mætti takast að höndla lífshamingjuna. — Augljóst er að ég hef verið bæn- heyrð. — Þrisvar sinnum hefur hún hlotið Óskarsverðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn I kvikmyndum. Sú ákvörðun hennar, árið 1949 að yfir- gefa þáverandi eiginmann sinn og dóttur og fara til Italíu og taka þar saman við kvikmyndaleikstjórann Roberto Rossellini vakti heimsat- hygli í öllum saumaklúbbum. Hún eignaðist brátt son með honum, og eftir að þau giftu sig, tvíbura. Það var einmitt þessi þrítugi sonur hennar, Robert Rossellini, sem átti hugmyndina að því að móðir hans skrifaði þessar endurminningar sín- ar. Nú hefur hún ekkert sérstakt i huga eða fyrir stafni, hún er alveg hætt að leika. Heppilegra að nema staðar á hátindinum, sagði hún. Pia dóttir hennar af fyrsta hjónabandi er sjónvarps-blaðamaður, 42ja ára og tveggja barna móðir, búsett í New York. — Myndin af Ingrid er nýlega tekin. Kassettur beztu kaup landsins COIVCERTONE WHttíHSt * :Wr 1 epéto Sepólur 60 mínútur kr. kr. . 4500 90 mínútur kr. •• kr. 6500 Heildsölu birgöir Utsolustaðir KarnabdBr Laugaveyi 6b KarnabtBr Cil<esib«n -- Ephð Akranesi — Eplið Isafiröi Alfholl Siglufirði — Cesar Akureyri - Hornab<er Hornafiröi — Eyiabær Vestmannaeyium LITASJÓNVÖRP 14”-18”-20”-50 meö ,Linytron Plus‘ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. Greiöslukjör Fastar áætlunarferðir. ROTTERDAM Umboðsmenn: Erhardt & Dekkers Van Vollenhovenstraat 29 P.O.Box 23023 3001 KA ROTTERDAM Skeyti: Wyklyn Telex: 22261 wykl nl Sími: 010 36 23 88 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.