Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
KA tapaði með einu marki
eftir hörkuleik að Varmá
AFTURELDING í Mosfellssveit
bar sigurorð af liði KA 16—15
síðastliðinn laugardag er liðin
mættust í fyrsta leik sínum í
íslandsmótinu í handknattleik í 2.
deild. Leikur liðanna var æsi-
spennandi og vel leikinn, og gaf
sumum þeim leikjum sem fram
hafa farið í 1. deild ekkert eftir
hvað gæði handknattleiksins
snertir. Bæði þessi lið sýndu að
þau eiga eftir að vera meðal efstu
liða í 2. deild. Þau hafa góðum
handknattleiksmönnum á að skipa
og reyndir þjálfarar eru með liðin.
Lið Aftureldingar þjálfar Pétur
Bjarnason og lið KA Birgir
Björnsson.
rA- 16:15
• Einar Magnússon, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, sést hér
skora fyrir sitt gamla félag Víking. Nú leikur Einar með liði
Aftureldingar í Mosfellssveit í 2. deildinni. Einar skoraði 9 mörk á
móti KA.
Hart barist
í lok leiksins
Þegar aðeins þrjár mínútur
voru til leiksloka í leik UMFA og
KA var staðan í leiknum jöfn
15—15. Erlingur Kristinsson hafði
jafnað metin fyrir KA með góðu
skoti. Leikmenn UMFA hófu sókn
og léku skynsamlega og héldu
boltanum. KA lék vörnina vel og
varðist af krafti en varð fyrir því
óhappi að missa einn leikmann
útaf og léku því einum færri
síðustu mínútur leiksjns. Gústaf
náði að brjótast í gegn um vörn
KA en var óheppinn með skot sitt
sem mistókst. Nú átti lið KA
möguleika á að krækja í sigurinn
þar sem rétt rúm mínúta var til
leiksloka er þeir hófu sína síðustu
sókn. UMFA brá á það ráð að taka
Gunnar Gíslason úr umferð og
fjórir leikmenn KA sóttu því gegn
fimm varnarmönnum UMFA. Var
leikur þeirra ekki nægilega ákveð-
inn og fyrir hreinan klaufaskap
misstu þeir boltann. Steinari
Tómassyni tókst að krækja honum
frá einum leikmanni KA, komst í
hraðaupphlaup en brotið var á
honum. Var það nokkuð strangur
dómur að dæma vítakast á brotið
eins og gert var. Úr vítakastinu
skoraði svo Einar Magnússon og
innsiglaði naumlega sigur UMFA,
við mikil fagnaðarlæti fjölda
áhorfenda.
Jafn leikur
Leikur liðanna var allan tímann
mjög jafn. Afturelding hafði for-
ystuna framan af í fyrri hálfleikn-
um en síðan seig lið KA á og náði
forystunni um miðjan fyrri hálf-
leik. Framan af leiknum voru
leikmenn KA óheppnir með skot
sín og ágæt marktækifæri af
línunni. Staðan í hálfleik var 9
mörk gegn 8 fvrir KA.
í síðari hálfleik var hart barist
og jafnt var fyrstu 16 mínútur
síðari hálfleiks en þá seig lið
UMFA framúr og náði um tíma
þriggja marka forystu 15—12. KA
tókst þó með góðri baráttu að
jafna metin og jafntefli hefði ekki
verið ósanngjörn úrslit leiksins.
Liðin
Lið Aftureldingar lék vel. Varn-
arleikur þeirra var góður og
markvarsla Emils góð allan leik-
inn. I sóknarleiknum bar mest á
fyrrverandi landsliðskappa úr
Víkingi, Einari Magnússyni, sem
nú leikur með Aftureldingu. Skor-
aði Einar 9 mörk af 16 mörkum
liðsins. En leikmenn UMFA eiga
að varast að stóla um of á Einar í
sókninni. Þá var Steinar Tómas-
son góður í sókninni. Lið UMFA á
án efa eftir að ná langt í 2. deild í
vetur.
Lið KA sýndi ágætis leik. Vörn
liðsins var nokkuð góð en sóknar-
leikurinn gæti verið beittari. Lið-
inu virðist vanta skyttur. Þeir
Gunnar Gíslason og Friðjón voru
hættulegastir í sókninni. Línuspil
og hornamenn nýttust ekki nægi-
lega vel. Liðinu verður mikill
styrkur að fá Erlend Hermanns-
son til liðs við sig í næsta leik, en
hann lék ekki með á laugardag.
Lið KA verður án alls vafa meðal
efstu liða í 2. deild í vetur, og
verða erfiðir heim að sækja ef að
líkum lætur.
Mörk UMFA. Einar Magnússon 9,
3 v, Steinar 4, Gústaf, Þórður og
Ingvar 1 mark hver.
Mörk KA: Gunnar Gíslason 8, 2 v,
Friðjón 4, Magnús, Guðbjörn, og
Erling 1 mark hver.
Dómarar í leiknum voru þeir
Guðmundur Magnússon og Ingvar
Viktorsson og dæmdu þeir erfiðan
leik með miklum sóma allan
tímann.
- þr
rbianflsnmiö 2. flelld
Ármann átti
aldrei von
KA VAR ekki í vandræðum að
næla sér í tvö stig gegn mjög
slöku liði Ármanns i 2. deild
íslandsmótsins í handknattleik
um helgina. Lokatölur leiksins
urðu 23—17, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 12—8.
KA virðist hafa þokkalegu liði á
að skipa, þó að líklegt sé að
fjarvera Alfreðs Gíslasonar hafi
veikt liðið til muna frá síðasta
keppnistímabili. Ármann hefur
einnig orðið fyrir umtalsverðri
blóðtöku, Jón Viðar og Heimir
Gunnarsson hættu hjá félaginu og
stórskyttan Friðrik Jóhannesson
lék ekki með liðinu. Ármenningar
máttu engan veginn við þeim
missi og við blasir erfiður vetur.
Eins og liðið lék gegn KA er
ekkert framundan annað en fall-
barátta.
Ástæðulaust er að fara orðum
um gang leiksins, KA hafði for-
ystu allan tímann. Gunnar Gísla-
Ármann — KA
17—23
son var atkvæðamestur hjá KA,
einnig voru Þorleifur og Friðjón
drjúgir. Hjá Ármanni bar mest á
Einari Eiríkssyni, en aðrir voru
beinlínis slakir.
Mörk Ármanns: Einar Eiríks-
son 5, Björn Jóhannesson 4 (2
víti), Haukur Sigurðsson, Kristinn
Ingason og ívar Jósafatsson skor-
uðu tvö mörk hvor og Atli Jósa-
fatsson skoraði eitt mark.
Mörk KA: Gunnar Gíslason 7 (3
víti), Þorleifur Ananíasson 6,
Friðjón Jónsson 3, Björn Frið-
þjófsson og Magnús Guðmundsson
2 hvor, Magnús Birgisson og
Erlingur Sigurðsson eitt hvor.