Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 40
HLJÓMTÆKI LITSJÓNVARPSTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur eða 300.000 kr. útborgun. Gildlr um öll littæki. GRUNDIG vegna gmöanna.
100.000 kr. staðgr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. HágmAa taakni á góAu verði. JRingpisiMaMft
BNESCOHF H NESCO HF
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
Skattlagningu á born lokið:
Gert að greiða 3% út-
svar og 7% tekjuskatt
- auk sjúkratryggingargjalds og kirkjugarðsgjalds
SKATTÁLAGNINGU á b<jrn undir 16 ára
aldri er nú lokift í öllum kjördæmum landsins
og álagningarseðlar eru íarnir að berast til
greiðenda.
Samkvæmt hinum nýju skattalögum er
börnum undir 16 ára aldri nú gert að greiða 1%
tekjuskatt, 3% útsvar, sjúkratryggingargjald
og síðan kirkjugarðsgjald. Þá kveða lögin
þannig á að ekki komi til neinn persónuafslátt-
ur hjá börnunum.
Morgunblaðinu tókst ekki í gærkvöldi að fá
tölur yfir heildarálagningu á landinu, en ljóst
er, að hér er um töluvert mikla fjármuni að
ræða.
Dæmi um álagninguna má nefna unga
stúlku, sem á sl. sumri vann sér inn liðlega 198
þúsund krónur hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.
Henni er nú gert að greiða liðlega 14 þúsund
krónur í tekjuskatt, enda fær hún ekki neinn
persónuafslátt og skólaganga hennar kemur
ekki til frádráttar.
Gos í
rénum
Meöfylgjandi mynd tók Ijósm.
Mbl., Krístján, yfir nyrstu gígunum,
tveimur og hálfri klukkustund
eftir upptök gossins.
„AXEL Björnsson flaug yfir gosstöðvarnar eftir hádegi í dag og taldi hann, aö gosið
heföi minnkaö frá því í gær, en ennþá gýs í nyrstu gígunum,“ sagði Bryndís
Brandsdóttir á skjálftavaktinni í Reynihlíð í gærkvöldi. Bryndís sagði, að land væri enn
ekkí farið að rísa á gosstöðvunum og engir skjálftar kæmu fram á mælum. Hún sagði,
að ekki væri hægt að segja fyrir um hvenær gosið hætti, en þar nyrðra væri það þó
aðeins talið tímaspursmál. Sjá frásögn og myndir á bls. 18 og 19.
„Fyllti seðilinn út
alveg út í loftið“
— sagði Lára Ólafsdóttir, sem vann
5 milljónir i getraunum
í 9. LEIKVIKU Getrauna kom fram einn seðill með 11 rétta
leiki og var vinningurinn fyrir hann kr. 4.946.000. Eigandi
seðilsins reyndist vera skrifstofustúlka í Reykjavík og náði
hún þessum árangri á einfaldan átta raða seðil, sem kostar
600 kr. Þetta er hæsti vinningur, sem komið hefur til
útborgunar hjá Getraunum.
„Ég átti von á að fá í mesta
lagi tvö hundruð þúsund krónur
fyrir ellefu rétta, en að fá á
fimmtu milljón króna kom mér
mjög svo á óvart," sagði Lára
Ólafsdóttir vinningshafi, er Mbl.
ræddi við hana í gærkvöldi. —
Þetta kemur sér mjög vel, ég er
nýgift og þar sem ég hef nýlokið
BA-námi í Háskólanum get ég
greitt námslánin með þessari
upphæð.
— Tildrög þess, að ég var með
seðil var sú, að maðurinn minn
gaf mér hann. Þetta er í þriðja
sinn sem ég fylli út seðil og gerði
það alveg út í loftið. Ég fylgist
ekki með ensku knattspyrnunni
og veit lítið sem ekkert um hana.
Ég varð því meira en lítið
undrandi þegar ég komst að því,
að ég var með 11 rétta og átti
ekki orð þegar ég vissi nú rétt
áðan, hversu háa upphæð ég
hafði unnið. Maðurinn minn var
aðeins með sjö rétta, sagði Lára
Ólafsdóttir.
Þess er rétt að geta, að 29
raðir voru með 10 rétta og
vinningur fyrir hverja röð 73.000
kr. Þátttaka í getraunum í síð-
ustu viku var sú langmesta, sem
verið hefur.
Ljósm. Mbl. Kristján
Lára og eiginmaður hennar, Sigurgeir Haraldsson, voru að vonum
brosmild þegar þeim var tilkynnt um stóra vinninginn.
Prentarar og bókbindar-
ar felldu að fara í verkfall
FÉLAGSFUNDUR í Hinu íslenzka prentarafélagi felldi í gær að fara
í verkfall. Tvær tillögur voru lagðar fyrir fundinn. hin fyrri að farið
skyldi i viðvarandi verkfall írá og með 29. október og hin síðari að
farið skyidi i eins dags verkfall þann dag. Báðar tillögurnar féilu.
Grafiska sveinafélagið samþykkti á félagsfundi i gær að fara i
verkfall frá og með 29.. en i tillögunni var ákvæði um að endanleg
ákvörðun yrði í höndum stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins.
Félagsfundur i Bókbindarafélagi íslands ákvað í gærkveldi að fara
ekki í verkfall.
Sáttafundur
milli ASÍ og
VSÍ í dag
Fyrsti,viðræðuíund-
ur ASÍ og ríkisins
verður í dag
SÁTTASEMJARI ríkisins og
sáttanefnd hafa boðað samn-
inganefnd ASÍ og samninga-
ráð VSÍ saman til sáttafund-
ar i dag klukkan 17. Sátta-
nefnd átti í gær fund með VSÍ
klukkan 18.30 og ASÍ klukk-
an 19.30 og varð þetta niður-
staðan.
í dag verður viðræðufundur
milli samninganefndr ASÍ og
nýskipaðrar samninganefndar
ríkisins, en viðræður þessar
hefjast í kjölfar viðræðufund-
ar, sem fulltrúar ASÍ áttu með
forsætisráðherra síðastliðinn
föstudag. Af hálfu ríkisins
munu ræða við ASÍ Þröstur
Ólafsson, Þorsteinn Geirsson
og .Tón Ormur Halldórsson.
Fyllti 5 báta með
síld úr einu kasti
KskifirAi. 19. októbrr
GKKERT lát er á sildveiöinni i
fjörðunum hér fyrir austan og
sannarlega er hægt að tala um
mokveiði i þessu sambandi siöustu
dægrin. I dag fékk nótabáturinn
Faxi GK svo stórt kast hér i
Reyöarfirðinum að nægði til að
fylla fjóra aðra báta að auki.
Fékkst aflinn um miðjan dag i
gær við Flesjar við norðanverðan
Reyðarfjörðinn.
Faxi tók sjálfur þaö sem hann
mátti af síldinni í nótinni til að
fylla kvóta sinn. Þá fékk nótaskipið
Alsey það sem á vantaði hjá þeim
Faxamönnum til að fylla. Loks
fengu þrír minni bátar frá Eski-
firði, Þorsteinn, Guðmundur Þór
og Örvar, 2-300 tunnur hver. Voru
litlu bátarnir drekkhlaðnir er þeir
komu að landi og einn þeirra var
reyndar með svo mikið á dekki að
hressilega flæddi ofan í lúkarinn.
Ævar
Félagsfundur HÍP var fjölsóttur
og urðu á honum talsverðar um-
ræður. Lögð var fyrir fundinn
tillaga frá stjórn félagsins um að
félagiö boðaði verkfall frá og með
29. október, sem stæði unz samn-
ingar hefðu náðst. Tillagan féll
með 80 atkvæðum gegn 46, en 4
seðlar voru auðir. Þá var borin
upp tillaga um verkfall í einn dag,
29. október. Sú tillaga féll, með
tillögunni voru 23, en á móti voru
nálega 50 manns. Einn samninga-
nefndarmanna, Magnús Einar
Sigurðsson, sem verið hefur tals-
maður bókagerðarfélaganna
þriggja og er formaður væntan-
legs Félags bókagerðarmanna,
sem tekur við um áramótin, sagði
sig úr samninganefnd félagsins að
fenginni þessari niðurstöðu fund-
arins.
Á félagsfundi í Grafiska sveina-
félaginu í gær var samþykkt að
beina ákvörðun um verkfallsboðun
til stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs félagsins. Þó kom fram á
fundinum að 20 manns voru
hlynntir verkfalli, en 8 á móti.
Allmargir fundarmanna sátu hjá.
I dag mun verða haldinn fundur í
stjórn og trúnaðarmannaráði
Grafiska sveinafélagsins.
Á fundi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs HÍP í fyrradag var
tillaga um langt verkfall felld með
eins atkvæðis mun, en samþykkt
að fara í eins dags verkfall hinn
29.
Bókbindarar samþykktu í gær-
kveldi svohljóðandi ályktun: „Al-
mennur félagsfundur í BFÍ, hald-
inn 20. október 1980, samþykkir
kröftugar vítur á stjórn ASI vegna
seinagangs og áhugaleysis á kröf-
um BFI. Skorar fundurinn á
stjórn ASÍ að sinna kröfum BFÍ af
meiri festu og einurð."
Samkvæmt upplýsingum Arn-
kels B. Guðmundssonar, formanns
Bókbindarafélags íslands ákvað
fundurinn, að bókbindarar færu
ekki í verkfall, en hann kvað
stjórn og trúnaðarmannaráð
áfram hafa heimild til boðunar
verkfalls bókbindara.
Tvær sölur
ytra í gær
TVÖ fiskiskip lönduðu afla sin-
um erlendis i gær. Þórsnes II
scldi 38 tonn i Hull fyrir 33,3
milijónir króna, meðalverð 877
krónur. Höfrungur III seldi %
tonn í Cuxhaven fyrir 48,7 millj-
ónir, meðalverð 508 krónur.