Morgunblaðið - 21.10.1980, Page 31

Morgunblaðið - 21.10.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 39 Hjálmtýr Heiðdal: Vinátta á viUigötum Kolbrinn Kristinsson. cinn cÍKcnda Alfhrimabakarisins. ásamt starfsfólki í nýju vcrzluninni að Hanamcl 67. Álfheimabakarí á Hagamel Alfheimabakarí hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verzlun að Hagamel 67 í Reykjavík. Eru útsölustaðirnir þá orðnir tveir, en Alfheimabakarí hefur verið rekið að Álfheimum 6 í yfir tuttugu ár. Eigendur Álfheimabakarís eru Kristinn Albertsson, syntr hans og fjölskylda. Verzlunarstjóri á Hagamel 67 er Halldóra Kristinsdóttir. Innanhússkipulagningu annðist Jón Kaldal arkitekt. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla hefur vetrarstarf sitt Það var auðvitað að „vináttufé- lag Islands og Víetnam" skoraði á íslensk stjórnvöld að stuðla að viðurkenningu á stjórn Heng Samrins í Kampútseu. Það eru nefnilega vinirnir í Víetnam sem hafa hernumið Kampútseu og sett þar yfir lepp sinn Heng Samrin, sem þannig verður vinur vinanna uppi á íslandi. Vinatengslin milli félagsins hér heima og ráðamanna í Víetnam gera það að verkum að vináttufélagið tekur að sér að vinna skítverkin fyrir árásaraðil- ann. í fréttatilkynningu frá vin- áttufélaginu segir að viðurkenn- ingin á Heng Samrin-stjórninni skuli gerð í samræmi við þá reglu að viðurkenna beri þá aðila sem ráða í raun í hverju ríki. Hér er sneitt framhjá meginat- riði málsins sem er herseta 250.000 víetnamskra hermanna í Kampútseu. Það eru þeir sem ráða landinu en ekki leppur þeirra. Viðurkenning á leppstjórninni er því viðurkenning á hernáminu og þvert gegn samþykkt Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðana frá í fyrra. Þar er þess krafist að allir erlendir herir skuli burt frá Kampútseu — hvorki meira né minna. Þessa ályktun áttu vinir Víetnam að taka fram fyrir þá reglu að viðurkenna skuli árásar- aðilann vegna þess að honum hafi tekist að ná undir sig hluta landsins. Frumskógar- lögmálið Fari svo að Heng Samrin- stjórnin nái viðurkenningu S.Þ. þá mega ýmsir fara að biðja fyrir sér. Þá kemst til vegs hjá S.Þ. frum- skógarlögmálið í samskiptum ríkja. Dæmið verður þá þannig að hvert ríki sem hefur hernaðarlegt bolmagn til þess að ná undir sig að hluta eða öllu landi nágrannaríkis síns og setur þar upp leppstjórn, getur krafist þess að fá viðurkenn- ingu á leppunum — og þar með sínum yfirráðum — fordæmið væri jú fengið. — Svo má líka taka með í reikninginn þá staðreynd að Víet- nam ræður ekki nema fjórðung landsins svo öruggt sé. Erlendir fréttamenn hafa farið í boði stjórnvalda (stjórnarinnar undir forsæti Khieu Samphan sem Sam- einuöu þjóðirnar viðurkenna) langt inn í Kampútseu. Það er því vel staðfest að Víetnam ræður ekki stórum hluta landsins, og reglan því ekki eins haldgóð og víetnamvinirnir álíta. Víetnamskur her heim — lausn vandans Vináttufélagið beinir því einnig til íslenskra stjórnvalda að styðja tillögu Heng Samrin-stjórnarinn- ar um minnkun spennu í Suð- austur-Asíu. Ekki þekki ég inni- hald tillögu Hengs, en þori að éta hattinn minn upp á það að hún fjallar um kínversku og banda- rísku árásarseggina, sem eru sam- kvæmt kokkabókum Víetnama og Sovétríkjanna aðal spennuvaldar á svæðinu. Hér er enn verið að snúa hlutunum til hagræðis fyrir árás- araðilann. Það vita allir sem vilja vita að það er Víetnam sem hersetur Laos, hefur 250.000 manna her í Kampútseu og á einnig heiðurinn af því að hafa ráðist inn í Thailand. Ef þessi her slakaði á herför sinni myndi spenna minnka all skjótt í Suð- austur-Asíu. Þetta er staðreynd á sama hátt og það er staðreynd að brottför sovéska hersins frá Afgh- anistan myndi bæta ástand heimsmála töluvert. Vináttufélag- ið ætti því — ef einhver snefill af raunverulegri vináttu er til staðar Hjálmtýr HciAdal gagnvart þjóðinni í Víetnam — að krefjast þess að víetnömsk stjórn- völd dragi her sinn heim og hætti að áreita nágranna sína. Skýringar og skálkaskjól Á sama hátt og aðrir innrásar- aðilar í öðrum heimshlutum þá hefur stjórn Víetnam — og þar með vinirnir hér á íslandi — komið sér upp skýringu á veru hersins í Kampútseu. Pol Pot var fjöldamorðingi og útsendari Kína — Afturhaldið ógnaði Afghanist- an — Tékkóslóvakía var undir áhrifum v-þýskra afturhaldssinna — þetta eru sýnishorn sem lengi mætti bæta við. En hvernig svo sem Pol Pot hefur hagað sér þá getur það aldrei dugað sem afsökun fyrir hernámi Víetnama. Því eins og dæmin sanna þá má alltaf búa sér til skýringu á böðulsverkunum sem er slett framan í heiminn. Þótt megnið af heimspressunni hafi verið á þeirri skoðun að Pol Pot hafi verið erkiþrjótur er hann sat í Phnom Penh hjálpar það ekkert upp á sakirnar. Heimsókn á Hótel Royal Þegar fjalla skal um Kampútseu þá koma fljótt fram tölur um fjölda líflátinna í stjórnartíð Pol Pots. 3 milljónir er sú tala sem Víetnamar veifa og sýna jafn- framt hrúgur af mannabeinum og fleiru sem á að gera töluna trúverðuga. Víetnamvinirnir ættu að velta því fyrir sér hvers vegna er verið að grafa upp mannabein frá 1967—1973. Pol Pot komst ekki til valda fyrr en í apríl 1975 og það er vitað að það tekur 7—12 ár þangað til að beinin ein eru eftir á þeim líkum sem grafin eru um- búðalaust í jörðina þarna um slóðir. Hér er því verið að' grafa upp leifar af fólki sem dó margt þegar að Bandaríkin herjuðu á landið, enda viðurkennt að um 800.000 hafi fallið í loftárásum þeirra. Og annað ættu vinirnir hér uppi að tjá sig um eftir umhugsun. Bandarískir blaðamenn voru í boði Heng Samrin-stjórnarinnar leiddir inn í Hotel Royal í miðborg Phnom Penh, þar sem þeim var sýnt herbergið þar sem Malcom Caldwell var myrtur af Pol Pot. (Að sögn Heng Samrin-stjórnar- innar og Víetnama.) Hárflygsur og storkið blóð var til staðar og gefið í skyn að það væri af Caldwell. Bandaríska blaðakonan Elisabeth Becker sótti um leyfi til að heimsækja Phnom Penh hjá Heng Samrin. Henni var neitað. Það þýddi nefnilega ekkert að teyma hana inn á Hotel Royal og skoða herbergið umrædda. Hún var einmitt stödd með Malcolm Caldwell nóttina sem hann var myrtur í gestaherbergi í útjaðri Phnom Penh — fleiri kílómetra frá þeim stað þar sem grandalaus- ir blaðamenn skoða verksum- merkin um morðið. Hver er til- gangur þess að blekkja blaða- mennina og sviðsetja fyrir þá með mannabeinum og tilfærslum á morðstað þekkts manns sem vitað var að bjó yfir mikilli vitneskju um undirróðurstarf Víetnama í Kampútseu fyrir innrásina? Atkvæði í þágu heimsfriðar Fyrir þá sem ekki telja sig nú vera sérstaka vini víetnömsku hernaðarmaskínunnar er það um- hugsunarefni að andstaða skæru- liðanna í Kampútseu og Afghan- istan tefur fyrir þeirri ætlan Sovésku heimsvaldasinnanna að teygja sig lengra — inn í Thailand og suður af olíunni við Persaflóa. Því það er Sovétstjórnin sem borgar 2,5 milljónir dollara á dag til að halda hernaði Víetnama gangandi og það er hún sem lætur myrða fólkið í Afghanistan sem stendur í veginum fyrir útþenslu hennar. Það væri því mikið slys ef íslenska ríkisstjórnin féllist á að viðurkenna nokkra þá stjórn sem hefur verið komið til valda í skjóli erlends hervalds. íslenska atkvæð- ið á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er því best notað með því að styðja áframhaldandi setu lögmætra stjórnvalda Kampútseu í S.Þ. — þar með hefur íslenska ríkisstjórnin ekki samþykkt neitt af meintum óhæfuverkum Pol Pot-stjórnarinnar — heldur stuðl- að að betri gangi mála í heiminum þótt í litlu sé. R. 10.10. 1980. Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrcinar verða að bcrast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grcin, scm hirtast á í miðvikudagsblaði, að bcrast i síðasta lagi fyrir hádcgi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig gctið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. UM ÞESSAR mundir er vetrar- starf Félags Snæfellinga og Ilnappdæla að hcfjast. Eins og undanfarin ár verða spila og skemmtifundir félagsins haldnir í Domus Medica. Ákveðið er að spila fjögur kvöld í vetur og verða heildarverðlaun veitt því pari, sem hæst verður að þeim loknum. Fyrsta skemmtikvöldið verður laugardaginn 25. þ.m., (fyrsta vetrardag) annað 22. nóv- ember, þriðja 27. febrúar og síð- asta, sem um leið er lokafagnaður, verður 25. apríl. Árshátíðin verður haldin 24. janúar. Þá er starfsemi kórs félagsins nýlega hafin. Söngstjóri verður sem fyrr Jón ísleifsson kennari. Æft er einu sinni í viku. í kórnum eru nú milli þrjátíu og fjörutíu manns. í stjórn Félags Snæfellinga og Hnappdæla eru nú: Form. Bogi Jóh. Bjarnason frá Neðri-Hóli, varaform. Ásgeir Þorleifsson frá Þverá, ritari Ogmundur Runólfs- son frá Ólafsvík, gjaldkeri Guð- mundur G. Pétursson frá Ólafsvík og meðstj. Hrefna Lárusdóttir frá Stykkishólmi. í skemmtinefnd félagsins eru: Þorgils Þorgilsson frá Bug, Sigríð- ur Jónatansdóttir frá Syðstu- Görðum, Erna Kristinsdóttir frá Hamraendum, Jóhannes Ög- mundsson frá Ólafsvík og Páll Steinar Bjarnason frá Neðri-Hóli. Útför INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Hjallavegi 24, sem lést í Borgarspítalanum 9. október, fer fram frá Fossvogs- kirkju mlðvlkudaglnn 22. október kl. 10.30 fyrlr hádegi. Fyrlr hönd vandamanna. Synir, tangdadaatur og barnabörn. Aucjlýsing í símaskrá 1981 Athygli skal vakin á því aö símnotendur, sem auglýstu í símaskrá 1980, hafa forgang aðeins til 1. nóvember 1980 aö sambærilegri staö- setningu fyrir auglýsingar sínar í símaskrá 1981. Nánari upplýsingar í síma 29140. Símaskrá — auglýsingar Pósthólf 311 — 121 Reykjavík. Komum okkur í form. Förum í eftirlit ú »Skodsborg«! Fallegt umhverfi og ótal möguleikar fyrir heilsu- bótariðju gera „Skods- borg“ hið græna úthverfi Kaupmannahafnar, að ------r-^ieinni unaðslcgustu 1 heilsumiðstöð veraldar — rétt við Eyrarsund Auk færustu lækna og sérfræðinga á staðnum, þar á meðal mjög hæfra sjúkraþjálfa, sem gefa rétt nudd og slökun, mur „Skodsborg", með skyn- samlegum hlutföllum hvíldar og iðju endurnýja og hressa líkamlega og andlega vellíðan. SK0DSB0RG BADESANATORIUM Skodsborg Strandvej 123-135, DK-2942 Skodsborg, Danmark v 0014 - 02 - 80 32 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.